Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 13
8 nýju smásagnasafni sínu Marg-
saga sendir Þórarinn Eldjárn
„krítíkerum" blaðanna nokkrar pill-
ur. Þannig skellir hann þeim
Matthíasi Viðar Sæmundssyni
og Heimi Pálssyni saman í eina
persónu, Heimi Viðar, „sem alltaf
hefur ofsótt mig út af einhverri skír-
skotun Uluga Jökulsson og Egil
Helgason skírir hann upp og nefnir
Egilluga, Arna Bergmann,
Jóhann Hjálmarsson o.fi. kallar
hann Jóhannes Dvergmann hjá
Morgunviljanum. Nafngerving
kreppukommans er svo Hörður
Jósefsdalín, en sá ritar í Tímarit
Máls og minningar. DV og NT kallar
Þórarinn DT og Helgarpóstinn nefn-
ir hann Heljarpóstinn. Það verður
gaman að lesa ritdómana eftir allar
þessar uppnefningar...
ft
rikklandsvinafélagið er síð-
ur en svo liðið undir lok. Nú er að
hefjast öflugt vetrarstarf hjá félag-
inu með fundi í Oddfellowhúsinu
nk. fimmtudag, 31. október. Verður
þar margt á dagskrá og ýmsir menn-
ingarfrömuðir fjalla um gríska
menningu og þjóðlíf. Það sem vekur
þó einna mestu eftirvæntingu hjá
fundargestum er heimsókn grísks
ferðamálafrömuðar að nafni Basil
Nakos en hann er forstjóri KM
Travel & Tourism og mun skýra fyrir
gestum hugmyndir sínar um heppi-
legasta tilhögun á menningarferð
um Grikkland á vori komandi undir
leiðsögn formanns félagsins
Sigurðar A. Magnússonar. Með
því að hafa beint samband við
gríska aðila mun félagið vonast til
þess að ná mun heppilegri samning-
um en gegnum íslenskar ferðaskrif-
stofur...
u
msóknarfrestur um störf
tveggja fréttamanna á fréttastofu
Sjónvarpsins er runninn út. Mikil
leynd hvílir yfir því hverjir sóttu, en
HP heyrði, að meðal umsækjenda
væri Helgi H. Jónsson almanna-
tengslamaður og fyrrverandi frétta-
maður hjá útvarpinu. Ekki vitum
við hvort Helgi var beðinn um að
sækja um starfið, en annar staðar
heyrðum við, að forráðamenn Ríkis-
útvarpsins og fréttastofunnar hafi
leitað að „réttu" fólki til að sækia
um
endur: Sigmundur Ó. Steinars- keppni. Er þetta ítarlegt yfirlit með spyrnu og mun Sigmundur ekki
son íþróttafréttaritari á DV hefur myndum, úrslitum, markatölum og staðnæmast fyrr en sú saga verður
skrifað sögu íslenskrar knattspyrnu svo framvegis. Mun þetta vera fyrsta rakin til enda. Höfundur mun gefa
ókafrétt fyrir íþróttaunn- 1955—63 eða frá upphafi 1. deildar bindi fleiri bóka um íslenska knatt- út sjálfur...
Opið
ALLAN
'b
>
68-55-22
STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^
'V- 13