Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 18
MYNDLIST
eftir Guðberg Bergsson
Er maðurinn klemma á laki jarðar?
Ágúst Petersen spyr ekki spurninga. Hann
segir frá á 54 túnblettum sem eru ýmist úr
striga eða masonít og hanga nú til sýnis í
Listmunahúsinu Lækjargötu 2. En þótt það
sem er málað á fletina sé sagt af reynslu og
með ákveðnum blæ, þá vakna ýmsar spurn-
ingar eftir að skoðað hefur verið.
Óll verkin eru máluð innan ákveðinnar
hefðar sem Ágúst hefur samlagast svo að
hann kemur fram sem maður sem þekkir
hughrif sín og veit hvað hann hefur í hyggju
að láta birtast af þeim í olíulitum, ekki aðeins
öðrum til augnayndis heldur dálitillar furðu.
Og líkast til mælir hann út málverk sín í
ákveðna stærð sem hentar hverjum hug-
hrifahópi þannig að þau líkjast ljóðum í
sentímetrum.
Sú móða sem hvílir yfir verkunum er ekki
móða hás aldurs eða leifar af brimi bernsk-
unnar. Samt er hún þetta tvennt og minning-
in, en öðru fremur stíllinn og viljinn. Þannig
vill hann að verkið sé: oftast nær hugsæið
einbert þó svo hann máli málverk af ein-
hverjum ákveðnum stað sem við þekkjum úr
náttúrunni eða á fólki. Því margt það fólk
sem er á myndunum og sést frá hvirfli niður
að bringu höfum við séð að minnsta kosti á
myndum í blöðunum, nema kannski hana
Völu. Með aðferð þessari næst ekki vídd
heldur fjarlægð. Umheimurinn og fólkið er
til í raunheimi sem er að mestu leyti móða
eða óljós draumur.
Petta á jafnt við um staði þar sem ríkir
gjarna ys og þys, eins og hafnir, og náttúruna
sem er að taka á sig náðir. Allt séð gegnum
móðu viðhorfsins til efniviðarins. Hafnar-
mjólkin og Nótt við vatnið, Einar og Guð-
mundur og Leikarinn eru hulin móðu. Og líka
Birtan og Knútur Bruun, þessi tvö leiftur tím-
ans eru sveipuð hinu ófrávíkjanlegu viðhorfi
hinnar síðbúnu hugsæisstefnu og verða því
að dofna á striga listamannsins, hvort sem
þeim er það Ijúft eða leitt. Og hvort sem okk-
ur eru verkin ljúf eða leið. Það er tilvist verk-
anna sem skiptir höfuðmáli í lífsmáta þeirra.
Og þá komum við að kjarna sýningarinn-
ar.
Einu gildir hvernig sýning er hengd upp,
hvort á henni er tekið tillit til veggja salarins,
stærðar myndanna, ljósbúnaðar eða annars,
sérhver sýning er ákveðinn heimur og sam-
verkandi.
Af því er hægt að raða sýningu Ágústs í
„Þarna eru menn í stíl
við Arngrím lærða
sem virðist vera alltaf
með tunguna úti, laf-
andi, en við nánari
aðgæslu er þetta ekki
tungan heldur höku-
toppur," segir Guð-
bergur Bergsson í
grein um sýningu
Ágústs Retersens.
Listmunahúsinu þannig að hún verði eins-
lags lífsferill, þróun frá vöggu til grafar, þótt
engin séu þarna börn:
Agúst tekur fyrir og gerir að viðfangsefni
sínu atvinnutæki og menn, fjölgun, lífsbjörg-
ina, hús og náttúru á ýmsum stundum dags
og nætur. Engu að síður hvilir sama eða svip-
uð birta yfir öllu. Eða réttara sagt móða.
Þarna eru menn í stíl við Arngrím lærða sem
virðast vera alltaf með tunguna úti, lafandi,
en við nánari aðgæslu er þetta ekki tungan
heldur hökutoppur. En síðast en ekki síst er~
þarna sláttumaður og rauð sól: maðurinn
með ljáinn. Og svo er eilífðarþrá númer 48.
Og hugblær Agústs hvílir yfir henni eins og
guð.
Hins vegar eru Leiðarlok númer 28.
Með þessum hætti er sýningin eins og
skáldverk sem hefur verið stokkað laglega
upp, eða tímanum hefur verið ruglað. Því
tíminn í sýningunni er aðeins tími listarinn-
ar. Sá tími er allur tíminn í senn: fortíð, sam-
tíð og framtíð. Við áhorfendur eða lesendur
verðum að raða saman, ef við viljum fá
„sögulegt" samhengi í sýninguna. Og það er
eitthvert það skemmtilegasta verk sem lista-
maður getur boðið lesanda sínum upp á eða
áhorfanda.
Að vísu hef ég ekki raðað sýningunni upp
á ný, í rétta tímaröð svo úr verði lífssaga sýn-
ingar. En ég hef gefið í skyn.
Og á svipaðan hátt gefur Ágúst í skyn með
Leiðarlokum sem er merkt býsna athyglis-
verðri tölu: 28. Maðurinn er þar eins og
klemma sem hefur verið klemmd á jörðina,
en hann klemmist ekki fastur. Jörðin bifast
undir honum eins og lak í jarðarlit. Maður-
inrt er kominn að leiðarlokum og hann er að
fara. Hann hefur misst flest þau einkenni
sem einkennir lifandi mann. Að vísu er hann
ekki orðinn að skugga, en hann er lítið meira
en formið tómt.
Þessi maður er ekki eins og búðarklemma.
Hann er eins og handsmíðuðu klemmurnar
gömlu, þær sem smíðaðar voru úr tunnustöf-
um og voru raunverulegar klemmur.
Og þá er stutt í það að áhorfandinn skilji að
lífssýn sýningarinnar er ekki ósvipuð lífssýn
Samuels Becketts sem gæti spurt:
Er maðurinn klemma? Sveiflast hann burt
þegar lífssnúran-slitnar eða fýkur lak jarðar-
innar frá honum?
LEIKLIST
Að Ijúga og Ijúga og Ijúga...
Þjóöleikhúsid:
Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Cooney.
Þýöandi: Árni Ibsen.
Leikstjóri: Benedikt Arnason.
beikmynd og búningar: Guörún Sigríöur
Haraldsdóttir.
Lýsing: Kristinn Daníelsson.
Leikendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Örn Arnason,
Siguröur Skúlason, Siguröur Sigurjónsson,
Pálmi Gestsson, Þorgrímur Einarsson,
Randver Þorláksson.
Sýningartími: 2'/2 klst.
Það er nauðsynlegt að hlæja, meira að
segja bráðnauðsynlegt. Ég hef einhverstaðar
séð í þessum nýmóðins skrifum um heilsu-
rækt og geðbætur að það sé mjög heilsusam-
iegt að ákveða sér tiltekinn tíma á hverjum
degi eða a.m.k. nokkrum sinnum í viku til
þess að hlæja ærlega. Nýjum heilbrigðis-
málaráðherra er hér með bent á þessa leið til
að stórbæta heilsu þjóðarinnar. Mætti vafa-
laust með slíkum fyrirbyggjandi ráðstöfun-
um spara stórfé í heilbrigðiskerfinu. Er ráð-
herranum bent á að koma þegar í stað á fót
sérstakri heilbrigðishláturdeild i heilbrigð-
isráðuneytinu og er hann jafnframt hvattur
til þess að vinria bráðan bug að því að alþingi
stórauki fjárveitingar í þessu skyni. Heilsu-
rækt að þessu tagi trúi ég að verði til að stór-
auka vinsældir stjórnarflokkanna og mætti
stjórnarandstaðan taka málið til gaumgæfi-
legrar íhugunar og kanna hvort ekki sé unnt
að skapa grundvöll til samstarfs á þessu
sviði.
Eina opinbera ríkisstofnunin sem viljandi
kemur fólki til að hlæja er Þjóðleikhúsið en
aðrar gera það reyndar oft óvart þó vitandi
vits vinni þær eindregið gegn þessari heilsu-
bót.
Farsar eru til að hlæja að og ekki til annars.
Fyrir minn smekk finnst mér skemmtilegra
að hlæja að einhverju sem svolítið vit er í, en
það getur líka verið ágætt að hlæja að tómri
dellu. Með vífið í lúkunum er tóm della.
Megináherslan er á að búa til eins ótrúlega
flækta flækju og unnt er. Þetta tekst höfundi
ágætlega nema rétt undir lokin, þegar miklu
skiptir að halda út, þá bregst höfundi skop-
skynið og ofnýtir hugmynd sem annars er
ágæt og verður ósmekklegur og klúr.
John Smith er sérstaklega venjulegur mað-
ur að því að álitið er, en þegar hann verður
fyrir höfuðhöggi og dvelst eina nótt á slysa-
varðstofu kemur heldur betur annað upp úr
dúrnum. Hann lifir tvöföldu lífi, á tvær konur
og tvö heimili og til þess að það gangi þarf
að halda fast við nákvæmt tímaplan, en það
raskast við dvölina á slysó. Aumingja John
verður að Ijúga, fyrst einu, svo öðru og svo
öðru og einu enn þaráofan og þannig áfram
uns lygavefurinn er kominn í marga hringi
þvers og kruss. Þessi flétta er lengst af hag-
lega ofin en daprast flugið undir lokin þegar
síst skyldi.
Það er sérkennilegt við þennan leik að
hann gerist á tveimur tímum samtímis á einu
sviði sem er ekki skipt nema á táknrænan
hátt. Þetta gengur yfirleitt nokkuð vel en er
stundum teygt til hins ítrasta og óþarflega
mikið samkrull.
„Eina opinbera ríkis-
stofnunin sem viljandi
kemur fólki til að
hlaeja er Þjóðleik-
húsið..." segir Gunn-
laugur Ástgeirsson
m.a. í umfjöllun sinni
um „Með vífið í lúk-
unum."
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
Það hefur stundum viljað brenna við í
farsasýningum í Þjóðleikhúsinu að þær væru
hægar og þunglamalegar. Út af þessu var
brugðið með Skvaldri í fyrra og aftur gerist
það í þessari sýningu. Oftast er verulegur
hraði í sýningunni og ekki er hún þunglama-
leg. Hinsvegar nálgast hraðinn stundum að
verða að írafári og pati sem raskar jafnvægi
og heildarmyndinni.
Leikararnir reyna að vinna þetta verk eftir
bestu getu en eru mislagðar hendur. Örn
Árnason leikur John Smith og kemst ágæt-
lega frá því, en það er svolítið erfitt að trúa
því að maður sem lifir tvöföldu lífi og harð-
skipuleggur sinn tíma í því skyni sé alger
sakleysingi og þetta allt hafi gerst alveg
óvart. Sigurður Sigurjónsson leikur heimilis-
vininn Stanley sem fer að hjálpa John með
lygarnar. Hann býr þar til óborganlega farsa-
fígúru og leikur hana í ósviknum farsastíl.
Sigurður Skúlason og Pálmi Gestsson leika
lögreglumenn sem blandast í málið og
mynda þeir ágætar andstæður en ná sér ekki
alveg á fullt í farsaleiknum. Þórunn Magnea
og Anna Kristín leika eiginkonurnar. Ekki
finnst mér þeim hafa verið stýrt í réttan far-
veg. Þær eru ekki nógu ólíkar og þær ná ekki
nógu góðum tökum á farsaleiknum. Það er
nokkuð ósamræmi í leikmátanum í sýning-
unni sem veldur því að persónurnar magna
ekki hver aðra upp eins og tækifæri er til.
En það má vel komast hjá því að láta þetta
misræmi trufla sig í sýningunni hafi maður
það eitt markmið með leikhúsferðinni að
hlæja. Og eins og áður sagði þá er markmið
farsans það eitt að láta leikhúsgesti hlæja
ærlega og það markmið næst ágætlega í
þessari sýningu.
18 HELGARPÖSTURINN