Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 9
leikar hjá stjórnmálamönnunum varðandi ráðningu nýs forstjóra til Byggðastofnunar og hugmyndir um tveggja forstjóra kerfi í því sam- bandi, til að lægja pólitískar öldur, hefðu orðið til þess að hann hefði sagt sínum mönnum: ,,Eg hef ekki áhuga. Eg vil ekki vera inni í þessu dæmi.“ Og í sama streng tók Kristinn Zimsen í samtali við HP. „Þetta var orðið hálfgert þóf, hvað varðaði ráðningamálin og tók alltof langan tíma. Eg sagði mönnum þá skoðun mína og hafði einnig ákveðnar hug- myndir um það hvernig að þessum málum skyldi standa. Eg hafði eng- an áhuga á því að beygja mig og vildi standa á mínum skoðunum. Þess vegna lýsi ég því yfir, áður en ákvörðun var tekin um forstjóra- málið, að áhugi minn á starfi hjá Byggðastofnun væri hverfandi." Eins og kunnugt er, var kveðinn upp Salómonsdómur í þessum for- stjóraerfiðleikum og niðurstaðan varð sú, að Gudmundur Malmkvist Gunnlaugur M. Sigmundsson segist ekki hafa kært sig um forstjórastólinn í Byggðastofnun. var kjörinn forstjóri (D), en Bjarni Einarsson (B), sem var fyrir Byggða- deild Framkvæmdastofnunar var kjörinn aðstoðarforstjóri Byggða- stofnunar. Gunnlaugur Sigmundsson sagði ennfremur í samtali við HP: „Það hefur ef til vill verið stolt okkar Kristins, sem orsakaði það, að við fórum“. Gunnlaugur sagði: „Veltan hjá okkur Kristni í Framkvæmdastofn- un var um það bil 2 þúsund milljónir á ári, en samkvæmt skipulagi hinn- ar nýju Byggðastofnunar er ætlað að veltan verði í kringum 2—3 hundruð milljónir á ári. Þessi nýja stofnun hefur hins vegar sama kostnað af mannahaldi og sömu stjórnunarlegu vandamálin þ.e. póli- tíska stjórn sem deilir út fjármun- um. Minna til skiptanna, en sömu vandamálin." Og Gunnlaugur M. Sigmundsson bætti við: „Það er einkar athyglis- vert varðandi stjórn hinnar nýju Byggðastofnunar að hún er alveg eins skipuð og Framkvæmdastofn- unarstjórnin, að undanskildu því, að Olafur Björnsson fer út og Sigfús Jónsson kemur í hans stað. Og Olaf- ur var sá eini í stjórn Framkvæmda- stofnunar, sem ekki hafði aðstöðu í þinginu til að gæta hagsmuna sinna. Og það voru einmitt þessi atriði, þessi vandamál hjá gömlu Fram- kvæmdastofnuninni, sem kölluðu á mestu ádeilurnar, þessi pólitíska út- deiling á fjármagni. Spurning er hins vegar hvort þessir sömu menn hafi einsett sér breytt vinnubrögð í Byggðastofnun. Ég veit það ekki." Fyrrum komissarar eru báðir at- vinnulausir um þessar mundir. Báðir segjast þeir í fríi. Gunnlaugur segist ekki hafa tekið sér frí í mörg ár og Kristinn á örugglega hvíldina inni eftir að hafa starfað hjá Fram- kvæmdastofnun frá stofnun hennar, 1. janúar 1972. Spurningin er hins vegar: Áttar al- menningur sig á breytingum sem orðið hafa í fína húsinu við Rauðar- árstíginn, eða eru margir starfs- menn þar á vettvangi sem HP ræddi við, sér. á báti, þegar þeir segjast „ekki skilja upp né niður í þessum hrærigraut‘7 BIIALEIGA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERDI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAU ÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRDUR: HÚSAVÍK: EGILSTADIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRDUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRDI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent bréfakaupum," sagði Guðmundur H. Garðarson. Spákaupmennska? Sérfræðingar í fjárfestingapólitík í atvinnulífinu sögðu við HP, að vafa- samt væri að aðilar úr einkarekstr- inum myndu leggja fé í þetta, þegar eignarhlutur hins opinbera í félag- inu ætti að vera jafnstór og raun bæri vitni. „Það er unnt fyrir aðila að ávaxta sitt fé með betri hætti en hlutafjárkaupum í þessu félagi," sagði sérfræðingur á þessu sviði og taldi ekki ósennilegt að þeir aðilar sem myndu ljá þessu lið gerðu það fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna og með það jafnvel í huga að hafa áhrif á fjárstreymi félagsins og lánveit- ingar í framtíðinni, fremur en að þeir gengju út frá arðsemi af rekstri félagsins. Gunnlaugur M. Sigmundsson tók aðspurður að mörgu leyti í þennan sama streng og taldi líklegast að fjármagn til félagsins kæmi í stórum slumpum, en ekki í smærri hlutum frá almenningi. „Þetta kemur í stærri slumpum frá atvinnulífinu, reikna ég með,“ sagði hann. Helga Jónsdóttir aðstoðarráð- herra sagði að tilgangur þess, að enginn einn vissi nákvæmlega um stöðu hlutafjársöfnunarinnar, væri sá að koma í veg fyrir spákaup- mennsku. Það þarf hins vegar enga reiknimeistara til að átta sig á því, að 20 milljónir frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og hugsanlega 35 milljónir frá SIS, eru samtals 55 mill- jónir. Þá eru aðeins 45 eftir í 100 milljón króna markið. Spurningin er hins vegar hvort það verða Sjal f- stæðisfyrirtæki eða Framsóknarfyr- irtæki sem kaupa þá hluti. Stjórnar- meirihluti er í veði, því almennt er reiknað með tveimur stjórnar- mönnum frá hinu opinbera, einn frá hvorum stjórnarflokki. Það er hin frjálsa samkeppni sem ræður ríkj- um inilli stjórnarflokkanna í kapp- hlaupinu feftir fjármagni frá aðilum í atvinnulífinu. Menn heyra ekki ennþá framtíð- armúsíkina hjá Þróunarfélaginu. Ef félagið hyggst lána í áhætturekstur, þá verða vextir að vera mjög háir, ekki síst þegar félagið þarf að vera tilbúið til þess að afskrifa lán eða breyta í styrk, ef einstök áhættu- verkefni ganga ekki upp. Og til við- bótar á Þróunarfélagið að skila arði til eigenda sinna. Spurningin er hins vegar hvort þetta félag megni að brjóta sér leið út úr hinni venjubundnu sjóðafyrir- greiðslu, leggi af kjördæmapotið og gæluverkefni stjórnmálamanna og leggi faglegt mat að grundvelli. Eða er Þróunarfélagið eitt frjókornið til sem hraut frá Framkvæmdastofnun um það bil sem það gaf upp öndina? ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simi: 666103 STOFNFUGL I PEKINGANDA Næstu daga bjóðum við þennan Ijúf- fenga hátíðarmat á 30% lægra verði og nú ættu allir að geta látið það eftir sér að reyna Pekingönd og í verslunum er hægt að fá uppskriftir færustu meistara um það hvernig á að matreiða Peking- önd. Pekingönd hátíðarmatur á hverdagsverði. e: ISl LU f ■ 1' I og lcekkum verðió um HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.