Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 7
Kaupmenn selja kýrkjöt sem nautakjöt:
VIÐ BORÐVM
HUNDR UÐ TONNA
AF FÖLSUÐU
NAUTAKJÖTl!
Það er sitt hvað nautakjöt og
nautakjöt. Eöa eigum við að segja
nautakjöt og kýrkjöt? Það er ekki
aðeins ad hér sé á boðstólum ótil-
tekið magn af smygluðu nautakjöti
heldur flokkar Framleiðsluráð
landbúnaðarins íslenskt nautgripa-
kjöt í hvorki meira né minna en
sextán gœðaflokka og átta verð-
flokka en þegar hinn almenni neyt-
andi fer út í búð til að kaupa hakk
sitt, gúllas eða mörbráð er það allt
saman selt sem ótilgreint nauta- eða
nautgripakjöt. Samt getur veröið
verið afar mismunandi. Allt upp
undir hundrað krónum getur mun-
að á kílói af nautahakki. Séu slátur-
töflur frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins athugaðar kemur í Ijós
að um það bil jafnmiklu er slátrað
árlega afnautum og kúm. Hvergi er
þó kýrkjöt á boðstólum í verslunum
og veitingahúsum í orði. En er það
í kjötborðinu? Getur verið að þús-
und tonn af kýrkjöti fari eingöngu í
fars og pylsur árlega?
Blaðið fór á stúfana til að grennsl-
ast fyrir um þetta mál. Leit fyrst inn
til kjötkaupmanns í næsta nágrenni,
en sá er Jónas Jónasson sem rekur
Kjöt- og matvöruvinnslu Jónasar
Þórs að Grensásvegi 12. Hann sér
Tommahamborgurum t.a.m. fyrir
öllu nautakyns hráefni.
Rifist um hverja belju
sem drepin er
„Þið getið sjálf séð að þetta er sko
aldeilis ekki kýrkjöt sem ég er með
í fanginu," sagði Jónas, „enda hef ég
einungis með höndum besta fáan-
lega hráefnið hverju sinni, ævinlega
ungnaut. Ef því er að skipta get ég
sýnt allar kjötinnkaupanótur yfir
þau ár sem ég hef rekið mín við-
skipti; þær sýna svart á hvítu að
hér hefur kýrkjöt aldrei komið inn
fyrir dyr.“
— Heldurðu að kýrkjöt sé víða á
boðstólum í verslunum sem dulbúið
nautakjöt?
„Ég er ansi hræddur um það. í
landinu er slátrað jafnmiklu af
ungnautum og beljum. Hver getur
svarað því hvar allt þetta kýrkjöt er?
Það er uppselt í landinu um þessar
mundir, hvergi fáanlegt. Það er rifist
um hverja belju sem drepin er í dag,
en nautakjötið liggur inni í frysti-
geymslu í miklu magni.“
— Geturðu nefnt okkur dœmi um
verslanir sem selja kýrkjöt?
„Ég vil ógjarnan draga menn í
dilka vegna þess að ég veit að þeir
gera þetta býsna víða. Þeir reyna
sjálfsagt að bera þetta af sér og yfir-
leitt er ekki gengið svo langt í svona
málum að menn séu skikkaðir til að
leggja eitthvað fram máli sínu til
stuðnings.
Tveggja ára gamalt
kjöt í verslunum
— Hvernig finnst þér málið horfa
við hinum almenna neytanda?
„Það versta er að neytandinn fær
engar upplýsingar um það kjöt sem
hann kaupir úti í búð né heldur það
sem hann borðar á veitingastöðum.
Þetta eru náttúrulega ekkert annað
en svik. En svo virðist sem almennir
neytendur eigi erfitt með að greina
á milli kýrkjöts og nautakjöts og í
búðum er kjötið ekki merkt eftir
gæðaflokkum. En bæði kaupmenn
og neytendur gera greinarmun á t.d.
hænu og kjúklingi, lambi og ær. Það
er selt sitt í hvoru lagi. En hvað
nautakjötið varðar er það ekki til í
dæminu. Þar er ekki gerður grein-
armunur nema þegar kjötkaupmað-
urinn kaupir kjötið inn frá sláturhús-
unum. En ég get bókað að enginn
kjötkaupmaður fengist til að viður-
kenna að hann verslaði með kýr-
kjöt!“
— Hvað með allar þessar auglýs-
ingar á nautakjöti á ,,ótrúlega hag-
stœðu verði"?
„Það eru einmitt slíkar auglýsing-
ar sem fara mest í taugarnar á
mér. Segjum að svokallað nauta-
hakk fáist á bilinu 300—400 krónur
kílóið. Það er hvarvetna selt sem
sama varan en ástæðan fyrir þess-
um mikla verðmismun hlýtur að
vera sú að þarna er verið að selja
mismunandi gæðaflokka vörunnar.
Ég hef líka heimildir fyrir því að
sums staðar sé á boðstólum yfir
tveggja ára gamalt kjöt. Eg tel að
bráðnauðsynlegt sé að vekja hinn
almenna neytanda til umhugsunar
um þetta mál. Ég held að enginn
geti breytt þessu nema hann.“
Jónas Jónasson kjötvörukaupmaður:
„Kýrkjötið er selt ( miklu magni [ kjöt-
verslunum en enginn kjötkaupmaður
fæst til að viðurkenna að hann verslar
með kýrkjöt."
— Þú telur útilokað að allt þetta
kýrkjöt sé eingöngu notað í fars,
pylsur og aðrar kjötiðnaðarvörur?
„Hluti af kýrkjötinu er náttúru-
lega notaður í kjötvinnslu en ég þori
að leggja hausinn á mér að veði að
það hakkar enginn filet eða mör-
bráð af belju."
Mjög mikið kýrkjöt í
reykvískum verslunum
Blaðið hafði samband við nokkra
kjötkaupmenn aðra og innti þá eftir
því hvort þeir seldu í einhverjum til-
fellum kýrkjöt. Auðheyrt var að
spurningin kom við þá og sumum
þótti hún dónaleg. Bókun Jónasar
Þórs reyndist rétt: enginn fékkst til
að viðurkenna að hann verslaði
með kýrkjöt.
Blaðið ræddi jafnframt við Torfa
Jónsson sláturhússtjóra á Hellu og
spurði hann fyrst hver eftirspurnin
væri eftir kýrkjöti.
„Kýrkjöt er nánast aldrei til á
lager," sagði Torfi, „og það er alltaf
staðgreitt til bænda vegna þess að
eftirspurnin er svo mikil. En hins
vegar eru til miklar birgðir af ung-
nautakjöti bæði hjá mér og ennþá
meira hjá öðrum. Því er greinilegt
að eftirspurnin eftir kýrkjöti er
miklu meiri.“
— Er slátrað jafn miklu af hvoru-
tveggja?
„I fyrra slátraði ég 951 kú en 884
ungnautum, þannig að það er held-
ur minna af kúm þótt eftirspurnin sé
meiri. Ætti maður nóg af belju seldi
maður miklu meira af henni. Oft sel-
ur maður ungneyti vegna þess að
maður á ekki til belju. Því hef ég oft
gripið til þess ráðs þegar ungnauta-
birgðirnar hrannast upp og stefnir í
Torfi Jónsson sláturhússtjóri á Hellu:
„Þær verslanir sem kaupa af mér góða
vöru eru í miklum minnihluta. Kaup-
mennirnir notfæra sér þekkingarleysi
neytandans."
óefni að gifta beljurnar áður, þ.e. að
selja kaupmönnum eina belju á
móti einu nauti. Þetta taka menn
gott og gilt, svo æstir eru þeir í
beljuna."
Neytandinn tekur
kýrkjötið gott og gilt
— Þetta sannar náttúrulega að
kaupmenn œtla að selja kýrkjötið
sem nautakjöt?
„Það er enginn vafi á því. Það er
mjög mikið um kýrkjöt í búðum í
Reykjavík. Það er ekkert launungar-
mál hvað kjötkaupmenn ætla sér
með kýrkjötið. Þeir láta í veðri vaka
að þeir kaupi það til að halda verð-
inu niðri. En þeir eru í rauninni ekki
að gera það, því þær búðir sem ég
sel eingöngu naut eru fyllilega sam-
keppnisfærar við þær sem hafa kýr-
kjöt á boðstólum. Verslanirnar
Hólagarður og Fjarðarkaup kaupa
til dæmis mikið af nauti hjá mér. Og
ég get staðfest að það sem Jónas Þór
verslar með er fyrsta flokks hráefni.
Miðað við þessar staðreyndir er
beljan alltof lágt verðlögð og kaup-
maðurinn leggur greinilega ekkert
upp úr gæðunum og neytandinn
náttúrulega ekki heldur. Hann tekur
kýrkjötið gott og gilt.“
— Eru sláturleyfishafar bundnir
þagnarskyldu gagnvart kaupend-
um sínum? Máttu gefa upp hverjir
eru œstastir í kýrkjötið?
„Það er að sjálfsögðu viðkvæmt
mál. En þú mátt hafa eftir mér að
þeir eru mjög margir. Þær verslanir
sem einungis kaupa góða vöru eru í
miklum minnihluta."
— En hvert telur þú vera hlutfallið
milli þess kýrkjöts sem þú selur í
vinnslu og þess sem þú selur í versl-
anir og er selt þar sem nautakjöt?
„Upp undir helmingur fer í versl-
anir. Neytendur láta kaupmanninn
fara voðalega illa með sig. Kaup-
maðurinn notfærir sér þekkingar-
leysi neytandans. Fólk fer blindandi
í búðina sína og heldur að nautakjöt
sé ekkert mýkra og betra en það
beljukjöt sem það er alið upp við.“
Hjá Neytendasamtökunum feng-
ust þær upplýsingar að þau hefðu
vissulega hug á að kanna þetta mál.
Það væri alltént ekki nógu gott að
neytendur væru ekki upplýstir um
hvaða gæðaflokk nautakjöts þeir
væru að kaupa. En málið væri erfitt
viðureignar og umfangsmikið. Það
þyrfti að taka kjötsýnishorn úr versl-
unum og láta matvælafræðinga um
að rannsaka þau, flokka og aldurs-
greina. Slíkt væri mjög dýrt og hver
ætti að borga brúsann? Vafamál
hvort Neytendasamtökin hefðu ein
og sér fjárhagslegt bolmagn til að
standa undir slíkum rannsóknum.
Einar Ólafsson hjá Búnaðarfélagi
Islands sagði það ekki í verkahring
félagsins að fylgjast með því kjöt-
meti sem selt væri í verslunum. „Við
getum ekki kannað það, það er
Neytendasamtakanna að fylgjast
með slíku," sagði Einar. „Aftur á
móti er hugmynd okkar sú að kaup-
menn selji það kjöt sem þeir keyptu
inn frá sláturhúsunum sem sams
konar kjöt til neytendanna, að ung-
nautakjöt sé þá selt sem ungnauta-
kjöt en ekkert annað, að verðflokk-
arnir haldi sér.“
Rannsóknarstofnun
landbúnadarins hefur
hug á að kanna kjötið
Af því sem fram hefur komið
vaknar óhjákvæmilega þessi spurn-
ing: Hver hefur bolmagn og getu til
að aldursgreina og flokka það kjöt
sem liggur frammi í verslunum til að
fyrirbyggja að kaupmenn selji neyt-
endum sínum svikna vöru? Við slóg-
um á þráðinn til Guðjóns Þorkels-
sonar matvælafræðings hjá Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins:
„Með frekar einföldum mæling-
um er hægt að mæla þránun í kjöti
sem hefur verið geymt lengi í frosti,"
sagði Guðjón. „Við þránun myndast
ákveðin efni í kjötinu og hægt er að
fá fram hvað það hefur verið geymt
lengi. Með aðeins flóknari mæling-
um er hægt að mæla ákveðna am-
ínósýru sem myndast í beljunum
eftir því sem þær eldast. Hún er
mælikvarði á aldur skepnunnar."
— Stendur einhver slík gœða-
könnun á kjöti fyrir dyrum hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins?
„Við höfum mikinn áhuga á að
skoða ástandið vegna þess að það er
alltaf að koma til okkar fólk sem
kvartar undan þessu. Ekki síst
vegna þess að við höfum náttúru-
lega mikinn hug á að selja betri
helming þess nautakjöts sem til er í
landinu. Við höfum verið með til-
raunir í sláturhúsunum t.d. með
meyrnun á nautakjöti sem miðar að
því að fara sem best með kjötið svo
það sé hægt að koma því í góðu
ástandi í verslanir og veitingahús.
Ýmsir aðilar í okkar röðum hafa
áhuga á að fylgja þessum málum
eftir en enginn hefur enn tekið
frumkvæðið."
Af framangreindu er ljóst að ís-
lendingar borða um það bil þúsund
tonn af kýrkjöti á ári. Gera má ráð
fyrir að helmingurinn fari í kjöt-
vinnslu en hinn helmingurinn er
seldur neytendum sem nautakjöt.
Vonandi ganga. einhverjir ábyrgir
aðilar fram fyrir skjöldu frekar fyrr
en seinna og gera skurk í þessu al-
varlega neytendamáli.
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Jim Smart
HELGARPÓSTURINN 7