Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 9
YFIRHEYRSLA nafn: Davíð Oddsson fæddur: 17. 1. 1948 í Reykjavík staða. Borgarstjóri læun: 117. heimili: Lynghagi 5 heimilishagir: Kvæntur Ástríði Thorarensen, 1 sonur og kisa bifreið: Engin, en lagt til embættisbifreiðir áhugamál Skriftir, skák, spil og veiði Sameiningin er hreinn bissness ehir Sigmund Erni Rúnorsson, myndir Jim Smart Davíð er í Yfirheyrslu um ísBúr-málid og þann pólitíska fnyk sem sumum mðnnum finnst leggja af því. Hann svarar og spurningum um meinta einræðishneigð sína í stjórnun borgarinnar, og því Uka hvort hann ætli að steypa Þorsteini af formanns- stólnum ... — Hvernig í ósköpunum stendur á því, Davíð Oddsson, að þú ert búinn aö fá á þig það orð að vera voðalega sterkur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og helsti vonarpeningur hans? „Ég hef nú út af fyrir sig ekki heyrt þetta og aldrei í svona löngu máli. Hinsvegar tel ég að stjórn Sjálfstæðisflokksin s í Reykjavík hafi verið markviss og örugg. Ég er með mjög traustan meirihluta með mér, fólk sem vinn- ur með mér þó svo það komi síðan í minn hlut að skýra frá ákvörðunum og niðurstöð- um út á við. Áhrif ákvarðananna hafa því kannski lent meira á mínum herðum ..." — Einmitt, en áður en við höldum lengra í þessum dúr, skulum við víkja að sameiningu BÚR og ísbjarnarins. Það er náttúrlega ekki minnsti pólitíski fnykur af því máli?! „Ekki í mínum huga, ég skal ekki segja hvað öðrum finnst. íslendingar eru óvenju- lega pólitískt fólk ... en mér hefur fundist að langflestir hafi innst inni haft skilning á því að það væri kostur að sameina þessi stóru fyrirtæki." — Flokksbræður þínir eru að segja mér að fsBúr hafi verið þín hugmynd. Fara þeir með rétt mál? „Já, þetta var upprunalega mín hug- mynd." — Aðrir fullyrða að Jónas Haralz hafi komið grátklökkur til þín og beðið þig um þennan greiða sem úrlausn á lána- mistökum Landsbankans, en vangoldn- ar skuldir ísbjarnarins í þeim banka nálgast 300 milljónir! „Eg ræddi við Jónas Haralz um samein- ingu á Bæjarútgerðinni og ísbirninum þrem- ur mánuðum eftir að ég varpaði þessari hug- mynd fram, en Landsbankinn er viðskipta- banki allra hlutaðeigandi aðila, borgarinnar og þessara tveggja útgerðarfyrirtækja sem nú verða að einu ...“ — Þannig að þú fórst til Jónasar en hann ekki til þín? „Ekki man ég hvar við hittumst, en ég hafði frumkvæðið að þeim fundi. Það er á hreinu." — Nú þótti mörgum fullljóst að ís- björninn ætti stutt eftir í greiðslustöðv- un og litlu skárra væri ástandið hjá BÚR. Er ekki vafasamt að pólitískur meiri- hluti sveitarstjórnarmanna taki að sér að bjarga einkafyrirtæki fiokksbræðra sinna? „Bæjarútgerðin var búin að fá úr borgar- sjóði 147 milljónir á verðlagi hvers árs frá 1947. Þetta eru gífurlegar upphæðir. Ég myndi frekar segja að þetta væri mjög vafa- samt...“ — En af hverju kom aldrei til greina að sameinast öðru fyrirtæki en einmitt ís- birninum, einu skuldugasta fyrirtæki í geiranum, sem jafnframt er að sigla inn í málaferli vegna innbyrðis deilna hlut- hafa um rekstrarafkomu og rekstrar- stjórn síðustu ára?! „Það eru öll fyrirtæki í þessari grein skuld- ug, eða að minnsta kosti langflest þeirra. En það sem vó þyngst í þessu máli var að þetta eru tvö langstærstu fyrirtækin á þessu svæði sem eru með aðstöðu á sömu slóðum. Það lá því beinast við að sameina þau ...“ — Ertu að reyna að segja mér að lngv- arssynir hafi ekki hreyft sig; þeim hafi í það minnsta ekki létt þegar þú fékkst þessa hugmynd? „Nei. Upphaf þessa máls var reyndar það að ég óskaði eftir fundi með þeim, bauð þeim reyndar í léttan hádegisverð hérna hjá mér uppi á lofti, og þá vissu þeir ekkert hvað- an á sig stóð veðrið .. — Þannig að sameiningin er bara eins og happdrættisvinningur í þeirra huga? „Ekki held ég það nú .. . Ég held þvert á móti að þeim sé frekar tregt um að láta þetta fyrirtæki frá sér. Pabbi þeirra byggði það upp af myndarskap og þeir síðan með honum og gerðu þetta að glæsilegasta firma í þessum geira. En þeir sjá líka að ef þessi grein á að geta staðist á þessu svæði, þá verða þessir tveir stærstu aðilar að leggja saman." — Hefði ekki verið stórum sniðugra að leyfa ísbirninum að fara á hausinn og kaupa svo upp leifarnar og sameina BÚR? „Ég held að það sé nú aldrei gott að iáta fyrirtæki fara á hausinn; ekki svo að skilja að ég hafi álitið að ísbjörninn færi á hausinn á næstunni, ekki á næstu árum að minnsta kosti...“ — Sem sagt Davíð, í einlægni: Þú kann- ast ekkí við minnsta pólitískt plott við- víkjandi sameiningunni, ekkert flokks- bræðralag og engan þrýsting frá félaga Haralz og kó. Barasta tandurhreinan bissness!? „í mínum huga er þetta hreinn bissness. I mínum huga er þetta leið fyrir mig til að koma Bæjarútgerðinni af borgarsjóði, að skapa hlutafélag sem muni lúta lögmálum markaðarins í stað þess að fjarstýrast pólit- ískt héðan frá borgarskrifstofunum." — Heldur ekki seinna vænna að dæla i þetta firma tugmilljónum: Þú lofaðir fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að ef þú kæmist að yrði þegar í stað hætt að borga tap BÚR úr borgarsjóði. Síðan liðu 3 ár? „Ekki seinna vænna, nei, þáð er rétt. Ég fór þegar að vinna að þessum málum. Og því er lokið núna. Þetta höfðu margir reynt, tal- að um hlutina, nú fyrst er framkvæmt. A að- eins þremur árum." — Aftur aö þér og þínum ferli: Þegar þú lítur yfir þetta fyrsta kjörtímabil þitt sem borgarstjóri, finnst þér þá að sú taktík þín að leika leiðtoga borgarinnar á kostnað annarra borgarstjórnarmeð- iima flokksins hafi tekist? „Ég hef nú ekki búið mér til neina taktík í þessum efnum. Ég vinn mjög vel með borg- arfulltrúunum, ekki síst þeim sem styðja mig vel. En ég hef talið að í fyrirtæki eins og borginni sem hefur 7000 manns í vinnu, þýði ekkert að hafa gjörsamlega valdalausan mann á toppnum. Það var einn svoleiðis hérna á síðasta kjörtímabili, ágætis maður út af fyrir sig, en það gjörsamiega misheppnað- ist. Það verður að vera einhver endapunktur, einhver staður þar sem menn fá að lokum svar." —Er ekki erfitt aö vera svona einræð- ishneigður en búa við lýðræðisskipu- Iag? „Eg er ekki einræðishneigður, því fer fjarri. Mest af mínum tíma fer í það að ræða við fólk og samræma skoðanir þess. Það kemur að vísu iðuiega fyrir og ótrúlega oft miðað við það sem kannski þekkist út á við að mínar hugmyndir verða undir í mínum hópi. Eftir að hópurinn kemst hinsvegar að niðurstöðu um ákveðnar hugmyndir, hver svo sem komið hefur fram með þær, þá fylgi ég þeim fram. Ég er þeirrar skoðunar að byrji maður verk verði að klára það.“ — Hverju svararöu þeirrl gagnrýni að þú sért frekur, stjórnsamur og útdeilir ekki valdi, treystir hreinlega ekki sam- starfsmönnum þínum, sért í raun aö lýsa vantrausti á þá með því háttalagi að deila og drottna!? „Ég er kannski ekki góður í því að gefa sjálfum mér einkunnir. Það verða aðrir menn að gera. En ég kannast nú ekki við að ég líði ekki að aðrir menn hafi aðrar skoðan- ir en ég. Hinsvegar líð ég það ekki, að eftir að ákvörðun hefur verið tekin, taki menn að flökta til og frá. Þá vil ég að menn haldi fast við það sem þeir eru að gera.“ — Er klárt mál að þú verðir borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum? „Það hefur nú ekki verið ákveðið form- lega, en það hefur aldrei gerst hjá flokknum að starfandi borgarstjóri sem gefur áfram kost á sér, nái ekki fram. Ég sé engin teikn á iofti um annað." — Þad er altalað í Valhöll, sem annar- staðar í innsta hring flokksins, að þú viljir fá ákveðna menn efst við hlið þér á framboðslistanum, til dæmis Vilhjálm Vilhjálmsson. Viltu nefna fleiri? „Ut af fyrir sig vil ég ekki nefna nein nöfn. Það er nú einu sinni svo að prófkjörið gerir það að verkum að þessi einræðishneigði maður sem þú varst að lýsa áðan, hefur minni áhrif en ailir aðrir hvernig þessi iisti verður skipaður, að minnsta kosti livað varð- ar efstu sætin. Ég get kannski haft áhrif á hvernig listinn mun endanlega líta út, en ekki hvað efstu sætin varðar." — Þú lofar sem sagt að hjálpa ekkert nánustu flokksbræðrum þínum? „Já.“ — Hvernig túlkarðu þá ákvörðun Alberts Guðmundssonar að taka ekki þátt í prófkjöri flokksins í nóvember? „Hann er nú búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár og standa sig ágætlega. Það er nú ekki algengt að menn séu mikið lengur í borgar- stjórn" — Sérðu á eftir manninum úr borgar- stjórn? „Já, enda hefur hann stutt mig mjög vel í borgarstjórn ...“ — Hann er nú fráleitt einn af þessum meðfærilegu, eins og sagt er að þú viljir helst hafa þá? „Hann hefur verið mjög meðfæriiegur við mig.“ — Ottastu sérframboð hans? „Nei, það er fjarri öllu lagi." — Aðeins um stólamálið hans Þor- steins. Hver var þáttur þinn í þeim leik? „Hann var ótrúlega lítiil. Ég var erlendis þegar þessi umræða átti sér stað. Ég kom heim þegar allt var í rauninni afráðið í þessu máli. Það var þingflokksfundur daginn eftir þar sem átti að upplýsa þessa ákvörðun. Ég sat hérna á skrifstofu minni íramyfir mið- nætti kvöldið áður og samdi dægurlaga- texta." — Hvenær ætlarðu annars að fara að hugsa þér til hreyfings inn á þing og steypa Þorsteini úr formannsstólnum? „Ég hugsa mér alls ekki til hreyfings inn á þing. Mér líður mjög vel sem borgarstjóri. Hér á skrifstofunni vil ég vera.“ — En þú getur ekki neitað því að þessi hugsun um formennsku hefur flökrað að þér? „Aldrei." — Býstu við að einhver trúi þessu? Er ekki málið að þú þorir ekki að styggja félaga Þorstein strax, en stekkur svo seinna á hann úr góðu færi? „Nei, aldrei. Þetta er hreinlega raunsæi."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.