Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.10.1985, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Qupperneq 11
flokkurinn gerir sér vonir um að stofna flokk þar í landi. En áður en félagarnir úr Flokki mannsins halda til Sovét munu þeir fyrst fara til Ir- lands, eða á fimmtudaginn 7. nóv- ember, í því skyni að stofna bróður- flokk þar í landi. .. ' ankafrétt: Eftir því, sem HP hefur heyrt munu Hekla og Búnað- arbankinn skilin að skiptum. Tvennum sögum fer af því hvernig þetta bar að höndum, en önnur sag- an segir, að Heklu hafi hreinlega verið sparkað út úr bankanum, en hin sagan segir, að komið hafi til ein- hvers orðaskaks, sem endaði með þessum ósköpum. . . irar I ram hefur komið í Morgun- blaðsfrétt í síðustu viku að Fridrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda (SÍF), muni bráðlega taka við forstjórastarfi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH). Mikill slagur hefur verið um forstjórastól SH og er gjarnan talað um hinar ,,sjö klík- ur“ sem hafa barist um sinn mann. Klíkurnar skiptast mikið eftir lands- fjórðungum og voru aðrir frambjóð- endur til forstjórastólsins þeir Einar K. Guðfinnsson frá Bolungarvík og Ólafur Gunnarsson frá Nes- kaupstað. En Friðrik varð ofan á, eins og búist var reyndar við. . . i iFfri I yrir nokkru sögðum við frá því að Flokkur mannsins væri á förum til Finnlands til að stofna finnskan bróðurflokk. Nú eru félagarnir úr Flokki mannsins komnir aftur úr Finnlandsförinni og þótti hún takast með miklum sóma. Fjölmiðlar í Finnlandi sögðu frá heimsókninni, bæði útvarp og sjónvarp og stærstu blöðin, svo sem Huvudstadsbladet og Helsinki Sanomaat gerðu ítar- lega grein fyrir Flokki mannsins á íslandi sem kallaður var „Humanist- partiet". í ferðinni var stofnaður finnskur Flokkur mannsins og voru stofnfélagar eitt hundrað talsins. Aðalástæða þess að Flokkur manns- ins fór til Finnlands til að stofna þar- lendan flokk er sú að komast nær landamærum Sovétríkjanna, en síðasta blaði sögðum við skondna sögu af Halldóri Blöndal og viðskiptum hans við sovéskan sejidiráðsstarfsmann. Við gerðum hins vegar þau mistök að rugla þeim bræðrum Halldóri og Haraldi saman. Sagan fjallaði sem sé um Harald. En til að bæta úr þessu lang- ar okkur að segja frá Islendingnum Halldóri Blöndal. Þannig var, að í sumar voru nokkrir íslenskir þing- menn á ferð í Strassbourg. Þetta voru Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ingvar Gíslason, Kjartan Jó- hannsson, Ragnar Arnalds og svo Halldór Blöndal. Einn af við- burðum ferðarinnar var boð hjá norsku sendiherrahjónunum þar í borg. Sem forréttur var borin fram köld ýsa. Norskur sendifulltrúi baðst afsökunar á því, að ekki væri boðið upp á þorsk og spurði svo þing- mennina frá íslandi hvort drukkið væri rauðvín eða hvítvín með ýsu á íslandi. En þá gall við í Halldóri Blöndal: „Blávatn, takk.“ Hinir þing- mennirnir munu hafa orðið spældir því þá langaði í hvítvínl. . . V ið heyrum að AlDS-óttinn sé tekinn að breiðast hratt út hér- lendis sem erlendis. Þannig munu t.d. sjúklingar sem gangast undir blóðfrekar skurðaðgerðir farnir að spyrja hvaðan blóðið sé sem dælt verði í þá meðan á skurðaðgerð stendur... STJORNA ÉG ÖÐRUM STJÓRNA ADRIR MÉR? Einstaklingar — Stofnanir — Fyrirtæki Nómskeið um eitt hagnýtasta hjdlpartæki nútímasálarfræði: Transactional Analysis (boðgreiningu). A námskeiðinu færðu: • Skriflegt mat á leikni í samskiptum • Mat á nvernig vinnustaður hentar þér • Aðferðir til að greina eigin og annarra samskipti • Markvisst hjálpartæki til að ná persónulegum árangri — í starfi sem utan. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar og tilkynning þátttöku í síma 68 70 75 kl. 10—12 Sálfræðistöðin Komdu tll okkar á DAGANA UMtlELGINA Ljúfmeti af léttara taginu verður á boðstólum; hvers konar ostar, auk margra forvitnilegra rétta sem bárust í samkeppnina um „Bestu uppskriftirnar ’85“ „Bestu uppskriftimar '85" Við kynnum nýjan glæsilegan bækling með fjölda uppskrifta úr samkeppninni. Kynntu þer íslenska gæóamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fyrir svörum, um allt sem lýtur að ostum og ostagerð, og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarverði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS kI.I-6 laugaidag & sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OG SMJÖRSALAN HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.