Helgarpósturinn - 31.10.1985, Page 12
y
HP heimsækir Torfa á Hala
í Suðursveit
„REYNDIAÐ
KENNA NÓGU
MIKIÐ OG
NÓGU LENGI“
„Líklega hef ég
verið íhaldssamur
kennari og að
einhverju leyti held
ég að það verði
snúið aftur til fyrri
aðferða," segir
Torfi á Hala.
Torfi á Hala í Sudursueit er sestur
í helgari stein eftir 40 ár í skóla-
stjórastarfi. Aukinheldur á þessi
karl ad baki 5 ár í farkennslu íAlfta-
firdi og Suarfaðardal. Hann tók
Kennaraskólann á stríðsárunum og
uar þá í fœði hjá frú Margréti og
frœnda stnum Þórbergi Þórðarsyni.
Starfsaldurinn telur 115 ár.
Torfi tekur á móti okkur í hálfrar
aldar gömlum burstabæ sem Stein-
þór faðir hans Þórðarson byggði.
Þetta sérstæða steinhús er farið að
láta á sjá að utan en innandyra er
húsið hlýlegra og vinalegra en yngri
kumbaldar eiga möguleika á að
verða. Og við erum komin til að
taka viðtal við manninn sem býr í
þessu húsi.
Hann er ábúðarmikiil í fasi eins og
búast má við að skólastjóri sé, —
þungur á brún þegar hann tekur í
höndina á undirrituðum en í minn-
ingunni lifir samt frekar léttlyndur
karl sem situr hlæjandi með blaða-
manni inni í stofu. í vextinum er
Torfi eins og þeir sem skólaljóðin í
barnaskóla sögðu þétta á velli og
þétta í iund, og kunna átti utanað í
12 ára bekk. Það verður ekki séð að
þessi maður hafi átt sjötugsafmæli
síðasta vetur og örugglega komin
hér undantekning frá þeirri reglu að
skólamenn gráni fyrr en aðrir í
þessu landi.
Hef alltaf latur verid!
Það er ekki stór stofnun sem Torfi
hefur verið í forsvari fyrir; barna-
skóli Suðursveitunga að Hrolllaugs-
stöðum. Hann réðst að þessum skóla
1945, haustið sem skólinn tók til
starfa og farkennslu var hætt. Þar
hefur Torfi svo verið bæði skóla-
stjóri og kennari, lengstum einn eða
ailt til 1972 og fyrstu árin var hann
skólabílstjóri líka. Þessutan var Torfi
við búskapinn á Hala með föður sín-
um og sinnti félagsmálum í sinni
sveit og sínu héraði. Síðustu tvo ára-
tugi hefur hann verið hreppstjóri
Suðursveitunga. En eftir 40 ár í
starfi — er maðurinn ekki orðinn
þreyttur?
„Nei, ekki beiniínis. En nú varð ég
70 ára síðasta vetur og einhvern-
tímann verður maður að hætta.
Starfsaldurinn er orðinn 115 ár og
ég kominn það hátt í eftirlaunum að
hærra er ekki hægt að ná, — að ég
held.“
Og núna þegar þú sest í helgan
stein, — ertu ekkert hrœddur uið að
aðgerðarleysið plagi þig?
„Nei, ég hef nú alltaf latur verið
og þeirri stund fegnastur þegar
minnst er að gera,“ segir skólastjór-
inn af þeirri sömu rósemi sem fylgir
öllu hans tali. En bætir svo við, eins
og í hálfkæringi: „En maður verður
samt að finna sér eitthvað til dægra-
styttingar."
En við ætlum að tala um Hroil-
laugsstaðaskólann og starfið þar
þau 40 ár sem Torfi á að baki. Hann
segir okkur frá því að fyrstu árin
hafi verið 20 krakkar í barnaskólan-
um en auk þess unglingadeild líka
og í henni 17 manns, margir komnir
um og yfir tvítugt. Þetta var þá
fyrsta veturinn sem unglinga-
fræðsla var í sveitinni, svo margir
sem áður höfðu aðeins barnaskóla-
próf úr farskólanum tóku nú ungl-
ingaskólann þó unglingsárin væru
liðin.
„Við vorum reyndar svo heppin
fyrsta veturinn að fá hingað íþrótta-
kennara, Jón Þorsteinsson frá Dal-
vík. Hann var þá í leyfi frá sínu starfi
í Danmörku og leitaði eftir að fá eitt-
hvað að gera. Hann var hérna í þrjá
mánuði og kenndi þá jafnframt
íþróttunum dönsku í unglingaskól-
anum."
En að þessum útúrdúr undan-
skildum var Torfi einn um kennsl-
una allt til ársins 1972 og nemenda-
fjöldinn yfirleitt á bilinu frá 15 og
uppí 20. í dag fer unglingafræðsla
Suðursveitunga fram í Nesjaskóla
og nú eru kennararnir tveir í fullu
starfi. Þangað til fyrir ári var kenn-
arastaðan aðeins hlutastarf. En
hvernig er hægt að vera einn með
skara af börnum frá 7 ára og upp í 14
ára? Því hafa fylgt vandamál.
„Jú, það gerði það. Skólayfirvöld
vijdu, að minnsta kosti eftir 1960,
hafa alla krakkana samtímis í skól-
anum og maður vissi nú ekki alltaf
hvað maður átti að gera í tímum.
Það varð náttúrulega að skipta
þessu eitthvað og í sambandi við
reikninginn gat þetta verið viðun-
andi. Maður lét þau bara vera hvert
á sínum stað í reikningsbókinni. En
það gat allt orðið erfiðara í lesgrein-
unum. Að hafa fjóra til fimm ár-
ganga í landafræði eða skyldum
greinum... Ég sagði líka að eftir að
þetta fyrirkomulag komst á hefði
enginn lært neitt, en svona var þetta
í ein 8 ár.
Áður hafði skólanum verið tví-
skipt í eldri deild og yngri deild og
þá hafði maður hvorn hóp um sig
hálfan mánuð í einu en hin lásu
heima. Þegar þau svo komu í skól-
ann lét maður þau taka próf í les-
greinunum og ef þau fengu ekki
fimm þá lét maður þau lesa aftur."
En suona í framhaldi af þessu, —
þegar menn hafa uerið uið skóla-
starf og kennslu í nær hálfa öld, er
þá ekki erfitt að aðlagast öllum
breytingum sem orðið hafa hin
seinni ár?
„Jú, það er það í mörgum tilvik-
um. Maður byrjar kennsluna í allt
öðrum bókum og sumt í þessum
nýju bókum kemur kennara spánskt
fyrir sjónir. Manni finnst að maður
nái heldur ekki sama árangri í
kennslunni þegar maður sleppir
þeim bókum sem maður hefur alltaf
haft. Þegar maður verður gamall þá
er erfiðara að tileinka sér það sem
er nýtt.“
En eru það alltaf breytingar til
góðs...?
„Það er nú það,“ — og nú hlær
Torfi innilega. „Ég er nú ekki viss
um það. Manni finnst nú stundum
að það sé verið að breyta breyting-
anna vegna. Þetta er mín skoðun í
þessu, en hún getur þótt íhaldssöm.“
Ertu þá íhaldssamur kennari. ..?
„Líklega hef ég verið það,“ tekur
Torfi undir. „Að einhverju leyti held
ég að það verði snúið aftur til fyrri
aðferða.
Mér hefur til dæmis ekki litist vel
á þetta prófaleysi. Bæði ársprófin og
barnaprófin hafa verið lögð niður í
sinni gömlu mynd. Það kemur
kannski ekkert alvörupróf fyrr en í
9. bekk. Ég er hræddur um að náms-
áhuginn verði lakari vegna þessa.
Það kæmi mér raunar ekkert á
óvart að þetta ætti eftir að þokast
aftur í það sem var, — aftur í það
að hafa próf fyrr en í 9. bekk.“
Launin voru
ábyggilega lægri
En það hefur fteira breyst heldur
en kennsluaðferðirnar. Huað með
laun kennara? Voru þau ekki hœrri
á þessum árum suona ef miðað er
uið kjör annarra stétta?
„Nei, nei. Þau voru ábyggilega
mun lægri. Fyrst þegar ég byrjaði að
kenna í farkennslu austur í Alftafirði
1937 þá var kaupið yfir veturinn
600 krónur. Það er erfitt að segja til
um það, hvað sjómenn fengu til
dæmis á þessum árum. Oft hefur
það sjálfsagt verið meira en 600
krónur eftir vertíðina og stundum
minna. í viðbót við þessar 600 krón-
ur fékk kennarinn frítt fæði. Ég var
ekki búinn að fara í Kennaraskólann
þá, en það var ekki verið að spyrja
að því. Kaupið var það sama hver
sem vann verkið.
Og þó launin séu ekki mikil núna,
þá voru þau mikið minni árið 1945.
Kennsluskyldan var reyndar ekki
nema 7 mánuðir en það var ekkert
verið að gefa út hversu margar
klukkustundir ætti að kenna á
viku. Eg held þessvegna að kennsl-
an hafi verið meiri. Maður var ekk-
ert nákvæmur í tímareikningi,
reyndi bara að kenna nógu mikið og
nógu lengi."
Til samanburðar við þau 600
króna árslaun sem Torfi hafði 1937
borgaði hann 25 krónur í húsaleigu
á mánuði þegar hann stundaði
Kennaraskólann í Reykjavík tveim-
ur árum síðar. Húsnæðið var þá eitt
herbergi, ekki stórt, sem Torfi leigði
í félagi við annan Austur-Skaftfell-
ing. Og það hefur verið dýrt fyrir-
tæki að fara út í þriggja ára kenn-
aranám á þessum árum. Var mennt-
unin þá á færi velflestra?
„Ekki svo tilfinnanlega dýrt. Ég
fékk nú ódýrt fæði hjá þeim hjónum
Margréti og Þórbergi og lagði til
nokkurn mat með mér að heiman;
bæði kjöt, fisk og kartöflur. Það fisk-
aðist óvenjuvel hérna þá og nóg til
af sólþurrkuðum saltfiski.
Jú, ég held að það hafi verið á færi
velflestra. Ég vann nú bara hérna
heima á sumrin og fékk þetta að
heiman af mötu. Nokkrar kindur
átti ég. Eitthvað lét svo pabbi af
hendi rakna í peningum, og ég vann
fyrir sunnan tvö seinni vorin, í tvo til
þrjá mánuði eftir að skóla lauk. Það
kom fyrir, ef ég var alveg peninga-
laus, að ég skrópaði dag og dag og
fór í vinnu."
Úr Kennaraskólanum lá svo leið
Torfa á ókunnar slóðir norður í
Svarfaðardal þar sem hann var við
farkennslu næstu þrjá vetur.
„. .. og úr þeirri ferð fékk ég kon-
una mína, því hún er úr Svarfaðar-
dalnum. Á þessum árum var búið að
byggja félagsheimilið hér og far-
kennsla að hætta. Það voru því ein-
hverjir að skora á mig að taka þetta
að mér og af því að konan var til í að
reyna þetta þá varð það úr. En ég
man nú ekki til að ég hugsaði lengur
en til næsta vors.“
Skólaakstri Torfa, sem beið hans
þegar hann kom heim að Hala 1945,
ætluðum við ekki að sleppa úr
þessu viðtali, enda tímanna tákn að
þá var Torfi skólabílstjóri, kennari
og skólastjóri allt í senn. Nú eru
kennararnir tveir, skólabílstjórar
aka um sveítina og börnin mun
færri en þegar skólinn byrjaði.
„Ég hafði keypt mér Dodge-trukk
áður en skólastarfið hófst og notaði
hann til þess að keyra krakkana.
Enda veitti ekki af því að hafa slíkan
bíl því vötnin voru oft slæm yfirferð-
ar. Þetta gekk svona tvo vetur og
fram yfir áramót 1948. Þá var
heimavistarbyggingin orðin fokheld
og búið að sýna sig að vegirnir voru
erfiðir.
Jú, auðvitað fór tími í þetta. Það
var nú ekki fljótfarið um þessa vegi
og eins var hitt, að bíllinn var van-
gæfur með að fara í gang á morgn-
ana.“
En uar þetta þá ekki aukalega
greitt. ..?
„Ekki frá ríkinu, — og þó minnir
mig að það hafi verið eitthvað smá-
vegis fyrir allan veturinn. Svo borg-
uðu barnaeigendur svolítið, — ætli
það megi ekki segja að þeir hafi
borgað bensínkostnaðinn."
Það er liðið nærri miðnætti þegar
konan sem Torfi náði í norður í
Svarfaðardal Ingibjörg Sófanías-
dóttir sér að farið er að hægjast yfir
viðtalinu og færir gestum te og
bakkelsi. Teið drekkum við úr rússn-
eskum tekatli, svokölluðum Sam-
óvar, en áhaldið sóttu þau hjón-
in í ferð sinni þangað austur í sumar.
Og þó að viðtalsblokkinni hafi verið
stungið niður í vasa er enn drjúg
stund í það að gestir kveðji þessi
sómahjón á Hala og aki burt undir
Hornafjarðarmánanum áleiðis til
Hafnar.
12 HELGARPÓSTURINN
eftir Bjarna Harðarson mynd Kristin Þóra HarSardóttir