Helgarpósturinn - 31.10.1985, Qupperneq 15
■
m
í'V
■' M ‘ t S Íi
■* «•
: ;.- ■ -;
i:''-.r"í 5§
„Já, þá yrðum við ánægðastir. Ef við næðum
slíku almenningsáliti, að meirihiuti þjóðarinnar
vildi áfengisbann eins og var hér á landi frá
1911—1915, þá væri miklu framgengt.
Meginþungi okkar stúkumanna liggur í því að
auka blndindissemi í landinu og við biðjum um
stuðning almennings í því verkefni. Sennilega
tekst okkur hv’að best upp í barnastarfinu. Við
erurþ með um þrjátíu barnastúkur í landinu með
2500 tiI;3000 meðlimi. Það mælir því enginn í
mót, að þetta starf okkar sé gott. Því miður er
starf úngtemplara lítið. Þar er mikið verk að
vinna. En þetta á eftir að breytast aftur til betra
vegar. Fólk sér reynsluna af þessari frjálsræðis-
öldu sem hefur skollið á og sú reynsla er ekki
góð. Því getur enginn haldið fram með góðum
og gildum rökum. Sameinuðu þjóðirnar hafa
lagt til að farin verði leið stúkumanna í barátt-
unni gegrf áfengisbölinu.
Við eigum vaxandi hijómgrunn, meðal annars
hjá heilbrigðisstéttunum, sem starfa sinna
vegna þekkja þessi mál til hlítar."
— En af, hverju nota margir heitid templari
sem skammaryröi og segja med lítilsvirdingu
„hann er bara templari"?
„Þetta er rétt. Sumir gera þetta. Ég hef hins
vegar ekki orðið sjálfur fyrir áreitni í öllum þess-
um aðgerðum mínum og brambolti í gegnum
árin.
En sannleikurinn er sá, að þótt við templarar
séum stundum álitnir fámennir og skrýtnir og
þar fram eftir götunum, þá eigum við og mál-
staður okkar giettilega mikinn hljómgrunn
meðal almennings."
— Hilmar Jónsson stórtemplar: Fcerdu aldrei
leid á brennivíni — þad er baráttunni gegn því
og fylgifiskum þess?
„Nei, nei. Þetta er bara þáttur í mínu lífi. Ég er
slagsmálamaður í eðli mínu og ég fæ útrás
þarna. Ég rífst aldrei á heimiii mínu."
— Hvaö med heimili þitt — er þaö ekki bind-
indisheimUi?
„Kona mín er í stúku og hjálpar mér oft. Synir
mínir voru á árum áður með mér í þessu, en í
seinni tíð eru þeir ekki jafn virkir. Þeir eru í
íþróttum báðir tveir og ég er ánægður með þá.
Þeir eru bindindissamir, sýnist mér. Vitlausasta
sem nokkur bindindismaður gerði, væri að vera
með hörku við börn sín. Þau verða að velja og
hafna. Við lifum ekki lífinu fyrir þau. Þau verða
að spjara sig sjálf. Hafa ábyrgð."
GALGOPI
— Líöur þér illa í kringum fólk sem er undir
áhrifum áfengis?
„Nei, ég á ákaflega auðvelt með að umgang-
ast fólk og get skemmt mér með fólki án áfengis
eða þar sem það er haft um hönd. Því er raunar
oft haldið fram, að ég hafi verið fullur hér eða
þar, þar sem ég er meðal veislugesta og áfengi
er boðið. Það kemur sennilega til út af því, að ég
er aldrei neitt að spekúlera í því nákvæmlega
hvað ég segi og hvernig ég læt — er ósköp
óformlegur í því efni. Er kannski dálítiil gal-
gopi."
— Nú hafa áfengismál boriö talsvert á góma
í spjalli okkar. Þú talar sennilega meira um
brennivín en brennivínsberserkurinn sjálfur?
„Já, víst tala ég mikið um áfengi. Það hefur
ekki farið hjá því að ég veit talsvert um þessi mál
og sökum trúnaðarstarfa í bindindishreyfing-
unni kemur oft í minn hlut að ræða þessi mál.“
— En þú hefur aldeilis ekki látiö sitja viö þátt-
töku í bindindishreyfingunni einni saman; póli-
tíkin hefur líka veriö meö í spilinu hjá þér?
„Já, ég var virkur um skeið í Alþýðuflokkn-
um. En frá 1978 hef ég alveg dregið mig úr póli-
tík. Mér fannst ég eiga mikla samleið með Vil-
mundi Gylfasyni og hans flokksbræðrum, sér-
staklega hvað varðaði gagnrýni á spillt og rotið
dómskerfi. En í afstöðunni til áfengisins skildi á
milli mín og Vilmundar. Ég varð fyrir vonbrigð-
um með Vilmund og minn ágæta flokk í þeim
efnum."
KRISTILEGUR FLOKKUR
„Afengismálin eru það stór mál í mínum huga,
að ég læt þau ganga fyrir öðrum málum. Og það
er enginn flokkur sem stendur sig í þessum efn-
um og þess vegna m.a. hef ég ásamt fleiri ágæt-
ismönnum hugleitt að stofna kristilegan stjórn-
málaflokk, sem m.a. hefði á stefnuskrá heil-
brigða stefnu í áfengismálunum. Mér finnst
þróunin það slæm, að full þörf sé fyrir svona
heilbrigðan, manneskjulegan og baráttuglaðan
flokk. Það hefur verið lítið gert úr okkar skoðun-
um af valdamönnum og þá er spurningin þessi:
Eigum við að þegja, eða eigum við að svara fyrir
okkur? Ég er á hinu síðarnefnda: Ég þegi ekki.
Það er margt góðra manna í öllum stjórnmála-
flokkum hvað þetta varðar, en þeir eru oft lítt
áberandi. Ég var til að byrja með mjög óhress
með dómsmálaráðherra, Jón Helgason, sem er
stúkumaður eins og ég. En hann hefur tekið sig
á. Við Jón erum líka skólabræður, en þrátt fyrir
það dettur mér ekki i hug að angra Jón með sím-
hringingum og kvabbi. Hann veit mínar skoðan-
ir og stúkunnar, en hann verður að hafa sínar
skoðanir. Og það er áreiðanlega saumað að hon-
um innan hans eigin flokks. En hann verður
bara að hafa bein í nefinu til að standast slíkan
þrýsting."
— En Hilmar, ef þú fengir stólinn hans Jóns,
yröir dómsmálaráöherra á morgun: Hvaö
myndir þú gera í þessum málum?
„Fyrir það fyrsta: Fleiri vínveitingahús yrðu
ekki ieyfð. Ég myndi jafnvel fækka þeim, þar
sem mér sýndist ástæða til þess. í Keflavík eru
tvö vínveitingahús. Eitt nægir.
Mig myndi vitanlega mest langa til þess að
loka öllum þessum stöðum, en á meðan ég hefði
ekki meiri styrk til slíkra aðgerða fra almenningi
myndi ég ekki grípa til slíkra ráðstafana.
Ef t.d. flokkur, með prógramm eins og kristi-
legur flokkur, fengi góðan styrk í koíningum, þá
yrði ég langtum árásargjarnari í aðgerðum á
dómsmálaráðherrastóli. Þá sýndi vilji almenn-
ings, að yfirvöld ættu að taka föstum tökum á
áfengisvandamálinu."
— En kristilegur flokkur, er hartn draumur
eöa veruleiki?
„Um það skal ég ekki segja. Það ér staðreynd
að við höfum hist nokkrir frá því í fyrravor undir
forystu séra Þorbergs Kristjánssonar í Kópavogi.
Mest nauðsyn er á framboði í Reykjavík, þannig
að bindindissinnað fólk geti mætt árásum
Davíðs borgarstjóra í þessum efnum. En slíkt
framboð yrði að vera á breiðum Og góðum
grundvelli. Ég er hins vegar eins og stjórnmála-
mennirnir og segi ekkert um það á þessu stigi
málsins, hvaða aðilar aðrir það eru, sem eru í
undirbúningi þessa máls. — hverjir vilja nýtt
framboð kristilegs flokks."