Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 17
„Vigdís er hafmeyja Islands“ segir Hermann Másson, froskmaður og rithöfundur „Rithöfundurinn er alltaf að leita að hafmeyju sem er andi skáldskaparins," segir Hermann Másson, frosk- maður og rithöfundur. Hvaö skyldi vera líkt meö starfi rit- höfurtdar og froskmanns? Pessari spurningu standa íslenskir lesendur nú frammi fyrir því nú er aö koma út hjá Forlaginu skáldsagan Frosk- maðurinn eftir ungan íslenskan höf- und, Hermann Másson. Hann er sjálfur froskmaður, fœddur í Sand- gerði árið 1959. Hann stundaði sjó- mennsku á Suðurnesjum en fór að vinna á Keflavíkurflugvelli og fékk þá áhuga á að gerast froskmaður. Þegar hinn frœgi franski froskmað- ur Roland Barthes kom hingað til að kanna flakið afskipinu Pourquoi pas? sem fórst hér í vísindaleiðangri var Hermann fenginn til að kafa með honum. Köfunin, nafnið á skip- inu og tilgangur þess höfðu rík áhrif á hann og því hélt hann til Frakk- lands þar sem þeir Roland störfuðu lengi saman við köfun á ýmsum sviðum og svœðum. Um þessar mundir stundar Hermann nám í bókmenntum og heimspeki við Sor- bonne-háskóla. Hermann Másson hafði stutta viðdvöl í Reykjavík í síð- ustu viku ogþá fór fram eftirfarandi spjall hans við blaöamann HR Froskmaðurinn er saga mannsins sem fullorðinn lifir líkt og á seig- drepandi hausti — án allrar gleði. Dag nokkurn hittir hann hafmeyju sem heimtar að hann yfirgefi konu og börn og taki saman við sig. Verð- ur hann ekki að hlýða þegar hún hótar að leggja sjávarútveginn í rúst með því að flækja net fiskiskipanna í skrúfuna? Við lestur bókarinnar vaknar fljótt sú spurning hvort neð- ansjávarbylting sé hafin hér á landi. — Hvaö knúðiþig, froskmanninn, til að setjast niður við skriftir? „Það veit maður aldrei. Þessi árátta er svo falin og dularfull að maður veit ekki hvaðan hún kemur. En engu að síður kemur hún úr und- irdjúpunum, og rithöfundurinn er alltaf að leita að hafmeyju sem er andi skáldskaparins." — I bókinni eru hafmeyjarsýki og huldukonuveiki nefndar í sömu andránni. Hvað merkir það? „Leitin að hugsjóninni kemur fram með ýmsu móti. Bóndinn á sér huldukonu, sjómaðurinn hafmeyju, stjórnmálamaðurinn á sér fjallkonu. Tákn þjóðar er alltaf kvenkyns. Maðurinn sér alltaf kvenkyn í hug- sjóninni." — Hvar og hvernig hefuröu hlotið menntun þína? „í raun og veru menntast maður- inn aldrei nema hann hafi hana meðfædda. Þá getur skólakerfið fullkomnað hana ef því er að skipta. En sá sem hefur ekki hlotið mennt- un í arf hefur hvorki vit né þroska til þess að nýta sér það sem skólakerfið hefur upp á að bjóða. Ég hlaut mína menntun í Sandgerði, af afskiptun- um við hafið og hinu mikla útsýni." — Og þar ákvaðstu að leggja á djúpið? „Já, í Sandgerði eru engin fjöll og engir dalir. Landið er eins og fram- hald af hafinu. Maður hefur á tilfinn- ingunni að fólkinu í Sandgerði hafi skolað á land, að uppruni þess sé í hafinu." — Og sögusviðið í Froskmannin- um tekur mjög mið af Sandgerði, ekki satt? „Jú, ég reyni að lýsa lífinu í Sand- gerði en ég beiti til þess heimspeki- legum aðferðum. Mér finnst mál til komið að íslenskur skáldskapur ger- ist annars staðar en í Reykjavík sem hefur verið mjög einokandi á þeim vettvangi. Sandgerði er dæmigert íslenskt þorp. En í lýsingu minni á því beiti ég ekki neinum smásálar- skap.“ — Finnst þér smásálarskapur vera algengur í íslenskum skáldsög- um? „Já, rithöfundum hér hættir til að draga viðfangsefni sitt niður í dálitla músarholu. Þegar þeir hafa fjallað um Reykjavík hafa þeir yfirleitt gert það út frá músarholusjónarmiði. Lít- ilmannleg ádeila og eldhúsnöldur hefur mjög markað Reykjavíkursög- urnar. Þar er ekkert stórmannlegt á ferð.“ — Finnst þér þá ekki tjóa að deila á hlutina? „Ég deili ekki á hlutina. Sérhver hlutur er eins og hann er en það er tilgangslaust að deila á hann. Ef maður vill breyta einhverjum hlut, þá þarf að bylta honum. Þetta hefur mannkynið vitað frá vöggu sinni. Ef hluturinn er staðnaður verður að umbylta honum. Þess vegna eru all- ar byltingar mjög nauðsynlegar." — Finnst þér œskilegt að bylting- arástand skapaðist á Islandi? „Já. Þegar þjóðir hafa verið að slá hausnum við steininn í áratugi er nauðsynlegt að bylta, bæði til að bjarga hausnum og steininum. En ég tel ósennilegt að bylting verði gerð á íslandi vegna þess að til að svo megi verða verða menn að hugsa í kerfum. Það er Islendingum ekki tamt. Aftur á móti höfum við nóg af hinu ljóðræna sem tekur við eftir að bylting hefur verið gerð. Þetta kom skýrt fram á kvennafrí- daginn í síðustu viku. Þá skemmtu konur sér í hinu Ijóðræna án þess að nein bylting hefði átt sér stað." — Hvaða áhrif hefur Frakklands- dvölin haft á þig? „Hún hefur auðvelclað mér að sjá hlutina í skýru ljósi. í Frakklandi er löng hefð fyrir því.“ — Kemur það aldrei fyrir að þér finnist málskrúðsstíll (retórík) þeirra dálítið innantómur? „Jú, mannlífið er innantómt. En aftur á móti leynist oft auðlegð á bak við. Það er oft auðgi í hinu inn- antóma og líf í dauðanum eins og til dæmis þegar heitt vatn sprettur upp í jökulhrjóstri. En þegar retórík Frakka er komin á lokastig þá gera þeir byltingu. En við myndum halda áfram að blaðra til að komast af." — Hvers vegna er það? „I Frakklandi kafar maður dýpra og víðar." — Sér maður þá fleiri hafmeyjar þar en hér? „Nei. í köldum sjó eru fieiri haf- meyjar en í heitum því það heita þrífst best í kulda eins og ástin." — Eru þá Islendingar ástríkari en til að mynda Frakkar, að þínu viti? „Það er meiri tilfinningahiti á norðurslóðum en á suðurslóðum þótt þar sé meira um leikræna til- burði. Maður veit ekki hvar ástin er, hún getur alveg eins verið í hinu leikræna eins og í hinu líkamlega samræði eða því að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni.“ — Hver er helsta hafmeyja ís- lands? „Það er auðvitað Vigdís. Hún er . hafmeyja Islands." JS BÓKMENNTIR Púkkað undir Kjarval Indriði G. Þorsteinsson Jóhannes Sveinsson Kjarval Ævisaga I. bindi Almenna bókafélagið 1985 Þegar gagnrýnandi gengur að bók er hann aldrei algerlega hlutlaus heldur haldinn. viss- um fordómum og óskum um hvernig hún eigi að vera. Og eins er lesandinn. Hann hef- ur gert einhverjar fyrir fram kröfur. Síðan fer það eftir bókinni, gerð hennar og efni, hvort henni tekst að brjóta niður fordóma lesanda eða gagnrýnanda og fá hvorutveggja á sitt band; það er að segja: tekst henni að heilla og láta menn gleyma öllu við lesturinn nema' henni sjálfri. Vissulega er slíkt ekki algerlega á færi neinnar bókar, en bókum tekst misvel að vera trúar tilgangi sínum. í upphafi ber að játa að ég átti mér þá ósk að Ævisaga Kjarvals yrði á einhvern hátt lík bók Jack Lindsey um Turner eða bók Jens Christian Jensen um Caspar David Friedrich. Að sjálfsögðu eru þetta fáránlegar kröfur, en lesandinn hefur fullan rétt til að vera fárán- legur í óskum sínum, einkum ef þær eru tengdar jafn ágætum bókum um málara og þær fyrr greindu. Mér var hins vegar ljóst að bók Indriða um Kjarval fylgdi í flestum tilvikum hinni næst- um sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarinnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur, og frá byrjun er auðsætt að höfundur- inn ákveður að taka ekki þátt í efninu með öðrum hætti en þeim að raða því saman í læsilega heild, með einföldum orðum og skrúðlausum. Og það hefur honum tekist meistaralega, nema þegar hann fellur í freistni, brýtur staðfasta reglu sína og fer að túlka. En það gerist örsjaldan. Slíkt látleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rit- höfunda. Því það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafa vit fyrir öðrum, líka sérfræðingunum. Mér liggur við að sárna að Indriði skuli ekki hafa fylgt slíku fordæmi, að einhverju leyti; en svo tillitssamur er hann við fræðing- ana, einkum listfræðingana að hann leggur þeim í hendur talsvert góða niðurröðun eða frumrannsókn sem þeir geta síðan stuðst við í væntanlegum verkum sínum. í leiðinni gerir hann sjálfum sér þann greiða að geta samið sjálfstætt skáldverk um Kjarval, þann- ig að hann verði sögupersóna. Og það finnst mér einhvern veginn liggja að baki látleysi Indriða. Ástæðulaust er að gruna hann ekki um einhverja græsku. Hann ætlar sjálfum sér bringukollinn. Vegna hlutleysis í gerð bókarinnar er ekk- ert skyggnst undir yfirborð atburða eða inn t málarann Kjarval. Málarinn er ekki.settur í samhengi hugmynda, þjóðfélags eða stefna í hinum andlega heimi þess tíma sem hann lif- ir á. Við kunnum því að sakna þess, og við fá- um ekki að svala forvitni okkar hvað það varðar að þýskættaði idealismi nítjándu ald- arinnar hafði áhrif á Norðurlönd með ýmsu móti og þau áhrif bárust til íslands með ung- mennahreyfingunni, sem átti hliðstæðu víða um álfuna, eins og í Svíþjóð, en þar var hún kölluð hembygd och hemland, og henni fylgdi hópur skálda og málara. Líklega verð- um við að bíða eftir að hérlendis fæðist góð- ur hugmyndafræðingur sem er líka listfræð- ingur og þjóðfélagsfræðingur og fær um að gera okkur ljóst hvernig Golfstraumur evrópskrar menningar hefur teygt angana hingað, ekki brennheita heldur kannski moðvolga. Því það verður að segja eins og það er, og Indriði leggur góða áherslu á með vali sínu, að varla er til meira moð en það sem hefur verið borið á garðana í íslensk dagblöð fram eftir öldinni og ber nafnið „skrif um myndlist". Það sem verra er: hey- ruddi sá hefur verið talinn til þjóðrækni, líkt Wrnmm „Bók Indriða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta," segir Guðbergur Bergsson um Kjarvalsbók Indriða G. Þorsteinssonar. og þessi þjóð eigi ekkert skilið annað en myglaða töðu. Indriði stillir moði þessu upp okkur til glöggvunar andspænis hinum stíl- hreinu dönsku skrifum um Íist Kjarvals, eink- um skrifum Tove. Við það kemur í ljós að danir skrifa miklu betur um íslenskt lands- lag en þeir sem hafa það fyrir augunum dag- lega. Enda lítum við ekki á landslagið sem höggmyndalist náttúrunnar heldur sem þörf einstaklingsins fyrir að bulla sér til heilsu- bótar og þá með ljóðrænu ívafi. Og þarna sést að umgengni við hlut skiptir ekki höfuð- máli eða velvilji í hans garð, heldur er mest um vert að hafa vald á stíl í lífinu. Vald á stíl og að kunna að beita birtu eru auðsæ aðalsmerki á ljósmynd þeirri sem Ingimundur tók af bróður sínum. Margar prýðilegar ljósmyndir eru í bókinni, og ekki eru myndirnar af málverkunum síðri. Um- hyggja fyrir myndunum er einstæð, litgrein- ing eins góð og þegar íslenskir iðnaðarmenn „nenna“ að nota handbragð sitt og sitt næma auga. Framlag Frank Ponzi er þess vegna ekki svo lítið; en hann sá um prentun mynd- anna. Það að fjalla um einstök atriði bóka er ekki hlutverk þess gagnrýnanda sem skrifar í dagblöð, og þess vegna get ég ekki leyst bók- ina upp, þannig að kostir hennar og gallar liggi í augum uppi (og dómur minn er þá frá- leitt algildur). Én sá sem er þolinn við lestur og hefur eitthvað upp á að bjóða sjálfur, frá eigin brjósti, getur séð hvort tveggja þegar hann flettir blöðum þessarar ágætu bókar. Og ef hann nennir að skoða sýningarnar á málverkum Kjarvals og hann ber saman prentmyndirnar í bókinni og viðkomandi málverk, þá getur hann kannski gert sér grein fyrir mun á prentlist og myndlist og hvernig prentlistin getur stundum dregið fram það sem er hulið augum okkar í mál- verkinu: það er oft hin íhugula kyrrð. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.