Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 21

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 21
verið kvenréttindakerling. Kona getur komist eins langt og hún vill, þó hún haldi kvenleika sínum. Hún kemst ekkert lengra á því að vera karl! Konan getur jafnvel komist lengra með því að vera kvenleg, í stað þess að tileinka sér karlrembu- stæla. Við viljum láta karlmenn meðhöndla okkur einsog konur en ekki einsog karlmenn. Konur verða alltaf konur og svertingjar virðast gera sér grein fyrir því. Ef til vill er það uppeldi þeirra að þakka, því þeir bera allflestir mikla virðingu fyrir móður sinni. Ég er oft kölluð siðlaus fyrir það eitt að vera með svertingja og það skiptir engu máli þó ég sé gift honum Ég hef alltaf verið óhrædd við að sjást með svörtum manni og hef aldrei getað gert neinn greinarmun á því hvaða húðlit fólk hefur. Allir hafa eigin persónuleika, hvort sem húðin er svört, hvít eða blá. Hér á íslandi er kynþáttahatrið í algleymingi. Það ber sérlega á þessu þegar fólk er búið að fá sér í glas. Drukkið kvenfólk og karlmenn kalla mann öllum illum nöfnum, bara vegna þess að maður hefur gerst sekur um að sjást með manni sem ekki er hvítur. Kynþáttafor- dómarnir hér á landi eru gífurlegir. Maðurinn minn sem er svartur er búinn að ferðast víða um heim, og hefur hvergi annarstaðar orðið var við jafn heimskulega kynþáttafor- dóma og á íslandi. Ef hvítur útlendingur kemur í heimsókn til íslands er ekki abbast upp á hann úti á götu eða annarstað- ar með því að segja við hann: Mér líkar vel við þig, eða jafnvel, Vertu ekki að þvælast hér! Hvort tveggja jafn heimskulegt að segja við ókunnuga manneskju. Maðurinn minn verður mjög oft fyrir slíkri áreitni, þó hann sé bara venjuleg manneskja eins og við. Eini munurinn er að hann hefur svarta húð. Það er einnig eftirtektarvert, að margar stelpur eru hræddar við að láta sjá sig með svertingjum, en lauma þeim þess að stað heim til sín eftir krókaleiðum. Sumar drekka í sig kjark til að tala við þá. Þær eru hræddar við almenningsálitið, sam- tímis því að þær langar til að kynn- ast svertingjum. Hvað er svona sið- laust við það að sjást með svörtum manni? Fólk mætti skammast sín fyrir rninna." „Ég lít ekki á annað en svertingja" Önnur konan viðurkenndi einnig að hún vildi einungis svarta karl- menn. ,,Ég hef verið gift tvisvar sinnum hvítum íslenskum karl- manni og komst of seint að því að þeir voru egóistar, ókurteisir og framúrskarandi ruddar. I dag lít ég ekki á annað en svertingja. Mér finnst ekki einu sinni gaman að vera á balli ef ég sé ekki eitthvað svart þar, þó ekki sé nema í fjarlægð, því augun leita ósjálfrátt þangað. Ég þekki margar konur sem er eins ástatt fyrir. Svertingjar eru blíðir og opnir að tjá sig. Þeir sjá ekki eftir því að gera eitthvað fyrir mann, eins og svo margur íslendingurinn sem talar manni á bak. Og þar að auki eru þeir tvímælalaust betri í rúminu. Þeir eru meiriháttar! Svartir menn eru öðruvísi en hvítir að því leyti að þeir hafa þroskaðri hugsunarhátt. Islendingar eru hræðilega óþrosk- aðir tilfinningalega og lokaðir í sjálf- um sér. Fyrst þegar ég kynntist svertingja var ég feimin og uppburðarlítil, en ég lét það þó eftir mér að prófa. Það eru allir hneykslaðir á mér, en ég fer mínar. eigin leiðir. Kynþáttafor- dómar eru mjög áberandi hér á ís- landi og ég verð alltaf fyrir ein- hverju aðkasti þegar ég fer út með svertingja. Honum er þá gjarnan ýtt til hliðar eins og druslu og ég spurð af hverju ég sé með svona vanþró- uðu rusli. En ég legg þetta á mig, því ég veit betur. Það er vanþróaðra að vera ruddi en að vera með svartan hörundslit." „Aldrei séð annan eins frumskógl'' Þriðja konan sem HP ræddi við var ekki eins svartsinnuð og kyn- systur hennar. ,,Ég dæmi fólk ekki eftir hörundslit. Hvítir menn jafnt sem svartir hafa sína kosti og galla, eins hvítar og svartar konur. Svartar konur eru t.d. hræðilega fordóma- fullar og afbrýðisamar út í hvíta kvenmenn sem leyfa sér að vera með svörtum mönnum. Ég gæti ímyndað mér að grænir menn frá Mars hafi einnig kosti og galla. Það má þó segja að svartir fari leyndara með gallana en hvítir Is- lendingar sem vaða uppi á böllum, með fálmandi lúkur og stóran kjaft, blindfullir og síður en svo karl- mannlegir. Þeir geta stundum verið svo þreytandi, að ljótasti maður í heimi gæti virst töfrandi, einungis með því að vera kurteis! Og það jafnvel þó hann væri í einu svartur, rauður, grænn og blár! Það er sér- staklega á þessum stundum sem kurteisin ber af og þá vill kven- maðurinn oft snúa sér að þeim sem auðsýnir henni ekki frekju og ruddaskap. Ef til vill grípa augun þá svart, ef svertingi er staddur á staðn- um. Sennilega vegna þess að hann stendur sallarólegur í öllum látun- um uppi við vegg og fylgist með hamförunum með undrunarsvip. Kannski er þessi svertingja-bóla, sem sækir á íslenska kvenmenn þessa dagana, ekki annað en upp- reisn konunnar gegn ruddaskap ís- lenskra víkinga og sjálfsagt hefur forvitnin sitt að segja. Konur eru for- vitnar hvar sem þær eru í heiminum og hér á íslandi eru sennilega ekki liðin tíu ár síðan fyrsti negrinn gekk hér um götur með dillandi göngu- lagi. Ég tek eftir því hvernig fólk hreyfir sig og mér finnst göngulagið og hreyfingarnar hjá svörtu strák- unum sérlega tælandi, líkt og pard- usdýr í frumskógi, og sannarlega verða þeir eftirtektarverðir innan um alla drukknu apana sem hanga á íslenskum börum. Ég hef ferðast víða um heim, en aldrei séð annan eins frumskóg! Ég hef verið með svörtum mönnum, en það hefur ekki komið í veg fyrir að ég taki eftir hvítum mönnum, ef þeir hafa eitthvað við sig sem grípur athygli mína. Oft eru svertingjar fullir af hóli og ást sem ristir ekki djúpt og er það kannski aðalmunur- inn á hvítum og svörtum mönnum. Flestir íslenskir karlmenn þykjast ekki þurfa að hæla kvenmanni fyrir kvenleikann og ástarhjalið geymist í jökuldjúpinu, sem oft getur verið erfitt að ná til. Stundum held ég að það sé betra að umgangast falskan flagara sem þreytist ekki á því að lofa fegurð manns og tjá ósvikna ást sína, en að vera samvistum við steinrunninn prins. Sá fyrri er a.m.k. að byggja upp sjálfstraust hjá manni, þó svo að hann hafi kannski í laumi margar í takinu og hvísli sömu gæluorðum að öllum. Betra einn fjórði úr súkku- laðitertu en frosin klettaklaka. Svertingjar sem vinna á Keflavík- urflugvelli eiga það til að tryliast og sanka að sér kvenmönnum, þegar þeir sjá alla athyglina sem beinist að þeim. Þeir hafa kannski tvær eða þrjár, ef ekki fjórar eða fimm konur, sem standa í þeirri trú að hún og hún ein sé yndið hans eina. Að því leyti er Island sannkölluð negra- paradís! En þeir verða þó að gjalda fyrir þessa sælu með allskyns fá- heyrðum ofsóknum frá þeim sem haldnir eru kynþáttahatri. Oft verða þeir hvítu líka hræðilega afbrýði- samir, því þetta var nú líka draumur þeirra, að safna í sarpinn. Mér er hinsvegar sama hvort maðurinn er svartur eða hvítur svo lengi sem hann auðsýnir mér virð- ingu og leyfir mér að vera kona án þess að reyna að bæla mig fyrir það. Virðinguna eiga kannski íslenskir kaupsýslumenn gott með að sýna, en því miður gleyma þeir margir kyntöfrunum: að lokka konuna fram í konunni. í því felst stóra leyndarmálið og svertingjar hafa þó tileinkað sér þessa list. Það er því ekki að furða þótt sársveltir kven- menn flokkist að slíkum töframönn- um. Eins og sagt er um negra í Ameríku: Everybody should own one.“ HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.