Helgarpósturinn - 31.10.1985, Síða 24

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Síða 24
áfangaskýrsla með tillögu um sam- einingu Isbjarnarins og BÚR og drög að stofnsamningi er víðs fjarri að þetta mál sé komið í höfn. Enda þótt bræðurnir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir séu mjög áfram um sameininguna, þá verða þeir að taka tillit ti! óska systur sinnar Sigríðar Ingvarsdóttur, sem á einn fjórða í Isbirninum. Hún vill fá botn í fjármál fyrirtækisins og hefur því krafist bókhaldsrannsóknar. Hún vill fá klárar upplýsingar um það hvernig það megi vera, að jafn stórt og öflugt fyrirtæki og ísbjörn- inn skuli komið i svaðið. Af þessum ástæðum hefur Sigríður neitað að samþykkja sameiningu fyrirtækj- anna. Davíö Oddsson borgarstjóri mun hafa látið þau orð falla á fyrstu stigum málsins, að hann vildi fá samþykki allra hluthafa fyrir breyt- ingunni. Þá var hann búinn að gleyma Sigríði og hennar hlut. En þegar málið var komið á verulegan rekspöl og jafnframt orðið óþægi- legt í pólitísku tilliti söðlaði Davíð um og kveðst nú ætla að keyra sam- eininguna í gegn hvað sem tautar eða raular. En nú er málið komið á alvarlegt stig og fjandskapur risinn í fjölskyldunni, þar sem lögfræðingar aðila reyna að bera klæði á vopnin. Haldnir hafa verið margir árangurs- lausir fundir. Sigríður stendur á þvi fastari fótunum, að henni beri skýr- ingar á því hvað varð um þær tug- milljónir, ef ekki hundruð, sem hún taldi sig eiga tryggar í ísbirninum. Nú er hlaupinn hundur í bræðurna og málið stendur sem stál í stál... S _ verður auglýst laus til umsóknar 1. nóvember, en líklega veitt 1. des- ember. Margir eru um hituna, enda stór og feit staða hjá því opinbera. Helstu menn sem við heyrum að fyrirhugi að leggja inn umsóknir: Gestur Ólafsson, Gudrún Jóns- dóttir, Sigurður Thoroddsen, Stefán Thors, Bjarki Jóhannes- son og Trausti Valsson. Allt eru þetta þekktir arkitektar og skipu- lagsfræðingar. Stöðuna veitir hins vegar Alexander Stefánsson fé- lagsmálaráðherra og framsóknar- maður. Hins vegar er enginn fram- sóknarmaður af lífi og sál meðal of- angreindra manna. En kannski fleiri bætist í hópinn. . . A ^^^■lþýðubandalagið undirbýr nú landsfund sinn af kappi. Víst er að miklar umræður verða á fundin- um eins og búist var við i kjölfar „mæðraskýrslunnar" svonefndu. Hins vegar er ljóst að Svavar Gests- son verður endurkjörinn formaður og engin framboð önnur verða gegn honum. Varaformaðurinn Vilborg Harðardóttir mun hins vegar ekki gefa kost á sér til endurkjörs og lík- legast talið að Kristín Ólafsdóttir taki við varaformennskunni. Þá er víst að Helgi Guðmundsson gefi ekki kost á sér aftur í ritarastöðu flokksins. Helsti kandídatinn í þá stöðu er Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmiðafélags Reykjavíkur og starfsmaður Alþýðubandalags- ins... 24 HELGARPÓSTURINN iklir flutningar eru á toppmönnum Flugleiða þessa dag- ana. Einar Olgeirsson sem verið hefur hótelstjóri á Hótel Esju verður nú hótelstjóri á Hótel Loftleiðum. Við Hótel Esju tekur Hans Indriða- son sem verið hefur markaðsstjóri Flugleiða. Emil Guðmundsson sem verið hefur hótelstjóri á Hótel Loftleiðum leggur hins vegar land undir fót og tekur við sölusvæðis- stjórn Flugleiða í Kaupmannahöfn. Þar var fyrir Vilhjálmur Guð- mundsson sem nú tekur við mark- aðsstjórn Flugleiða af Hans Indriða- syni... Ísigendaskipti eru væntanleg hjá Töggi hf. (SAAB-umboðinu). Fyrirtækið hefur verið í eigu barna og skyldmenna Sveins Björns- sonar sem áður var með SAAB- umboðið. Stjórnarformaður og for- stjóri Töggs hf. er Ingvar Sveins- son. Fyrirtækið mun hafa verið í rekstrarerfiðleikum undanfarin misseri og hlutafjáraukning því fyr- irhuguð til að bæta fjárhaginn. Ingv- ar mun vera sá eini sem leggja ætlar fé af mörkum í hlutafjáraukninguna og auk þess segir sagan að hann fyr- irhugi að kaupa hlutabréf fjölskyld- unnar og gerast einkaeigandi Töggs hf. Til að fjármagna þessi miklu kaup hefur Ingvar nýverið selt sum- arbústað sinn á Þingvöllum. Sumar- bústaðurinn er á besta stað við vatn- ið og réttara að tala um einbýlishús en bústað. Davíð Scheving Thor- steinsson hefur nú keypt bústað- inn fyrir nokkrar milljónir... M ■ W Wargir velta vöngum yfir því hvers vegna Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra ætlar ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna sveitar- stjórnakosninganna í vor. Sumir vilja halda því fram, að Albert ætli í sérframboð og sýna forystusveit flokksins þannig styrk sinn. Aðrir telja þetta fráleitt og benda á, að Albert hafi lítt hirt um sína dyggustu stuðningsmenn og tengslin þar á milli rofnað. Þannig hafi kappinn ekki tilbúið nauðsynlegt lið til þess að sigrast á ofurefli flokksmaskín- unnar, hvort sem væri í prófkjöri eða sérframboði. Þá er það talið há iðnaðarráðherra mjög, að hafa ekki hjá sér á landinu dugmesta stuðn- ingsmanninn, nefnilega Helenu dóttur sína, sem nú býr í Bandaríkj- unum... S sasa _, _ heiminum, og er okkur sagt, að hún sé sönn, þess efnis, að Guðlaugur Bergmann kaupmaður í Karnabæ ráði engan nýjan starfsmann án þess að viðkomandi hafi farið til „stjörnuspekingsins" Guðlaugs Guðmundssonar og fengið stjörnukort út úr tölvunni hans (Gulla Bergmann). Hvort Guðlaugur kaupmaður hefur hafnað tilvonandi starfsmanni vegna óhagstæðrar stöðu himintunglanna á kortinu vit- um við ekki. Hitt vitum við, að fyrir Karnabæjarkaupmanninn eru stjörnukortin sem heilagt orð. . . K ■l^^lofningurinn er í algleym- ingi í Bandalagi jafnaðarmanna. Nýjustu fréttir eru þær að Valgerð- ur Bjarnadóttir, sem var helsta framboðsvon BJ í næstu þingkosn- ingum, er búin að vísa BJ á bug og hefur sagt skilið við flokkinn fyrir fullt og allt. Kristófer Már Krist- insson mun hins vegar halda áfram sem þingmaður meðan Guðmund- ur Einarsson er á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hvort Kristófer Már fylg- ir síðan Valgerði er enn óvíst... SmáMál er gómsæt og hressandí nýjung frá MS sem þú getur notíð við stærstu sem mínnstu tækífærí. Hvort sem þú vilt SmáMál með jarðarberjabragðí eða vaníllubragð; þá er það ekkert stórmál. SmáMál -Ijúffengasta málið í dag. nms- 50ARA > c w x* o>

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.