Helgarpósturinn - 12.12.1985, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST
Skáldskapargyðjan hefur verið
talsvert á ferðinni að undanförnu
vegna Hafskips/Útvegsbankamáls-
ins. Þessi vísa er um Albert
Gudmundsson, fyrrverandi for-
mann stjórnar Hafskips og for-
mann bankaráðs Útvegsbankans:
Allir lýsa nú á hann frat,
allt jafnt vondir, góðir,
báðum megin við borðið sat,
bankans tæmdust sjóðir.
Og önnur staka um „Engilbert"
hljóðar svo:
Hann hefur fengið afslátt af
öllu sem hann greiddi Haf-
skip há eff er gnægð af gaf
gæðapilti — en bankinn svaf.
í þessari vísu er verið að fjalla
um þá staðreynd, að áhrifamiklir
hluthafar í Hafskipi fengu árlegan
afslátt hjá félaginu í hverjum
desembermánuði og munu það
oftast hafa verið feitir tékkar.
Annars mun Hafskipsmálið hafa
haft slæm áhrif á skaplyndi
iðnaðarráðherra og birtist það t.d.
um daginn á Hótel Borg, þegar
Albert strunsaði í burtu frá borði í
salnum vegna þess, að við það
borð sat maður, sem Albert telur,
að hafi stundað rógsherferð gegn
sér. Á eftir honum fylgdu nokkrir
smákaupmenn. Þá varð þessi vísa
til:
Eyðilögðu öll hans heit
yfirlæti og hroki.
Svo er hann eins og alþjóð veit
einskær fýlupoki.
Sá, sem Albert líkaði svona illa
við er Bogi Ingimarsson lögfræð-
ingur í Útvegsbankanum, sem við
vitum ekki til að hafi talað neitt á
bak Albert. Miklu fremur leyft
honum að heyra skoðanir sínar
hispurslaust. Eftir að Albert hafði
strunsað á braut varð til nýtt fyrir-
tæki við borðið. Það nefnist
íslenska fýlupokafélagið og var
Albert Guðmundsson strax gerður
að stjórnarformanni. Já, það má
segja með sanni, að þetta séu
erfiðir tímar fyrir suma Hafskips-
menn, einkum þegar pólitísk
framtíð manna er í veði...
Ósamkomulag tveggja helstu
forystumanna Alþýðubandalags-
ins, annars vegar á vettvangi
stjórnmálanna og hins vegar á
verkalýðssviðinu, þeirra Svavars
Gestssonar formanns og
Ásmundar Stefánssonar forseta
ASÍ, var eitt skýrasta einkenni
upplausnarinnar innan flokksins.
Um tíma var ágreiningurinn
orðinn að persónulegri óvild sem
m.a. birtist í því að þeir Svavar og
Ásmundur töluðust helst ekki við.
En nú er hafið nýtt tilhugalíf milli
þessara tveggja dánumanna. Til
marks um það er árshátíð Alþýðu-
bandalagsins í Bolungarvík á
dögunum. Þangað mætti að sjálf-
sögðu leiðtoginn Svavar, en það
þótti hins vegar tíðindum sæta að
Ásmundur Stefánsson gerði sér
sérstaka ferð af fundi AJþýðu-
sambands Vestfjarða á ísafirði til
að taka þátt í hátíðarhöldunum
með Svavari. Lék Ásmundur á als
oddi og komst ekki hnífurinn á
milli þeirra Svavars. ASÍ-forsetinn
dansaði manna mest á ballinu,
þótt ekki hafi hann tjúttað við
Svavar formann. Þykir ljóst að nú
er hafinn nýr pólitískur vangadans
hjá fjandvinunum tveimur...
Sjónvarpsáhorfendur hafa tekið
eftir því að fréttadeild sjónvarps
hefur tekið nokkurn fjörkipp, þótt
ekki séu allir á einu máli um
ágæti kippsins. Hvað sem líður
breyttum vinnubrögðum á frétta-
stofunni er ljóst að hún hefur
meiri fjárráð og mannafla en áður.
Menn sem þekkja til í sjónvarpinu
halda því hins vegar fram að hin
auknu umsvif fréttastofunnar muni
áður en yfir lýkur birtast í bak-
slagi fyrir aðra innlenda dagskrár-
gerð. Því er haldið fram að Ingvi
Hrafn Jónsson fréttastjóri sé að
nota sömu fjármuni og Hrafn
Gunnlaugsson yfirmaður dag-
skrárgerðar átti að hafa til umráða
þegar hann kemur til starfa um
áramótin — þetta sé sem sagt
sameiginlegt fjármagn dagskrár-
deildanna. Bíða menn nú spenntir
eða jafnvel örlítið kvíðnir eftir því
hvað gerist þegar Hrafnarnir tveir
slást um þá aura sem eftir eru til
dagskrárgerðar á næsta ári...
Frásögn Helgarpóstsins af söng
Hafskipsmanna til sjálfssefjunar,
Áfram Kristsmenn krossmenn,
undir kórstjórn Björgólfs Gud-
mundssonar forstjóra vakti geysi-
lega athygli og kátínu um síðustu
helgi, þótt vitaskuld sé um grafal-
varlegt mál að ræða. Menn sem
eru kunnáttusamir í mannkyns-
sögu voru snöggir að koma auga
á hliðstæður við þessa makalausu
uppákomu. Það var þegar Nixon
Bandaríkjaforseti var að sökkva á
kaf í Watergatefenið. Þá kallaði
hann til sín Henry Kissinger utan-
ríkisráðherra og hélt sá síðar-
nefndi að til sín yrði leitað um
hagnýtar ráðstafanir til að leysa
þann mikla vanda sem forseta-
embættið var komið í. En nei, —
Nixon bað Kissinger um að biðja
með sér og lögðust þeir á bæn og
vísuðu málinu til upphæða. Eða
eins og haft var eftir Hafskips-
forstjóranum í síðasta HP — guð-
leg forsjón kemur ævinlega til
hjálpar...
Ertu farinn að
dansa trylltan
íhaldsdans?
Ingvi Hrafn Jónsson
„Ég vona að Guð gefi að svo sé ekki!"
— Finnst þér þá bókun útvarpsráðs óréttmæt?
„Ja, ég er henni ekki sammála. Auðvitað finnst mér sjálfsagt
að hlusta á og taka við slíkri gagnrýni frá lýðræðislega kjörnu
útvarpsráði. Það gegnir mjög mikilvægu aðhaldshlutverki
innan stofnunarinnar. Vonandi verða þessi viðskipti mín og
ráðsins til þess að sanna það að fall er fararheill.
Mér fannst hins vegar ekki ástæða til þess að biðja forráða-
menn Arnarflugs afsökunar vegna umrædds fréttaflutnings og
ég vísa því á bug að um „fádæma vinnubrögð" hafi verið að
ræða í þessu tilviki. Nú á síðustu dögum er líka að koma í Ijós,
að við höfðum rétt fyrir okkur hvað varðar fjárhagsstöðu Arnar-
flugs."
— Þessi viðbrögð útvarpsráðs hafa ekki sett ykkur út
af laginu?
„Við, sem á fréttastofunni vinnum, erum auðvitað ekkert full-
komin, en við reynum alltaf að vinna vel og samviskusamlega.
Okkur er síður en svd kappsmál að svipta menn ærunni, en við
getum ekki heldur setið undir óheiðarleika af neinu tagi."
— Mun þessi reynsla verða til þess að þið hugsið ykk-
ur tvisvar um í f ramtíðinni?
„Það erum við náttúrulega alltaf að gera, því við gerum okk-
ur grein fyrir því hve mikil ábyrgð fylgir því að vinna við jafn
mikilvægan miðil og sjónvarpið er. Á fréttastofunni er unnið
undir mikilli pressu og þó gaman sé að fá hrós, þá viljum við
líka heyra þegar miður tekst til."
— Finnst þér útvarpsráð eiga rétt á sér í núverandi
mynd?
„Mér finnst að útvarpsráð, sem tilnefnt er af lýðræðislega
kjörnum stjórnvöldum og vinnur af heiðarleika, eigi fullkom-
lega rétt á sér. Það á að hafa með höndum eftirlit og hafa góða
yfirsýn yfir það sem fram fer innan stofnunarinnar, og það á að
geta „tekið menn á beinið" ef svo ber undir. Hins vegar finnst
mér ráðið ekki eiga að hafa með ákvörðun dagskrár að gera,
nema þá I undantekningartilvikum þegar um mjög umdeild
atriði er að ræða. Eftirlit og aðhald á að mínu mati að vera
meginhlutverk útvarpsráðs."
— Hve náið fylgist þú með vinnslu fréttanna?
„Ég reyni að hafa fingurinn á púlsinum frá því fyrst á morgn-
ana og þar til fréttirnar eru sendar út. Helst vildi ég skoða öll
viðtöl og fréttir fyrir útsendingu, en það er auðvitað ekki alltaf
hægt að koma því við. Fréttastofan er líka sem betur fer alveg
einstaklega vel mönnuð og ég treysti mínu fólki fullkomlega. Ef
fréttamaður er t.d. sannfærður um að hægt sé að treysta þeim
heimildum, sem hann byggir á, færi ég fremur í fangelsi en að
Ijóstra því upp hvaðan upplýsingarnar voru fengnar. Þetta tjáði
ég útvarpsstjóra og útvarpsráði á þessum margumrædda
fundi."
— Er hægt að sýna fullkomið hlutleysi í fréttaflutn-
ingi?
„Það er auðvitað mannleg tilhneiging að fara mýkri höndum
um það, sem er manni hjartans mál. Hins vegar er það einkenni
góðs fréttamanns að sýna jafnvægi og öryggi I fréttaflutningi,
þegar litið er til langs tíma."
Nýlega var samþykkt bókun í útvarpsráði, þar sem fréttastofa sjónvarps
var vítt fyrir „fádæma vinnubrögð" í fréttaflutningi af fjárhagsvanda
Arnarflugs. Skömmu áður höfðu farið fram umræður á sama vettvangi
um nokkur fréttaviðtöl við frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins þegar kosningaslagurinn stóð sem hæst. Þótti sumum fulltrúum
ráðsins þessi viðtöl nálgast það að vera innlegg í kosningabaráttuna.
Þvl slógum við á þráðinn til Ingva Hrafns Jónssonar, hins nýja
fréttastjóra sjónvarps.
UÓSMYND JIM SMART
HELGARPÓSTURINN 3