Helgarpósturinn - 12.12.1985, Side 10

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Dagur í þinginu Þingumræðurnar sem fram fóru sl. þriðjudag utan dagskrár í sameinuðu þingi um málefni Hafskips og Útvegsbankans, voru um margt forkostulegar. Skeleggasti gagnrýnandi á mesta gjaldþrotamál þjóðarinn- ar er nú orðinn Ólafur Ragnar Grímsson. Eignaryfirtaka Al- þýðubandalagsins og Þjóðvilj- ans í Hafskipsmálinu er á margan hátt skondin. Sannleik- urinn er nefnilega sá, að stærsti hluti skýringarinnar á því hvern- ig Hafskipshneykslið gat orðið að veruleika, felst í hinum póli- tísku forsendum sem tryggja fyrirgreiðslur og aðhald hjá rík- isbönkunum. Þótt árásir Ólafs Ragnars í þingsölum séu rétt- mætar, ber ekki að gleyma því, að í bankaráði Útvegsbankans sat Garðar Sigurðsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins og hvorki æmti né skræmti meðan fjár- magnið lak úr bankanum í botnlausa hít Hafskips. Og því ber heldur ekki að gleyma, að það var m.a. Ólafur Ragnar Grímsson auk annarra fulltrúa þáverandi stjórnarflokka, þ.e. Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks auk hluta Sjálf- stæðisflokks, sem þrábað Al- bert Guðmundsson að taka að sér formennsku bankaráðs Út- vegsbankans. En það er ekki aðeins Ólafur Ragnar Grímsson sem nú vill slá sig til riddara á Hafskipshneykslinu. Þjóðvilj- inn reynir ennfremur á brosleg- an hátt að gera sig að þeim fjöl- miðli sem upplýsti misfellurnar í rekstri Hafskips. En það að brengla söguna er nú einu sinni hluti af menningararfi Alþýðu- bandalagsins. Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra á sérstaka orðu skilið fyrir að varpa allri sök Haf- skipsmálsins og annarra hneykslismála úr viðskipta- heiminum á fjölmiðla. Slík ræða myndi eflaust fleyta Matthíasi inn í miðstjórn kommúnistaflokksins ef hann væri sovéskur pólítíkus. En Matthías er nú einu sinni ís- lendingur og þar að auki sjálf- stæðismaður og því hljóta orð hans að vekja furðu allra lands- manna. Að leyfa sér að þylja upp helstu hneykslismál við- skiptaheimsins á þessu hausti og vetri og skella síðan skuld- inni á „skipulagðan rógburð í fjölmiðlum" og klykkja út með því að biðja menn að minnast Geirfinnsmálsins, hlýtur að telj- ast lægsta þrep þingmennsku í lýðræðisríki. Og það eitt að for- sætisráðherra tók undir þessi orð Matthíasar, er alvarleg að- vörun til almennings hvernig þingið og stjórnarforystan höndlar mál sem snúa beint að stjórnarskrá landsins. S þ Wr að hefur vakið athygli margra þingglöggra manna, að stór- skotaárás Olafs Ragnars Gríms- sonar á Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra bæði í sjónvarpi og á Alþingi komi einmitt upp þegar Ólafur Ragnar hitar þingsæti Guðmundar J. Guðmundssonar. Gvendur jaki hefur nefnilega verið á þingi Sameinuðu þjóðanna og Ólafur Ragnar varaþingmaður tekið sæti hans á meðan. Telja margir að þarna hafi Alþýðubandalagið verið heppið, því seint myndi Guðmundur J. hafa gagnrýnt vin sinn og vildar- mann, Albert Guðmundsson. Er skemmst að minnast aukafjárveit* ingar Alberts til Verkamannasam- bandsins sem hristi verkalýðssam- tök og önnur launamannasamtðk landsins svo grunnmúrar skulfu. Þá sitja þeir Albert og Guðmundur J. saman í Hafnarstjórn og þar að auki eru þeir mjög nánir vinir og hafa nánast daglegt samband. Það þykir einnig athyglisvert að Guðmundur J. er nú kominn heim frá Sameinuðu þjóðunum en Ólafur Ragnar fékk að íeika lausum hala í þingsölum engu að síður. Spurning er því þessi: Var Guðmundur of vankaður eftir ferð- ina til að taka sæti sitt aftur á þingi eða beið Alþýðubandalagsforystan með að sleppa Jakanum inn á góif Alþingis þangað til Ólafur Ragn- ar hefði lokið sér af og framkvæmt verk flokksins sem Guðmundur J. hefði ekki getað unnið vegna vina- og hagsmunatengsla... ATHUGASEMD Blaðamaður HP fjallaði í síðasta tölublaði nokkuð um smákökusam- keppni morgunþáttar rásar tvö í liðnum Útvarpi. Til að forðast allan misskilning situr hvorki starfsfólk né dagskrárgerðarmenn í Efstaleit- inu þessa dagana í kaffistofunni og maular smákökur frá hlustendum. Keppnin tengist á engan hátt starfs- fólki rásar tvö, nema hvað tækni- maður stöðvarinnar, Georg Magnússon, hefur af Ijúfmennsku sinni fallist á að sitja í dómnefnd hennar. Hinir tveir sem tengjast þessari umræddu smákökukeppni eru Asgeir Tómasson og Páll Þor- steinsson. Hvorugur þeirra er starfs- maður rásar tvö, heldur eru þeir að- eins lausráðnir dagskrárgerðar- menn. Að öðru leyti var grein blaða- manns HP í góðu lagi. Asgeir Tómasson, í fél. lausrádinna dagskrárg.manna LAUSNÁ SKÁKÞRAUT 33. Eftir 1. Re5! er svartur í kostu- legri leikþröng. Hann á um 18 leiki að velja — en hver og einn þeirra leiðir til máts í næsta leik. 34. Sé skoðað hvað svartur gæti gert ef hann ætti leik, kemur í Ijós að það er ekki margt: 1. -Bxg6 2. Hh8 mát (biskupinn er leppurl), 1. -gh4 (eða g4), 2. Bf4, 1. -f4 2. Rg4, 1. -Rh5 2. Rxf5. 1. -Re6 veltir þessari spilaborg og veitir þá bendingu sem dugir: 1. Hf6 og mátar í næsta leik hvað sem svartur gerir. wvi SCHIMMEl: INTERNATIONAL Vanti ykkur falleg og vönduö Ijós ó heimili eöa gler á lampa leitiö þá til okkar. Fengum nýja sendingu af handgerðum „Tiffany” Ijósum MOITÓ Lampar&glerhf Suöurgata 3, 101 Reykjavík. Pósthólf 541, 121 Reykjavík. Sími 91-21830 Telex: Lampar REYRHÚSGÖGN FRÁSPÁNI NÝKOMIN Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.