Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.12.1985, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Qupperneq 15
1977. Um svipað leyti var Pétur Þor- steinsson, hinn seljandinn, að flytj- ast búferlum frá Dallandi til Reykja- víkur. Áður mun nágranni hans, Ein- ar Tryggvason í Miðdal, hafa haft samband við hann og þrýst á um það að Pétur veitti sér námaréttind- in í Búrfellslandinu. Pétur lét undan, lá reyndar sjúkur uppi á spítala þeg- ar hann reit undir leyfisveitinguna, en þetta var rétt eftir að Rikharður andaðist. Bú þeirra — Miðland 2 — var þá ennþá óskipt og hafði Pétur þannig ekkert umboð til þess að veita Einari leyfið. Þáttur hins opin- bera Að því er best verður séð, er réttur Almenna námufélagsins því enginn til rannsókna eða námavinnslu í Búrfellslandiriíi eða Miðlandi 2. Samt hefur félagið staðið að rann- sóknunum í að minnsta kosti tvö ár án þess svo lítið sem láta eigendur landsins vita, hvað þá að biðja þá leyfis. Jafnframt hefur HP heimildir fyrir því að Gísli Friðjónsson hafi haft samband við gatnamálayfir- völd í Reykjavík oftar en einu sinni og talið sér fært að selja borginni efni úr landi Búrfells og lagt fram leyfisheimildina því til staðfestingar. Rannsóknirnar í landi Búrfells og Miðdals 2, hafa verið á vegum jarð- fræðinga Rannsóknarstofnunar byggingaridnaöarins að Keldna- holti, lengst af undir stjórn Hregg- vids Nordal jarðfræðings. Rann- sóknirnar fóru þannig fram að bæði voru tekin yfirborðssýni og sýni með kjarnaborun. Alnáma borgaði og sýnist á öllu að þessar rannsóknir hafi kostað firmað hátt í hlutafé þess. Hér var aðeins um forathugun að ræða, en ef hún reyndist jákvæð, var áætlað að fara út í milljóna króna rannsóknir til að komast til botns í umfangi steintegundarinnar á staðnum. Niðurstöður forathugunarinnar lágu fyrir í vor og voru frekar já- kvæðar, sem kom fyrir ekki, þar eð innanlandsmarkaðurinn var hrun- inn af framangreindum ástæðum. Hrefna Bjarnadóttir frétti af þessum rannsóknum í janúar í ár. Hún hafði þá þegar samband við jarðfræðinga Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins. Hreggviður varð fyrir svörum og kvaðst ekkert vilja gefa henni upp um eðli rannsóknanna á landi hennar, eða þá hvað væri þar svo dýrmætt að það væri rannsókn- arvirði. Það var síðan eftir króka- leiðum að HP komst að því núna í vikunni, að hér muni vera um sér- staklega harða tegund af graníti að ræða sem er afskaplega fágæt í landinu. Á jarðfræðingamáli er jafn- framt sagt um hana: „blöðrulítil og þéttvaxin". Ekki efni á lög- banni! Hrefna Bjarnadóttir hafði fullan hug á því að reyna að stöðva þessar rannsóknir á landi sínu og Sigfúsar og hugsanlega námavinnslu í kjöl- far þeirra. í því sambandi hafði hún meðal annars samband við Einar Ingimundarson sýslumann í Hafnar- firði en lögsaga hans nær yfir Mos- fellssveit. Hrefna segir HP að Einar hafi bent sér pent á þá skoðun sína að þar sem hún hefði örugglega ekki efni á lögbanni fyrir það fyrsta, fyndist sér réttast að hún léti málið kyrrt liggja. Ef ekki, þá væri á það að benda, að samþykki Sigfúsar þyrfti líka fyrir lögbanninu af því að Búrfellsjörðin er í óskiptri sameign þeirra. Um þetta leyti var Sigfús hins vegar á ferðalagi um Kenya og var ekki búist við honum í símasam- band fyrr en eftir nokkrar vikur. Um lagalegan rétt Almenna námufélagsins til rannsókna og hugsanlegrar námavinnslu í landi Búrfells og Miðdals 2 í ljósi leyfis- heimildar þeirrar sem Pétur Þor- steinsson lét Einar Tryggvason hafa, vildi Othar Petersen lögfræðingur Alnámu ekkert segja. Orðrétt segir Othar Örn: „Ég hvorki vil né má láta nokkuð hafa eftir mér í þessu máli. En auðvitað er það svo að alltaf má deila um ýmisleg mannanna verk.“ Og lýkur þar með umfjöllun Helgar- póstsins um Almenna námufélagið, Alnámu, GMC, eða hvað menn vilja kalla þetta athyglisverða fyrirtæki að pósthólfi 874 í Reykjavík, íslandi. BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN - sama hve gömul eru. HANSKAR OG TÖSKUR íÚRVALI Teg. 6951 Kr. 2.300.- Litir: Grátt, svart. Hanskar Skinn Frá kr. 1.195.- Litur: Svart, brúnt, beige. Teg. 6952 Kr. 1.850.- Litir: Grátt, svart. PÓSTSENDUM Teg. 6985 Kr. 2.300.- Litur: Grátt, svart. Hanskar Rúskinn Kr. 796.- Litur: Svartur, brúnt, bíátt. VERSLUNIN JÓJÓ AUSTURSTRÆTI8 sími 13707. Fram a& jólum bjóSum viS COMMODORE 64 heimilistölvuna á sérstöku jólatilboði: A3 sjálfsögðu fylgir segulband meS í kaupunum. ÁRMÚLA11 SlMI 81500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Þór hf„ Armúla 11 HAFNARFJÖRÐUR: KEFLAVÍK: VESTMANNAEYJAR: SELFOSS: HVOLSVÖLLUR: Bókabúð Braga vlð Hlemm Kf. Hafnfirðlnga Stapafell hf. Kjarnl sf. Radlo & Sjónvarpsstofan Kf. Rangæinga HÖFN: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: HÚSAVfK: Kf. Austur- Skaftfelllnga Kf. Héraðsbúa Kf. Hóraðsbúa Stálbúðin Bókav. Þórarins Stefánssonar AKUREYRI: SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: ÍSAFJÖRÐUR: BOLUNGARVfK: BORGARNES: AKRANES: KEA - Hljómdeild Kf. Skagflrðlnga Kf. Húnvetninga Pólllnn Ljósvaklnn Kf. Borgflrðlnga Bókaskemman HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.