Helgarpósturinn - 12.12.1985, Side 31

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Side 31
Jóhann Helgason: „Þetta kemur ekki eftir pöntun." / Eg a auðveld- ara meö aö tjá enska texta — segir Jóhann Helgason, sem gefiö hefur út plötu um ástina Hinn gamalkunni poppari, Jó- hann Helgason, hefur nýveriö sent frá sér hljómplötu, sem helguð er ástinni í ýmsum myndum. A plöt- unni, sem nefnist einfaldlega Astin .. . eru tíu lög og textar eftir Jóhann sjálfan, en þad uekur óneit- anlega athygli manns ad allir text- arnir eru á engilsaxneskri tungu. Vid inntum Jóhann eftir ástœöunni fyrir þessu.. „Ég á auðveldara með að tjá enska texta en íslenska, finnst mér, en ástæðan fyrir því að þessi lög eru öll með erlendum texta er sú, að þau voru öll samin á árunum 1970 til '74. Þá var þetta meiri lenska en núna. Þetta er að minnsta kosti ekki gert til þess að auka söiuna, því það er staðreynd að plötur með íslensk- um textum seljast yfirleitt betur en hinar. Ég prófaði að vísu að þýða text- ana, en fannst enskan falla betur að efni þeirra. Hins vegar á ég íslenskt efni, sem ég hef hug á að koma á plötu innan tiðar.“ — Er samkeppnin hörö? „Já, ég held að það hafi sjaldan komið út í einu jafnmargar plötur og núna fyrir jólin. Ég gef mína hljóm- plötu út sjálfur og það fylgja þessu óneitanlega nokkrar áhyggjur af fjárhagshliðinni." — Ætlaröu aö senda inn lag uegna þátttöku íslands I Eurovision- keppninni? „Ef ég dett niður á eitthvað gott lag, þá geri ég það. Annars kemur þetta ekki eftir pöntun.“ — Geturöu lifaö af tónlistinni, Jóhann? „Mér hefur tekist það svona nokk- urn veginn frá því að við Magnús Þór fórum að vinna saman hérna um árið. I augnablikinu er ég hins vegar einnig í eins konar dag- mömmu-hlutverki, því það var kveikt í leikskólanum, sem dóttir min átti að fara að byrja í. Það verð- ur sem sagt einhver bið á því að hún komist þar að, svo ég sé um gæsluna þar til úr rætist." Að svo mæltu klæddi Jóhann yngri dóttur sína í útigallann af mik- illi fagmennsku og við þökkuðum honum fyrir spjallið. -JL T AXI \ UD CU nI / / er tengstærsta \ " t i i ILL / bifreiðastöð borg- \ /|Q Fjp áP%&% / arinnar með flesta \UÖ JJ ÍX / 7farþega bíia. l rAX 1 Ftjót og góð afgreiðs/a GILDIHF Er ekki kominn tími til að halda árshátíðina, starfsmannahófið eða tækifærisveisluna í glæsilegum veislusal með þjónustu eins og hún gerist best? Reyndu Átthagasal Hóteis sögu og þú átt í vændum ógleymanlegt kvöld þar sem veislugestir njóta þess besta sem 1. flokks hótel býður upp á í mat, drykk, þjónustu og umhverfi, - fyrir ótrúlega hagstætt verð. Eitt símtal og þú ert laus við frekari áhyggjur af undirbúningnum, hvort sem veislan er 20 eða 200 manna, og getur einbeitt þér að ræðu kvöldsins! Við sjáum um allt: • Matur og drykkur að eigin vali, í öllum verðflokkum. • hjónusta faglærðra manna. • Hljómsveit, einsöngvari, plötusnúður, harmóníkuleikari... við útvegum allt sem henta þykir á góðu kvöldi. • Skemmtikraftar af öllum stærðum og gerðum. • Skemmtilegt kvöld í fallegu umhverfi. Petta kostar allt minna en þig grunar - og það sem meira er; þú þarft ekki að greiða sérstakt leigugjald fyrir salinn! Hafðu samband sem fyrst í síma 29900 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.