Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST BÍLLINN hefur löngum verið stöðutákn í neysluþjóðfélaginu íslandi. Það fínasta af öllu fínu hefur lengi verið Mercedes Benz bílar. Þess vegna kom það okkur á HP svolítið á óvart, að Tómas Árnason fv. ráðherra og núverandi seðlabankastjóri er nýbúinn að selja fína Benzann sinn, sem hann fékk á ráðherrakjörum á meðan hann var enn í þeim bransanum. Og hver skyldi hafa keypt þessa dýrindis kerru, Mercedes Benz 280 SE? Jú, það var enginn annar en kjötkaupmaðurinn Hrafn Bachmann, sem á síðustu þremur árum hefur skipt sex sinnum um bíla enda þótt þeir hafi allir verið af nýjustu árgerð. Vegna kaupanna á Benzanum hans Tómasar varð Hrafn að losna við tíkina sína, sem hann auglýsti í smáauglýsingum DV í síðasta mánuði. Þar var um að ræða fínasta fínt af Volvo-gerð, 740 GL, '4ra dyra, blásanseraðan, ekinn 11 þúsund kílómetra með öllurn aukaútbúnaði. Og nú er Hrafn kominn á ráð- herrabílinn með fína númerið sitt G-199. Annars eru bílaskipti Hrafns Bachmanns með ólík- indum. Arið 1983 átti hann Volvo og BMW, 1984 Ford og Benz í fyrra Volvo (og raunar BMW) og núna fína Benzinn. í auglýsingu Hrafns vegna söl- unnar á Volvónum vakti athygli okkar hvaða kjör Hrafn bauð upp á: „Vil helst selja á skuldabréfi, óverðtryggðu og ekki með vísitölu eða verðbótaþætti á kr. 1 milljón til 4ra ára, afborgun af bréfum tvisvar á ári, venjulegir skulda- bréfavextir á bréfi." Bílasali hér í borg sagði við HP, að hann mælti aldrei með þessum kjörum kaupandans vegna, þau væru hengingaról fyrir þann sem keypti. Fjögurra ára bréf eru yfirleitt ekki keypt í bankakerfinu nema þá helst af einhverjum, sem hefur unnið upp í viðskipti til þess,“ sagði bílasalinn. Kannski að Tómas hafi getað hjálpað Hrafni þarna, nema þá að hann hafi farið með bréfin á eitthvert verðbréfa- fyrirtækjanna? Hvort Tómas Árnason er kom- inn á nýjan bíl vitum við ekki. Kannski að hann hafi látið skyn- semina ráða og keypt sér Trabant. SVERRIR Hermannsson hefur í ráðherraembættum sínum einbeitt sér fyrst og fremst að því að auka hagræðingu og hagkvæmni í rekstri opinberra stofnana og hafa tiltektir ráðherra ávallt vakið mikla athygli. Nú síðast er það Lánasjóður námsmanna, sem hefur orðið „fyrir barðinu" á hagræðingartilhneigingu Sverris. Á meðan Sverrir var iðnaðar- ráðherra lét hann undrafyrirtækið vinsæla Hagvang gera úttekt á Rafmagnsveitum ríkisins og varð mikill lúðrablástur þegar ráð- herrann tilkynnti að hinar og þessar breytingar væru í vændum hjá RARÍK. Og auðvitað vonuðust allir eftir því, að þessar tiltektir leiddu til sparnaðar hjá þessari ríkisstofnun, þótt ýmsir hjá stofnuninni sjálfri væru fullir efasemda um vitið í tillögum Hagvangs. Nú er því haldið fram í eyru Helgarpóstsins að niðurstaðan af öllu húllumhæinu sé aukinn kostnaður en ekki öfugt; því er haldið statt og stöðugt fram, að reksturinn sé dýrari og allavega mun þyngri í vöfum. Ein af ástæðunum ku vera sú, að nú mega menn ólíkra deilda eða af misháum stigum innan stofnun- arinnar vart talast við munnlega, því Hagvangur mælti með svo- kölluðum „memos" að amerískri fyrirmynd og þannig hefur skrif- ræðið tekið yfir í öllum sam- skiptum. Ánnars er það geysimargt, sem menn hafa við Hagvangs- hagræðinguna að athuga og nefna dæmi. Eitt er á þá leið, að verði bilun einhvers staðar og veður mjög slæmt, skuli viðgerðarflokkur bíða þar til sloti. Ástæða þessarar tillögu mun vera sú, að einhverju sinni lentu viðgerðarmenn í vandræðum vegna veðurs. Þannig gæti Reykjavík verið rafmagnslaus í heila viku — ef veður slotar ekki! MARGT undarlegt drífur á daga blaðamanna og ljósmyndara í starfi. Þannig var að blaðamaður HP hafði af ákveðnum ástæðum tal af forstöðumanni þjónustu- íbúða aldraðra við Dalbraut. Var þar á ferðinni viðkvæmt mál, sem ekki verður hér rakið frekar. Hins vegar var það umsamið í samtali blaðamanns og forstöðu- mannsins, Margrétar Einarsdóttur, sem einnig er fulltrúi Sjáifstæðis- flokksins í félagsmálaráði, að blaðamaður HP fengi að líta inn síðar um daginn og taka myndir af húsakynnum, starfsfólki og heimilisfólki — hinum öldruðu. Jim Smart okkar hér á HP lagði í hann fljótlega eftir þetta símtal. Þegar hann kom að Dalbrautar- húsinu beið eftir honum móttökunefnd ein mikil; allt yfir- mannalið stofnunarinnar og fleiri starfsmenn. Forstöðumaðurinn sjálfur vildi enga mynd af sér tekna og sagði ljósmyndaranum að í raun væri ekki hægt að taka mynd af einu né neinu þarna innanhúss. Engir heimilismenn væru á róli í salar- kynnum, heldur væri allt aldraða fólkið inni á sínum herbergjum í kyrrð og friði. Og það stóð heima; á þessu fjölmenna heimili var engan að sjá, þegar inn var komið. Og ekki var við það kom- andi að sögn forstöðumanns, að taka myndir af starfsfólki. En myndir af húsinu að utan væri sjálfsagt hægt að taka. Er það nokkur furða að ljós- myndari HP og síðar blaðamenn þegar fréttirnar bárust, hafi sem . snöggvast látið sér detta í hug, að forstöðumanni Dalbrautar- heimilisins væri ekkert um það gefið að um heimilið væri fjallað og um það talað. A.m.k. er það frekar vaninn að forstöðumenn stofnana fagni umfjöllun og blaða- ljósmyndurum og búi svo um hnúta, þegar hinir síðarnefndu koma á vettvang að allt iði af lífi og fjöri. FYRST og fremst viljum við taka það fram að nafngiftin „Helgarpóstskona" er hugvit DV-manna. í gær birtist nefnilega frétt á baksíðu DV, þar sem sagði frá þjófnaði í Vesturbænum, nánar tiltekið í húsi vændiskonunnar í Vesturbænum sem HP greindi frá fyrir liðlega tveimur árum. Þessi ágæta kona lenti sem sagt í þeim hremmingum að eitt hundrað og sextíu þúsund krónur hurfu úr húsi hennar um síðustu helgi. Hins vegar upplýsir DV, að það séu ekki einungis peningarnir sem hafa horfið úr húsi „Helgarpósts- konunnar", heldur dagbók hennar ennfremur með skráðum nöfnum viðskiptavina. DV hefur eftir „Helgarpóstskonunni" að henni þætti miður ef bókin kæmist í rangar hendur. Af gefnu tilefni vill HP upplýsa að umrædd dagbók er ekki í höndum ritstjórnar blaðsins. Við minnum hins vegar á heimilis- fang okkar: Ármúli 36. Og síminn er 68 15 11. HELGARPUSTURINN Frelsi í helsi Fallinn er nú foringinn sem frelsið þráði, vald og auð. Hannes Brimarhólmsteinn minn í hlekkjum upp á vatn og brauð. Niðri SMARTSKOT LJÓSMYND JIM SMART Ertu búinn að gef- ast upp? Jón Múli Árnason „Ha? Á hverju?" — Á Ríkisútvarpinu? „Á Ríkisútvarpinu! Það er nú eitthvað annað. Nei, nei, bless- aður vertu! Ég er ekki búinn að gefast upp á Ríkisútvarpinu." — En nú berast þær fréttir að þú hafir sagt upp um áramótin og hættir hjá útvarpinu þ. 31. mars?" „Ég hætti 1. apríl." — Einhver sérstök ástæða fyrir uppsögninni? „Ástæðan er sú að maðurinn er búinn að vinna hjá útvarpinu Í40 ár og fyrir fullvaxinn karlmann og að telja má fullþroskaðan þá tel ég það rétt að linni nú lestri á auglýsingum um nærbuxur og brjóstahöld og ég fari að gera eitthvað annað." — Hvað tekur við? „Ég vona að ég fái eitthvað annað að lesa." — Þú ert þó ekki hættur djassþáttunum? „Nei, nei, nei, öðru nær. Ég er ekki hættur djassþáttunum, þú skalt ekki halda það. Það er vegna þess sem greint er frá í gömlu kvæði: l'm not the Best — but the Best in town and l'll be the Best till the Best comes around. Annars held ég fram- hjá djassinum með sinfóníuhljómsveitinni. Ég ætla ekki að bregðast viðhaldinu, en hafðu ekki hátt um það." — Finnst þér það léttir að vera hættur í útvarpinu? „Ég er ekki hættur í útvarpinu, ég hætti ekki fyrr en 1. apríl. Ég byrjaði 1. apríl og hætti 1. apríl." — Þú hlýtur þá að vera kominn á 95 ára regluna svo- nefndu? „Ég er kominn á 105 ára regluna ef þú leggur saman starfs- aldur minn hjá útvarpinu og aldur minn, eða 40 plús 65." — Af hverju hefur þú ekki hætt fyrr? „Ég gat það ekki." — Af hverju? „Ég bara gat ekki hætt." — Var svona gaman? „Ha, ha, ha. Ég veit það ekki. Það er bara einu sinni þannig, að þeir sem eru komnir í störf hjá útvarpinu, geta ekki hætt. En nú nenni ég ekki lengur að gefa ríkinu eftirlaunin mín." — Og hættir nú sem sagt með góðar og hlýjar endur- minningar, og sáttur við fortíðina á útvarpinu? „Jaaaa.. .Ha, ha, ha. Það er nú ýmislegt sem má segja um það. . . Annars er ég að yrkja kvæði um dvöl mína hjá útvarp- inu. Það byrjar svona: „Elsku hjartans Útvarpið." Og við þetta kvæði er ég að hugsa um að semja sigursöng og saknaðarljóð fyrir kór og hljómsveit, einsöngvara, tvísöngvara og jafnvel þrí- söngvara ef í það fer." — Og hvað tekur nú við? „Ég er að hugsa um að gerast hugsuður. Ég ætla að hugsa fyrir fólk sem leitar til mín. En að öllu gríni slepptu þá fer ég í fasta vinnu frá og með 1. apríl." — Hvaða vinna er það? „Ég verð fastráðinn á heimili Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur sem heimavinnandi húsbóndi. Svo ætla ég að hvíla mig svo- lítið. Ætli það sé ekki kominn tími til þess." Jón Múli Árnason hefur verið fastráðinn þulur og starfsmaður út- varpsins í 40 ár. Hann er ennfremur þjóðþekktur fyrir þáttagerð, djass- þætti, lagasmíði og söngleikjagerð. Um jólin kom út viðamikil bók eftir Jón Múla sem nefnist „Djass". Jón Múli er kvæntur Ragnheiði Ástu Bétursdóttur, þulu og samstarfsmanni hjá útvarpinu. Jón Múli lætur af störfum sem þulur 1. apríl nk. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.