Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 4
INNLEND YFIRSYN
Hinar pólitísku flokksmaskínur um land
allt eru þessa dagana að leggja drög að fram-
boðslistum vegna sveitarstjórnakosninga í
maílok. Töluverðar umræður hafa aö undan-
förnu farið fram um tilhögun við samsetn-
ingu lista fyrir sveitarstjórna- og þingkosning-
ar og hefur mjög borið á þeirri skoðun
manna að prófkjör í núverandi mynd séu að
ganga sér til húðar. Ekki síst hefur þessi
skoðun verið áberandi í röðum kvenna, þar
sem það þykir hafa sýnt sig að karlar búa yfir
meiri styrk í prófkjörsbaráttu en konur og út-
koma kvenna því lök í samræmi við það.
Áhyggjur kvenna af stöðu sinni í stjórn-
málum eru til staðar innan allra flokka, þó
svo að í kvennalistanum beinist þær vita-
skuld út fyrir flokkinn, en ekki inn á við. Á
fundi, sem haldinn var í gær, miðvikudag (12.
febrúar) að frumkvæði Kvenréttindafélags
íslands, mættu konur úr öllum stjórnmálaöfl-
um og ræddu sín á milli um það hvar skórinn
kreppti og hvað væri helst til ráða.
Esther Guðmundsdóttir, formaður KRFÍ,
lýsti þarna þeim vonbrigðum, sem konur
hefðu orðið fyrir þegar Ijóst varð hve hlutur
þeirra var rýr eftir prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins í haust. Sagðist hún telja nauðsynlegt að
komið yrði í veg fyrir að sú reynsla endur-
tæki sig við val á lista úti á landi, en þar eru
framboðsmál yfirleitt ekki eins langt komin
og á höfuðborgarsvæðinu. Þessi „kvenna-
fundur" var ekki síst haldinn í þeim tilgangi
að stappa stálinu í konur, þvert á öll flokks-
bönd, og leggja á ráðin um það hvernig best
væri að tryggja jafnari dreifingu kynjanna á
framboðslistum til sveitarstjórna. Virtust allar
fundarkonur sammála um að ákveðin fyrir-
staða væri í þjóðfélaginu gegn því að konur
tækju yfir höfuð þátt í stjórnmálastarfi. Þessa
fyrirstöðu töldu þær bæði að finna meðal
karla og kvenna.
Framsóknarflokkurinn hefur ófeiminn
dustað rykið af gömlu, góðu uppstillingar-
nefndinni. Áslaug Brynjólfsdóttir, sem sæti á
í nefndinni, telur fullvíst að réttur kvenna
verði tryggður með þessu móti, þó svo konur
séu þarna í miklum minnihluta. Segir Áslaug
unga framsóknarkarlmenn skilningsríka á
nauðsyn þess að hlutur kvenna verði ekki
fyrir borð borinn við listasamsetninguna,
Kvenfólk er greinilega
búið að fá sig fullsatt af
hinum klassísku fram-
boðslistum með einum
huggulegum „fulltrúa
tegundarinnar".
Konur í vígahug
svo nú verður spennandi að sjá hvort „nýja
línan“ hefur roð við gamla karlaveldinu.
Meginrökin fyrir því að höfð væri uppstill-
ingarnefnd í stað prófkjörs voru þau, að með
því móti væri hægt að sjá til þess að konur
skipuðu örugglega fremstu sæti listans.
Framsóknarkonur hafa undanfarið haft í
misdulbúnum hótunum við karlana í flokkn-
um, eins og kunnugt er, og látið í það skína
að þær myndu ekki lengur sætta sig við jafn-
rýran hlut og áður. Samkvæmt því skipulagi,
sem nú er verið að reyna, gefst öllum flokks-
bundnum framsóknarmönnum kostur á að
senda tillögur til uppstillingarnefndar.
Nefndin á síðan að hafa hliðsjón af ábending-
unum við röðun á lista, þó á henni séu hins
vegar engar kvaðir.
Konum innan Alþýðubandalagsins finnst
mörgum hjákátlegt að komið hafi verið á
kvótareglu kynjanna innan flokksins — að
framboðslistum undanskildum! Kristín
Olafsdóttir, varaformaður og borgarstjórnar-
frambjóðandi, er mjög mótfallin hugmynd-
um um uppstillingarnefndir. Hún vill fyrir
alla muni halda forvali í einhverri mynd, en
þó með þeirri nýbreytni að tryggt sé nokkuð
jafnt hlutfall kynjanna.
Kristín telur það áhyggjuefni hve illa laun-
uð sveitarstjórnastörf eru, þar sem það stuðli
að því að útivinnandi konur telji sig ekki hafa
efni á að leggja á sig þá vinnu, sem sé þessu
samfara.
Sjálfstæðiskonur eru gjarnan tregar til að
gagnrýna eigin flokk í viðurvist fólks úr öðr-
um pólitískum girðingum og því hafa
óánægjuraddir þeirra eftir prófkjörið í
Reykjavík vakið meiri athygli en ella. Björg
Einarsdóttir hefur lengi barist hatrammri
jafnréttisbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins,
með misjöfnun árangri, en hún er síður en
svo ein um að tjá vonbrigði sín á síðustu vik-
um.
Á fyrrnefndum fundi Kvenréttindafélags-
ins kom greinilega í ljós að Þórunn Gestsdótt-
ir, blaðamaður og prófkjörsframbjóðandi,
átti erfitt með að sætta sig við það hlutskipti
að hafa hlotið þrisvar sinnum fleiri atkvæði
í prófkjöri en Kristín Ólafsdóttir, en komast
hvergi nærri því að ná inn í borgarstjórn. Því
stærri sem flokkurinn er, þeim mun erfiðara
er að rjúfa gat á þann varnarmúr, sem karlar
hafa byggt um veldi sitt, sagði hinn von-
svikni frambjóðandi.
Þórunn viðurkenndi, að flokkssystur
hennar á Norðurlöndunum hefðu náð tölu-
verðum árangri með því að fá kvótareglu
innleidda í flokkana, án þess að hún virtist
persónulega ýkja hrifin af þeirri lausn.
Henni, og eflaust fleiri sjálfstæðiskonum,
finnst það ódýr lausn að fara í framboð með
áherslu á kynferði fremur en einstaklinga.
„Konur eiga að fara fram af styrk, en ekki
reyna að vekja samúð!“ sagði Þórunn Gests-
dóttir.
Eins og fram hefur komið, er karl í fyrsta
sæti og kona í öðru sæti á borgarstjórnarlista
Alþýðuflokksins. Ekki hefur enn verið raðað
í aftari sæti listans, en óskráð vinnuregla inn-
an flokksins kveður á um að karlar og konur
eigi alltaf að vera til skiptis í sætunum,
þannig að aldrei séu tveir karlar eða tvær
konur hlið við hlið. Þetta ætti því að þýða að
karlmaður væri sjálfskipaður í þriðja sætið,
fyrir aftan Bryndísi Schrani, þó eitthvað séu
menn að láta sig dreyma um „sterka konu“
í þetta sæti. Það yrði þá væntanlega gert í
von um að ná atkvæðum vonsvikinna sjálf-
stæðiskvenna, sem refsa vildu sínum flokki
— þó ekki væri nema í þetta eina sinn.
Ekki er von á neinni grundvallarbreytingu
þó Kvennaframboðið breytist í Kvennalista í
borgarstjórn, enda munu margar af „gömlu“
baráttukonunum halda starfinu áfram undir
nýjum formerkjum. Til dæmis mun Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, ein frambærilegasta
Kvennaframboðskonan, alls ekki hafa hugs-
að sér að yfirgefa borgarmálavettvanginn.
Um hugsanlegt framboð í nafni Bandalags
jafnaðarmanna er enn allt á huldu. Yfirleitt
er þó talið heldur ólíklegt að þar verði látið
til skarar skríða að þessu sinni.
Konur innan allra stjórnmálaflokka virð-
ast herskáar þessa dagana og í miklum víga-
hug. Þær eru greinilega búnar að fá sig full-
saddar af hinum klassísku framboðslistum,
þar sem einn huggulegur „fulltrúi tegundar-
innar" er hafður með til þess að skreyta list-
ann. Karlmenn mega því vara sig — hvar svo
sem þeir skipa sér í flokk!
Fall olíuverðs og dollars
skapa skilyrði til hagvaxtar
YFIRSYN
Hafi olíuframleiðsluríkin í OPEC horfið frá
að stýra olíuverðinu með framleiðslutak-
mörkunum, þýðir það að hráolíuverð fellur
til botns, niður í sex dollara oliufatið. Þetta
sýnir reynslan af öðrum hráefnamörkuðum,
segir Erling Moxnes, rannsóknastjóri við
Chr. Michelsens stofnunina i Bergen.
Líkurnar á því að spádómur Moxnes, sem
áður hefur reynst sannspár um sveiflur á
olíuverði, rætist eru máske ekki enn yfir-
gnæfandi, en verða þó að teljast miklar. Inn-
an OPEC er það Saudi-Arabía sem ræður
ferðinni, vegna þess að þar eru í jörð mestu
olíulindir jarðar, og þar er framleiðslukostn-
aöur lægstur. Moxnes bendir á, að út á eitt
kemur fyrir Sauda, hvort þeir selja tvær
milljónir olíufata á dag á 25 dollara fatið eða
átta milljón föt á sex dollara hvert. Ágóðinn
er í báðum tilvikum nálægt fimmtíu milljón-
um dollara á dag.
En á leiðinni niður í sex dollara verð fyrir
hráolíufatið hefur ýmislegt afdrifaríkt gerst.
Framleiðendum kola, vatnsafls og annarra
orkulinda er í stórum stíl ýtt út af markaðn-
um með ódýrri olíu. Leit að olíulindum á lág-
framleiðslusvæðum leggst niður í slíkum
mæli, að birgðirnar í jörðu í löndum við
Persaflóa verða enn stærri hluti en áður af
þekktum olíuforða, því ört gengur á Iindirn-
ar á lágframleiðslusvæðum, svo sem í
Bandaríkjunum. Þar á ofan eru takmörk fyr-
ir því, hve lengi er unnt að halda uppi fram-
leiðslu með tapi, hvort heldur er í Texas eða
Norðursjó. Afleiðingin er, hvernig sem allt
veltist, að Saudi-Arabía kemur út úr umbrot-
unum með enn sterkari stöðu en áður á olíu-
markaði.
Ákvörðun Saudi-Araba að verja markaðs-
hlutdeild sína á olíumarkaði en ekki verðið,
beinist að því í bráð að þrýsta á stórframleið-
endurna í Norðursjó, Bretland og Noreg, að
taka upp samráð ef ekki samstarf við OPEC.
Um þetta hefur síðan verið tekist á, og tog-
streitan bitnar að svo stöddu fyrst og fremst
á norsku ríkisstjórninni. Komið er á daginn,
að milli flokkanna sem að stjórninni standa
ríkja skiptar skoðanir. Káre Kristiansen olíu-
málaráðherra lét að því liggja um áramótin,
að vel væri hugsanlegt að taka upp samráð
við OPEC. Það var eins og við manninn
mælt, olíuverð á Rotterdammarkaði tók kipp
upp á við. Fallið varð svo því meira, þegar
Káre Willoch forsætisráðherra tók nafna
sinn til bæna og aftók allt samráð við OPEC.
í þessum mánuði ætlaði Kristiansen olíu-
málaráðherra að halda árlegan samráðsfund
olíuframleiðenda við Norðursjó, en þegar
fréttist að þangað kæmu fulltrúar frá OPEC
bannaði Thatcher olíumálaráðherra Bret-
lands að sækja fundinn í Noregi, svo hann fór
að mestu út um þúfur. Nú nýskeð hefur tals-
maður bandaríska utanríkisráðuneytisins
lýst því, hversu Bandaríkjastjórn hafi þurft
að leggja sig í framkróka við að þrýsta á
Norðmenn og hindra þá í að taka höndum
saman við araba að halda uppi verði hráolíu.
Kaldhæðni örlaganna hagaði málum svo,
að þessi yfirlýsing kom sama daginn og
Bernard Rogers, bandarískur yfirhershöfð-
ingi NATO, var á Norðurlöndum að ávíta
Dani og Norðmenn fyrir að svíkjast um að
leggja fram réttmætan skerf til varna banda-
lagsins. Sérstaklega var hershöfðinginn
gramur norsku íhaldsstjórninni, og þótti hart
að NATO-ríkið með næsthæstu þjóðartekjur
á mann skyldi vera aftast í röðinni með hluta
ríkisútgjalda til landvarna. Krafðist Rogers,
að norska stjórnin bætti ráð sitt og tvöfaldaði
landvarnaframlag á fjárlögum.
Lækkunin á olíuverði gerist á sama tíma
og gengi Bandaríkjadollars fellur. Gengisfall,
dollars hófst fyrir alvöru eftir að fjármálaráð-
herrar fimm helstu iðnríkja ákváðu að taka
upp samvinnu á gjaldeyrismarkaði um að
keyra ofmetinn dollar niður í sannvirði. I
þessu fólst kúvending fyrir stjórn Reagans
Bandaríkjaforseta, sem hafði stært sig af há-
gengi dollars.
En annað hljóð kom í strokkinn, þegar aft-
urkippur kom á síðasta ári í efnahagsbatann
í Bandaríkjunum samfara methalla á vöru-
skiptum við önnur lönd. Stjórn Reagans vill
nú fyrir hvern mun halda vöxtum niðri og
helst lækka þá, og eina ráðið til þess sem
henni stendur til boða er að láta dollarann
lækka. Með því móti ættu líka utanríkisvið-
skiptin með tímanum að þokast nær jafn-
vægi.
Mál málanna er nú, hver áhrif lækkun olíu-
verðs og betra jafnvægi helstu gjaldmiðla á
gjaldeyrismarkaði hafa á heimsviðskipti og
hagþróun. í International Herald Tribune
leitast Carl Gewirtz við að ráða í þau mál.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að nú gef-
ist tækifæri til að hrinda af stað nýrri hag-
vaxtarbylgju, sem samtímis dragi úr atvinnu-
leysi í iðnríkjum og hjálpi þróunarlöndum að
krafla sig upp úr skuldafeni. En til þess að svo
megi verða þurfa að koma til markvissar að-
eftir Magnús Torfa Ólafsson:
gerðir af hálfu stjórna iðnríkja Vestur-
Evrópu og Japans. Hættan er sú að þær
þekki ekki sinn vitjunartíma, heldur láti við
það sitja að fleyta rjómann af batnandi við-
skiptakjörum.
Helstu heimildarmenn Gewirtz eru áætl-
anagerðarmenn um alþjóðlega efnahags-
þróun, bersýnilega þeir sem starfa hjá Efna-
hags- og framfarastofnuninni í París. Reikni-
regla hagfræðinganna er sú, að við hver 10%
sem olíuverð lækkar, dragi úr verðbólgu um
hálfan hundraðshluta tvö ár í röð í iðnríkjum.
Hagvöxtur aukist jafnframt um fjórðung
hundraðshluta.
Með virkum viðbrögðum ríkisstjórna ætti
þetta að duga til að koma hagvexti í iðnríkj-
um Vestur-Evrópu yfir þrjá af hundraði. Sú
tala er mikilvæg, því hún er mörkin þar sem
hagvöxtur tekur að vinna bug á atvinnuleysi
svo um munar.
Áætlanamenn OPEC telja að framhaldið
velti á því, að ríkisstjórnir í þessum löndum
fylgi batanum eftir með virkri stefnumótun.
Fyrir þeim sem svo hugsa vakir ekki fyrst og
fremst hagvaxtaraukningin ein, heldur áhrif-
in út í frá, sérstaklega á fjárhag illa stæðra
hráefnaframleiðslulanda í þriðja heiminum,
og þá alveg sér í lagi olíulanda í skuldaklafa
eins og Mexíkó.
Menn þessir beina augum alveg sérstak-
lega að Japan og Vestur-Þýskalandi. Bæði
ríkin hafa greiðsluafgang í utanríkisviðskipt-
um langt umfram það sem nokkur þörf eða
sanngirni mælir með. Lækkun olíuverðs
leiðir að öðru óbreyttu til að greiðsluafgang-
ur Japans getur hæglega farið úr tæpum 50
milljörðum dollara í fyrra upp í 65 milljarða
í ár.
Ríkisstjórnir beggja landa hafa þráast við
að taka upp þenslustefnu innanlands með tii-
vísun til halla á ríkissjóði, en breytt við-
skiptakjör gera að verkum að nú getur hvort-
tveggja farið saman, þenslustefna í atvinnu-
lífi og jöfnuður á ríkissjóði.
Ríði Japan og Vestur-Þýskaland á vaðið,
eru Frakkland og Ítalía í aðstöðu til að fylgja
á eftir. Síðan myndu áhrifin breiðast út. I pen-
ingamálum væri óhætt að stefna að lækkun
vaxta, en það er áhrifaríkast til að bæta hag
skuldugra þróunarlanda.
4 HELGARPÓSTURINN