Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 10

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaöamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónlna Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Að bera ábyrgð Guðmundur Einarsson al- þingismaður krafðist þess með bréfi til Alexanders Stefánsson- ar félagsmálaráðherra, að brunamálastjóra væri sagt upp störfum þegar í stað. Þessa kröfu gerði þingmaðurinn í Ijósi þess hrikalega ástands, sem ríkir í brunavarnamálum hér- lendis. Þá ítrekaði þingmaður- inn athugasemdir og dæmi um hagsmunaárekstra, sem Helg- arpósturinn dró fram í dagsljós- ið fyrir tveimur vikum. Stjórn Brunamálastofnunar hefur nú lýst yfir því, að hún hafi ekki verið búin að fá bréf Guðmundar, þegar stjórnin fjallaði um stöðu brunamála- stjóra á fundi sínum í vikunni. Á þessum fundi var ákveðið, að brunamálastjóri léti af störf- um 1. apríl eða eftir röska tvo mánuði. Þrátt fyrir aukaskýr- ingar stjórnarformanns er Ijóst, að stjórn Brunamálastofnunar er sammála bæði þingmannin- um og Helgarpóstinum. í forystugrein HP í síðustu viku gerðum við þá kröfu, að brunamálastjóri viki úr starfi þá þegar. i þessu samhengi er rétt að leggja ríka áherslu á það, að allir misbrestir, sem eru í bruna- varnamálum á íslandi, eru ekki einum manni að kenna. Hins vegar hlýtur brunamálastjóri að vera dreginn til ábyrgðar vegna þessara mála, því hann er bú- inn að sýna og sanna, að hann hefur ekki staðið í stykkinu. Um það vitna allar þær brunagildr- ur, sem vitað er um hérlendis. Á verksviði brunamálastjóra og valdi er að knýja fram nauðsyn- legar úrbætur. Á því hefur orðið misbrestur. Þá hefur brunamálastjóri fall- ið í þá gildru opinbera embætt- ismannsins að afla sér umtals- verðra aukatekna í vinnutíma sínum með kennslu og auk þess með því að vera upphafs- maður að rekstri einkafyrirtæk- is, sem börn hans reka nú. Og í þokkabót sérhæfði fyrirtækið sig í innflutningi á brunavarna- tækjum. Rétter að minna á, að Sverrir Hermannsson hikaði ekki við að losa sig við framkvæmda- stjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þeirri athöfn verð- ur ekki mælt bót hér. Á hinn bóginn er mál bruna- málastjóra skólabókardæmi um réttmæta ástæðu fyrir brottrekstri. En þá er hikað. Þrátt fyrir það hefur sú um- ræða, sem HPopnaði um þetta mál orðið til þess, að þessi embættismaður mun hverfa úr starfi fljótlega. BRÉF TIL RITSTJORNAR Athugasemdir Sambandsins viö skrif Helgarpóstsins Fimmtudaginn 30. f.m. birtist í Helgarpóstinum óvanalega rætin grein í garð Sambandsins og sam- vinnuhreyfingarinnar, en blaðið virðist oft velja sér stóryrði frekar en staðreyndir um starfsemi kaup- félaganna, Sambandsins og bænda. 1 áminnstri blaðagrein er víða stað- reyndum snúið við eða hallað réttu máli og hefði blaðamanni þó verið innan handar að kanna réttmæti fullyrðinga sinna með viðtölum við hlutaðeigandi væri honum — eða ritstjórninni — annt um að skrifa undir siðareglum sinnar eigin at- vinnugreinar. Sökum þessa ann- marka óskar Sambandið eftir því að Helgarpósturinn birti eftirfarandi athugasemdir og freista þess þar með að leiðrétta verstu agnúana á ranghermum blaðsins: 1. Sú ásökun Helgarpóstsins að Sambandið og kaupfélögin kostuðu skattborgara yfir einn milljarð króna á ári vegna niðurgreiðslna og útflutningsbóta er alröng og stafar annað hvort af vanþekkingu á tilurð og eðli þessara greiðslna eða hreinni meinfýsi, nema hvoru- tveggja komi til. Niðurgreiðslurnar voru ákveðnar með lögum frá 1940 og hafa allar ríkisstjórnir á íslandi framfylgt þeim lögum síðan hvort heldur svokallaðar hægri eða vinstri ríkisstjórnir. En megintil- gangur þessara niðurgreiðslna er sá að tryggja tekjuminni stéttum þjóð- félagsins aðgang að ódýrari land- búnaðarvörum en ella, svo og að hamla gegn neikvæðum áhrifum hækkandi vísitölu matvöru. Sam- bandið þiggur ekki eyri, hvorki af bændum né öðrum, vegna þessarar stjórnvaldaráðstöfunar. 2. Um útflutningsbætur á dilka- kjöt er það að segja að lög þar að lút- andi voru sett að tilhlutan Ingólfs Jónssonar, þáverandi landbúnaðar- ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, árið 1960, og hafði Sambandið engin afskipti af þeirri lagasetningu. Meginástæða lag- anna var sú að tryggja bændum eðlilegt afurðaverð af því dilkakjöti sem flytja varð út vegna umfram- framleiðslu innanlands og því um hreina tekjujöfnunarleið að ræða sem stjórnvöldum bar að ábyrgjast framleiðendum. 3. Að sjálfsögðu hafa ýmiskonr aðilar reynt í tímans rás að höfuð- setja bændur vegna þessarar tekju- tryggingar og þá í leiðinni að koma höggi á samvinnuhreyfinguna, þótt hún hafi aðeins framfylgt ofan- greindum lögum og ekki haft neinar sérstakar tekjur af þessum bótum. Þeim sem velkjast í einhverjum vafa um þetta atriði má benda á það að „Viðreisnarstjórnin" var aldrei talin beint höll undir samvinnu- hreyfinguna og ólíklegt að hún hlut- aðist til um einhverjar ,,aukatekjur“ fyrir Sambandið vegna afurðasöl- unnar. Asakanirnar eru því hreint rugl. 4. Varðandi umboðslaun Sam- bandsins af afurðasölunni, þá hafa þau oftast numið á milli 1,5—2% af því grundvallarverði, sem stjórn- skipaðir aðilar ákveða haust hvert, en þessi eftirtekja er ein sú lægsta 29. 1. Hg3! er skemmtilegur leik- ur sem setur svart í leikþröng, hann verður að leika sig í mát: 1. - Bxg3 (eða Rxg3+) 2. hg3 mát 1. - R~2. Hgl mát 1. - B~Rf2 mát sem þekkist við verslun eða í kjöt- sölu. Það er rétt að útflutnings- magnið hefir lotið sömu reglum og önnur kjötsala, en ekkert er því til fyrirstöðu að innheimta umboðs- eða sölulaun af útflutningsverðinu sjálfu, ef stjórnvöld eða bændur telja hag sínum betur borgið með því fyrirkomulagi. Það er aðeins til- kostnaðinn sem verið er að greiða fyrir og ekkert annað. 5. Þau rök hafa heyrst að útflutn- ingsbæturnar á kjötsölu væru síður en svo hvetjandi á söluaðila við að ná fram sem bestri afurðasölu, þar sem mismunurinn bættist hvort eð er úr ríkissjóði. Þetta kann að vera rétt ef um óábyrga söluaðila væri að ræða, en í alla þá tugi ára sem Sam- bandið hefir staðið í kjötsölu á er- lendum vettvangi hefir það lagt sig í líma við að ná fram hæsta verði. I Bretlandi, sem var aðalsölumarkað- ur Islendinga fram til 1970, var verðið ávallt sambærilegt við nýsjá- lenska kjötið, jafnvel ívið betra þeg- ar flutningskostnaður var meðtal- inn. Sömu vinnubrögð hafa verið ástunduð gagnvart Norðurlöndum, en í þeim tilvikum er selt fyrirfram skv. sérstökum samningum. Aldrei hefir verið kvartað við Sambandið um að það hafi ekki náð viðunandi verði hvorki af ríkisvaldi né öðrum aðilum, enda markaðsverðssaman- burður nærtækur. Á hinn bóginn hefir það þrásinnis komið fyrir að Sambandið hefir orð- ið að hlaupa undir bagga með að- stoð við sölu á sendingum, sem nokkrir „framúrstefnuseljendur" hafa lent uppi á skeri með — og það aðilar sem ekki hafa farið dult með eigið ágæti í fjölmiðlum. Sumir þeirra hafa því miður skilið eftir sig drjúga skuldaslóð, en að því kann að verða vikið síðar. 6. Fyrir u.þ.b. 15 árum stofnsetti Sambandið kjötiðnaðarstöð í Reykjavík til þess að auka fjöl- breytni kjötvara og þá í leiðinni sölumagnið innanlands. En það hefði þýtt minni þörf á útflutnings- uppbótum. Þegar erfiðleikar urðu aimennt í rekstri kjötiðnaðarstöðva ákvað Sambandið — í kjölfar skipu- lagsbreytinga hjá sér um mitt árið 1984 — að yfirtaka reksturinn þann- ig að sá halli sem á stöðinni varð eft- ir það og árið 1985 er alfarið greidd- ur af því. Það er því rangt hjá Helg- arpóstinum að bændur séu látnir bera uppi rekstrartap kjötiðnaðar- stöðvarinnar. 7. Það veit hver maður að dilka- kjöt er geymt í frystigeymslum frá sláturtíð og fram á söludag, en það þýðir að birgðahald minnkar eftir því sem á innanlandssöluna gengur. 1 engum tilvikum eru birgðir geymdar vegna meintra óeðlilegra tekna af geymslu- eða frystigjöld- um, enda lagt kapp á að afskipa allri mögulegri utanlandssölu sem allra fyrst. Áður fyrr voru skip leigð jafnóð- um í sláturtíð vegna útflutnings á dilkakjöti til Bretlands, en síðan sá markaður lokaðist og aðalmarkaðs- svæðið fluttist til Norðurlanda, hefir orðið að afskipa kjötinu í samræmi við óskir og þarfir þessara nýju markaða. í því efni er aðeins verið að uppfylla kröfur kaupenda, en ef Helgarpósturinn kann önnur dæmi væri Sambandinu þökk í að þau yrðu tilfærð. Um að Sambandið leggist á kjötið vegna geymslutekna eru því hrein ósannindi. 8. Sambandið hvorki á né rekur 1. - gf3 2. Bxf3 mát 30. Hér á svartur aðeins einn leik sem ekki leiðir til máts: g5. 1. Ral! g5 2. Dbl mát, 1. - ab4 2. Ha7 mát, 1. - ba4 2. Hb7 mát. neitt sláturhús. En þau eru ýmist rekin af kaupfélögunum, afurða- sölufélögum, Sláturfélagi Suður- Iands, einkaaðilum eða öðrum. Hús þessi eru á öllum aldri og í misjöfnu ástandi. Sum eru nýleg og bera mik- inn fjármagnskostnað, þar sem önn- ur eru gömul og nær fullafskrifuð en gætu samt verið óhentug vegna vinnufyrirkomulags og úrelts tækja- búnaðar. Við samanburð á rekstri ættu þessir þættir m.a. að koma til skoðunar þegar Helgarpósturinn leggur dóm á kostnað einstakra staða. Forystumenn landbúnaðar- ins munu hafa fyrir allnokkru fengið löggiltan endurskoðanda til að skoða rekstur margra húsanna og mun ítarleg skýrsla hans liggja fyrir hjá viðkomandi aðilum. Sambandið hefir fregnað að rekstur sláturhúsa innan samvinnuhreyfingarinnar standi fyllilega fyrir sínu, í saman- burði við rekstur húsa utan vébanda hreyfingarinnar, þrátt fyrir ávæning Helgarpóstsins um hið gagnstæða. 9. Ástæðulaust er að fara mörgum orðum um Félag sláturleyfishafa, sem starfar í samráði við búvöru- deild Sambandsins, en tilgangur með stofnun félagsins var fyrst og fremst sá að þessir aðilar hefðu bet- ur yfirumsjón með stefnunni í af- urðasölumálunum í samráði við framkvæmdastjóra búvörudeildar. Með þeim hætti, svo og t.d. með sér- stökum fundum sláturleyfishafa þar sem hagsmunamál þeirra eru ítar- lega rædd, næst fram meiri skilning- ur á þeim vanda sem allir hlutaðeig- endur búa við. Þá var markmiðið með félagsstofnuninni einnig það að ná fram meiri jöfnuði á milli framleiðenda varðandi sölu afurð- anna, en áður var nokkur misbrest- ur á þessu atriði, þegar mislangt var á markaðinn. Um ok er ekki að ræða heldur samvinnu, — orð sem vandfest er í minni og skilningi þeirra Helgarpóstsmanna. 10. Varðandi vísun blaðsins í fund Landssamtaka sauðfjárbænda á sl. sumri um tekjuskerðingu bænda vegna rýrnunar á kjöti í kjötiðnað- arstöðinni, þá skal vísað í lið nr. 6 hér að framan til að staðfesta að rangt er með farið, — og eins þarf að leiðrétta þá ímyndun Helgarpósts- ins að alls konar fullyrðingar verði að staðreyndum, ef þeim er ekki mótmælt við öll tækifæri. Undir það jarðarmen Helgarpóstsins vill Sam- bandið ekki gangast og oaunar frá- biður sér slíkt í framtíðinni. Upphlaupsgreinar af því tagi sem Helgarpósturinn hefir tamið sér kunna að vera tímabundin söluvara, en ekki eru þær álitsauki fyrir ís- lenska blaðamennsku. Því er það von Sambandsins að blaðið fækki stóryrðum sínum og auki traust- leika fréttaefnis síns, svo að það ríði í hærri söðli en hingað til. Jóhann Steinsson, stadgengill framkvœmdastjóra búvörudeildar Okkur á Helgarpóstinum þykir leitt til þess ad vita, ad Magnús Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri búvörudeildar Sambandsins skuli ekki hafa ró- legri og yfirvegadri staðgengil en Jóhann Steinsson, sem er skrifaður fyrir þessum athuga- semdum. Raunar spurði ritstjóri HP Magnús að gefnu tilefni hvort hann hefði ekki staðgengil, sem blaðið gæti leitað til vegna skrifa okkar um Sambandið og landbúnaðarmálin. Magnús kvað nei við. Hér verður athugasemdum Jóhanns ekki svarað, en það verður gert síðar. Við viljum aðeins benda „stað- gengli“ Magnúsar Friðgeirs- sonar á, aö yfirveguð skrif HP um landbúnaðarmál og ýmsan vanda á þeim vettvangi flokkast ekki undir rætin skrif og stað- hæfingar Jóhanns um HP, til- vísun í siðareglur blaðamanna, „upphlaupsgreinar", tíma- bundna söluvöru, stóryrði, o.s.frv., o.s.frv. eru hvorki hon- um né Sambandinu til sóma. Annars má fræða lesendur HP á því, að ofangreint svar Jóhanns er nánast stöðluð útgáfa af svip- uðum athugasemdum Sam- bandsins í gegnum árin, þar sem reynt er að finna blóraböggla í stað þess að einbeita sér að gagnrýnisefnum. Kjarni greinar okkar 30. janú- ar fjallaði um þá staðreynd, að Sambandið gætti ekki hags- muna bænda, heldur eigin hags- muna, sem færu ekki lengur saman við hagsmuni félags- manna í sveitum landsins. En Jóhann Steinsson fær svar síðar. -Ritstj. Brunavarnir Guðbrandur Frímannsson, slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki, hafði samband við ritstjórn HP vegna athugasemdar um ástand brunavarna á sjúkrahúsi Skagfirð- inga, sem birtist í grein um bruna- mál í síðasta tölublaði. Þar segir, að í skýrslu eftirlitsmanns Brunamála- stofnunar ríkisins hafi verið bent á 16 atriði, sem lagfæra þyrfti svo fyllsta öryggis væri gætt í eldvörn- um sjúkrahússins. Guðbrandur sagði öll þessi atriði hafa verið lagfærð, utan eitt. Enn væru reykskynjarar ókomnir í gömlu bygginguna, en þeir myndu þó að öllum líkindum verða settir upp á þessu ári. Þessari leiðréttingu slökkviliðs- stjórans er hér með komið á fram- færi og hlýtur að bera að fagna þeirri staðreynd að sjúkrahúsið á Sauðárkróki sé ekki lengur í sama hættuástandi og þegar eftirlitsmað- ur Brunamálastofnunar gerði þar úttekt á sínum tíma. Brauöiö að Hólum Frá Hjálmari Jónssyni, prófasti á Sauðárkróki, hefur borist eftirfar- andi athugasemd vegna skrifa blaðsins um biskupastólana og hið óauglýsta brauð að Hólum: Ástæða þess að biskup Islands auglýsti ekki Hólaprestakall laust til umsóknar á síðastliðnu sumri var sú, að áhugi er mikill á því hér fyrir norðan að vígslubiskup Hólastiftis setjist að á Hólum og hefur vígslu- 'biskup sjálfur lýst þeim áhuga sín- um. Þá var vitað að frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar var tilbúið af hálfu prestastefnu og kirkjuþings og sent áleiðis til Al- þingis, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að biskup hafi aðsetur að Hólum. Sóknarnefndir Hólapresta- kalls og prófastur óskuðu því eftir því að kallinu yrði ekki slegið upp meðan á það yrði reynt hvort laga: breyting fengist gerð í því skyni. í sömu átt hnigu samþykktir presta í Skagafirði og þessar óskir flutti ég biskupi. Varð að ráði að fresta fram til áramóta að slá upp kallinu. Á fundi sem biskup, Kirkjuráð og sínódusnefnd áttu með ráðherra og ráðuneytismönnum hinn 15. janúar sl. til þess að fylgja eftir starfs- mannafrumvarpi kirkjunnar þótti sýnt að bið yrði á því að það næði fram að ganga og þá að sjálfsögðu einstakir liðir þess. Lýsti biskup því þá yfir að hann myndi auglýsa prestakallið í febrúar ásamt öðrum embættum kirkjunnar sem þá yrðu laus til umsóknar. í máli þessu er ekkert að fela og "engum brögðum er þar beitt. En það hlýtur að valda prestastéttinni hryggð að innan hennar skuli vera einstaklingar sem bera vilja róg og vega úr launsátri að ágætustu mönnum kirkjunnar. Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauöárkróki. LAUSN Á SKÁKÞRAUT 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.