Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 12
Kínversk myndlist að Kjarvalsstöðum: ANDIOG KRAFTUR 80 verk í hefðbundnum stíl eftir 11 núlifandi listamenn Sýning á heföbundinni kín- uerskri myndlist veröur opnuö á Kjarvalsstööum laugardaginn 15. febrúar kl. 14. Sýningin er haldin á vegum menntamálaráöuneytisins og sendiráös Ktnverska alþýöulýö- veldisins og Flytja Sverrir Her- mannsson menntamálaráöherra og Li Quinping sendifuUtrúi Kína stutt ávarp við opnunina. Á sýningunni eru um 80 myndir eftir II núlifandi listamenn. Sýningin kemur hingað frá Shaanxi-fylki og eru flestir lista- mennirnir, sem sumir hverjir eru í hópi þekktustu listamanna Kínverja í dag, tengdir myndlistarstofnun Shaanxi i Xian, höfuðborg fylkisins og hinni fornu höfuðborg Kínaveld- is. Myndirnar, sem lýsa fólki og landslagi, blómum og fuglum, eru í hefðbundnum stíl og þar beitt æva- fornri tækni. Menn hafa ástæðu til að ætla, að málaralistin sé jafn- gömul kínverskri menningu, og þegar fyrir um 6000 árum voru menn þar í landi farnir að skreyta keröld og önnur búsáhöld manna- og dýramyndum. Nýlega hafa og fundist dæmi um myndir málaðar á silki á 5.-3. öld f. Krist. Á þriðju til sjöttu öld eftir Krist þróaðist málaralistin mikið. Manna- myndir, sem eru elsta form hinnar fornu kínversku myndlistar, tóku nú skýrum breytingum og fengu skarp- ari og tjáningarfyllri svip, en jafn- framt fór að bera á landslagsmynd- um. Á sama tíma fóru menn að þróa með sér listgagnrýni. Litlu síðar komust svo blóma- og fuglamyndir í tísku. Þessi hefð hefur verið óslitin síðan og hafa Kínverjar átt marga meist- ara á þessu sviði. Flestir hafa málað á silki eða Xuan-pappír, en önnur grein þessarar listar voru veggmynd- ir, einkum í höllum og hofum og sóttu efni i rit taoista og búddatrúar- manna. Nákvæm eftirlíking náttúrunnar og fyrirbrigða hennar var aldrei lokatakmark þessara listamanna. Það er andi og kraftur þess sem lýst er, sem skiptir máli, innri einkenni hlutanna ekki síður en auðlegð þess sem augað sér. Listamennirnir not- uðu oft sömu tæki og skrautritar- arnir og því var þeim tamt að nota vatn og blek og teikningin byggist iíkt og skriftin upp á línum og punkt- um fremur en andstæðum lita og ljóss. Hér er um háþróaða listgrein að ræða og margvíslegri tækni þurfa málararnir að ná valdi á, áður en þeir geta komið „mynd á skáld- skapinn og skáldskap í myndiná' eins og skáldið og málarinn Su Dongpo á Song-tímabilinu komst að orði. Oft renna líka skáldskapur, myndlist og skrautritun saman í einu og sama verki. Síðan Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað, hefur verið lögð mikil rækt við þessa gömlu listgrein, bæði að halda henni við og leita nýrra leiða. í myndlistarstofnuninni í Kína er hún kennd eigi síður en nýrri að- ferðir til myndsköpunar og hefur á síðustu árum náð nýju blómaskeiði, og er sú sýning sem hingað er kom- in til marks um það. Ein myndanna sem sýndar verða á sýningunni á Kjarvalsstöðum: Teikningin byggist á línum og punkt- um fremur en á andstaeðum lita og Ijóss. Sýningin er á ferð um Norðurlönd og var síðast í Ráðhúsinu í Kaup- mannahöfn. Hún verður eins og áður segir opnuð laugardaginn 15. febrúar og stendur til sunnudags- kvölds 23. febrúar. Steinþór Sigurðs- son myndlistarmaður hefur séð um uppsetningu hennar hér. Nú býöur Samvinnubankinn tvo nýja og glæsilega kosti: ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 18 mánuði. Vextir eru 7,5% umfram verðbætur. ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 24 mánuði. Vextir eru 8,0% umfram verðbætur. Vaxtahækkun sem breytir öllu dæminu. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.