Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 14
Hafliði Vilhelmsson rithöfundur
kann ekki að trana sér fram að eigin mati:
Hafliði feröbúinn í frakk-
anum sem faðir hans
keypti í Vöruhúsinu fyrir
40 árum: ,,Það er við-
bjóðslegt að trana sér
fram. Vil heldur lifa
sáttur við sjálfan mig og
vera ósöluhæfur rithöf-
undur en að tapa sálu
minni."
EIGA AÐ FARA í RÖÐ
Er farinn til Svíþjóðar þar sem hann leitar
að friði fyrir Gjaldheimtunni og sömu
andlitunum ó Laugaveginum
Haflidi Vilhelmsson rithöfundur er kom-
inn til Svíþjóðar. Hann er orðinn þreytlur
(eins og margir landar hansjó vinnuþrœlkun
og skuldabasli. Hann vill leita að friösemd.
En hann segist ekki sœkjast eftir nýrri
reynslu; til þess sé hann of gamall. Reynsla
þýði óþœgindi. Þetta mó hljóma eins og
þversögn því Hafliði er ungur maður. Um jól-
in sendi hann frá sér nýja bók sem bar titilinn
Beygur. Hafliði gaf bókina út sjálfur, fékk
góðar umsagnir og hefur bókin verið talin af
mörgum hans besta bók. En Beygur drukkn-
aði að vissu leyti í jólabókaflóöinu. Kannski
var hún ekki auglýst nógu mikið og Hafliða
líkar miður að trana sér fram; hann segist
hreinlega fara hjá sér þegar hann reynir að
láta á sér bera. HP tók Hafliða tali þegar
hann var að pakka niður í ferðatöskurnar.
— Var það þér nauðsynlegra að skrifa
Beyg heldur en þínar fyrri bœkur?
,,Ja, kannski, ég veit þaö ekki. Ef til vill...
Já.“
— Skrifaðir þú Beyg til að losna við þinn
eigin beyg —- áttir þú von á að það tœkist?
,,Eg skrifaði Beyg til að viðurkenna minn
eigin beyg. Af því að ég hef aldrei viljað við-
urkenna að ég væri neigull. Eg hef vitað að
ég væri heigull en þetta er óttinn sem ég fer
ekki að horfast í augu við fyrr en fyrir svona
4—5 árum. En ég átti ekki von á því að mér
tækist að losna við beyginn; hann verður
áfram. Eg skrifa mig ekki frá neinu. Eg er
jafnvel orðinn ennþá hræddari en áður. Það
hefur m.a. bæst við flughræðsla og hræðslan
við fallandi hluti; sjálfsmorðingja sem falla
ofan úr kirkjuturnum ofan á hausinn á mér,
eða gervitungl, stjörnur eða loftsteinar. . .
Það er ýmislegt sem fellur til."
- Ef beygurinn er enn, hvernig tekst þér
þá að yfirvinna hann?
„Helst að ég losni við hann í gegnum ást-
ina. Ef nógu margir segja nógu oft að þeir
elski mig, þá fyrst losna ég við þetta.“
— Hvað varð til að beygja þig upphaflega?
„I fyrstu var það tvennt. Fyrst og fremst
var það óttinn við kjarnorkusprengjuna sem
beygði mig, árið 1962. Þá fylltist ég þessari
gífurlegu reiði yfir því að ég gerði ráð fyrir
að lifa skemur en foreldrar mínir og það þótti
mér óréttlátt. Þessi beygur, þó að maður tali
ekki um hann, þá er hann til staðar. Það er
’kannski hallærislegt að tala um kjarnorku-
hræðslu, en ég held samt að þetta hafi gert
okkar kynslóð að þeim viðrinum sem við er-
um; ábyrgðarlausum bjánum upp til hópa.
Við viljum ekki takast á við náttúruna, við líf-
ið, við fjölskylduna. Við forðumst raunveru-
lega alltaf að ganga lífsbrautina. Við reynum
að stoppa á unglingsárunum. Viljum ekki
taka skrefið: hjónaband og fjölskylda og ef
við stígum skrefið þá er það gert með hálfum
huga. Enda þekkir maður varla nokkurn
mann sem ekki er ein- eða tvískilinn. Það er
þetta ábyrgðarleysi; okkur finnst ekki taka
því að hafa ábyrgð á neinu. Svo má auðvitað
segja að hinn beygurinn sé psoriasis; óttinn
við að vera öðruvísi og þráin eftir því að sam-
einast hjörðinni. En þegar maður horfir til
baka, þá gerði það mér gott að vissu leyti, að
hafa psoriasis. Það minnkaði aðeins sjálfs-
ánægjuna. Ég var ekki alfullkominn. Gott að
vita það. Það er víst bara Guð sem er full-
kominn.“
— Er þinn beygur sá sami og beygir Lilla?
„Ekki alveg sá sami. Lilli er það beygður af
útlitsgalla sínum að hann þorir ekki að lifa.
Ég þori að lifa, held ég, a.m.k. frá .því ég var
23 ára.“
— Hvað gerðist þá?
„Þá skildi ég.“
— Hversu langt nœr samlíking þín við
Lilla?
„Samlíkingin nær inn í huga minn. Ástand
Lilla er nokkurn veginn sama ástand og mér
fannst ég vera í, og held ég hafi verið í — þó
að maður geti aldrei vitað það svona eftir á
— um áramótin 1981—82, þegar mér fannst
ekki taka því að fara á fætur í nokkra daga.
Það væri til einskis. Það er eiginlega þannig
ástand sem ég reyni að láta Lilla vera í. Halda
áfram að lifa þó að maður sé búinn að lifa.
Það er enginn tilgangur með lífinu; allt er
svart. Samt hjöktir maður áfram, dag eftir
dag sama hringinn, eins og Lilli að bera út
blöðin. Það er líklega það. Annars vill oft til-
efnið gleymast þegar tekið er að skapa sög-
una, af því að sagan verður sjálfstæð; fer að
heimta sitt á eigin forsendum. Þannig að þó
að ég hafi byrjað söguna af Lilla með hlið-
sjón af einhverju, þá fer þannig að það verð-
ur að taka hliðsjón af sögunni sjálfri vegna
þess að þetta er svo lokað kerfi. Skáldsaga er
lokaður heimur. Hún verður að hafa upphaf
og endi og læsast inn í sjálfa sig. Maður fær
alla vega system í bókina, sem maður fær
aldrei í lífið. Maður hefur ekki alltaf völdin í
bókinni: það þarf oft að strika út, af því bókin
heimtar það.“
— Er Lilli hinn kœrkomni milligöngumað-
ur sem þú hefur leitað að til þess að geta
skrifað um sjálfan þig; nœr sjálfum þér?
„Kannski að einhverju leyti. Hann er auð-
vitað nokkurs konar skjöldur. Þó er hann
hann sjálfur. Ég held ég sé nú ekki alveg Lilli.
Hins vegar er mjög gott að geta skrifað um
sjálfan sig í fyrstu persónu, mjög þægilegt.
Líka mjög hentugt sem skriftarform, að hafa
bara eitt sjónarhorn. Það er léttir og þá á
maður líka auðveldara með að ljúga.“
— Er Lilli á einhvern hátt slœmur ísér? Og
lifir Lilli áfram, I þinni nœstu bók?
„Lilli var ekki andstyggilegur í sér. I raun-
inni mjög ástarþurfi. Jafnvel þótt hann væri
að pynta sílin. Það var leikur og hornsíli
öskra ekki þegar þau eru pyntuð. Menn finna
ekkert meira fyrir því heldur en að flaka
þorsk. Lilli er reyndar góður. Hann þráir ör-
yggi bernskunnar, þar sem ástin fékk að
blómstra. Þar sem maður gat leyft sér að
verða ástfanginn af lífinu, kannski vegna
þess að maður hafði enga ábyrgð á lífinu. Ég
veit það ekki. Það er erfitt að vita hlutina.
Nei, Lilli verður ekki til áfram; búinn."
— Er það rithöfundum nauðsynlegt að sjá
fyrir sér raunverulegar persónur, sem þeir
vita afog þekkja, til þess að geta skapað sín-
ar 'eigin sögupersónur?
„Nei, það er ekki nauðsynlegt. Maður get-
ur skapað þær sjálfur. Hins vegar er mjög
gott að geta tekið mið af útliti annarra
manna, töktum, orðtökum. Auðvitað er
þægilegast að skrifa um þá sem hafa verið til,
eins og oftast er gert. Éins og t.d. sagan af
Ólafi Kárasyni, Ljósvíking, eða Bjarti í Sum-
arhúsum; hvorutveggja byggt á mönnum
sem voru til. Yfirleitt verður að ýkja per-
sónuna til að fá hana fram; gera hana tilfinn-
ingaríkari, meiri og sterkari heldur en hún
raunverulega er og þjappa henni saman. Oft
er gott að þjappa mörgum mönnum saman
í einn mann. Svo eru einnig, ekki beint fyrir-
myndir, heldur kveikjur að fólki eins og t.d.
styttan á Hallveigarstöðum; hún getur
kveikt hjá manni hugmynd um einstæða
móður — hún er líka til þess. Þá getur maður
skrifað sögu um einstæða móður, kannski í
allt öðru umhverfi en styttan gefur til kynna;
tilfinningin kemur fram.“
— Hefur þú alltaf beitt fyrir þig þessari að-
ferð?
„Nei, í rauninni mjög sjaldan. En aukaper-
sónur eru mjög oft kunningjar og þá hef ég
gaman af því að nota þá sem uppfyllingu og
skraut. Ég veit bara sjálfur hverjir þetta eru;
þeir þekkjast ekki af ókunnugum mönnum.
Nema í Beyg. Fólkið þekkist; gengur undir
réttum nöfnum, er líka oft illa dulbúið margt
hvert. En svo þorir maður heldur ekki að
skrifa of nærri kunningjum sínum; maður
verður að hugsa um tilveru sína, að móðga
ekki og særa. Það er nóg af söguefni allt í
kringum mann. Spurningin er hvernig á að
dramatisera t.d. slæmt hjónaband? Þau eru
svo algeng slæmu hjónaböndin að það er í
sjálfu sér ekkert söguefni. Það verður að
vera eitthvað meira en þessi óhamingja til
þess að verða saga. Maður sem skrifar hlýtur
að þurfa að skrifa um það sem hann þekkir
og hafa þörf til að skrifa um það. Það eru ekki
nema einstaka fantasíumenn sem geta skrif-
að um. . . Ja, hver veit nema Enid Blyton hafi
haft fyrirmynd að Dodda? Hvaða fyrirmynd
það er, veit ég ekki; prófessor á British
Museum? Þá getur verið að Doddi sé einhver
elskhugi hennar. . .“
eftir Cuðna Rúnar Agnarsson mynd Vala Haraldsdóttir
— Hvernig þykir þeim sem eru raunveru-
legir og þú hefur tekið að láni í sögunni um
Lillq?
„Ég hef nú talað við fæsta. Ég veit að sum-
um sem þekkja sjálfa sig er sama, eru jafnvel
upp með sér; finnst gaman að vera í sögunni.
En ég hef ekki almennt fengið viðbrögð frá
því fólki sem er fyrirmyndir og þekkist, eða
er nafngreint. Ásgeir hvítaskáld var ekki á
móti því þótt hann væri í einum kaflanum að
selja bækur á Lækjartorgi — ég heyrði af því
í gegnum annan mann. Svo hafa sumir kann-
ast við ríkasta Siglfirðinginn á íslandi; hann
má oft sjá niðri á Lækjartorgi. Það gæti
kannski sært einhverja. Fólk er svo misjafn-
lega hörundsárt."
— Verðskuldar þú að þér sé gert kleift að
helga þig eingöngu ritstörfum? Hver ákveð-
ur slíkt?
„Hvort ég verðskuldi? Það verðskuldar
enginn neitt. Hver er sinnar gæfu smiður, er
það ekki svo? Það er svo sem hægt að helga
sig ritstörfum með því að loka sig frá lífinu.
Það er enginn fær um að ákveða hver verð-
skuldi eitt eða annað. Bók kostar ákveðinn
pening. Ef ég hefði borgað sjálfum mér laun
fyrir að skrifa Beyg, hefði bókin kostað um 4
milljónir, en af því að maður borgar sjálfum
sér ekkert kaup, kostar hún 350 þúsund með
auglýsingum. Auðvitað kemur það í veg fyrir
að maður skrifi ef maður þarf að vinna ann-
ars staðar. Þá má líka spyrja: Er ekki nóg
skrifað og of lítið lesið? Eða of mikið lesið?
Það má alltaf deila um það. Ég verð bara að
bjarga mér eins og aðrir. Þetta er bara iðn-
grein eins og hvað annað. Á síðustu öld voru
til menn sem gátu bjargað sér á ritstörfum og
kannski er eitthvað af þeim í dag. Maður get-
ur látið lesendur ákveða það, ef maður skrif-
ar gagngert fyrir lesendur; bækur sem falla
í kramið. Það er hægt að skrifa þannig bæk-
ur. Þá er spurning hvort maður geti ekki allt
eins unnið við eitthvað annað fyrst maður lít-
ur bara á þetta sem vinnu en ekki tjáningu.
Jákvæðar viðtökur gagnrýnenda þýða að
það eru aðeins fleiri sem tala við mann á göt-
unni; þykir það óhætt. Það er það eina sem
ég hef séð. Ég á aldrei von á því að geta lifað
eingöngu á ritstörfum, ekki með þennan
markað sem íslenska málsvæðið er.“
— Er för þín til Svíþjóðar þáttur í þeirri við-
leitni að geta lifað á ritstörfum?
„Að vissu leyti, ef ég ílengist í Svíþjóð. Þar
er manni gefin von að geta lifað af 8 stunda
vinnudegi en hér er manni gefin von um að
geta skrimt af 12 stunda vinnudegi. Þannig
að það eru efnahagsástæður í og með sem
ýta á eftir mér að fara. Ég er skuldum vafinn
hér á landi. Gjaldheimtan er farin að koma of
oft í heimsókn. Óþægilegt. Þetta er líka sókn
í friðsemd. Að vera laus við það umhverfi
sem maður lifir og hrærist í. Losna við smá-
málin. Losna við að sjá alltaf sömu andlitin á
Laugaveginum. En ég er ekki að sækjast eftir
nýrri reynslu. Ég er orðinn of gamall til þess.
Reynsla þýðir óþægindi. Mér líður best í
hægindastól með viskíglas og svo getur
maður haft reynsluna úr sjónvarpinu — er
það ekki? Ég ætlaði til Oslóar en þá missti ég
vin minn þar til S-Afríku, svo ég skipti yfir á
Svíþjóð, þar sem ég á mjög góða vini. Þess
vegna fer ég þangað. Ég veit ekki hversu
lengi ég verð. Kannski verð ég kominn grát-
andi heim eftir viku. Best að hafa engar áætl-
anir. Vissulega gott að fara héðan. Maður er
orðinn hálf þreyttur á þessu ástandi hér. Gott
að koma líka aftur, einstöku sinnum.“
— Hvernig varðst þú rithöfundur?
„Ég er eiginlega ekki orðinn rithöfundur
ennþá, finnst mér. Ef rithöfundur þýðir: höf-
undur rits, þá varð ég rithöfundur með út-
gáfu fyrstu bókar minnar. En rithöfundur
sem starfsheiti, „fenomen", fábjáni sem gerir
líka útvarpsþætti og á að hafa vit á öllu sem
gerðist á síðasta ári, slíkur rithöfundur verð ég
aldrei. Ekta rithöfundur stendur í poti innan
rithöfundasambandsins. Og reynir að troða
sér í blöðin og útvarpsþætti helst. Hann
verður líka alltaf að hafa gáfuleg svör á reið-
um höndum. Hann verður að vita allt, lesa
allar bækur. Hann má aldrei heyra nafn án
þess að þekkja það. Ég verð aldrei þannig
„fenomen" rithöfundur. Ég get ekki litið
þannig á mig.“
— En fyrsta bókin þtn, Leið 12, Hlemmur-
Fell, af hverju varð hún vinsœlli en aðrar
bœkur þínar?
„Ég veit ekki. Kannski titillinn. Fólki fannst
þetta sniðugt; nógu asnalegt til þess að vekja
athygli. Svo var hún auglýst vel, minnir mig.
Jú, svo komst ég í sjónvarpið í bókmennta-
þátt. Það gerði útslagið. Enda er bitist um að
komast í sjónvarpið ef menn ætla sér að
verða sölugóðir rithöfundar. Kynning í sjón-
varpi hefur mest að segja. Nei, ég reyni ekki
að koma mér þangað. Ég kann ekki að trana
mér fram. Ég fer hjá mér þegar ég reyni að
trana mér fram. Eitthvað viðbjóðslegt við
það, þó það sé kannski hluti af lífinu. Þá er
betra að lifa sáttur við sjálfan sig og vera
ósöluhæfur rithöfundur heldur en að tapa
sálu sinni. Mér leiðast allir sem troða sér
fram fyrir. Menn eiga að fara í röð.“
14 HELGARPÓSTURINN