Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 17

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 17
Kolbrún sektarkenndar. Ég vona að hún minnki með næstu kynslóð því þetta er gífurlega slítandi, í raun tvöfalt álag. Ég vona að útivinnandi mömmur verði taldar sjálfsagðar, börn i dag alast meira og minna upp við það og því vona ég innilega að viðhorfin breytist án þess þó að ábyrgðin á velferð barnanna minnki. Meðan börnin voru minni fannst mér þau stundum reyna að spila á sektarkennd mína, einkanlega það yngsta. En þegar þau eru komin til vits og ára er það langt í frá. Nú eru eldri börnin mín fimmtán og átján ára. Mér finnst þau líta á það sem sjálfsagðan hlut að ég sé í hinum og þessum störfum. En þegar ég fann fyrir því að þau voru aðeins að pota í mig út af þessu þá var það fyrst og fremst vegna þess að inn á heimilið komu eldri menn og konur sem áttu til að segja: „Aumingja blessuð börnin! Mikið er nú hræðilegt að vera að draga ykkur af stað snemma á morgnana." Það var aðallega slík- ur utanaðkomandi þrýstingur gegn því sem ég var að gera sem endur- speglaðist svolítið í hegðun barn- anna. Ester Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur: „SEKTARKENNDIN STAFAR AF UPPELDINU" Ég finn minna til sektarkenndar núordid en ádur. Börnin mín þrjú eru farin að stœkka og efég er með örugga gœslu heima hef ég ekki þessa sektarkennd sem ég hafði. Svo held ég líka að ég sé að þrosk- ast. Stundum áður fyrr fannst mér líka að ég væri að bregðast aimennum húsmóðurskyldum. Auðvitað gat ég ekki gert eins mikið fyrir heimilið og þegar ég var heimavinnandi. Ég hef ekki orðið vör við að karl- menn hefðu sektarkennd að þessu leyti. En ég tel að hún sé óumfiýjan- legt hlutskipti kvenna. Hún stafar fyrst og fremst af því að við vorum aldar upp við að verða bara hús- mæður og mæður. Mæður okkar voru ekki eins mikið úti á vinnu- markaðinum og gerist og gengur í dag. Mér þótti t.d. sjálfsagt að mamma væri heima í eldhúsinu þegar ég kom heim úr skólanum. Guðrún Þar sem sektarkenndin stafar fyrst og fremst af uppeldinu ætla ég rétt að leyfa mér að vona að dætur okkar sem hafa fengið annars konar uppeldi þurfi ekki að dragnast með hana í framtíðinni. Þar fyrir utan þarf að dreifa foreldraábyrgðinni meira. Hún má ekki vera eingöngu á herðum kvenna, ásamt heimilis- rekstrinum. Ég hef ekki orðið vör við að þeir sem hafi fundið inn á sektarkennd hjá mér hafi reynt að notfæra sér hana. En undanfarnar tvær vikur hef ég verið heima af því að ég er að skipta um vinnu, og ég held að börnin mín bíði spennt eftir því að ég byrji að vinna aftur. Þeim finnst að vísu gott að hafa mig heima en þeim finnst þetta bara svo óeðlilegt, eins og það sé alltaf sunnudagur. Eg held að ég sé farin að rugla kerfinu með því að vera svona lengi heima. En þetta eru engin smábörn lengur, það yngsta er sex ára. Birna Þórðardóttir ritari: „ÓHEIÐARLEIKI AF HÁLFU SAMFÉ- LAGSINS AÐ LÁTA EINSTAKLINGINN BERA ALLA ÁBYRGÐ ÁBÖRNUNUM" Eg finn einkum til sektarkenndar á þeim tíma þegar mér finnst að ég eigi að vera með börnunum en lang- ar kannski til að gera eitthvað allt annað. Síðan er það kapítuli út af fyrir sig að hér á þessu landi skuli ábyrgð og umönnun barnanna al- farið vera skellt á einstaklinginn. Samfélagið hafnar því algjörlega að bera ábyrgð á börnum áður en þau verða skattgreiðendur, þá er fyrst gert ráð fyrir einstaklingnum sem samfélagsþegni, fyrst og fremst varðandi skatta og skyldur. Fram að þeim tíma er hann byrði á samfélag- inu, þarfir hans og vandamál á að leysa á einstaklingsgrundvelli. Þetta er óheiðarleiki og ósamrœmi af hálfu samfélagsins. Það er ekki það að ég vilji ekki gjarnan standa undir því að sinna börnunum mínum tveimur en ég þarf að vinna og þá er það gjör- samlega á mína eigin ábyrgð hvað gert er við börnin á meðan. Eins og öllum ætti að vera ljóst eru dag- heimili og leikskólar alltof fá. Þau Ester anna ekki einu sinni eftirspurn for- réttindahópanna svokölluðu, börn- um einstæðra foreldra og náms- manna. Ég get nefnt sem dæmi að í efra Breiðholtinu þar sem ég bý eru tvö skóladagheimili sem brýn þörf er á. Ég tel fráleitt að sex ára börn geti verið án umönnunar fyrir utan þessa fjóra tíma sem þau eru í skól- anum. Hvort heimilið fyrir sig tekur við u.þ.b. tuttugu börnum einstæðra foreldra og á báðum heimilunum er óendanlega langur biðlisti. Og í Breiðholtinu öllu, þar sem búa um 30 þúsund manns, eru um 80 skóla- dagheimilispláss! Til hvaða ráða grípa þá foreldrar sem verða bæði að vinna úti til þess að hafa í sig og á — gagnvart börnunum? Sonur minn var einmitt að byrja skóla í haust. Það má segja að það sé sama til hvaða ráðs gripið er, ekkert þeirra er gott. Það er heldur ekki hlaupið að því að fá dagmömmu og það kostar líka skildinginn. Það er mjög erfitt fyrir okkur að búa til stundaskrá fyrir heimilið þannig að allt gangi upp. Aðrar tegundir sektarkenndar beinast meira að mér sjálfri. Ég get verið óánægð með eigin hlut, að gera ekki meira af hinu eða þessu. Það er allt öðru vísi, þá er ekki við neinn annan að sakast og því hægt að leysa það á annan hátt. Það skap- ar ekki þannig sektarkennd að mér finnist ég vera vond sem er alveg hræðilegt. Ég er lítið gefin fyrir að skipta líf- inu í kafla, ég er svo óskaplega mik- ið hér og nú. Ég hangi hvorki föst í fortíð né framtíð. Það er frekar að ég hugsi: eftir tvo, þrjá mánuði er ég kannski farin að gera eitthvað allt annað. Ég held að sektarkenndin gagn- vart börnunum sé mjög einkenn- andi fyrir konur. Þessi eilífa tog- streita milli starfs utan heimilis og innan. Þær hafa ekkert losnað út úr því að það eru þær sem bera fyrst og fremst ábyrgð á börnunum. Ef þær gefa sig ekki heilar og óskiptar að því fá þær sektarkennd eða sam- viskubit. I mínu draumaríki er hver og einn hluti af samfélaginu og ber jafna ábyrgð á börnum og gamal- mennum, burtséð frá öllum ein- staklingum. Þar væri gaman að lifa. En ég er ansi hrædd um að við eig- um langt í land með það. En ég á ekkert bágt og barma mér ekki. Bima Sigrún Huld Þorgríms- dóttir hjúkrunar- fræðingur: „SEKTARKENND OG VÖÐVABÓLGA VÖRUMERKI KVENNA" Ég er alveg eins og allar hinar Evurnar með það að ég finn iðulega fyrir sektarkennd. Ég kalla hana vörumerki kvenna. Hún skapast af þessari eilífu togstreitu milli heimilis og vinnu, hvernig maður stendur sig sem móðir, kona og vinnukraftur. I þessu öllu saman vanrækir maður náttúrulega sjálfan sig. Þeg- ar ég var sextán ára var ég sann- færð um að ég ætti eftir að gera svo merkilega hluti. Fæstum þeirra hef ég hrint í framkvæmd. Ég held að við núverandi aðstæð- ur verði bara hver og einn að reyna að finna sitt jafnvægi í þessa hluti. Það hef ég reynt að gera, það er sjaldan sem sektarkenndin verður yfirþyrmandi hjá mér. Ég held ég sé mátulega kærulaus til að fá þetta til að ganga frá degi til dags. Það eru nú öll ósköpin sem ég hef gert. Fólk verður að gera sér grein fyrir hverju það getur breytt, ekki streð- ast við að breyta einhverju fleira. Engin kona af okkar kynslóð gerir kraftaverk. Ég hugsa alltaf með mér að upp renni nokkurs konar frelsistími þegar ég er orðin fimmtug. Eitt hef- ur auðvitað breyst frá tímum mæðra okkar og það er hvað allt er orðið miklu opnara, maður getur haldið áfram að gera eitthvað nýtt nánast alla ævi. Mér finnst aldrei að ég sé föst í gildru. Ég veit að ég er komin á fertugsaldur og það eru einhver takmörk fyrir því sem maður getur gert upp á tímann að gera. En mér finnst samt að ég eigi eftir að gera mjög margt sem mig langar til; sum- part með börnunum, og það ræðst fyrst og fremst af fjárhagnum, og síðan er það þetta „jæja, þegar ég verð fimmtug...“ Þá ætti alla vega ekkert barn að vera undir tíu ára aldri hjá mér. Ég er í tvíburamerkinu og hef allt- af stritt við það að eiga svo hrylli- lega mörg áhugamál. Þegar ég byrj- aði í hjúkrun þá iðraðist ég þess að Sigrún hafa ekki farið í læknisfræði til að geta lært meira á þessu sviði. Þá sá ég eftir því að hafa ekki lagt meiri rækt við raungreinar. Á hinn bóginn hef ég alltaf átt óskaplega létt með að læra mál. Það sem mig langar til þessa stundina er að hressa upp á mál sem ég lærði í menntaskóla og jafnvel að læra ný. Fari ég að gera eitthvað fljótlega með krökkunum mínum þá býst ég við að það verði á þessu sviði. í fyrra fór ég að læra á gítarinn minn sem ég hafði átt frá því að ég var tíu ára en svo fékk ég vöðva- bólgu og varð að hætta að æfa mig á hann. Það vantar alls ekki dell- urnar hjá mér! Ég hef t.d. einsett mér að ganga á flestöll fjöll á íslandi. En ég ætla ekki í Alpaklúbbinn, mér þykir of vænt um lífið til þess! Ég get ekki annað séð en að sekt- arkenndin sé óumflýjanleg við nú- verandi aðstæður, einkanlega hér á Islandi þar sem eiginmennirnir eru ofþrælkaðir lika. Það er afskaplega erfitt fyrir okkur að fara að „vinna með" mennina okkar. Þeir eru hreinlega ekki til staðar. Þessi sektarkennd hefur aldrei orðið þeirra mál. Það er einna helst að menn sem eiga talsvert meðvit- aðar konur séu komnir það langt að segja: „Maður má aldrei neitt, mað- ur er aldrei almennilegur!" En það stafar ekki af sektarkennd heldur eru þeir eins og börn að tala við „mömmu leiðinlegu". Mér finnst þetta yfirleitt ekki ganga lengra hjá karlmönnum. Ég er t.d. alveg sann- færð um að þeir eru ekki eins tví- skiptir í vinnutímanum og við. Ég hef heyrt að undirrót þessarar gífur- legu vöðvabólgu, sem er annað vörumerki kvenna, sé stöðug spenna sem skapast af togstreitunni milli vinnu og heimilis. Mitt umhverfi er frekar jákvætt gagnvart minni vinnu. Ég er ekki kúguð kona, sem kallað er. En ég held að algengt sé að konur spili á sektarkenndina hver hjá annarri viljandi og óviljandi, reyni að varpa sinni eigin sektarkennd yfir á þá næstu. Ég hef líka verið einungis heima- vinnandi og þá er maður nú aldeilis ekki laus við sektarkenndina held- ur. Þá er maður „bara húsmóðir" og ekki er það nú betra! Þá finnst manni freistandi að spila á sektar- kenndina hjá þeim útivinnandi, hvernig þær fari með heimilið. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.