Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 23
varningi sem berst til landsins, bæði
löglegum og ólöglegum. Það hefur
stundum farið fyrir brjóstið á land-
anum að honum er ekki leyft að
koma með eina litla pylsu til lands-
ins, þótt hún sé keypt í lofttæmdum
umbúðum í verslunum erlendis.
Sérstaklega pirrar þetta mörland-
ann þegar honum er hugsað til
þeirra tonna af kjötvöru sem banda-
rískum hermönnum berast til Kefla-
víkurflugvallar frá Bandaríkjunum,
svo ekki sé talað um allt smyglaða
kjötið sem lekur inn í landið. Nema
hvað. Tollgæslumennirnir verða að
vinna sitt verk samkvæmt laga-
bókstafnum og gera það með mikilli
prýði. Um daginn hafði ónefnd
kona samband við Tollgæsluna og
benti yfirvaldinu á þá hroðalegu
staðreynd að danskar pylsur og
dönsk skinka væri á boðstólum í
Vörumarkaðnum. Voru þegar þrír
tollverðir gerðir út af örkinni og
mættu þeir borðalagðir og elegant í
Vörumarkaðinn og ráku strax aug-
un í dönsku pylsuna og skinkuna
sem búðarmenn fullyrtu að væri ís-
lensk vara. Var verslunarstjóra gert
að opna umbúðirnar og smökkuðu
verðir laganna á pylsunni eins og
Mikki refur á piparkökunum í Dýr-
unum í Hálsaskógi. Eftir að hafa
bragðað vel og lengi á kjötvörunni
sannfærðust tollverðirnir um að
þetta væri innlend vara og að ís-
lenskur matvælaiðnaður væri orð-
inn geysilega háþróaður. Tollverð-
irnir lýstu því meira að segja yfir að
íslenskar pylsur stæðu þeim dönsku
ekkert að baki og einn tollvarðanna
lét þau orð falla að ,,nu má dansk-
erne vare sig“. Þessi setning mun
vera notuð þessa dagana sem sölu-
slagorð Vörumarkaðarins. ..
■ yrir alllöngu sögðum við frá því
í þessum dálkum, að Útvegsbank-
inn, sem ætti í sárum erfiðleikum,
og á væntanlega enn eftir hundruð
milljón króna skeli, ætlaði að færa
út kvíarnar niðri í aðalbanka með
því að brjóta niður vegg á milli
bankans og efstu hæðarinnar á
Austurstræti 17. Eftir að Hafskips-
mál komust í hámæli var tekin sú
„taktíska ákvörðun" að láta vind-
ana lægja. Nú virðist það vera mat
Tökum hunda í gæslu til lengri eða
skemmri dvalar.
HUNDAGÆSLUHEIMILI
Hundavinafélags íslands o°
Hundaræktarlélags íslands
ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi
801 Selfoss - Simar: 99-1031 og 99-1030
bankastjórnarinnar, að óhætt sé að
demba sér í framkvæmdir. Öllum
leigjendum efstu hæðarinnar í húsi
Silla og Valda hefur verið sagt upp
húsnæðinu og raunar er sá fyrsti,
Óttar Möller, fyrrverandi forstjóri
Eimskips, búinn að rýma til. Smiðir
eru farnir að mæta reglulega á
svæðið og um mánaðamótin næstu
verða leigjendurnir á hæðinni að
vera farnir. Til húsa þarna núna eru
m.a. Jón Hjaltason Óðalsbóndi,
nokkrir læknar og Ásgeir Hannes
Eiríksson pylsusali, sem situr
reyndar í nokkuð merkri kompu.
Herbergi hans mun vera hið
minnsta í húsinu og var hugsað sem
kompa, en Valdi var nægjusamur
maður, eins og alþjóð veit og kaus
sér þessa kompu af öllum þeim fínu
vistarverum, sem buðust í húsi
þeirra Silla. Nú er bara spurningin
hvort einhver bankastjóranna sér
ekki sóma sinn í því að taka kompu
nægjusama peningamannsins á
meðan bankinn er að ná sér upp úr
öldudalnum. Annars má bæta því
við, að á þriðju hæðinni hafa nokkr-
ir lögfræðingar Útvegsbankans haft
aðsetur um skeið. ..
Ertu ekki búinn að
finnaþaðennþá?
CO
stu
veriðslæmt
að týna kvittun..
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þarf til aö skiþuleggja heimilisöók-
haldið, — möppur, geymslubindi,
tímaritagáma, gatara, límmiða,
teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr.
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þú þarft til að finna þína eigin
pappíra á augabragði.
Komdu og finndu okkur í Hallarmúla!
rmrri
OKKAR SILD HEITIR
TKúíUr siM
Bragðgóð — holl - ódýr
Ljúfmeti á hvers manns disk
HELGARPÓSTURINN