Helgarpósturinn - 13.02.1986, Síða 24

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Síða 24
KARVEL PÁLMASON ÍHUGAR MÁLAFERLI GEGN LÆKNUM: //LÆKNARNIR SEC KARVEL SEGIR FRÁVIÐSKIPTUM SÍNUM VIÐ LÆKNASTÉTTINA EFTIR HIÐ EFTIR Þann 23. janúar síöastlidinn birti Helgarpósturinn viötal viö Karvel Páimason, aiþingismann, þar sem hann lýsir röö mannlegra mistaka, sem höföu nœrri kostaö hann lífiö. Viötal þetta vakti gífurlega athygli og sú mikla umrœöa, sem skapaöist í kringum máliö, varö til þess aö Karvel var tvívegis boöaöur á fund landiœknis og honum bárust bréf frá lœknum Borgarspítalans. Einnig var honum boöiö íbeina átsendingu hjá sjónvarpinu, þar sem um mál hans var fjallaö, og síöastliöinn sunnudag birtist í Morgunblaöinu grein um ,,Karvelsmáliö‘‘ eftir Olaf Þ. Jónsson, formann Lœknaráös Borgarspítalans. Þrír lœknar og hjúkrunarfrœöing- ur á hjartadeild Borgarspítalans sendu Karvel bréf, þar sem þau svara þeim fullyröingum um mann- leg mistök, sem fram komu í viötali Helgarpóstsins viö þingmanninn í fyrra mánuöi. Þaö sama gerir for- maöur lœknaráös spítalans í Morg- unblaösgreininni. Karvel var því fenginn til aö segja álit sitt á þeim svörum viö ásökunum hans, sem fram hafa komiö hjá þessum fulltrú- um lœknastéttarinnar. Fyrst var hann spurður um það hvort hann sæi að einhverju leyti eftir því að hafa gert sjúkrasögu sína opinbera með svo eftirminnilegum hætti. Sannfærður um að ég gerði rétt „Nei, ekki nema síður sé,“ sagði Karvel og lét hvergi á sér bilbug finna. Reyndar virðist hann yngjast og hressast með hverjum deginum sem líður og ekki er beiskju eða bit- urleika á honum að sjá, þó hann kveði vissulega stundum sterkt að orði. ,,Ég er sannfærður um að ég gerði rétt með því að gera málið opinbert. Þetta segi ég með hliðsjón af því hvernig viðkomandi læknar brugð- ust við. Það hefur verið reynt að kæfa þessa opnu umræðu um málið með því að skírskota til þess að hún hræði hjartasjúklinga og aðstand- endur þeirra, en slík rök finnast mér fjarstæðukennd. Ætti þá ekki alveg eins að þagga niður alla umræðu um flug- og sjóslys í því skyni að hræða nú ekki flugfarþega og sjó- menn? Ég er enn sannfærður um að það er rétt að ræða þessi mál opinskátt, því það verður vonandi tii heilla í framtíðinni ef menn læra af slíkum mistökum. Þannig fannst mér vissu- lega opnast ákveðin skíma til um- ræðna með grein Ólafs Þ. Jónsson- ar, en ég vil einmitt nota þetta tæki- færi til þess að svara þeim bréfum sem mér hafa borist frá læknum Borgarspítalans og þessari grein Ólafs. Það er annars makalaust að fylgj- ast með því hvernig önnur blöð en Helgarpósturinn taka þátt í því að þegja um þetta mál. Slíkt verður auðvitað einungis til þess að við- halda því ástandi, sem nú ríkir og það er einmitt þannig sem margir læknar vilja hafa það." Viðurkenna mistökin, en kenna öðrum um þau — Telur þú lœknana hafa viöur- kennt mistökin, sem þú taldir upp í viðtalinu þann 23. janúar? „Öll samskipti mín við viðkom- andi lækna eftir umfjöllunina í Helg- arpóstinum hafa verið á einn veg, finnst mér. Þeir viðurkenna að mis- tökin hafi átt sér stað, en kenna öðr- um um þau! Ég vil taka það fram, að þó svo það líti vissulega út fyrir að eitthvert samsæri þagnarinnar sé í gildi í þessu ákveðna tilviki, þá vil ég alls ekki að gagnrýni mín sé tekin sem dómur um læknastéttina í heild. Læknar eru hvorki betri eða verri en aðrar stéttir og ég er sannfærður um að meirihluti þeirra er fylgjandi opinni umræðu um þessi málefni." — Þú telur fyrstu mistökin hafa átt sér staö þegar gögnin meö sjúkrasögu þinni og hjartaþrœöing- armyndinni týndust í pósti. Er þaö mál oröiö nokkuö Ijósara núna? „Ja, einn af yfirmönnum Pósts og síma hafði samband við mig að fyrra bragði um daginn og tjáði mér að hann væri að láta kanna hvarf þessara gagna í pósti. Þessi maður sagðist hafa lesið um þetta í Helgar- póstsviðtalinu og þar sem slík mál heyrðu undir hans deild, hefði hann farið að athuga málið. Þá kom í ljós að aldrei hafði verið spurst fyrir um þessa glötuðu sendingu af hálfu Borgarspítalans svo vitað sé. I slík- um tilvikum eru fyllt út ákveðin eyðublöð og því ættu allar fyrir- spurnir að finnast á skrá hjá Pósti og síma. Þessari könnun er hins vegar ekki lokið og því ekki Ijóst hvað út úr henni kemur. í bréfi, sem ég fékk frá þremur læknum og einum hjúkrunarfræð- ingi á Borgarspítalanum, stendur eftirfarandi: „Það er vissulega rétt hjá þér að sjúkraskýrslur ásamt myndbandi af kransæðamyndatöku töpuðust í pósti til Bretlands. Þessi gögn eru alltaf send í ábyrgðarpósti en í þetta sinn virðast þau hafa verið send í almennum pósti með áður- nefndum afleiðingum og hörmum viö þaö að sjálfsögðu." (Leturbreyt- ing HP)“ Ómar fékk hluta af skýrslunni — Nú hafa oröiö miklar umrœður um möguleika sjúklinga á aö fá í hendur sínar eigin sjúkraskýrslur í kjölfar þess aö Omari Ragnarssyni voru afhent gögn með útdrætti úr sjúkrasögu þinni. Haföir þú beöiö um þaö formlega aö fá skýrsluna? „Já. Þann 13. janúar skrifaði ég formlegt bréf til þess læknis, sem hafði yfirumsjón með mér á Borgar- spítalanum, þar sem ég bið um að fá í hendur sjúkraskýrslu mína. Þessu bréfi svarar læknirinn 21. janúar á eftirfarandi hátt: „Sem svar við bréfi dags. 13. jan- úar 1986, þá er sjúklingum ekki heimilað að lesa sjúkraskrár sínar samkvæmt reglum landlæknis og sjúkrahúsanna í Reykjavík. Orsökin fyrir því er sú að sjúkra- skrár eru skrifaðar á fagmáli lækna, sem gæti valdið miklum misskiln- ingi hjá sjúklingi. Aftur á móti er lækni sjúklings heimilað að fá ljósrit af sjúkraskrá sinna sjúklinga og túlka fyrir sjúkling rannsóknir, greiningu og meðferð. Virðingarfyllst o.s.frv." Mér var hins vegar tjáð persónu- lega af landlækni að engar slíkar reglur væru í gildi af hans hálfu, svo þetta virðast vera tilhæfulausar full- yrðingar læknisins á Borgarspítal- anum. Það kemur líka fram í grein formanns Læknaráðs Borgarspítal- ans að engar reglur séu til hér á landi um þetta en að þeirri almennu reglu sé fylgt „að ráöleggingum landlœknis", að sjúklingi sé heimilt að lesa sjúkraskýrslu sína, svo fremi að það skaði ekki þriðja aðila. Þarna er þvi komin sönnun þess að minn hjartalæknir fer með rangt mál og er það ekki beinlínis til þess að styrkja traust manns á öðru, sem hann heldur frarn." — Þér var greinilega brugöiö í sjónvarpssal, þegar þú sást Ómar Ragnarsson veifa bréfi því, sem lœknar Borgarspítalans höföu skrif- aö þér. Þetta var ekki skýrslan sjálf — var því ástœöa til þess aö kippa sér upp viö þaö? „Það fannst mér svo sannarlega. Þetta bréf er rúmar tvær þéttskrif- Hr. landlæknir Ólafur Ólafsson, Laugavegi 116, 105 REYKJAVÍK. Reykjavík, 5. febr. 1986. Á fundi með yður og fulltrúum frá Borgarspítalanum þann 29. janúar sl. hvatti undirritaður til þess að Karvelsmálið svokallaða yrði rætt opinskátt og í fjölmiðlum. Fulltrúar lækna af Borgarspítala töldu sér það óljúft og óheimilt að slíkt væri gert. Það kom því undirrituðum mjög á óvart að í þættinum Á líðandi stund hið sama kvöld hafði stjórnandi þáttarins, Ómar Ragnarsson, hluta af sjúkraskýrslu Karvels undir höndum. Hafði honum verið afhent hún af lækni Borgarspítalans sem á fundinum var fyrr um dag- inn og vitnað er til, og heimilaði læknirinn Ómari að vitna til skýrsl- unnar. Þetta þótti undirrituðum afar sérkennileg framkoma af hálfu við- komandi lækna, þar sem óskað mun hafa verið eftir að þeir mættu í þáttinn til viðræðu um málið, sem þeir neituðu, og munu hafa vísað til gagna Ómars, þeirra gagna sem undirrituðum var formlega neitað um 21. jan. sl. af lækni á Borgarspítala. Enn undarlegri er þessi framkoma þar sem viðkomandi læknir, sem afhenti gögnin, sat í sjónvarpssal og hlýddi á þáttinn. Undirrituðum var ekki tjáð af læknum að gögnin yrðu afhent Ómari til umráða. Virðingarfyllst, Karvel Pálmason. Þetta bréf sendi Karvel Pálmason til Ölafs Ólafssonar landlæknis í framhaldi af því sem Ómar Ragnarsson fékk í hendur. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.