Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 36

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 36
NÆRMYND Bogdan Kowalczyk leftir Sigmund Erni Rúnarsson og Guðmund Árna Stefónsson teikning: Ingólfur Margeirssoni Bogdan Kowalczyk er öruggur meö sig úti á miðjum leikvelli þar sem hann baöar höndum í allar áttir, hvert strákarnir hans hlaupa á fullu. Hann nýtursín til fullnustu á þessum œfingum, rauögall- aöur og öskrandi á hastarlegri þýsku. Veit hvaö hann vill. Strákarnir viröast bera óttablandna virð- ingu fyrir honum. Þegar einhverjum þeirra mistekst, sendir hann þeim sama ískalt augnaráö, kreppir vinstri hnefann og hnyklar brýnnar. íhægri hendinni sveiflar hann flautu þess manns sem öllu rœöur á staönum. Og hraðisveiflunnar rœöst afþvíhversu vel miöar. A föstudag og laugardag leika íslensku strákarnir st'na síöustu leiki fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss í lok mánaðarins. Leikiö veröur við Norömenn. Bogdan Kowalczyk landsliöseinvaldur er í Nœrmynd. Bogdan Kowalczyk er fæddur tólfta ágúst árið 1946 í höfuðborg Póllands Varsjá, sem þá var rústir einar eftir hildarleik seinni heimsstyrj- aldarinnar. Foreldrar hans eru hjónin Henryka og Miczystaw Kowalczyk, en Bogdan er annað barn þeirra. Hann á systur búsetta í Varsjá. Móðir Bogdans hefur ávallt unnið heima við, en faðirinn er tæknimenntaður iðnráðgjafi í borginni. Bogdan var í senn opinn og frískur strákur framan af árum, en rólyndi og yfirvegun færðust strax yfir hann sem ungling að eigin sögn. Hann var ekki vinmargur, fór gjarnan einförum og undi sér til dæmis best aleinn við hand- boltaæfingar í einhverju þröngu porti sem gaf gott næði. Hann æfði stíft fyrir sjálfan sig og ein- setti sér snemma að ná langt í þessari íþróttagrein. „Ég átti mjög ánægjulega æsku, fann fljótt mitt hugðarefni og sá að bestum ár- angri næði ég ekki á því sviði öðruvísi en að einbeita mér að því“, segir Bogdan um þessi upp- vaxtarár sín í Varsjá. Umhverfið markaði hann veru- lega; rústirnar, niðurlægingin og skorturinn. Menn taka eftir nægju- semi hans og eins því að hann an- ar ekki að neinu þegar eitthvað er falt. Hann handleikur hlutinn lengi og veltir honum fyrir sér og er allt eins orðinn afhuga honum þegar upp er staðið. Jón H. Karls- son landsliðsnefndarmaður man til dæmis eftir einu svona atviki þegar hann ásamt íslenska lands- liðinu átti leið um Heathrow-flug- völl. Jón keypti sér lítið upptöku- tæki í fríhöfninni og sýndi Bogdan það að gamni sínu. Þeim pólska fannst tækið sniðugt, fékk að gaumgæfa það góða stund, ganga um með það, reyna upptökugæð- in, hrópa og hvísla í það til skiptis. Að lokum kvað hann svo á um að þetta væri einmitt tækið sem hann hefði alltaf vantað við njósnir á lið- um andstæðinganna. Kannski að hann keypti það næst á leið um Heathrow! Aunglingsárunum eystra stefndi Bogdan að því að komast að í íþróttahá- skóla borgarinnar. Hann æfði og lék reglulega með unglingaliðinu Warszawianka og lagði hart að sér í námi, en háar einkunnir og íþróttahæfileikar var það eina sem gat skilað honum í þennan eftirsótta og virta skóla í landinu. Þaðan lauk hann svo góðum próf- um árið 1968, sem almennur kennari og íþróttakennari með handknattleiksþjálfun sem sér- svið. A þessum skólaárum lék hann sem markvörður með há- skólaliðinu Azs-awf Warszawa við svo góðan orðstír að eitt frægasta félagslið Evrópu, Slask Wroclaw, réð hann til sín strax að afstöðnu náminu. Þetta lið er að mestu skip- að atvinnuhermönnum úr herstöð skammt fyrir utan Wroclaw. Sem leikmaður Slask var Bogdan líka hermaður að nafninu til, en „hins- vegar hef ég aldrei snert á byssu á eevinni", segir hann sjálfur við HP. Bogdan var næsta áratug með þessu félagsliði, fyrstu fjögur árin sem leikmaður þess, en síðan sex ár sem þjálfari þess að auki. Áður en hann tók við þessu þjálfarahlut- verki hafði hann spilað áttatíu landsleiki fyrir þjóð sína, en á þessum tímamótum er hann tók við sínu fyrsta liði, aðeins 26 ára gamall, ákvað hann að gefa ekki framar kost á sér í landsliðið og gefa sig þess í stað allan að þjálfun- inni. Arangurinn lét heldur ekki bíða eftir sér: Slask Wroclaw varð Póllandsmeistari sex ár í röð undir stjórn Kowalczyk, og komst oftar en ekki í fjögurra liða úrslit í Evr- ópukeppni meistaraliða. „Ég átt- aði mig hinsvegar á því“, segir Bogdan ,,að Evrópumeistaratitill- inn var aðeins draumur þessa liðs. Það var ekki raunhæft að ætla því svo góðan árangur. Alla aðra titla hafði það hinsvegar nælt sér í undir minni stjórn. Og þar af leið- andi fannst mér mínu hlutverki lokið hjá liðinu. Sex ár er nóg hjá sama félagi." Hann var ráðinn þjálfi Vík- inga haustið 1978. Hann hafði tvisvar komið til ís- lands áður og hafði auk þess lesið sér talsvert til um land og þjóð löngu áður en til tals kom að hann færi þangað sem þjálfari. Árið 1976 kom hann hingað og lék með Slask Wroclaw gegn FH-ingum og ári síðar lék hann gegn landslið- inu í Laugardalshöll. „Fyrsta árið hérna uppfrá var frekar erfitt", segir Bogdan ,,og konunni minni, Önku, fannst það sömuleiðis." Þau áttu ungan son þegar þarna var komið sögu, en hefur síðan bæst annar við á þessum Islandsárum þeirra. Sá yngri er núna fimm ára en sá eldri tíu ára. „En ég kom ekki hingað til þess að vorkenna sjálfum mér. Ég kom hingað til þess að vinna. Og vinn- an hefur gengið vel. Sú ánægja sem hlotist hefur af því hefur síðan smitað heimilislífið", segir Bogdan og kveðst vera farinn að kunna mjög vel við sig á íslandi og það sama megi segja um Önku og strákana. Víkings-tímabilið var líka ein sæt sigurför frá því Bogd- an byrjaði að þjálfa það: Frá 1978 urðu Víkingar íslandsmeistarar fjórum sinnum í röð og sömu sögu er að segja um þátttöku liðsins í Reykjavíkurmótinu. Þá varð liðið líka bikarmeistari þrisvar sinnum á árunum frá '78 fram á vordaga ’83 þegar Bogdan ákvað að yfir- gefa Víkinga samkvæmt sex ára reglunni. Bogdan byrjaði svo sem lands- liðsþjálfari í október 1983. Að fjór- um æfingadögum liðnum léku ís- lensku strákarnir við Tékka í Reykjavík í tvígang. Fyrri leikinn unnu Tékkarnir með 21 marki gegn 17 og þann seinni með 27 mörkum gegn 21. Landsliðsþjálf- aranum var kennt um úrslitin, að minnsta kosti í blöðunum, en kunnugir segja að eftir þessa tvo leiki hafi Bogdan fengið einhverja þá verstu útreið sem nokkur landsliðsþjálfari hafi fengið á ís- landi. „Það voru gerðar geysilegar kröfur til hans allt frá fyrsta degi, að mínu viti alveg óheyrilegar kröfur. En Bogdan tók þessa gagn- rýni ekki nærri sér. Hún stappaði bara í hann stálinu. Hann var sannfærður um að hann væri á réttri leið og það var honum nóg. Ég veit að hann hafði lúmskt gam- an af öllum þessum æsingi yfir óförunum", segir maður kunnur landsliðsmálum okkar. Bogdan hefur ekki haft mikil samskipti við menn utan handboltasviðsins á þeim árum sem hann hefur dvalið á íslandi. Hann er einfari. Kunn- ingjar segja hann ekki vera í sam- bandi við aðra íslendinga, þegar handboltinn er undanskilinn en Gudjón Guðmundsson liðsstjóra hjá íslenska landsliðinu og Víking- um áður og Viggó Sigurðsson handknattleiksmann úr Víkingi. Og hvað skyldi Guðjón Guð- mundsson, sem verið hefur hægri hönd Bogdans á bekknum, segja um þennan mann: „Hann er mjög snjall handknattleiksþjálfari, dæmigerður fagmaður sem leitar að fullkomnun. Hann gerir gífur- legar kröfur til leikmanna, en ekki síðri til sjálfs sín. Hann tekur ekki ráðleggingum frá mörgum, er mjög fastur fyrir og fastheldinn á eigin skoðanir, en er þó sann- gjarn." Guðjón heldur áfram og segir Bogdan vera „ofboðslega metnað- argjarnan. Hann virkar kaldur og fráhrindandi gagnvart ýmsum. Ég þekki þó aðrar hliðar á Bogdan og til að mynda þá húmorisku, sem margir eiga erfitt með að trúa þeg- ar ég held henni fram. En það er satt, Bogdan getur komið með þrælfyndnar athugasemdir þegar sá gállinn er á honum. En hann er hinsvegar ekki maður sem ber til- finningar sínar á torg að öllu jöfnu. Hann múrar sig dálítið frá mönn- um — heldur þeim frá sér. En eng- inn efast eitt andartak um hæfni hans sem þjálfara — í því efni er hann óumdeilanlegur", segir Guð- jón Guðmundsson liðsstjóri. Aðra mynd gefur annar maður innan úr handknattleikshreyfing- unni okkur af Bogdan: „Bogdan er frekjuhundur, lokaður persónu- leiki sem hleypur engum nálægt sér, en vill æða yfir allt og alla. Hann er ekki aðeins þrjóskari en andskotinn, heldur gífurlegur skaphundur sem á það til að rjúka upp fyrirvaralítið og hella sér yfir menn. Bogdan hefur sökum þess- ara skapgerðareinkenna kallað yf- ir sig reiði og biturð margra hand- boltamanna og forsvarsmanna á því sviðinu og margan landann hefur gjörsamlega óað við því hvernig þessi Pólverji hefur troðið yfir menn á skítugum skónum." Fæstir viðmæienda HP tóku jafn djúpt í árinni í lýsingu sinni á Bogdan og þessi maður hérna á undan. Þessi um- mæli sýna hinsvegar svo ekki verður um villst að Bogdan er mjög umdeildur: „Annað væri það nú. Þetta er maður sem þarf að taka stórar ákvarðanir sem oft þurfa að vera á skjön við það mannlega. Hann er „karakter" sem getur staðið við orð sín, mein- ar það sem hann segir. Auðvitað 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.