Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 37

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 37
Aðeins 26 ára gamall tók hann við þjálfun eins fræg- asta félagsliðs Evrópu. Hann er ekki aðeins þrjósk- ari en andskotinn, heldur gífurlegur skaphundur. Hann tætir menn óhikað nið- ur, leggur menn i einelti, er svívirðilegur við suma. Menn eru orðlausir yfir því hversu Bogdan hefur komist langt í kröfugerðinni. Hann ver pólska kerfið út í ystu æsar og verður ekki bif- að þar með nokkru móti. fær hann því menn upp á móti sér. Ég þekki enga snillinga sem eru ekki umdeildir", segir handknatt- leiksunnandi. En það sem mönnum hefur kannski hvað mest sárnað og gramist í fari Bogdans sem þjálfara er hvað hann er gjarn að leggja menn í einelti. Þorgils Ottar Mathiesen segir það rétt vera að hann etji strákunum saman hvor- um gegn öðrum. Hans taktík sé að gera hverjum landsliðsmanni það ljóst að þeir séu ekkert sérstaklega velkomnir í landsliðið og vei þeim sem telji sig eiga skilið öruggt sæti þar. Hann krefjist óttablandinnar virðingar af strákunum. Og Þor- gils Óttar heldur áfram: „Hvað stjórnunina varðar er hann geysi- legur harðstjóri. Hann tætir menn óhikað niður þannig að ekkert stendur eftir af persónunni þegar upp er staðið. Hann lætur menn jafnvel fá það svo óþvegið að þeim sárnar verulega. Þetta hikaði hann ekki við, en því aðeins að hann sé sannfærður um að við- komandi verði betri handbolta- maður fyrir vikið." Þorgils Óttar segir að auðvitað sé það svo að einhverjir standist ekki þessar rosalegu kröfur og þá sérstaklega þessa geypilegu hörku mannsins. En Bogdan hugsi líka með þessari taktík: Ef drengurinn stenst ekki þessa hörku, þá er hann heldur ekki maður til að þola leikálagið úti á velli! Ingólfur Hannesson íþrótta- fréttamaður útvarps segist ætla að Bogdan Kowalczyk sé einn örfárra handknattleiksþjálf- ara í heimi sem hafi tekist að nota niðurrifstaktíkina með góðum ár- angri. „Það er sjaldgæft að mönn- um takist að byggja þá einstakl- inga upp sem þeir eru nýbúnir að tæta í svaðið. Hann veit hvenær tími manna er kominn. Hann veit hvenær menn eiga mestu mögu- leikana á að blómstra", segir Ing- ólfur og annar fróður maður í íþróttaþjálfun segir kosti Bogdans sem þjálfara einmitt felast í því hvað hann sé fljótur að sjá hvaða hæfileika menn hafa og hvað þá vantar. Ingólfur Hannesson segir gott dæmi um þessa sálfræði sem Bogdan beiti leikmenn sína vera þá frystingu sem hann setti Sigurd Gunnarsson í fyrir Olympíuleik- ana í Los Angeles. Hann hafði ver- ið í töluverðri lægð æfingamánuð- ina fyrir keppnina og Bogdan gerði sér grein fyrir að hann gæti miklu meira en hann sýndi um þær mundir. Hann tók það því til bragðs að setja Sigga í B-Iiðið og láta skammirnar bitna á honum viðstöðulítið ef eitthvað fór úr- skeiðis á æfingum. Hann fékk hann til að hata sig í fáum orðum sagt. Skömmu fyrir sjálfa keppn- ina tók Bogdan hann hinsvegar á eintal, blíðkaði hann og gaf honum ótakmarkað traust sitt. Siggi Gunnars blómstraði svo í Los Angeles eins og menn muna, enda þykjast félagar hans hafa greint hvíslið á vellinum þegar hann þrumaði: „Ég skal sýna þessu helvíti hvers ég er raunverulega megnugur!“ Þeir sem fylgst hafa með æfingum íslenska landsliðs- ins fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss, segja að núna sé það Bjarni Gudmundsson sem sé í frystingu Bogdans. Bjarni fái á sig allar skammirnar á æfingum og gildi þar einu hvort hann hafi unnið til þeirra eða ekki. Hann sé eineltur. Margir játa að þessi takt- ík Bogdans hafi gefið árangur, en þeir eru líka margir sem meina að þetta einelti gangi oft út í öfgar hjá Bogdan. Mörgum hefur til dæmis gramist það hvað þjálfarinn kem- ur oftast illa fram við Steinar Birg- isson. Hann hafi nánast verið með Steinar í einelti frá því þeir sáust fyrst á æfingu með Víkingi fyrir bráðum átta árum. Það sé í raun- inni sama hvað Steinar geri, Bogd- an snúi því alltaf upp í hastarlega stríðni gagnvart honum eða bein- línis svívirðingar. Bogdan hafi til dæmis oftar en ekki sagt við Stein- ar á æfingum: Fáðu þér skamm- byssu og skjóttu þig! Eða: Farðu héðan út fyrir og hengdu þig! „Það versta er finnst mér, að Bogdan er ekkert að grínast þegar hann segir þetta við vesalings Steinar. Framkoma hans við hann hefur oft verið með þeim hætti að hinir landsliðsstrákarnir hafa verið komnir á fremsta hlunn með það að labba út.“ Þetta segir maður úr innsta hring handknattleikshreyf- ingarinnar. Og heldur áfram: „Þegar við komum til Los Angeles eftir langa og erfiða flugferð á Olympíuleik- ana, voru auðvitað flestir strák- anna sársvangir. Það var komið að miðnætti þegar við komum loks- ins á hótelið. Þar tók við okkur þessi líka æðislegi matarilmur. Steinar talaði við Bogdan fyrir hópinn og spurði hvort ekki væri nú í lagi að þeir fengju sér smábita fyrir svefninn. Bogdan svaraði Steinari að bragði: Halt þú nú bara kjafti. Þakkaðu fyrir að fá að vera hérna með okkur. Ef þú ætlar að fara að haga þér svona í ferðinni er réttast að senda þig bara strax heim með næstu vél! Við hinir stóðum stjarfir og horfðum á Steinar kikna undan þessum sví- virðingum. Þorgils Óttar ætlaði í Bogdan en við gátum haldið aftur af honum. Ég held að Bogdan þurfi alltaf að hafa einhvern svona mann til þess að berja á“, segir þessi viðmælandi HP og mælir loks: „En það er agalegt hvað hann ætlar að hafa Steinar lengi í þessu hlutverki blóraböggulsins." Þorgils Óttar segir: „Það hafa ábyggilega allir strákarnir hatað Bogdan eitt augnablik. En mönn- um rennur reiðin jafnóðum. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir að þarna njótum við hæfileika eins besta handknattleiksþjálfara heims og menn verða bara að sætta sig við það þó hann noti svo- lítið harkalegar aðfarir við þjálf- unina, svo lengi sem hún skilar góðum árangri. Svo fáum við nú líka útrás á manninum öðru hverju. Hann þolir það alveg þó við öskrum á hann. Hann vill hafa skapmenn í sínu liði, svo framar- lega sem skapið vinni með þeim en ekki gegn þeim á æfingum og í leik." Kunnur íþróttafréttamaður bætir við þessi orð: „Bogdan setur sér ákveðið markmið og svífst einskis til að ná því. Blessaður vertu, strákarnir eru bara tæki í höndum hans. Tilfinningar þeirra skipta hann ekki minnsta máli.“ essi sami maður bætir hinsvegar við: „Bogdan hefur vitaskuld náð góð- um árangri, en mér finnst hann samt ekki hafa gert neina byltingu hér á landi. Það voru aðrir sem lögðu grunninn að þeim góða kjarna sem við eigum í handknatt- leik í dag. Ég nefni til dæmis Jó- hann Inga Gunnarsson sem vann geysiöflugt starf upp í gegnum unglingaflokkana. Þeir strákar sem skara fram úr núna eiga hon- um miklu meira að þakka árangur sinn en nokkurntíma Bogdan, þó þar fari mjög hæfur þjálfari." Bogdan hefur einmitt verið gagnrýndur mikið fyrir að ein- blína um of á A-landsliðið. „Það er hrikalegt hvað hann sinnir illa yngri liðunum, þar sem hann ætti þó að verja mestum tíma sínum ef vel væri.“ En hann hefur engu að síður komist upp með það að láta A-landsIiðið sitja fyrir öllu öðru. Reyndar segja menn að allt frá því að Bogdan kom hingað til starfa hafi hann gert kröfur sem engir ís- lenskir handboltaþjálfarar höföu látið sér detta í hug að setja fram. Þannig krafðist hann ekki aðeins meira af leikmönnum hvað varðar æfingasókn og æfingatíðni, held- ur heimtaði hann fyrsta flokks þjónustu hjá viðkomandi hand- boltadeild, þá Víkingi, og fékk hana. Og þegar Bogdan tók síðan við landsliðinu, segja menn að kröfurnar hafi ekki minnkað. Fyrri landsliðsþjálfarar og forsvars- menn hjá HSÍ hafi bókstaflega orðið orðlausir hversu Bogdan hafi komist langt í kröfugerðinni; ekki aðeins varðandi eigin hag og kjör, heldur einnig varðandi skip- an mála á íslandsmóti, fjölda vin- áttulandsleikja og æfingatíma fyr- ir landsliðið. En Bogdan fer eins langt og hann kemst. Hann sættir sig ekki við annað en að ná því markmiði sem hann setur sér upprunalega. „Og býsna langt kemst hann á ýtn- inni og þeirri taktík einnig að hann ræðir málin ekki öðruvísi en á þýsku“, segir landsliðsnefndar- maður. „Ekki eru allir forsvars- menn handboltamála góðir í þýsk- unni, þannig að í umræðum og deilum hefur Bogdan betur þegar litið er á hið talaða mál, enda þótt það líti dálítið ankannalega út þegar á það er litið að Bogdan er á útivelli en íslendingar á heima- velli, en sem sagt; sökum tungu- málsins snúast hlutirnir þarna við." Margir hafa undrast það mjög hvernig á því standi að Bogdan tali ekki íslensku eftir nærri átta ára dvöl hérlendis. Fróðir menn telja þetta taktík af hans hálfu. Með því að nota þýskuna haldi hann mönnum dálítið frá sér — og það vilji hann. Hann skýtur þó einu og einu íslensku orði inn í þýskuna og því verður hún dálítið sérkennileg stundum. Strákarnir í landsliðinu kalla i raun tungumálið sem hann talar „bogdönsku". Þá skilur Bogdan orðið talsvert í íslensku, og reyndar segja menn sem standa honum nærri að hann skilji nánast allt og langtum meira en hann þykist. Guðjón Guð- mundsson segir að það stafi ekki endilega af því að Bogdan vilji halda mönnum í hæfilegri fjar- lægð frá sér að hann tali aðeins þýsku. Hitt komi ekki síður til, að vegna þýskunnar þurfi menn að einbeita sér betur að því sem hann segi. Það sé hlustað á hann af at- hygli fyrir vikið, enda nauðsyn til, vilji menn skilja. Bogdan hefur ævinlega fengið greitt fyrir sína þjónustu í dollurum, þannig að laun hans hafa ævin- lega fylgt verðþróun og gott betur. Sú saga gekk til dæmis varðandi kjör Bogdans að fyrsta árið sem hann var hér, þá hafi Víkingar samið þannig við hann, að hann gæti verið í matarreikningi hjá stórverslun í borginni sem liðið síðan greiddi. En Víkingar höfðu ekki áttað sig á því, að Bogdan kom frá Póllandi þar sem gífurleg- ur kjötskortur hafði verið um margra ára skeið. Því fannst Bogd- an sem hann hefði himin hönd- um tekið, enda mun það hafa ver- ið með ólíkindum sem hann gat torgað af kjötinu. Matarreikning- arnir voru himinháir og héldu menn helst að hann sendi kjötiö út til ættmenna í Póllandi sem þráðu vitaskuld kjötmeti. Allt að einu var þetta atriði ekki endurtekið í þeim samningum sem gerðir voru við Bogdan eftir þetta! „Mér finnst Bogdan vera nánast snillingur á sínu sviði", segir Jón H. Karlsson sem er í landsliðs- nefndinni í handbolta. „Hann er vissulega þver og getur verið mjög óvæginn í gagnrýni, en hinu má alls ekki gleyma að Bogdan hefði aldrei komist upp með helminginn af því sem hann hefur náð hérna fram, nema fyrir það, að hann er toppþjálfari. Hann kann sína list — handboltaþjálfun, út í ystu æsar, tekur hana háalvarlega og er svo samviskusamur að ég hef aldrei þekkt annað eins.“ Svo skilar hann árangri. Og í íþróttum er fyrst og síðast spurt um árangur — úrslit leikja. Þegar frá líður man fólk úrslit leikjanna, ekki hvernig æfingum var háttað eða hvort liðið hafi verið heppið eða óheppið. Sagan greinir aðeins frá lokatölunum Bogdan er besti kosturinn sem íslendingar hafa um þessar mundir hvað undirbúning handboltalandsliðs- ins varðar. Um þetta eru lang- samlega flestir sammála, sem eitt- hvað þekkja til þessara mála. Guð- jón Guðmundsson segir: „Hann hefur breytt íslenskum handbolta til betri vegar. Við spilum núna miklu taktískari leiki en áður, horna- spilið og hraðaupphlaupin eru allt önnur en áður. Og umfram allt hefur hann skapað miklu betri ein- staklinga en við höfum átt fyrr. Ég vil ekki sætta mig við þessa gagn- rýni á Bogdan að hann níði menn niður af því að hann hafi bara gaman af því. Hann leggur metn- að sinn í það að hjálpa mönnum, gerir allt til þess að sýna þeim sem skýrast fram á það hvað þá vantar til að verða góðir og ieggur jafn- framt rækt við það sem þeir hafa. Hans þjálfunarmottó felst í sem fæstum orðum í þvi að þá fyrst blómstri einstaklingarnir ef liðs- heildin er nógu góð.“ Guðjón bendir jafnframt á þann árangur sem Bogdan hefur skilað í tölum. Frá haustinu 1983 hefur hann stjórnað landsliðinu í 77 leikjum, þar af aðeins þremur gegn C-þjóðum, en mjög mörgum gegn A-þjóðum. Jafntefli hefur orðið í tíu þessara leikja, 31 hefur tapast, en 36 unnist. Einu liðin sem Islendingar hafa ekki lagt að velli á þessum tima eru Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Rúmenía og Tékkóslóvakía. „Það getur enginn annar landsliðsþjálfari státað af eins góðri statistík á aðeins tveggja og hálfs árs tímabili.” „Það sem mest um varðar er hvað Bogdan hefur mikið vit á handbolta", segir Þorgils Ottar Mathiesen. „Ég held að sá maður sé mjög vandfundinn sem veit meira um þessa íþróttagrein. Æfingarn- ar bera merki þess. Hann kemur rosalega vel undirbúinn á allar æf- ingar og er með þær allar vand- lega niðurskrifaðar. Hann víkur heldur aldrei út af þessum plönum sínum, hvað svo sem kann að ger- ast á þessum æfingum. Hann held- ur sínu striki", segir Þorgils Óttar. Fróðir menn bæta við þetta og segja að Bogdan eigi vafalaust all- ar þær æfingar sem hann hefur stjórnað hér á landi þessi rúmlega sjö ár sem hann hefur dvalið hér, niðurskrifaðar og í möppum í númeraröð. „Hann er ofboðslega vel skipulagður maður og á stund- um alveg óeðlilega „systematísk- ur“. Hann er í mínum huga eitt- hvert gleggsta dæmi um fagidjót sem hægt er að ímynda sér“, segir góður kunningi hans við HP. Að áliti þeirra sem gerst þekkja manninn Bogdan Kowalczyk er hann mjög góður fjölskyldufaðir. Hann reynir ávallt að verja miklum tíma í faðmi fjölskyldunnar, sinnir strák- unum sínum af kostgæfni og er umfram allt ástríkur heimilismað- ur. Honum líður óvíða betur en með fjölskyldunni í laugunum þar sem hann gantast glannalega með pöttunum sínu. í þröngum vina- hópi er hann hvað glaðastur, og fer þá gjarnan með hæpna gyð- ingabrandara sem hann kann fullt af. Hann er að mörgu leyti and- stæða flestra þjálfara sem hingað hafa komið til lands. Hann hefur alla tíð borist lítið á, er fráleitt fjöl- miðlaglaður og verður seint talinn til samkvæmisglöðustu manna. „Þetta er maður sem er fyrst og fremst kominn hingað til að vinna sitt verk.“ Að endingu er þess svo að geta að Bogdan Kowalczyk er mikill þjóðernissinni. Hann ann þjóð sinni og landi mikið. „Hann er maður kerfisins", segir góður vin- ur hans. „Hann ver það út í ystu æsar. Hann heldur því til dæmis stíft fram að það sé nóg að éta í landinu og fólk lifi þar mjög góðu lífi. Þetta sé að mestu leyti della í fjölmiðlum að halda því fram að matarskortur ríki í Póllandi. Walesa sé nú ekki neitt neitt nema lítill kall sem stillt sé fram til að ögra ríkinu. Honum verður ekki bifað, og þó hellt sé í hann miklu brennivíni, þá ver hann stjórnina austurfrá eins og hún sé eitt hans mesta yndi", segir þessi félagi Kowalczyk. „Ég held nú hinsvegar að hann sé hörku kapí- talisti inn við beinið“, heldur Þor- gils Óttar fram. „Hann er maður samkeppninnar, að minnsta kosti hvað æfingarnar snertir, er hlynntur „bónus" og vill að þeir sem skari fram úr fái mest. Þetta segir nú svolítið um „félagann", er það ekki“, hnykkir Þorgils Óttar á í lok þessarar Nærmyndar. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.