Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 7
„Jólagjafaskrá HAFSKIPS 1984: Á skránni eru vildarvinir fyrirtækisins, stjórn Hafskips, 7 æðstu menn Útvegsbankans og neðst eru nöfn þeirra Þorsteins Pálssonar, Friðriks Sophussonar og Alberts Guðmundssonar. Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum: Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og alþingismaður. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, fv. fjármálaráð- herra og áhrifamaður í sama flokki með mikið persónulegt fylgi. Lykilmennirnir í Útvegsbankanum: Ármann Jakobsson Jónas G. Rafnar Ólafur Helgason Lárus Jónsson Halldór Guðbjarnason Reynir Jónasson Axel Kristjánsson fv. bankastjóri. fv. bankastjóri. nv. bankastjóri. nv. bankastjóri. nv. bankastjóri. aðstoðarbankastjóri. aðstoðarbankastjóri og aðallög- fræðingur bankans. Björgólfur Guðmundsson: 300 þúsund króna greiðsla vegna „einhverra mikilsverðustu hagsmuna fyrirtækis- ins..." Neitar að segja hvert féð rann, en skjöl benda í til- tekna átt. Albert Guðmundsson: Margar greiðslur til hans eru í rann- sókn og fæstar koma afsláttarmálum við skv. heimildum HR UM 10 GREIÐSLUR TIL ALBERTS GUÐMUNDSSONAR í RANNSÓKN HJÁ RLR HVERT RANN STÓRI TÉKKINN? • BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON NEITAÐI AÐ GEFA UPP HVAÐA „MIKILSVERÐU HAGSMUNI/y HAFSKIPS HANN TRYGGÐI MEÐ 300 ÞÚSUNDUM KRÓNA . MEIRIHLUTI ÞING- FLOKKS ALÞÝÐUBANDALAGSINS VILL AÐ GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON SEGI AF SÉR - EINNIG SVAVAR GESTSSON . „SÝKNUYFIRLÝSING'7 RANNSÓKNARLÖGREGLUSTJÓRA SETUR MÁL ALBERTS í BIÐSTÖÐU HJÁ SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM Stjórn Hafskips jólin 1984: Ragnar Kjartansson Ólafur B. Ólafsson Sveinn R. Eyjólfsson Bjarni V. Magnússon Davíð Sch. Thorsteinsson Guðlaugur Bergmann Gunnar Þór Óiafsson Hilmar Fenger Jón Helgi Guðmundsson Jón Snorrason Jónatan Einarsson Páll G. Jónsson Pétur Björnsson Víðir Finnbogason Hafskip hf., formaður. Keflavík hf., varaformaður. Hilmir hf., Dagblaðið/Vísir, ritari. Islenska umboðssalan hf. Sól hf„ o.fl. Karnabær hf. Fiskiðjan hf. Nathan & Olsen hf. BYKO. Húsasmiðjan hf. E. Guðfinnsson hf. Pólaris hf. Verksmiðjan Vífilfell hf. Teppaland hf. Forstjórar í sérstöku uppáhaldi Bernhard Petersen Gunnar Petersen Jón Snorrason Jóhann Marel Jón Guðmundsson Valdimar Tryggvason Sigtryggur Helgason Jóhann Jóhannesson Richard Hannesson Stefán Friðfinnsson Ásgeir Gunnarsson Árni Filippusson Sigurður Gísli Pálmason Um fátt er meira rœtt en örlög Alberts Guömundssonar idnadar- rádherra sem stjórnmálamanns. Þessi mál hafa veriö til umrædu medal ráöherra Sjálfstœöisflokks- ins og tueggja þingmanna flokksins. Helgarpósturinn innti Þorstein Páls- son eftir þessu máli, en hann hefur jafnframt rœtt máliö viö Steingrím Hermannsson forsœtisráöherra og Albert sjálfan. Nú hafiö þiö Steingrímur rœtt stööu Alberts Guömundssonar í og embættismaður að auki: Bernh. Petersen, Lýsistöðin. Bernh. Petersen, Lýsisstöðin. Húsasmiðjan hf., (í stjórn). L.M. Jóhannsson & Co„ umboðs- og heildverzlun, skipamiðlarar. BYKO, byggingavöruverzlun (í stjórn). Rafmagnsveitur ríkisins, inn- kaupastjóri. Brimborg hf„ — Daihatsu- umboðið. Brimborg hf„ — Daihatsu- umboðið. Ólafur Gíslason & Co hf. Vörumarkaðurinn. Veltir hf. Veltir hf. Hagkaup. ríkisstjórninni vegna Hafskipsmáls- ins. Er einhverra tíöinda aö vœnta varöandi örlög iönaöarráöherra í starfi? ,,Ég get ekkert um það sagt.“ Hefur staöa Alberts veriö rcedd í ríkisstjórninni? ,,Nei.“ Stendur til aö þaö veröi gert? ,,Ég veit ekki til þess.“ Er rétt aö sameiginleg afstaöa þín og Steingríms sé aö aöhafast ekkert Viö rannsókn Hafskipsmálsins hefur komiö í Ijós aö Albert Guö- mundsson iönaöarráöherra hefur þegiö u.þ.b. 10 peningagreiöslur af einu eöa ööru tœi frá Hafskipi, bœöi á meöan hann var stjórnarformaö- ur fyrirtœkisins og eftir aö hann hætti því starfi. Fœstar þessara greiöslna eru sagöar vera afsláttargreiöslur og veröa ekki meö góöu móti flokkaö- ar sem slíkar. Þar er einkum átt viö greiöslur á feröum Alberts til út- landa og gjaldeyrisgreiöslur. Raun- ar mun vera sett spurningarmerki viö allar greiöslur frá Hafskipi til Alberts af einni ástœöu eöa annarri, hvort sem þœr eru skýröar sem af- sláttargreiöslur eöa ekki. Hér mun vera um að ræða upp- hæð, sem nemur hátt í eina milljón króna.og er þá einungis átt við þær greiðslur sem komið hafa upp á yf- irborðið við rannsókn annarra þátta Hafskipsmálsins. I raun er ekki enn farið að rann- saka sérstaklega og ofan í kjölinn greiðslur Hafskips til iðnaðarráð- herra, og því kunna þessar greiðslur að vera mun fleiri og meiri. Við rannsókn RLR hefur komið fram, að þrátt fyrir allnokkrar greiðslur til heildverzlunar Alberts Guðmundssonar hafi afsláttar- greiðslur sem slíkar ekki verið mjög tíðar. Rétt er að taka fram að allar fyrr en ákœra hefur veriö lögö fram í Hafskipsmálinu? ,,Já, eins og sakir standa að minnsta kosti ekkert annað komið fram.“ Ber aö skilja nýjustu yfirlýsingu Hallvarös Einvarössonar rannsókn- arlögreglustjóra sem sýknu yfir Al- bert Guömundssyni? ,,Hann verður að svara því." Er mögulegt aö þú eöa annar áhrifamaöur innan Sjálfstœöis- flokksins hafiö rœtt viö Hallvarö um ferðagreiðslur í þessu máli eru ekki í fprmi tékka. í frétt Ritzau, sem ríkisfjölmiðl- arnir vitnuðu til í kvöldfréttum á sunnudag, var höfð setning eftir Björgólfi Guðmundssyni í þá ver- una að tiltekin greiðsla væri bezta fjárfestingin sem Hafskip hefði ráð- izt í. Þessi tilvitnun hefur í hugum manna verið tengd sjúkrastyrknum til Guðmundar J. Guðmundssonar. Helgarpósturinn hefur hins vegar öruggar heimildir fyrir því að Björgólfur var að ræða um aðra upphæð sem nemur 300 þúsund krónum og gengur undir nafninu „stóri tékkinn”. Raunar mun fjár- hæðin vera á bilinu 280—290 þús- und krónur. Við húsleit hjá Björgólfi fundust gögn um þessa greiðslu og herma heimildir blaðsins að þarna sé um að ræða fjármuni er tengjast starfsmannamálum Hafskips. Raunar notaði Björgólfur ekki orðið fjárfesting í þessu sambandi, heldur viðskipti, eins og stóð í skeyti Ritzau en var ranglega þýtt sem fjár- festing. Hin réttu orð, sem Björgólf- ur notaði við yfirheyrslur, voru að þessir peningar tengdust „einhverj- um mikilsverðustu hagsmunum fyrirtækisins." Rannsóknarlögreglan hefur beint augum sérstaklega að „stóra tékk- anurn", en HP er ekki kunnugt um það hvort hér var um að ræða pen- þessi mál og þœr viörœöur oröiö til þess aö nefnd yfirlýsing kom fram? „Ég hef ekki rætt eitt aukatekið orð við Hallvarð um þessi mál og tel að réttvísin eigi hér að hafa sinn gang.“ Hefur Steingrímur Hermannsson lýst þvíyfir, svo þú vitir til, aö enginn ráöherra t ríkisstjórninni veröi yfir- heyröur vegna þessa máls. Fyrr veröi stjórnarsamstarfinu slitiö? „Ég hef ekki heyrt þá yfirlýsingu." ingagreiðslur vegna launamála- stefnu félagsins eða hvort um var að ræða umbun til eins eða fleiri við- skiptavina. Hins vegar er ljóst að þessir fjár- munir voru reiddir fram hérlendis í íslenzkum krónum, en ekki t.d. í gegnum viðskipti erlendis. Tékkinn var gefinn út í kringum áramótin 1983/1984. í Helgarpóstinum liefur Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra við- urkennt að forráðamenn Hafskips hafi gefið sér ferð fyrir sig og eigin- konu til Nissa í Frakklandi, þegar hann varð sextugur 1983. Hann við- urkenndi jafnframt að hann hefði fengið 117 þúsund krónur í greiðslu frá Hafskip, sem hann kvað vera af- sláttargreiðslu vegna innflutnings Heildverzlunar Alberts Guðmunds- sonar á áfengi. Á sama tíma var hann fjármálaráðherra og þar með æðsti yfirmaður Áfengis- og tó- baksverzlunar ríkisins. 1 þriðja lagi kveðst hann hafa einu sinni farið sem stjórnarformaður Hafskips til Ipswich á Englandi til að skoða að- stöðu Hafskips þar. í Þjóðviljanum hefur hann viður- kennt ferðina til Nissa og í öðrum fjölmiðlum hefur hann sagt að hann hafi haft milligöngu um greiðslu á fjármunum til Guðmundar J. Guðmundssonar alþingismanns vegna veikinda hins síðarnefnda. Hann hefur jafnframt sagt peningana vera komna frá Björgólfi Guðmundssyni fv. forstjóra Hafskips. (Sjá frétt annars staðar.) Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að litið er á Hafskipsmálið sem eitt allra mesta pólitíska sprengi- efni sem upp hefur komið á lslandi um áratugaskeið. Tveir nafntogaðir og víða vel liðnir stjórnmálaleiðtog- ar eiga það yfir höfði sér eftir ára- tugastörf í stjórnmálum að þurfa að segja af sér öllum ábyrgðarstörfum vegna fjármálahneykslis. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra er grunaður um að hafa þegið veru- lega fjármuni frá forsvarsmönnum Hafskips og Guðmundur J. Guð- mundsson, alþingismaður og for- maður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins, hefur viður- kennt að hafa þegið 100 þúsund krónur frá Albert Guðmundssyni, ÞORSTEINN PÁLSSON UM ALBERT: ÞÖGULL SEM GRÖFIN HELGAFÍPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.