Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 2
UNDIR SOLINNI
Skyndileg fylgispekt við Dani
eftir Egil Helgason
Því hefði ég aldrei trúað að óreyndu, og
vaddla nokkur þjóðhollur samlandi minn, að
það ætti fyrir íslendingum að liggja að halda
með Dönum, og þá meina ég „halda með“ í
hinum víðfeðmasta skilningi þess orðatil-
tækis — nei, við höfum alltaf verið á móti
Dönum, hvort sem keppt hefur verið í bjór-
drykkju, pylsuáti eða fótbolta, enda er víst
hængurinn sá að þeir hafa haft okkur undir
í öllum þessum greinum. En tímarnir breyt-
ast og mennirnir með, er haft á orði — það
sauðmeinlausa íslenska lamb er alltíeinu
orðið villidýrið „fjallalamb" og þær kynslóð-
ir sem hugsuðu Dönum þegjandi þörfina fyr-
ir aldalanga áþján hafa fyrir löngu safnast til
feðra sinna og forfeðra ( sem allir með tölu
höfðu ímugust á Dönum) og eftir sitja hnípn-
ar kynslóðir sem halda sig hafa ekkert uppá
Dani að klaga — nema þá helst dönsku-
kennslu í íslenskum grunnskólum. Raunar
finnst sumum það ærin sök.
Þetta er sumsé allt gleymt og grafið, — ný-
lendutíminn, einokunarverslunin, sjálfstæð-
isbaráttan, sverð Islands, sómi þess og
skjöldur; eða hvað sagði ekki íþróttafrétta-
maður Vísis af öðru en ekki óskyldu tilefni:
„einsog allir ættu að vita fara stjórnmál og
íþróttir ekki saman“. Þó er ég ekki viss um að
einn góðkunningi minn geti skrifað undir
þessi ummæli íþróttafréttaritarans; sá trúir
því nefnilega að íþróttir og stjórnmál fari
ófrávíkjanlega saman, í öllum greinum og
hliðargreinum, enda lætur hann ekkert tæki-
færi ónotað til að halda með hinum víðlendu
Ráðstjórnarríkjum (útúrdúr: hann heldur því
fram að Belgar hafi unnið Sovétmenn á
þremur rangstöðumöi kum og segir að það
sé engin tilviljun að línuvörðurinn var
bandarískurl.Og það veit þessi vinur minn að
það er langt fyrir neðan virðingu þjóðholls
Islendings að halda með Dönum og því til
áréttingar er hann búinn að taka saman lista
þar sem hann tilgreinir nokkrar góöar og
gildar ástæður fyrir því að íslendingar geti
ekki, megi ekki halda með Dönum. Við tök-
um okkur það bessaleyfi að tilgreina fáeinar
grundvallarástæður:
1. Danir seldu okkur maðkað mjöl.
2. Þeir léku okkur hart á alla lund fyrir þá
sök sem er öllum sökum minni — að stela
snæri.
3. Hvað segir ekki eitt þjóðskáldið: Ef þú
étur ekki smér / eða það sem matur er / dug-
ur allur drepst úr þér / danskur íslendingur.
4. Danir skiluðu okkur handritunum, að
vísu — en bæði seint og illa.
5. Mátti ekki margt góðskáldið búa við sult
og vosbúð í Höfn?
6. Og nútíma Hafnar-íslendingar — eru
Danir ekki orðnir ósköp nískir á sósíalinn í
seinni tíð?
7. Danir gáfu okkur ekkert stig í Euro-
vision.
8. Þeir unnu okkur 14—2 í fótbolta
skömmu eftir að nýlendutímanum lauk
(geymt en ekki gleymt).
9. Þeir vilja ekki viðurkenna að við séum
betri í handbolta en þeir.
Það ber sumsé allt að sama brunni — við
skuldum Dönum rauðan belg fyrir gráan, og
hvað sem líður norrænni samvinnu eða nor-
rænni samstöðu væri okkur miklu nær að
halda með þrautpíndum og sárþjökuðum
smáþjóðum, sem einsog við erum fórnar-
lömb nýlendukúgunar herraþjóða; nefnum
Alsírbúa, Norður-íra og Skota, en látum það
samt eiga sig að fjalla nánar um vanda smá-
þjóða. Þetta er sumsé í meginatriðum skoð-
un hins ofstækisfulla og þjóðernissinnaða
kunningja míns á þessari skyndilegu fylgi-
spekt okkar við Dani.
Annars er hægt að kætast yfir mörgu þeg-
ar stendur yfir heimsmeistarakeppni í fót-
bolta, og líka yfir hlutum sem ekki liggja al-
veg í augum uppi. Áhugamenn um íslenska
tungu og málrækt þykjast tildæmis hafa him-
in höndum tekið þar sem er Bjarni Felixson,
íþróttafréttamaður og mestur lýsandi sem nú
er uppi. Á yfirstandandi heimsmeistaramóti
hefur Bjarni aldeilis „tekið á honum stóra
sínum“, verið „vel á verði", „haft sig allan
við“, hann hefur verið „atkvæðamikill", „sig-
urstranglegur" og „hlutskarpur“, hann er
líka „sammála Búlgakoff dórnara" og hann
veit að „úrslitin eru hvergi nærri ráðin“, að
„það er næsta víst að Búlgakoff dómari hef-
ur bætt við leiktímann", að „tíminn vinnur
með Frökkum", að „það dugir ekki að deiia
við dómarann", hann veit líka „allt um þann
leik“ og hann veit ennfremur uppá hár hvað
allir leikmennirnir fimmhundruð í heims-
meistarakeppninni eru gamlir. Sumsé, gott.
„Ekkert múður, segir Búlgakoff dómari."
Samt, ég get ekki neitað því — ég myndi
sakna hans Bjarna Felixsonar ef hann væri
ekki á sínum stað í sjónvarpinu. Eg er ekki
einn af þeim sem skrúfa niður hljóðið og ég
er að hugsa um að senda Bjarna eintak af
Samheitaorðabókinni nýju næst þegar ég
eignast pening — svona í þakklætisskyni. . .
Enginn virðist þó hafa skemmt sér jafnvel
í heimsmeistarakeppninni og Helgi Hálfdan-
arson Shakespeareþýðandi. Helgi er greini-
lega enginn áhugamaður um fótbolta, en
ekki afhuga því viðhorfi austantjaldsmanna
að troða ungdómnum í íþróttafélög, jafnvel
þótt hann hati íþróttir einsog pestina. Eða
hvað segir ekki Helgi í ágætri grein sem heit-
ir Áfram Bjarni! og birtist í Mogganum: „Því
hefur verið haldið fram með þjósti, að fólki
í hærri aldursflokkum sé knattspyrna í sjón-
varpinu lítt bærileg plága. Ekki veit ég hvað
er talið styðja þá kenningu. Og jafnvel þótt
sönn reyndist, held ég að gamla fólkið sé
fjandann ekkert of gott til að umbera þessa
viðleitni til hollra áhrifa á vanræktan og rót-
lausan æskulýð í eiturmenguðu þjóðfélagi
hinna fullorðnu. Ekki kalla ég, sem á
skammt í nírætt, til of mikils mælst, og skal
ég þó játa, að sjálfur get ég naumast hugsað
mér hundleiðinlegra sjónvarpsefni en knatt-
spyrnu. Ég vil því eindregið skora á Ríkisút-
varpið að slaka í engu á íþróttaáróðri sínum
og láta einmitt knattspyrnu hafa forgang fyr-
ir næstum hverju sem er.“
Og bittinú ...
HAUKURí HORNI
17. JÚNÍ
„Hann ætti nú að fá Fálkaorðuna þessi náungi sem fann upp nýju fánaregnhlífarnar..."
2 HELGARPÓSTURINN