Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 23
LISTAPOSTURINN
Listasafn ASÍ:
Umdeild ráðning forstöðumanns
— Eru nöfn umsækjenda einkamál forystumanna ASÍ og stjórnar safnsins?
Sólveig Georgsdóttir.
„Efþetta á ad heita einhver ólýö-
rœdislegur skandall, þá skyldu
blaöamenn nú passa sig. Pá skyldu
þeir aldeilis passa sig," sagöi Björn
Th. Björnsson listfræðingur í
samtali viö HP. Hann situr í stjórn
Listasafns ASI en ráöning þjóð-
háttafrœöings í stööu forstööu-
manns safnsins hefur vakiö mikla
óánœgju og gremju meöal listfrœö-
inga og listamanna því þar var
þjóöháttafrœöingur tekinn fram yfir
mikils metinn listfrœöing, Halldór
Björn Runólfsson. Að sögn Tryggva
Þórs Aðalsteinssonar, sem situr í
stjórn listasafnsins, óskuöu um-
sœkjendur almennt ekki nafnleynd-
ar og þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir
blaöamanns fengust nöfn umsœkj-
endanna ellefu ekki upp gefin, en
vitaö er aö fólk meö ólíkustu mennt-
un aö baki sótti um stööuna, enda
ekki tekiö fram í auglýsingu um
hana aö listfrœöimenntun vœri
áskilin.
„Sólveig Georgsdóttir, sem ráðin
var í stöðuna, er á sinn hátt afskap-
lega hæf sem þjóðháttafræðingur og
safnakennari en hún er líka virkur
þátttakandi í menningarpólitísku
starfi friðarhreyfingarinnar og Al-
þýðusambandsins og hefur því haft
æskilega stöðu fyrir þá sem réðu
hana. Listfræðingurinn hefur hins
vegar aldrei tekið að sér að messa í
pólitískum guðsþjónustum," sagði
Gunnar Kvaran listfræðingur í
samtali við HP. Bera Nordal list-
fræðingur sagði það fráleitt að svo
hæfur listfræðingur sem hér um
ræddi þyrfti að víkja fyrir þjóðhátta-
fræðingi með takmarkaða kunnáttu
í listasögu við ráðningu forstöðu-
manns safns sem hingað til hefði
gefið sig út fyrir að vera listasafn. í
sama streng tók Ólafur Kvaran,
formaður Félags íslenskra list-
fræðinga, og sagði að túlka mætti
þessa stöðuveitingu á þá lund að í
framtíðinni ætti í safninu að fara
fram önnur starfsemi en verið hefði
og félli undir hefðbundna starfsemi
listasafns. Það hlyti að vera í þágu
safnsins að listfræðingur skipaði
þessa stöðu. Listfræðingafélagið
hefði hins vegar ekki enn fundað til
að taka afstöðu til málsins en það
yrði gert við fyrsta tækifæri.
Samkvæmt nýjum reglum um
Listasafn ASÍ fer ráðning forstöðu-
manns þannig fram að stjórn safns-
ins, sem samanstendur af tveimur
fulltrúum ASÍ, tveimur listfræðing-
um og forstöðumanni safnsins, fer
yfir umsóknir og gerir tillögu um
forstöðumann en síðan fer nefnd
manna, sem miðstjórn ASÍ tilnefnir
yfir tillögurnar og ræður í starfið. í
nefndinni áttu að þessu sinni sæti
Asmundur Stefánsson, forseti ASI,
Þórður Ólafsson og Jón Agnar Egg-
ertsson. Að sögn Tryggva Þórs Aðal-
steinssonar, sem á sæti í stjórn safns-
ins, var álit safnstjórnar og nefndar-
innar samhljóða. „Það er svo margt
sem kemur til greina þegar kostir,
sem taldir eru nauðsynlegir for-
stöðumanni, eru metnir," sagði
hann. „í fyrsta lagi verður forstöðu-
maðurinn að hafa áhuga á viðfangs-
efninu, að auki innsýn í lista- og
menningarlíf og ekki síst að geta
verið góður framkvæmdastjóri, því
þetta starf er að hluta til fram-
kvæmdastjórastarf."
Tryggvi sagði að það hefði ekki
verið ætlunin að útiloka listfræðing
frá ráðningunni en menn hefðu vilj-
að gefa sem flestum tækifæri til að
sækja um starfið og þess vegna ekki
tekið fram að listasögumenntun
væri áskilin. Að auki sætu í stjórn-
inni tveir mikils metnir listfræðing-
ar og því væri safnið ekki á flæði-
skeri statt á því sviði. Tryggvi vildi
ekki kannast við að pólitískar skoð-
anir hefðu ráðið einhverju um ráðn-
inguna, hann hefði ekki heyrt þær
gagnrýnisraddir um þessa ráðn-
ingu, enda hefðu umsækjendur
ekki verið spurðir um stjórnmála-
skoðanir sínar. „Maður sem lærir
listasögu þarf ekkert að vera ágætur
framkvæmdastjóri," sagði Björn Th.
Björnsson, og bætti því við að safn-
fræðingur þyrfti heldur ekkert endi-
lega að vera góður framkvæmda-
stjóri, en það væri trúnaðarmál
hvernig atkvæði hefðu fallið í stjórn
safnsins. Aðspurður um hvort skil-
yrði þau sem Ragnar í Smára hefði
sett fyrir veglegri stofngjöf sinni til
safnsins hefðu með þessari ráðn-
ingu verið brotin sagði Björn að
Ragnar hefði einungis sett þau skil-
yrði að tveir listfræðingar sætu í
stjórn safnsins og það hefði alla tíð
verið uppfyllt.
HP hafði samband við fjölmarga
listamenn vegna þessa máls og lýstu
þeir allir yfir furðu sinni á þessari
ráðningu. „Þetta er gjörsamlega
óskiljanlegt," sagði Daði Guð-
björnsson, formaður Félags ís-
lenskra myndlistarmanna. Daði
sagði að það léki enginn vafi á því
að skref hefði nú verið stigið aftur á
bak í þeirri eðlilegu þróun að list-
fræðingar væru ráðnir sem for-
stöðumenn listasafna. í sama streng
tók Steinunn Þórarinsdóttir, for-
maður Myndhöggvarafélagsins:
„Ég hefði haldið að það hefði verið
hyggilegra að ráða listfræðing í
stöðuna, því safnið er að mörgu leyti
misheppnað, t.d. hvað aðsókn varð-
ar, og ekki hefur tekist að gera safn-
ið að því sem það hefði getað orðið."
Sólveig Georgsdóttir, nýráð-
inn forstöðumaður, sagðist í sam-
tali við HP vilja taka það fram að í
listráði stjórnar safnsins sætu tveir
virtir listfræðingar. „Ég er með list-
fræðimenntun, þótt hún sé ekki mín
aðalgrein, og stjórn safnsins og mið-
stjórn ASÍ, sem höfðu með þetta
mál að gera, hafa greinilega talið
aðra þætti en listfræðimenntunm
líka hafa skipt máli.“ Sólveig sagðist
hafa verið virk í friðarhreyfingunni
og tekiðþátt í skipulagningu Friðar-
páska í Norræna húsinu á sínum
tíma ásamt fólki úr öllu litrófi stjórn-
málanna en flokkapólitík hefði hún
aldrei komið nálægt. Því ekki verið
neinn fótur fyrir því að hér væri um
pólitíska ráðningu að ræða.
Hlutverk Listasafns ASÍ er eink-
um að reka sýningarsal safnsins á
Grensásvegi, standa fyrir sýningum
á vinnustöðumog stofnunum.vinna
að listkynningarstarfi og bókaút-
gáfu. Mrún
TONLIST
*
Hlutur Islendinga of lítill
Nú er Listahátíð í Reykjavík lokið í níunda
sinn, að vísu ekki skakkafallalaust, en flestu
tókst að bjarga á síðustu stundu eins og alltaf
á íslandi. Á tónlistarsviðinu var þetta metn-
aðarfull hátið að því leyti, að hvert stórstirn-
ið af öðru og hvert öðru skærara tyllti sér hér
sem snöggvast á flugi sínu milli stórborga og
Listahátíða, svona rétt eins og krían. Sá er
munurinn, að krían kemur alltaf aftur og set-
ur þess vegna varanlegt svipmót á land og
þjóð, en stjörnurnar koma fæstar aftur. Við
getum þó huggað okkur við það að Kristján
Jóhannsson kemur aftur í haust og vonandi
sem oftast framvegis.
Nú er sennilega flestum orðið ljóst, að
tónninn í þessum pistli muni verða aðfinnsl-
ur um hlut íslenskra tónlistarmanna á nýlið-
inni listahátíð. Það er alveg rétt. Ég vil samt
áður en iengra er haldið taka fram, að ég hef
ekkert á móti stjórstjörnum á heimsmæli-
kvarða og er eindregið fylgjandi því, að
reynt sé að rjúfa einangrun okkar íslendinga
og auðvitað er það ein af stórum stundum í
lífi hvers og eins að komast í návígi við list
manns eins og Claudio Arrau. En það má
ekki gleyma að rækta eigin garð og hlutur ís-
lenskra tónlistarmanna hefði mátt vera
miklu stærri, það hefði ekki þurft að sleppa
nema einni stjörnu. Það er nefnilega hægt
að halda marga tónleika með íslenskum
flytjendum og panta mörg ný verk fyrir það
sem kostar að fá eina erlenda stjórstjörnu
hingað.
Listahátíðarstjórn tók þá stefnu að halda
íslenskum flytjendum utan við hátíðina
nema þeir flyttu íslenska tónlist og er mér
kunnugt um, að nokkrum tillögum íslenskra
tónlistarmanna í fremstu röð var hafnað á
einmitt þessum forsendum. Kannski var í
þessum hópi ungt fólk, sem gæti verið efni í
stjórstjörnu, fengið þar stuðning og uppörv-
un frá löndum sínum. íslendingum þykir
nefnilega vænt um sitt fólk, það sýnir aðsókn
og viðtökur gesta á tónleikum með íslenskri
tónlist og á tónleikum Kristjáns Jóhannsson-
ar og Sinfóníuhljómsveitar íslands. íslensk
tónlist og íslenskt tónlistarfólk kemur okkur
við. Einu sinni var Verdi nútímatónskáld, en
ítalska þjóðin skildi að hann kom henni við,
annars er ekki víst að tónlist hans væri eins
mikil að vöxtum og hún er, eða að hún væri
eins stór hluti af heimsmenningunni og hún
er.
Þessi ákvörðun gagnvart íslenskum flytj-
endum var tekin á þeim forsendum (a.m.k.
var það sagt eftir á), að í staðinn ætti að
leggja áherslu á íslenska tónhöfunda, í því
sambandi var bent á, að á hátíðinni væru
flutt a.m.k. fimmtán íslensk verk á þremur
tónleikum. Þetta er alveg rétt. Staðreyndin
er samt sú, að frumkvæði Listahátíðar var
ekkert í þessum efnum, og þessir tónleikar
kostuðu ekki nema örlítið brot af heildar-
kostnaði við tónlistaratriði hátíðarinnar.
Þessir tónleikar hefðu orðið hvort eð var,
nema sennilega ekki tónleikar The New
Music Consort, þar sem aðrir aðilar hafa til
þessa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að fá
hópinn hingað. Það voru kennarar Tónlist-
arskólans i Reykjavík sem efndu til tónleik-
anna með verkum Jóns Nordals og lagði
Listahátíð lítið af mörkum til þeirra. Á tón-
leikum Guðna Franzsonar voru frumflutt
fimm íslensk verk, ekkert þeirra varð til að
tilstuðlan Listahátíðar. Öll tónskáldin á þeim
tónleikum, nema eitt, eru enn í námi, þannig
að ekki er hægt að segja að hlutur íslenskra
tónskálda starfandi á Islandi hafi verið stór.
Hvað með menn eins og Þorkel Sigurbjörns-
son og Atla Heimi Sveinsson, sem hafa starf-
að hér á landi í meira en tvo áratugi og hafa
Kristján Jóhannsson: „Islendingum þykir nefni-
lega vænt um sitt fólk, það sýnir aðsókn og við-
tökur gesta á tónleikum með íslenskri tónlist á tón-
leikum Kristjáns Jóhannssonar og Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands.''
eftir Karólínu Eiríksdóttur
samið samtals hátt í 200 verk, sem eru flutt
út um allan heim og sennilega minnst á ís-
landi? Hvernig hefði verið að hafa tónleika
með verkum þessara manna við hlið tón-
leika Jóns Nordals og Guðna Franzsonar?
Svo hefði mátt bjóða íslenskum einleikara að
spila með Sinfóníuhljómsveitinni á opnunar-
tónleikunum, annar íslenskur einleikari
hefði getað haldið einleikstónleika í Há-
skólabíói og hefði mín vegna ekkert frekar
þurft að spila íslenska tónlist. Svo hefði verið
hægt að borga íslenskum strengjakvartett
laun í nokkra mánuði, panta verk handa
honum og sleppa Vínarkvartettinum, með
fullri virðingu fyrir þeim ágæta flokki. Eitt-
hvað í þessa áttina hefði verið hægt að gera
og þar með var orðin til íslensk listahátíð en
ekki bara enn ein listahátíðin, sem er alveg
eins og allar aðarar listahátíðir í heiminum
og alveg eins og fyrri listahátíðir hér. Með
svona listahátíð er hægt að vekja verulega
athygli á íslenskri list og svona listahátíð
hefði skilið eftir sig varanleg spor í íslenskri
menningu. Ég minni á að þegar íslensk
ópera, Silkitromman eftir Atla Heimi Sveins-
son, var flutt á Listahátíð, þá var hér allt fullt
af erlendum blaðamönnum og gagnrýnend-
um, þá vakti Listahátíð í Reykjavík athygli.
Við verðum að hafa það í huga, að það er
litlum fjármunum varið til listalífs að öllu
jöfnu á íslandi, þess vegna er mikil ábyrgð
sem fylgir því að ákveða, hvernig ráðstafa
skuli fé því sem veitt er til Listahátíðar, sem
er talsvert fé á íslenskan mælikvarða. Mér
finnst rétt að nota stærri hluta þess en nú var
gert til þess að byggja upp íslenska list, en
ekki að eyða því að mestu út úr landinu.
HELGARPÓSTURINN 23