Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn: Egill Helgason,
Friðrik Þór
Guðmundsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir
og G. Pétur Matthíasson.
Cltlit: Jón Óskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Berglind Björk Jónasdóttir.
Afgreiðsla:
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-1511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
Samstarf eða
stríð?
Að undanförnu hafa fjölmiðlar
verið yfirfullir af fréttum um Haf-
skipsmálið. Þetta er þriðja lota
þessa máls.
Fyrsta lota hófst með skrifum
Helgarpóstsins snemma í júní í
fyrra. Þá reis pressan upp til varnar
Hafskipi og HP var útmálað sem
rógsblað og því raunar hótað máls-
höfðun.
Önnur lota hófst þegar HP
hnykkti enn frekar á um laka stöðu
fyrirtækisins og Útvegsbankans,
og benti jafnframt á sukk og svínarí
í rekstrinum. Þá vaknað þingheim-
ur og pressan tók við sér, þótt
Morgunblaðið og DV drægju lapp-
irnar í málinu lengi framan af. í
þessari lotu var reynt að bjarga Haf-
skipi, en örlögin urðu ekki umflúin
og fyrirtækið var lýst gjaldþrota.
Þriðja lota hófst svo með hand-
tökum sexmenninganna í kjölfar
rannsóknar duglegra starfsmanna
skiptaráðandans í Reykjavík. Við
upphaf rannsóknar mun HP hafa
verið góður vegvísir.
Þriðja lota stendur enn og mun
gera um skeið.
Mál þetta hefur verið fréttnæmt
frá upphafi, þótt það þyki sérlega
spennandi núna. Mál þetta er líka
þess eðlis að almenningur á heimt-
ingu á því að fá sem nákvæmastar
upplýsingar um gang málsins.
i sæmilega þróuðum löndum er
fjölmiðlum, fyrir hönd almennings,
gefinn kostur á að fylgjast með
sakamálum, rannsókn á pólitísku
misferli o.s.frv., svo framarlega sem
þess er gætt að fréttaflutningurinn
skaði ekki rannsóknina. Hérlendis
er þessu öfugt farið.
RLR er rekin þannig að í stórum
málum má aðeins einn og í mesta
lagi tveir tala við fréttamenn. Og
svörin sem þeir gefa hafa harla lítið
upplýsingagildi. Samstarf fjölmiðla
og lögreglu er ekkert í þessum efn-
um, en þegar kemur að því að reka
þurfi áróður fyrir bættri umferðar-
menningu, skortir ekkert á kröfur á
fjölmiðlana.
Þessi vitlausa stefna leiðir til
þess að í fjölmiðlum vilja stundum
birtast rangar upplýsingar, jafnvel
skaðlegar, sem viðkomandi lög-
regluyfirvald hefði getað komið í
veg fyrir með skynsamlegri stefnu
í upplýsingamálum.
Það er kominn tími til að RLR líti
í eigin barm og endurskoði afstöðu
sína til fjölmiðla og reyni að skilja
að þeir hafa mikilvægu hlutverki að
gegna en eru ekki bara til óþurftar
fyrir þá sem vinna að rannsókn
málsins.
Og verði samskiptin löguð,
mætti jafnvel búast við því að eitt-
hvað drægi úr tortryggninni á
vinnustað rannsóknarlögreglu-
manna þá daga sem Helgarpóstur-
inn kemur út með „upplýsingar
sem ekki komu héðan" en eru samt
alltaf réttar!
BREF TIL RITSTJORNAR
Engin grein
eftir Hrafn
Hrafn Gunnlaugsson hafði sam-
band við Helgarpóstinn á miðviku-
dagskvöldið og kvaðst hafa skrifað
grein sem hann vildi fá birta í Helg-
arpóstinum. Um svipað leyti var
verið að brjóta blaðið um og leggja
síðustu hönd á það, en einsog les-
endur Helgarpóstsins vita er hann
prentaður aðfaranótt fimmtudags.
Ritstjóri bauð hinsvegar Hrafni að
hann skyldi reyna að hliðra til fyrir
téðri grein, þannig að hún gæti birst
hér í leiðaraopnu þessa tölublaðs,
enda þótt tíminn væri afar naumur.
Petta felldi Hrafn Gunnlaugsson sig
ekki við, hann vildi að grein sín
fengi ekki síðri uppslátt í blaðinu en
umfjöllun Helgarpóstsins um völd
hans og ítök í íslensku menningar-
lífi sem birtist í síðustu viku. Við
þessari bón gat ritstjórn ekki orðið,
bæði tímans vegna og ekki síður
hefðbundinnar uppröðunar efnis í
blaðinu. Því megum við bíta í það
súra epli að hafa enga grein eftir
Hrafn Gunnlaugsson, sem okkur
væri annars ljúft og skylt að birta...
Ritstj.
Raudar rósir
á kjördegi
í blaði yðar þann 5. júní sl. birtist
frásögn af blómasölu Kvenfélags
Breiðholts á kosningadaginn. Þar er
sagt að Kvenfélagið hafi selt rauðar
rósir, sem jú flestir viti að sé tákn
Alþýðuflokksins og hafi blómasalan
verið stöðvuð hið snarasta. Hið rétta
er að Kvenfélag Breiðholts ákvað að
selja Breiðholtsbúum blóm til
styrktar Breiðholtskirkju og vorum
við á kjörstað frá kl. 9 árdegis til kl.
23 er kjörstöðum var lokað og var
blómasalan aldrei stöðvuð, enda að-
hafðist félagið ekkert er réttlætti
stöðvun sölunnar, aftur á móti var
okkur tjáð af lögreglumanni á kjör-
stað áður en nokkur blóm voru
komin á staðinn að við skyldum
ekki vera með rauðar rósir því þær
væru tákn eins stjórnmálaflokks.
Svo að þegar blómasendingin kom
tókum við frá nokkur rósabúnt er í
sendingunni voru, þannig að rauðar
rósir komu aldrei á kjörstað. En þeg-
ar við pöntuðum blómin hafði okk-
ur ekki fundist neitt athugavert við
að þær væru með enda hafði okkur
ekki hugkvæmst að Alþýðuflokkur-
inn hefði neinn einkarétt á rauðum
rósum. Einnig viljum við láta koma
fram að við ónáðuðum ekki kjós-
endur fyrr en þeir voru búnir að
kjósa og reyndum við ekki á neinn
hátt að hafa áhrif á óákveðna kjós-
endur, enda Kvenfélag Breiðholts
algerlega ópólitískt félag.
Að lokum viljum við þakka hinum
fjölmörgu Breiðhyltingum er
keyptu blóm og studdu um leið þarft
og gott málefni.
f.h. Kvenfélags Breiðholts
Þóranna Þórarinsdóttir
formaöur
Misskilningur
leidréttur
Nokkurs misskilnings gœtti hjá
undirrituöum sem skrifaði grein um
gœsluuarðhald í HP fyrir uiku. Sagt
er í greininni að gœsluvarðhald sé
þvingunarráðstöfun til að leiða í
Ijós sannleikann. Það er ekki rétt því
gœsluvarðhald er þvingunarráð-
stöfun sem miöar að einangrun við-
komandi þannig að hann geti á eng-
an hátt torveldað viðkomandi rann-
sókn. Viðkomandi er þannig þving-
aður til að þola frelsisskerðingu.
Einnig er í greininni túlkun á því
sem segir í lögunum að „gæslufang-
ar sæta þeirri meðferð, sem nauð-
synleg er til þess að gæslan komi að
gagni og góð regla haldist í varð-
haldinu, en varast skal, svo sem
kostur er, að beita þá hörku eða
harðýðgi." (70. gr. o.m.l.) Þetta er
túlkað þannig af blaðamanni að
beita megi ofbeldi; það er ekki rétt
túlkun. Hér er rétt að taka mið af 38.
gr. sem er meginákvæði í þessu
sambandi, en þar segir: „Lögreglu-
menn skulu gæta þess í störfum sín-
um, að mönnum verði ekki gert
tjón, óhagræði eða miski framar en
óhjákvæmilegt er, eftir því sem á
stendur. Ekki mega þeir beita sakað-
an mann neins konar harðræði
fram yfir það, sem nauðsynlegt er til
þess að vinna bug á mótþróa hans
gegn lögmætum aðgerðum, né á
annan hátt beita hann ólögmætri
þvingun í orði eða verki, svo sem
með hótunum o.s.frv." Með tilvitn-
uðu ákvæði úr 70. gr. er átt við að
reyni gæslufangi flótta, snúist til
varnar eða annað slíkt skuli sem
kostur er varast hörku eða harð-
ýðgi.
Hafi viðkomandi grein á nokkurn
hátt valdið aðstandendum gæslu-
fanga eða öðrum áhyggjum er beð-
ist afsökunar á því.
G. Pétur Matthíasson.
Gátnasafn og
„fíni klúbburinn“
Ég er landpóstur og hef verið í
nokkuð stöðugri umfjöllun í þér
næstliðinn mánaðartíma. Og þó sú
umfjöllun hafi verið nokkuð svo
grautarkennd, er ekkert við því að
segja þó hún beri einhvern keim af
efninu í heilabúi umfjallandans. En
það má nú aldeilis ekki minna vera
en maður þakki fyrir sig, og þykir
mér tilhlýðilegt að gera okkur báða
kollegana að umfjöllunarefni í einu
limrukorni:
Póstreisutvenndir kjaga
ég, millum drottinsdaga,
gegnum í logni sem gjóst.
En það er segin saga,
að þeirra á milli, með þjóst,
þefandi Helgarpóst
sjá má nasvísan vaga.
Reyndar var ég búinn að senda
þér vísu um okkur báða og gekk
hún út á það sama og limran, en þar
sem vísan er óbirt enn, læt ég hana
einnig fljóta með nú til að sýna þró-
unina frá henni uppí limruna:
Póstreisutvenndir millum drottinsdaga
dragnast ég, hvort sem logn er eða gjóstur.
Þeirra á mili, og það er önnur saga,
þefar sig áfram nasvís Helgarpóstur.
Næst vildi ég leiðrétta .heimilis-
fang. Ég er ekki ÚR Bíldudal. Heim-
ili mitt er að Neðrabæ í Arnarfirði,
allfjarri Bíldudal þó ég notist við
þann stað sem póstnúmer.
Þó þú talir af vanþekkingu um
gátur mínar og kollegar mínir í rit-
höfundasambandinu hafi ekki borið
gæfu til að innlima mig í sinn „fína
klúbb“, þá blasir sú óhagganlega
staðreynd við að gátnasafnverk
mitt, Kveiktu á perunni, er einstætt
tímamótaverk. — Almennt séð er
það þroskandi fyrir mannlega hugs-
un að velta fyrir sér góðum gátum,
eins og mínar eru, þó vafalaust finn-
ist ein og ein sem ekki er alfullkom-
in, og eftir en áður gætu menn jafn-
vel orðið færari um að ráða sjálfa
lífsgátuna. Gátur hafa um aldaraðir
verið liður í menningarlífi þjóðar-
innar, reyndar samhliða hinum sí-
gildu sögum Gróu á Leiti, og verður
það að viðurkennast að hennar
hlutur hefur vaxið mjög síðan hún
gerðist blaðakona á Helgarpóstin-
um, og þá á kostanð gátunnar.
Sérstaða safnverksins Kveiktu á
perunni er í fyrsta lagi sú að allar
vísurnar í því eru undir sama létta,
ferskeytta bragarhættinum sem ger-
ir það að verkum að þær verða ekki
þunglamalegar né leiðigjarnar. í
öðru lagi er það einsdæmi að í
þremur bókum safnsins, þeirri
þriðju og fjórðu útkomnum, og
hinni fimmtu sem kemur út í haust,
samtals 150 vísnagátum, jer sam-
felld frásögn í hverri vísu. Aður hef-
ur ekki ein einasta gáta af þessari
tegund verið gerð þannig. Eitt eins-
dæmið enn gerist í næstu bók, en
hún mun bera undirtitilinn Rímgát-
ur, en þar verður ekki sama lykil-
orðið í hverri hendingu eins og er í
útkomnum bókum safnsins og verð-
ur að líkindum í þeim öðrum óút-
komnum, heldur eiga lykilorð allra
hendinga hverrar vísu að ríma sam-
an. — Fyrirhugað er að bindin í saf n-
inu verði að minnsta kosti sjö. Þá
verð ég, og er reyndar búinn að slá
íslandsmet (og heimsmet) í gátna-
gerð. Útkomin bindi af Kveiktu á
perunni fást í öllum bókaverslunum
og beint frá útgefanda, sem er ég.
Ég myndi ráðleggja þér, Helgarpóst-
ur minn, að verða þér úti um eintök
af þessu öndvegisriti, því þau eru
ódýr miðað við gæði. Þó treysti ég
mér ekki til að gera skóna skilningi
þínum á þessari listgrein.
Um inngönguumsókn mína í rit-
höfundasambandið er það að segja
að hún stjórnaðist eingöngu af
hreinu fjárgróðasjónarmiði, en eng-
um snobbskap eins og þú lætur
liggja að, eða af löngun til að þreyta
dúsdrykkju við meðlimi þess á þing-
um þeirra, né að verða mér úti um
náið sálufélag við þá, því þar tel ég
ekki eftir miklu að slægjast sem þeir
yngri eru í sömu flatgryfjunni, ein-
kennalausir og óaðgreinanlegir
hver frá öðrum, og hinir eldri, flest-
ir, orðnir staglarar og skuggamyndir
af sjálfum sér, hafi þeir þá verið ann-
að, og með tilliti til þess einum um
of góðir með sig, hafandi ekki farið
að ráðum eins besta skálds sem ís-
land hefur alið, Guðmundar Böðv-
arssonar bónda á Kirkjubóli, sem
einn af fáum var alltaf nýr fram í
rauðan dauðann, og þurfti þaraf-
leiðandi aldrei að fara eftir sinni eig-
in ráðleggingu:
Seg fljótt þitt orð! Við göngum inn og út
í ævintýrsins höll er stutt hver saga.
Sjá mikinn vitring verða að bjölluhrút
í visku sinnar alltoí mörgu daga.
Hin góða dís þér gaf um stundarkorn
hinn græna sveig og fólkið starir á þig.
Haf ráð mitt vinur, hverfðu fyrir horn
og hlauptu og láttu aldrei framar sjá þig.
Það skin í gegnum ummæli Thors
Vilhjálmssonar, sem þú tilgreinir, að
hann sjái nauðsyn þess að hafa mat-
vælasérfræðing innan vébanda rit-
höfundasambandsins, því bæði
honum og fleiri þar myndi ekki van-
þörf á frjórra næringarstreymi til
höfuðsins.
Undirrót að umsókn minni var ein
lausafrétt um það að meðlimir fyrr-
greinds sambands fengju álitlega
fjárupphæð greidda með hverri bók
sem þeir létu frá sér fara. Og þar
sem ég stóð í útgáfustarfsemi sótti
ég þegar um inngöngu, án þess að
tékka frekar á sannleiksgildi frétt-
arinnar, og ég veit ekki enn þann
dag í dag hvort hún var gróusaga
eða á við rök að styðjast. Nú vil ég
biðja þig, kæri Helgarpóstur, að
þefa uppi hið sanna í málinu og
hnýta því aftan við skrif mín, sem ég
vonast fastlega eftir að þú hafir
mannslund í þér til að birta.
En þar sem þrákelknin er mér í
blóð borin, má fjandinn vita nema
ég haldi áfram tilraunum mínum til
að komast í snertifæri við stéttar-
systkin mín í rithöfundasamband-
inu, jafnvel þó ekkert sé í boði nema
örbirgðin einber. Ljóðabók mun þá
að öllum líkindum verða minn
næsti aðgöngumiði, í viðbót við
mitt víðkunna og sívaxandi gátna-
safn.
Allavega vona ég að þú leyfir al-
þjóð, héreftir sem hingað til, að
fylgjast með mér á framabraut
minni.
Vertu blessaður í bili.
Olafur Gíslason rithöfundur
Neðrabœ
LAUSNIR Á
SKÁK-
ÞRAUTUM
1. Duras — Lövenfisch: 1. - Hxg4!
2. fxg4 Dh6+ 3. Kgl Bd4+ og
Hxe2. Við 3. Kg2 er svarið 3. -
Dh2+ og síðan Hf8+.
2. Botvinnik — Júdóvitsj. Hér er
það annar leikurinn sem er erfiðast-
ur: 1. Rxg6! Kxg6 2. Bh5+! Kxh5
3. Rg3+ og mátar. 2. - Kf5 kemur
í sama stað niður og sömuleiðis 2. -
Kh7 3. Rf6+ + og Dh7 mát.
3. Burn — Schlechter 1. - Hxh3 +!
2. gxh3 Dgl + 3. Kh4 g5 + .
4. Burn — Cohn Burn lék 1. f6! Nú
strandar Rxe5 á 2. Rxe5 Hxe5 3.
f7 og peðið rennur upp. Við gxf6 á
hann svarið Rg5+ og síðan Df7.
LAUSNÁ
SPILAÞRAUT
Eins og síðast, þá er norður með
rauðu gosana fjórðu. Hér tók vest-
ur gosann með ásnum. Lét síðan
ás og kóng í báðum rauðu litun-
um. Tók á tíguldrottninguna. Þá
spilaði hann laufaás, kóng og
drottningu (henti hjarta úr borði).
Þá kom spaðakóngur og drottn-
ing. Frá eigin hendi henti hann
tígii.
Þannig litu spilin út eftir að síð-
asta spaða hafði verið spilað:
S- H G-9 TG-5
L -
s - S D
H D-10 H 6
T 10 T 7
L - L -
suður skiptir ekki máli.
Þegar spaðadrottningunni er
spilað og tígultíu er kastað frá
hendinni, gefst norður upp, því
hann er í algjörri kastþröng.
1111
V V
■ ■
Fullnýting
á geymsluplássi
LUNDIA stál- eða furuhillur á
rennibrautum, þannig að sem
minnst pláss fer í ganga. Tilvalið
fyrir skjala- og bókasöfn, lagera
o.fl.
LUNDIA stálhillur eru einfaldar í
uppsetningu, með mikið burðar-
þol og mjög ódýrar.
GRÁFELDUR HF.
Þingholtsstræti 2, Rvk.
Simi 26540/26626
10 HELGARPOSTURINN