Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 12
sr.elka Sumar og sól Bjartir litir. Léttur fatnaður. ÚLPUR • SKYRTUR • BUXUR • FRAKKAR í öllum bestu herrafataverslunum landsins S^Bnn hefur ekkert frést af kosn- ingum í Múlahreppi í Austur-Barða- strandarsýslu. HP hefur þó sannfrétt að einn bílsími sé í sveitinni, einmitt hjá Jóni Finnbogasyni, oddvita þeirrar hreppsnefndar sem setið hefur síðustu fjögur árin. Múla- hreppur fór í eyði fyrir um 12 árum þannig að líklegast eru þetta þriðju sveitarstjórnarkosningarnar eftir að fastri búsetu þar lauk. 16 einstakl- ingar eru skráðir í sveitinni, þar af 10 með kosningarétt. Flest af þessu fólki dvelur þarna yfir sumarmán- uðina og nytjar hlunnindi jarða sinna sem eru allnokkur, aðallega dúntekja í æðarvarpi. Þar er líka komin skýringin á af hverju ekki hefur tekist að ná í Jón oddvita; hann er öllum stundum í æðarvarp- inu og oftast lokað fyrir símann. Samkvæmt heimildum póstsins dvelst nú fólk á að minnsta kosti tveimur bæjum í Múlasveit: Skálma- nesmúla þar sem hreppsnefndar- mennirnir Jón og Skúli Kristins- son dvelja og í Firði er Kristín Þorsteinsdóttir, sem er þriðji hreppsnefndarmaðurinn í hrepps- nefnd síðasta kjörtímabils. Hvort þau hafa verið endurkjörin eða fall- ið út fyrir einhverjum öðrum vitum við bara ekki... | næstu sveit við, Flateyjar- hreppi, urðu breytingar á hrepps- nefnd. Þar féll Eysteinn Gíslason í Skáleyjum út en inn kom bróðir hans Jóhannes Gíslason, sem einnig er bóndi í Skáleyjum. Hinir tveir í hreppsnefnd eru af hinum bænum í sveitinni, Ffatey. Það eru Hafsteinn Guðmundsson, sem verið hefur oddviti, og Ingunn Jensdóttir kennari. .. HVAR ENDAR ÞETTA! Þeir kröfuhörðustu velja AUDIOLINE í bílinn Enn og aftur getur Sjónvarpsmiðstöðin boðið ótrúlega lágt verð vegna mjög hagstæðra samninga við verksmiðjur. ísetning á staðnum eftir pöntun, unnin af fagmönnum. AT-44 kr. 3.760,- AL—429 kr. 6.490,- AL-405 kr. 9.225,- AL-416 kr. 14.650,- Sjónvarpsmiðstödin hf. Síðumúla 2 — sími 39090 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.