Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 18
ÉG Á ÞAÐ TIL AÐ HUGSA eftir Bjarka Bjarnason mynd: Jim Smart Erling Sigurdsson fœddist á Keldum þar sem tilraunastöö Haskólans er til húsa. Foreldrar hans eru Inga Valfrídur Einarsson (Snúlla) frá Miödal og Siguröur Ólafsson, sá landsfrœgi söngvari og hestamaöur. Siguröur starf- aöi á Keldum sem umsjónarmaöur meö tilraunadýrunum. Seinna flutti fjölskyldan á Laugarnesbúiö viö Kleppsveg og þar kom Erling sér upp dýra- garöi. Mest var hann meö fugla, bœöi gœsir, kalkúna, endur, hœnur og uppundir 200 dúfur. Jafnframt átti hann naggrísi, hvítar mýs og páfa- gauka. En þaö voru ekki þessi dýr, sem áttu eftir aö eiga hug hans allan þegar fram liöu stundir heldur hestar og aftur hestar. Hann tók fyrst þátt í kappreiöum 14 ára gamall og hefur nú keppt á hestum í 30 ár. Erling býr á Arnatanga 31 íMosfellssveit ásamt eiginkonu sinni Herdísi Hjaltadóttur, fósturdótturinni Berglindi og syninum Daöa, sem er 7 mánaöa gamall. Erling hefur starfaö hjá Olíuverslun íslands í 30 ár, byrjaöi þar sem sendill en œtlar ekki aö enda þar sem forstjóri. Hann er sölumaður. 16. júní 1986. Viö Erling Sigurðsson, hesta- maður með meiru, drekkum morgunkaffi sam- an. Tilefnið er opnuviðtal við Helgarpóstinn. Það hefur verið rigningartíð undanfarinn hálfan mánuð og liefurðu nokkuð komist á bak, Elli? Það er nú hætt við því. Það þýðir ekkert að slaka á þó það rigni. Það er landsmót framund- an og ég verð með hesta þar bæði í gæðinga- keppninni, og þar að auki einn stóðhest. — Nú ertu hœttur í Hestamannafélaginu Fáki. Fyrir huaða félag keppirðu núna? Eg mun keppa fyrir Hestamannafélagið Hörð í Kjósarsýslu, enda bý ég á félagssvæði Harðar eins og þú sérð. Taglskorinn hestur — Um daginn gerðist leiðindaatburður í hest- húsinu hjá þér í Víðidal. Huernig var aðkoman? Hún var einfaldlega þannig að þegar ég kom í húsið einn daginn var búið að taglskera einn hestinn minn. Þetta var hesturinn Þrymur sem ég hef keppt mikið á og unnið til fjölda verð- launa. Ég ætlaði einmitt að keppa á honum núna um síðustu helgi á Suðurlandsmótinu í hestaíþróttum. Ég fór ekki með hann á þetta mót því mér fannst ég ekki geta sýnt hestinn svona. Annars hefur mér snúist hugur núna og ég er á því að fara með hestinn á mót seinna í sumar. — Þú ert viss um að þetta hafi verið gert af mannavöldum? Það liggur fyrir úrskurður frá dýralækni sem segir að taglið hafi sennilega verið sargað af með hníf. Og hárið hefur viðkomandi haft á brott með sér, það sást hvorki tangur né tetur af því. Ég get ekki ímyndað mér að það sé heil- brigður maður sem gerir svona lagað. Heldurðu að þú eigir öfundarmenn í hesta- mennskunni? Já, það virðist vera, en ég held að þeir séu mjög fáir meðal hestamanna. Ég á líka óteljandi vini. Annarlegarskoðanir og illkvittni virðistoft loða við íslendinga. Til dæmis kom upp leið- indaorðrómur ekki alls fyrir löngu. Forsaga málsins var sú að ég átti eitt sinn mikinn gæðing sem hét Frami. Ég hafði alls ekki í hyggju að selja þennan hest en árið 1983 var mér boðin álitleg fúlga fyrir Frama. Árið áður voru einmitt tímamót í lífi mínu, ég var að slíta samvistum við fyrri eiginkonu mína og var fjárþurfi. Ég sló til og seldi hestinn með þeim skilyrðum að hann færi úr landi. Nokkru eftir að hesturinn kom út veiktist hann og var felldur. Og um leið var kjaftasagan komin á kreik hérna heima: Ég átti að hafa selt hestinn sjúkan úr landi og aðrir sögðu að ég hefði ekki selt rétta hestinn út. Sum- ir sáu Frama hér á landi löngu eftir að hann var farinn út og jafnvel dauður. Mér finnst stundum vera leiðindamórall í kringum hestamennsk- una. Þar sitja baknag og óheilindi oft í fyrirrúmi. Og vegna þess að það er ekki mín stefna að leyna skoðunum mínum þá lendi ég kannski frekar í svona leiðindamálum. Ég á það nefnilega til að hugsa upphátt! Atvinnuhestamennska — Þú hefur verið starfsmaður Olís bráðum svo lengisem elstu menn muna. Hefurþér aldrei dottið í hug að gerast atvinnurnaður í hesta- mennskunni? Nei, ekki get ég sagt það. Mér finnst miklu betra að hafa hestamennskuna sem áhugamál. En því er ekki að neita að ég eyði gífurlegum tíma og töiuverðum fjármunum í hestamennsk- una. En ég sé ekki eftir því. Ég er heldur ekki of hrifinn af atvinnumennskunni. Mér finnst hún hafa sínar veiku hliðar. Það eru líklega á milli fimm og tíu atvinnuhestamenn hér á landi sem hafa sitt lifibrauð fyrst og fremst af því að temja og selja hesta úr landi. Fyrir þessa menn er það gífurlega mikilvægt að þeim og hestunum þeirra vegni vel á öllum mótum og þar af leið- andi verða áhugamennirnir oftast undir. En eru það ekki peningaverðlaunin sem menn eru að bítast um? Nei, peningaverðlaun í kappreiðum á íslandi þekkjast varla lengur. Það eru aðeins örfá hesta- mannafélög sem veita peningaverðlaun og þangað flykkjast bestu knapar og hestar lands- ins. Ertu fylgjandi peningaverðlaunum á mótum? Ég hef ekkert á móti þeim, því vissulega er hestamennska dýrt sport. Og á bak við hvern gæðing liggur óhemjuvinna. En það er bara hætta á því að peningaverðlaunum fylgi óeðli- leg samkeppni. Það er líka spurning hvort ekki eigi að skipta hestamönnum í atvinnumenn og áhugamenn á mótum. Jafnframt finnst mér koma til greina að hver hesteigandi megi bara vera með takmarkaðan fjölda af hestum á hverju móti. Við vorum að tala um verðlaun. Hvað held- urðu að þú eigir marga verðlaunapeninga, Elli? Ætli þeir séu ekki tæplega þrjúhundruð. — Og Erling skotrar augunum inn í stofu. Það má segja að veggirnir þar séu fóðraðir með medalíum! Var í sveit hjá Höskuldi á Hofsstöðum Heldurðu að þú hafir fengið hestabakteríuna í arf? Já, það held ég bara. Við erum reyndar sex systkinin en ekkert hinna varð eins forfallið og ég. Þó hefur Þuríður systir mín verið töluvert í hestamennskunni nú seinni árin. Ef ég hef ekki verið með hestabakteríuna í blóðinu þegar ég fæddist, þá hef ég að minnsta kosti smitast fljót- lega af pabba. Nú, og svo var ég í sveit hjá Hösk- uldi á Hofsstöðum í Hálsasveit og hjá honum lærði ég ýmislegt. Hann hafði feikilegt vit á hestum og var 10—20 árum á undan sinni sam- tíð í sambandi við ýmislegt varðandi til dæmis tamningar og járningar. Voru Hrollur og Gula-Gletta ekki aðalgœðing- arnir sem þið feðgar hleyptuð á þessum árum? Jú, þetta voru afrekshross hvort á sínu sviði. Hrollur í skeiði og Gula-gletta í stökki. Pabbi hleypti alltaf Hrolli en ég var með Gulu-Glettu. Reyndar átti ég Hroll upphaflega, fékk hann í fermingargjöf frá foreldrum mínum. En við feðgar fórum í hestakaup. Þau kaup áttu sér skrítinn aðdraganda. Segðu mér frá því. Já, það var svolítið sérstakt. Ég var á Hrolli /

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.