Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 2
UNDIR SÖLINNI
Ungir menn og atvinnulausir
„Innantómar glyssýningar, skrúð-
göngur með kórónum og konungs-
djásnum, bjöllum og böglum, gulllykl-
um og veldisprikum, loðkápum og
silkiklæðum, korðum og hárkollum,
eru afkáralegar þegar runnin er upp
öld upplýsingarinnar, þegar menn eru
orðnir vísari um það að hið eiginlega
hlutverk stjórnvalda er að útdeila sem
mestri hamingju til þegnanna, með
sem minnstum tilkostnaði."
Eitthvað á þessa leið, þýðingin er
raunar lausleg, skrifaði engilsaxnesk-
ur hugsjónamaður snemma á öldinni
nítjándu í rit sem var gefið út undir
nafninu Svartabókin, mikinn ádeilu-
pésa. Líklega eru menn vanir að ætla,
án þess að leiða nánar hugann að því,
að þetta sé sá tími þegar hvað mestum
ljóma stafaði af kóngaslekti álfunnar,
þegar réttbornir handhafar konung-
dóms nutu óskoraðrar virðingar og
aðdáunar.
En kannski var þetta á nokkuð ann-
an veg, kannski má leiða að því getum
að öll virðingin og aðdáunin lifi eink-
um í vitund kynslóðanna sem á eftir
komu, að meðtöldum þeim kynslóð-
um sem nú eru á dögum — að öll þessi
forgylling konungdómsins sé síðari
tíma tilbúningur. Að minnsta kosti er
það nokkuð víst að á sínum tíma þótti
krýning Viktoríu drottningar lítt
áhugaverður atburður og reyndar
heldur mislukkaður; kórinn söng
átakanlega falskt, tveir burðarkarl-
anna töluðu saman í síbylju meðan at-
höfnin fór fram og erkibiskupinn af
Kantaraborg átti í mestu brösum með
að þræða hring uppá digran drottn-
ingarfingur. Blöðin fóru heldur ekki
alltaf fögrum orðum um þennan smá-
vaxna þjóðhöfðingja; í götupressunni
var hún iðulega kölluð „Frú Brown“,
líklega vegna þess að hún átti sér frið-
il, garðyrkjumann úr hallarportinu;
hún var eftirlætis efniviður ósvífínna
skrípamyndateiknara og slúðurskríb-
enta; og sonur hennar, sjálfur prinsinn
af Wales, gekk undir þeirri háðulegu
nafnbót „ungmennið atvinnulausa“.
Þegar frænka hennar andaðist, prins-
essan Karlotta, voru greftrararnir svo
víðáttuvitlausir af drykkju að þeim
ætlaði varla að takast að hola kistunni
ofan í jörðina. Og þegar áðurnefndur
prins af Wales, hinn argasti drabbari,
loks lét undan þrálátu nöldrinu í móð-
ur sinni og kvæntist, var allt með slíku
sleifarlagi að forsætisráðherrann
Disraeli mátti nauðbeygður sitja í
kjöltu konu sinnar á lestarferðalaginu
heim.
Glæsibragurinn var sumsé ekki ýkja
mikill, enda fór Viktoría þessi lengst af
með veggjum og forðaðist opinberar
samkomur og athafnir — svo mjög að
forsætisráðherrann Gladstone hafði á
orði að drottningin væri ósýnileg en
ríkisarfinn rúinn æru.
En nú er öldin sannarlega önnur.
Núorðið þykir mestur landaljómi að
ungum atvinnulausum prinsum, sem
aldrei hafa unnið ærlegt dagsverk,
heldur þvælast um í einskærum leið-
indum og fánýtisstandi, með hersingu
af ljósmyndurum sem elta þá á rönd-
um; og þar í flokki menningarritstjóri
Dagblaðsins, sem var gerður sérstak-
lega út af örkinni þegar prinsinn
Andri Ioks tók sönsum og gekk í
hnapphelduna. Og eru nú betri tímar
en þegar Andri þessi gerði hosur sínar
grænar fyrir klámmyndaleikkonunni
Koo Stark, enda „hin rauðhærða,
kotroskna og hvatvísa" Sara ólíkt betri
kvenkostur, þótt ekki hafi hún fengið
að gifta sig í hvítu.
En hallarlífið er ekki tómur dans á
rósum, einsog menningarritstjóri
Dagblaðsins orðar það svo réttilega.
Hin hvatvísa prinsessa, Sara, neyddist
til dæmis til að selja sportlega BMW
bílinn sinn og fá sér Jagúar í staðinn.
Hún má líka bíta í það súra epli að
þurfa að fórna stóra leðurjakkanum
sínum fyrir kerlingarlega kjóla og
draktir sem hæfa giftri konu; og ekki
má hún lengur setja tepoka í vatn —
nei, það telst vera starfi hins fjöl-
menna þjónaliðs hallarinnar.
Það hlýtur þó altént að vera einhver
bót í máli fyrir stúlkutetrið að prinsinn
á það til að klípa hana ástúðlega í rass-
inn.
Og kannski er Andri prins heldur
ekki jafnmikill ónytjungur og af er lát-
ið; Dagblaðið upplýsir nefnilega líka
að einhvern tíma hafi hann hjálpað
bónda á Falklandseyjum við að moka
skít einn dagpart.
Það fer víst ekki á milli mála að nú,
á ofanverðri tuttugustu öldinni, nýtur
kóngafólk almennrar elsku og virð-
ingar, og enginn viðvaningsbragur
Iengur á serimóníunum sem spretta af
hátignarleik þess. Sá sem hélt á penna
á öndverðri nítjándu öldinni og taldi
allt kóngastand afkáralegt á tíma upp-
lýsingar gat náttúrlega ekki séð fyrir
þau undur og ævintýri þegar bróðir
Andra prins „litli hesturinn“ svokall-
aður, gekk loksins út og tók sér til
konu Ungfrú Díönu, að ásjáandi fjöl-
menni og stórmenni og bróðurparti
heimsbyggðarinnar sem sat við sjón-
varp og felldi tár yfir dýrðinni og tildr-
inu, og því hvað ómengað iðjuleysið
er í senn einfalt og fagurt.
eftir Egil Helgason
HAUKUR í HORNI
Að Hafskipi
sokknu
„Þeir virðast þó hafa
tóneyra þarna í
Útvegsbankanum ..
2 HELGARPÓSTURINN