Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 4
INNLEND YFIRSÝN
Fyrir mörgum árum fengu einungis versl-
unarmenn frí um Verslunarmannahelgina.
Það var vegna þess að verslunarmenn unnu
þá á laugardögum og fram á kvöld aðra
daga. Það þótti því rétt að veita þeim aukafrí
einn dag að sumrinu til. Fyrir valinu varð
fyrsti mánudagur í ágúst. Núna, mörgum ár-
um síðar, vinna fæstir á laugardögum og
margir ekki nema fram að hádegi á föstudög-
um — nú fá og allir frí á Verslunarmannadag-
inn, nema þeir verslunarmenn sem vinna í
sjoppum um allt land. Þannig má segja að frí-
dagur verslunarmanna hafi snúist upp í önd-
verðu sína.
A því herrans ári 1986 er Verslunarmanna-
helgin mesta ferðahelgi ársins, mesta úti-
skemmtanahelgi ársins og sú helgi þegar
íþróttasambönd — og félög afla meirihluta
tekna sinna. Verslunarmannahelgin er jafn-
vel farin að nálgast jólin hvað peningaeyðslu
landsmanna varðar. Það er þess vegna sem
verslunarmenn eru að vinna í sjoppum á frí-
degi sínum meðan við hin úðum í okkur pyls-
ur. Verslunarmannahelgin er í raun orðin ný
grein íþrótta hjá hinum ýmsu íþróttasam-
böndum. íþróttin felst í því að fá sem flesta
á sína hátíð. Allt er gert til að fá — helst alla
— jafnvel eru stór skip í flutningum á fólki
milli landshluta. Og síðast en ekki síst fitnar
ÁTVR víst dável á þessu útihátíðarbrölti
þjóðarinnar. En hagnaður af því rennur nú í
sameiginlega sjóði okkar allra.
Skipulagðar útihátíðir verða að þessu sinni
haldnar á fimm stöðum á landinu. Bindindis-
mót verður að vanda í Galtalæk og Þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum. Þá verður hátíð á Laug-
um i Suður-Þingeyjarsýslu. Gaukurinn verð-
ur á sínum stað í Þjórsárdal og ný hátið verð-
ur haldin við Hólmavík á Ströndum, Skelja-
víkurhátíð. Og í ár verður engin hátíð í Atla-
vík. Ástæðan: Skógræktarmenn í Hallorms-
staðaskógi töldu of marga koma á hátíðina.
Einkaaðilar standa ekki að útihátíðum um
Verslunarmannahelgi heldur félög, sam-
bönd og samtök félaga. Mest íþróttasam-
bönd. Eina undantekningin i ár er sú að Far-
Reiknað er með að um
helgina verði seldir að-
göngumiðar að útihátíð-
um fyrir fleiri tugi millj-
óna.
Verslunarmannahelgin nálgast
jólin að fjáraustri fólks
aldur — flokkur manna myndaður utan um
ICY-hópinn — stendur í helmingaskiptum við
Héraðssamband Suður-Þingeyjarsýslu vegna
Laugahátíðar. Ástæða þess er sú að HSÞ
treystir sér ekki til að standa að hátíðinni eitt
sökum slæmrar útkomu á hátíðinni hér áður
fyrr. Þeir fá þannig Farald í lið með sér til að
dreifa tapinu nú eða hagnaðinum.
Hvergi annarsstaðar standa einkaaðilar að
útihátíðum. í Þjórsárdal á Gauknum ’86
stendur Héraðssambandið Skarphéðinn að
hátíðinni. í Eyjum er það íþróttafélagið Þór.
Á bindindishátíðinni í Galtalæk eru það að
vanda íslenskir ungtemplarar og Umdæmis-
stúka Suðurlands sem sjá um þá hátíð. Nýja
útihátíðin í ár í Skeljavík er haldin að tilhlut-
an félagasamtaka á Hólmavik: Ungmennafé-
lagsins, leikfélagsins, kvenfélagns o.s.frv.
Verði hagnaður er ætlunin að nota hann til
að halda áfram byggingu félagsheimilis á
Hólmavík. Þannig rennur hagnaðurinn til
hinna ýmsu þjóðþrifamála; íþrótta, bindind-
is, byggingar félagsheimilis (og til Faraldsl).
Miklir peningar liggja í útihátíðardæminu.
Veltan skiptir tugmilljónum á hátíðunum
sjálfum. Það má leika sér óábyrgt með tölur:
Gaukurinn
Þjóðhátíð
Galtalækur
Laugar
Skeljahátíð
Samtals
4— 5000 manns 25 millj. kr.
7—8000 manns 35 millj. kr.
5— 6000 manns 25 millj. kr.
2—3000 manns 10 millj. kr.
1—2000 manns 5 millj. kr.
19—24000 manns 100 millj. kr.
í þessu óábyrga dæmi er byggt á trú móts-
haldara á því hvað margir muni koma og
reynslu fyrri ára. Reiknað er með að um
20.000 manns kaupi sig inn fyrir 2000 krón-
ur, en það gera 40 milljónir. Þá er reiknað
með að mótsgestirnir kaupi pylsur og annað
matarkyns fyrir 60 milljónir króna en það
gerir samtals eitthundrað milljónir króna.
Verði sól um allt land gæti þessi tala marg-
faldast en verði rigning snýst dæmið líkast til
við. Allir aðstandendur hátíða sögðu að allt
væri undir veðrinu komið en þær línur skýr-
ast ekki fyrr en um helgina sjálfa.
Útihátíðir á íslandi eru að verða stórfyrir-
tæki með milljóna veltu. Og uppbyggingin er
eftir því. Einsog HP gat um í síðasta tölublaði
þá fjárfestu Galtalækjarmenn í leiktækjum
fyrir á annan tug milljóna. Að sögn aðstand-
enda eru tækin keypt fyrir hagnað fyrri ára.
Eins eru tækin opin allt sumarið þannig að
eftir G. Pétur Motthíasson
ekki miðast fjárfestingin við eina helgi.
Galtalækjarskógur hefur nefnilega verið
opnaður almenningi á sumrin en hér áður
fyrr var einungis leyft að vera á svæðinu
þessa einu helgi. í Galtalæk er einnig búið
að byggja upp stórt veitingahús svo og hrein-
lætisaðstöðu en allur hagnaður af bindindis-
mótunum fer í uppbyggingu á svæðinu.
Sömu sögu er að segja frá Vestmannaeyj-
um. Þar er einnig búið að koma upp góðri
hreinlætisaðstöðu og stækka danspallinn. I
Skeljavík hafa menn einnig varið drjúgum
pening í uppbyggingu á hreinlætisaðstöðu
og öðru. Á Laugum er til staðar góð aðstaða,
risastórt íþróttahús þar sem hægt er að fara
með skemmtiatriðin inn ef hann rignir. HSK-
menn hafa hug á að byggja upp aðstöðu í
Þjórsárdal. Það strandar þá á því að notkunin
takmarkast við eina helgi og gæta þyrfti eign-
anna allt sumarið fyrir ágangi ferðamanna.
En ljóst er að stefnan er að hafa sem mesta
aðstöðu fyrir fólk.
Fylgifiskur útihátíða um Verslunarmanna-
helgina hefur alla tíð verið áfengið. Þó hefur
hin langa saga Bindindismótsins í Galtalæk
sýnt fram á að fjöldi fólks leggur leið sína
þangað þar sem næstum er tryggt að ekki sé
haft áfengi um hönd. Og víst er að mótshald-
arar vilja það flestir. Laugahátíð er t.d. í
tengslum við Foreldrasamtökin fyrir vímu-
lausri æsku og menn þar vonast til þess að á
hátíðinni geti foreldrar og unglingar skemmt
sér saman.
Víst er samt að að lokinni Verslunar-
mannahelginni verður nóg til af myndum af
drukknum unglingum í náttúrunni sé tekið
mið af fréttum af útihátíðum síðustu ára. Þeir
á Gauknum ’86 segja þó að áfengisneyslan sé
minni en af er látið. 1 fyrra voru um 4200
manns á svæðinu og einungis þurfti að hafa
afskipti af um 200 drukknum unglingum.
Sumir halda því jafnvel fram að drykkja á úti-
hátíðum sé að verða menningarlegri (!) — ef
til vill í réttu hlutfalli við uppbyggingu á
hreinlætisaðstöðu.
ERLEND YFIRSYN
Bob Hawke hefur
komist að raun um að
góðmennskan gildir
ekki, þegar við Reagans-
liðið er að eiga.
Bandaríkjastjórn vörud við
að sýna Astralíu yfirgang
Um svipað leyti tóku stjórnir jafnaðar-
manna við af íhaldsstjórnum í tveim helstu
ríkjum á Suður-Kyrrahafi, Ástralíu og Nýja
Sjálandi. Stjórn Davids Lange á Nýja Sjálandi
lenti strax í útistöðum við stjórn Ronalds
Reagans í Washington, af því að hún stóð við
skuldbindingar Verkamannaflokksins úr
kosningabaráttunni, um að hleypa ekki öðr-
um herskipum til nýsjálenskra hafna en þeim
sem fyrir liggur að ekki hafa kjarnorkuvopn
að geyma né eru kjarnorkuknúin. Þessu
tóku núverandi stjórnendur Bandaríkjanna
af eðlislægum þjösnaskap, sem náði hámarki
á fundi Lange og George Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, í Manila fyrir mán-
uði. Þar lýsti Shultz yfir, að Bandaríkjastjórn
myndi afturkalla skuldbindingu sína, að
koma til liðs við Nýja Sjáland sé á það ráðist,
standi Nýsjálendingar fast á rétti sínum til að
ákveða sjálfir hver erlend herskip leggjast
við landfestar í höfnum þeirra.
Verkamannaflokksstjórn Bobs Hawke í
Ástralíu leitaðist lengi vel við að bera sáttar-
orð á milli stjórnanna í Wellington og Wash-
ington, en þegar á reyndi mat hún meira
tengslin við Bandaríkin en liðsinni við bar-
áttu nágrannaríkis fyrir sjálfsákvörðunar-
rétti, þar sem pólitísk skoðanasystkini áttu
að auki í hlut. En hafi Bob Hawke ímyndað
sér, að fylgispekt við Reagan og Shultz i
þessu máli yrði honum til framdráttar í skipt-
um við Bandaríkin, er nú annað komið á
daginn. Svo hafa ýfingar vaxið milli stjórn-
anna í Canberra og Washington, að í síðustu
viku tilkynnti ástralski forsætisráðherrann
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að héldi
Bandaríkjastjórn uppteknum hætti að
traðka á hagsmunum Ástralíu, gæti það fyr-
irgert samstöðu landanna í að hamla gegn
sovéskum ítökum á Suður-Kyrrahafi.
Bandaríkjastjórn hefur nefnilega tekið sig
tii og lagt drög að því að bola Ástralíu og öðr-
um löndum, sem ekki hafa tök á að greiða
með útflutningi sínum á landbúnaðarvörum,
af kornmarkaði i Sovétríkjunum og Kína.
Þetta er gert með þeim hætti, að Bandarikja-
stjórn ver of fjár, líklega allt að 35 milljörðum
dollara á þessu ári, til að taka við korni af
bændum, greiða af því geymslukostnað og
mismun á ábyrgðarverði og útflutnings-
verði. Með lögum sem Reagan forseti undir-
ritaði í desember í fyrra, var viðmiðunarverð
á uppskeru til útflutnings lækkað stórlega. Á
það jafnt við um korntegundir eins og hveiti,
maís og hrísgrjón og iðnaðarhráefni eins og
sojabaunir og baðmull.
Með þessu ráði var ætlun Bandaríkja-
stjórnar að snúa við samfelldri fimm ára
hnignun bandarísks landbúnaðar. Uppflosn-
un bænda og gjaldþrot þjónustufyrirtækja
landbúnaðar ýttu loks við stjórnvöldum,
þegar kosningaár fór í hönd. En þegar fyrsti
uppskerutíminn eftir að nýju lögin tóku gildi
er framundan, kemur á daginn að kostnaður
við landbúnaðarstyrkina hefur verið stór-
lega vanmetinn. Upphafleg kostnaðaráætl-
un á fjárlagaárinu 1986 var 17.5 milljarðar
dollara, en nú þykir sýnt að sú upphæð muni
tvöfaldast. Heildarkostnaður á fimm ára
gildistíma laganna var fyrirfram áætlaður 54
milljarðar, en hefur í síðustu áætlun verið
hækkaður í 85 milljarða.
Þegar þessar tölur blasa við, er fangaráð
Reagan-stjórnarinnar að greiða niður mat-
inn í sovétmenn og Kínverja með bandarísk-
um skattpeningum. í Washington eru til
lokaumfjöllunar heimildir til sölu á miklu
magni af niðurgreiddu hveiti til Sovétríkj-
anna og Kína. Þar með er ráðist inn á hefð-
bundna markaði Ástralíumanna.
Af þessu tilefni greip Bob Hawke símann á
fimmtudag í síðustu viku og talaði nokkur al-
vöruorð við George Shultz í Washington.
Síðan lét ástralski forsætisráðherrann tals-
mann sinn skýra nákvæmlega frá því, hvern-
ig hann las utanríkisráðherra Bandaríkjanna
pistilinn.
Hawke sýndi fram á, að sú hveitisala sem
nú er á döfinni af Bandaríkjanna hálfu til
Sovétríkjanna og Kina myndi skaða Ástralíu
um einn milljarð ástralskra dollara. Landið
má illa við slíku, þegar kyrkingur er hlaup-
inn í hagvöxt, sem stjórn jafnaðarmanna
tókst að örva með fyrstu efnahagsráðstöfun-
um sínum. Verðfall hráefna á heimsmarkaði
hefur komið hart niður á áströlskum útflutn-
ingi.
Að sögn fréttaritara Reuters í Canberra
sagði Hawke við Shultz, að bandarískur yfir-
gangur á áströlskum hveitimörkuðum
„myndj gera vafasamt, á breiðu stjórnmála-
sviði í Ástralíu, eðli sambandsins milli landa
okkar... Við gætum ekki, hvorki af hálfu
okkar sjálfra né Bandaríkjanna, risið undir
samkomulaginu um að löndum á Suður-
Kyrrahafi beri að hamla gegn sovéskum
ítökum, sé hagur þeirra þar með fyrir borð
borinn. Ef Bandaríkin skírskota til efnahags-
nauðsynjar, geta þau ekki meinað öðrum að
gera slíkt hið sama.“
Fram til þessa hefur Ástralíustjórn beitt
áhrifum sínum við stjórnir smáu eyríkjanna
á Kyrrahafi til að afstýra að þær taki sovésk-
um tilboðum um fiskveiðisamninga. Eitt ey-
eftir Magnús Torfa Ólafsson
ríki, Kiribati, hefur þegar gert samning við
Sovétríkin, sem heimilar sovéskum skipum
fiskveiðar gegn gjaldi í efnahagslögsögu
eyjanna.
Yfirgangur fiskveiðifiota Bandaríkjanna á
Kyrrahafi í skjóli bandarískra drottnunar-
laga ýtir undir eyríkin, að taka tilboðum
Sovétríkjanna. Fram til þessa hafa banda-
rískir túnfiskveiðimenn fiskað að vild í efn-
hagslögsögu Kyrrahafseyja. Skáka þeir í
skjóli rétt einna lagaákvæðanna í Bandaríkj-
unum, sem ákvarða að bandarísk lög skuli
ganga fyrir alþjóðalögum. Þar er kveðið á
um, að töku bandarísks skips fyrir landhelg-
isbrot gagnvart erlendu ríki, skuli svarað
með efnahagslegum refsiaðgerðum gegn
hverjum þeim sem gerist svo djarfur að am-
ast við athæfi bandarískra landhelgisbrjóta.
Þessu lagaákvæði hefur verið beitt gagnvart
ríkjum rómönsku Ameríku.
Samkvæmt frásögn talsmanna Hawke af
samtali hans við Shultz, gekk ástralski for-
sætisráðherrann ekki eins langt og fjármála-
ráðherra hans, að láta þrýstinginn ná til
bandariskra herstöðva í Ástralíu. Paul Keat-
ing hafði komist svo að orði um það efni, að
léti Bandaríkjastjórn verða af því að bola
Ástralíumönnum út af hveitimörkuðum með
undirboðum, gæti svo farið að Ástralíustjórn
teldi tímabært að taka til yfirvegunar upp-
sögn herstöðvasamnings við Bandaríkin.
Hins vegar hefur Bob Hawke lagt drög að
því að mynda bandalag hveitiræktarríkja,
sem ekki hafa bolmagn til að greiða með
kornútflutningi sínum til að keppa við undir-
boð aðila eins og Bandaríkjanna. Ástralski
forsætisráðherrann hefur snúið sér til Brians
Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og
Raúls Alfonsíns, forseta Argentínu, með uppá-
stungu um að þeir leggist allir á svömu sveif
gagnvart Bandaríkjastjórn. Hvetur Hawke
þá Mulroney og Alfonsín til að láta mótmæla
í Washington áformi Bandaríkjastjórnar um
sölu mikils magns af niðurgreiddu banda-
rísku hveiti til Sovétríkjanna og Kína. Ekkert
nema nógu harkaleg viðbrögð hrökkva til að
halda aftur af tilhneigingu núverandi stjórn-
ar í Washington til að koma fram af tillitsleysi
við bandamenn sína að dómi Hawke.
4 HELGARPÓSTURINN