Helgarpósturinn - 31.07.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Page 7
NÆRMYND Hallvarður Helgi Ein- varðsson er fæddur 2. desember 1931 í Reykja- vík. Foreldrar hans eru Einvardur Hallvardsson, fyrrverandi starfs- mannastjóri Landsbankans og Seðlabankans, Einvarðssonar bónda í Skutulsey á Mýrum og kona hans Vigdís Jóhannsdóttir Hafliðasonar, húsasmíðameistára í Reykjavík. Einvarður faðir Hallvarðs var bankamaður mest alla sína starfs- tíð, en á hinn bóginn sveif mikill lagaandi yfir vötnunum í „Hall- varðssonaættinni" svo kölluðu. Segja má með sanni að Hallvarður hafi fæðst inn í veröld dóms og laga; föðurbróðirinn Jón Hall- varðsson var um árabil sýslumað- ur í Snæfells- og Hnappadalssýsl- um. Föðurbróðirinn Jónatan Hall- varðsson var lögreglustjóri í Reykjavík þegar Hallvarður fædd- ist og síðar sakadómari og hæsta- réttardómari. Og enn einn föður- bróðirinn Sigurjón Hallvarðsson var skrifstofustjóri lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík. Hallvarður ólst upp í Vestur- bænum. Hann er elstur þriggja systkina; sjö árum yngri er bróðir hans Jóhann Einvarðsson, núver- andi aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, en áður þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, bæjarstjóri í Keflavík og á ísafirði. 15 árum yngri er hins vegar systirin Sigríð- ur Einvarðsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. Iæsku var Hallvarður iðu- lega prúður og stilltur drengur sem lærði sínar heimalexíur. Þannig segir Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri í Seðlabankanum og ná- frændi Hallvarðs: ,,Hann var alltaf mjög aðsjáll í orðum og verkum. Að þessu leyti var nokkur munur á þeim bræðrum, honum og Jó- hanni. Hallvarður, sem kallaður var Bóbó, var fremur hæglátur og passasamur, en Jóhann, sem kall- aður var Diddi, var hins vegar ör og fyrirferðarmikill. Hallvarður og frændi okkar Halldór Jóna- tansson, voru leikbræður og þeir voru góðu strákarnir, tóku nám sitt alvarlega og hafa síðan enda reynst seiglunnar menn í starfi". Halldór Jónatansson segist vel muna hversu ólíkir þeir bræður voru. „Jóhann var þessi mikli fjör- kálfur og sprellikarl, en Hallvarð- ur aftur á móti hægari í fram- göngu“. Sjálfur tekur Hallvarður ekki undir þessa tvískiptingu. „Ætli við höfum ekki báðir verið ærslabelgir". Bróðirinn Jóhann tekur hins vegar undir það að Hallvarður hafi verið rólegi bróð- irinn. „En annars gat og getur enn verið glatt á hjalla hjá honum og hann er kátur á góðri stund, þótt hann beri ekki tilfinningarnar á torg,“ segir Jóhann. Eins og fjöldamörg íslensk börn fyrr og síðar kynntist Hallvarður sveitinni á sumrin. Hann var í sveit á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi hjá bóndanum þar, Jóhanni S. Lárus- syni. Það hafði mikil áhrif á Hall- varð að kynnast sveitalífinu, að eigin sögn. „Þarna var sannarlega gott að vera og þar öðlaðist ég reynslu og þroska sem ég er ekki einn um að hafa notið“. Námsferill Hallvarðs hófst í gamla Miðbæjarskól- anum, en síðan lá leiðin í Laugarnesskólann og þaðan í gagnfræðaskólann sem kenndur var við Ingimar Jónsson. Ekki fer miklum sögum af Hallvarði á þess- um árum; hann var prúður og stilltur og alltaf var námið í for- grunni. Til marks um þetta er að íþróttirnar fönguðu aldrei hug hans. „Ég var ósköp vesæll í allri leikfimi og íþróttum," segir hann sjálfur. Þó innritaðist hann síðar meir í glímufélagið Ármann, en ílengdist stutt í glímunni. „Hann datt fljótlega út úr henni. Ég segi nú ekki að hann hafi verið anti- tengsl sem vara ævilangt," segir Hallvarður. Sem fyrr segir fer ekki mörgum sögum af Hallvarði í menntaskólanum, námið hafði al- gjöran forgang. Meðal þeirra sem hins vegar létu mikið að sér kveða á þessum árum í M.R. voru þeir Már Egilsson, viðskiptafræðingur, forstjóri Egils Árnasonar hf. og Magnús Þórðarson, starfsmaður upplýsingadeildar NATO. Að stúdentsprófi loknu lá leið Hallvarðs svo í Háskóla ísiands. Áður var minnst á þann anda dóms og laga er sveif yfir vötnun- um í ættinni og það hefur vart komið á óvart að laganámið skyldi verða fyrir valinu hjá Hallvarði. Sjálfur segir hann: „Því er ekki að leyna að athyglin beindist tiltölu- lega fljótlega að Iaganámi og óneitanlega dró það ekki úr áhug- anum að föðurbræður mínir voru á þessu sviði. Það hafði sín áhrif, en réð þó ekki úrslitum." Ilagadeildinni bar ekki mikið á Hallvarði fremur en áður. Hann stundaði námið sam- viskusamlega og lét félagslífið mikið til fram hjá sér fara. Hann útskrifaðist sem candidat júris í maí 1958 með I. einkunn og með- aleinkunnina 11,45. Svo vill til að meðaleinkunn þeirra 10 laga- nema sem útskrifuðust þetta vor var einmitt 11,45 og því ef til vill rétt að segja að Hallvarður hafi verið „Meðal-Jóninn“ í sínum ár- gangi. Ýmsir þeirra sem útskrifuð- ust sama ár og Hallvarður eru nú nafntogaðir einstaklingar í þjóðfé- laginu — eins og reyndar gjarnt er með lögfræðinga! Við nefnum þessa: Jón Abraham Ólafsson, sakadómari, Jón Olafsson, hæsta- réttarlögmaður, Ragnhildur Helgadóttir, ráðherra, Bragi Hannesson, Iðnaðarbankastjóri, Guðjón Styrkársson, hæstaréttar- lögmaður, Lúðvík Gizurarson, hæstaréttarlögmaður og áður- nefndur Örn Vilhjálmsson Þór hæstaréttarlögmaður. Árin áður höfðu útskrifast t.d. Matthías Á. Mathiesen, ráðherra, Sigurður Helgason, hæstaréttarlögmaður, Jón G. Tómasson, borgarlögmað- ur og Þór Vilhjálmsson, hæstarétt- ardómari og árinu eftir Hallvarð útskrifuðust t.d. Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri, Gauk- ur Jörundsson, prófessor, Sigurð- ur Líndal, prófessor, Einar Odds- son, sýslumaður og áðurnefndur Jón Thors í dómsmálaráðuneyt- inu. Samhliða laganáminu, eða frá 1. febrúar 1954 til 1. febrúar 1955, starfaði Hallvarður í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins, en þá var þar deildarstjóri Tómas Árna- son, síðar þingmaður, ráðherra og nú Seðlabankastjóri. Þar var einn- ig Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra og Hörður Bjarnason, húsa- meistari. Þetta er á árum sam- starfsstjórnaFramsóknarflokksins og SjáÞstæðisflokksins (1950— 1955). Varnarmáladeildin var þá nýtilkomin og var lögsögn utan- ríkisráðuneytisins yfir Keflavíkur- flugvellinum og varnarsvæðinu öllum bitbein á þessum tíma. Ut- anríkisráðherra var dr. Kristinn Guðmundsson í ráðuneyti Ólafs Thors. Alla jafna mótast pólitísk- ar skoðanir manna mjög í menntaskóla og háskóla. Mikið var um framsókn- armenn í ætt og umhverfi Hall- varðs, en hann hefur hins vegar sjálfur aldrei gefið sig að flokks- störfum. „Hann var ekki farinn að mynda sér pólitískar skoðanir á þessum árum og mér vitanlega hefur hann ekkert blandað sér í pólitík né flíkað sínum pólitísku skoðunum síðan," segir einn sam- ferðamaður hans og vinur á þess- um árum. „Ég veit ekki til þess að Hallvarður hafi nokkurn tímann flegið pólitískan kött. En faðir hans var framsóknarmaður og svo Jóhann bróðir hans og ég hygg að skoðanir hans liggi einna næst Framsóknarflokknum ef eitthvað Hallvardur Einvarðsson Hallvarður Helgi Einvarðsson lét nýverið af störfum rannsóknarlögreglustjóra ríkisins eftir nær áratug í Auðbrekkunni. Hann hefur nú tekið við embætti Þórðar Björnssonar sem ríkissaksóknari. bað var einmitt við sama embætti að hann hóf sinn aldarfjórðungs langa feril í þágu ákæru- og rannsóknarvaldsins. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta um öxl og leitast við að fá Nærmynd af Hallvarði. Hér segir frá hæglátum manni, farsælum í námi og starfi. Manni sem þykir litlaus og áhugalítill um félagslíf, en hefur þó lifað og starfað í hringiðu íslenskra þjóðmála og umgengst marga af mestu þungavigtarmönnum íslenska þjóðfélagsins. EBBSSBEHHHHBBBEEBBERBBHeftir Friðrik Þór Guðmundsson teikning ingólfur MargeirssonBHBBBflflflBBBHBBBBBBBH sportisti, hann var svona mitt á milli," segir bróðirinn Jóhann, sem sjálfur lét mikið að sér kveða í íþróttunum. Og það var nokkuð sjálfgefið að Hallvarður færi menntaveginn. Menntaskólaferillinn hófst fyrir norðan, í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þeir urðu samferða norður, hann, Guðlaugur Gunnarsson og Örn Vilhjálmsson Þór, sonur Vil- hjálms Þórs fyrrum ráðherra og síðast Seðlabankastjóra. Heima- vistarleysi varð hins vegar til þess að náminu var framhaldið fyrir sunnan, í Menntaskólanum í Reykjavík. Ekki sóttist Hallvarður eftir metorðum í skólanum og hann var aldrei áberandi í félags- lífinu. Bestu vinir hans á þessum árum voru Þórir Helgason læknir og Sverrir Bjarnason, barnageð- læknir. „Hallvarður var góður námsmaður og nokkuð jafngóður í námsgreinum máladeildarinnar, en ég man að honum þótti sérlega gaman að frönsku," segir Þórir. Hallvarður og Árni Þorgrímsson, flugumferðarstjóri, lásu mikið saman fyrir stúdentsprófið. „Hann var afskaplega þægilegur í við- kynningu og góður námsmaður. Ég myndi segja að hann hafi verið farsæll í námi og síðan í starfi," segir Árni. argir nú nafntogaðir menn útskrifuðust sem stúdentar með Hallvarði 1952. Meðal bekkjar- bræðra í 6-B má nefna þessa; auk Þóris Helgasonar, Sverris Bjarna- sonar og Árna Þorgrimssonar: Dr. Jón P. Ragnarsson, sagnfræðing, Jón Thors, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu, Sigurð E. Guðmundsson, fv. borgarfulltrúa og núverandi forstjóra Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, Ólaf St. Sigurðsson, sparisjóðsstjóra í Keflavík, Braga Björnsson, lög- mann í Landsbankanum, Ríkharð Kristjánsson, verslunarmann, Hannes Pétursson, skáld, séra Kristján Búason, dósent, Ríkharð Pálsson, tannlækni og læknana Þór Halldórsson, Konráð Magnús- son og Konráð Sigurðsson. „Þetta var góður félagsskapur og þarna mynduðust góð og sterk vina- HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.