Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn: Egill Helgason,
Friðrik Þór Guðmundsson,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Jónína leósdóttir og G. Pétur
Matthíasson.
Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Berglind Björk Jónasdóttir.
Afgreiðsla:
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Þorsteinn
skattakóngur
Þegar formaður Sjálfstæðis-
flokksins var inntur eftir því í
viðhafnarviðtali við Mogga á
síðasta ári hvaða leið hann teldi
farsælasta til raunhæfra kjara-
bóta fyrir launþega, benti hann
meðal annars á umtalsverða
lækkun á tekjuskatti. Hann hélt
því þá fram að óhæft væri að
einstaklingar væru margskatt-
lagðir af ríkinu. Það samrýmd-
ist altént ekki höfuðkenningum
sjálfstæðisstefnunnar.
Það blasir kaldhæðnislegur
raunveruleiki við Þorsteini Páls-
syni þessa dagana. Ári eftir
þessi ummæli er hann orðinn
fjármálaráðherra og sá maður í
því embætti sem hefur aukið
skattbyrði einstaklinga milli
ára um hvað flestar prósenturn-
ar — og hafa þó margir fyrir-
rennarar hans í því starfi lagt
hart að sér í efnunum þeim.
Þetta er kaldhæðnislegt fyrir
flokksformanninn, kjaftshögg á
þjóðfélagið.
Greiðslubyrði einstaklinga
vegna beinna skatta mun að lík-
indum aukast um nærri tuttugu
prósent á þessu ári, en það
mun skila ríkissjóði eitthvað á
níunda hundrað milljóna í
auknar tekjur. Þetta er kjara-
skerðing, því nokkuð Ijóst er að
launþegar munu ekki fá þessa
auknu skattbyrði bætta upp
með launahækkunum. Kaup-
gjaldsvísitalan tekur ekki tillit til
beinna skatta.
Þorsteinn gat vel séð þetta
fyrir. Þessi aukna skattbyrði
var augljós strax í upphafi
þessa árs, á meðan formaður
Sjálfstæðisflokksins var enn
ferskur í ráðherrastólnum. Eftir
á er reynt að láta í það skína að
Þjóðhagsstofnun sé um að
kenna, spár hennar um tekju-
breytingar á árinu hafi ekki
gengið eftir og skattahlutfallið
af launum hafi hækkað til sam-
ræmis við það. Þetta er fyrir-
sláttur.
i mars síðastliðnum lá fyrir,
meðal annars hjá Þjóðhags-
stofnun, að skattvísitalan var of
lág og því Ijóst að skattþrepin
þyrftu að hækka verulega til að
koma í veg fyrir aukna skatt-
byrði. Ríkisstjórninni var í lófa
lagið að leiðrétta þessi mál þá,
en einhverra hluta vegna þagði
Þorsteinn. Fyrir bragðið er
hann fallinn á einstaklings-
hyggjuprófinu.
„Byggingar-
sjódurinn
gerir full skil
á greidslum“
Reykjavík, 23. júlí 1986.
Hr. rilstjóri.
Athygli mín hefur verið vakin á
grein í Helgarpóstinum hinn 26. júní
sl., er fjallar um það nýja húsnæðis-
lánakerfi, sem alþingi samþykkti sl.
vor að skyldi taka gildi hinn 1. sept-
ember nk. Þar er m.a. viðtal við dr.
Pétur Blöndal, formann Landssam-
bands lífeyrissjóða, undir fyrirsögn-
inni „Byggingarsjódur borgar aldrei
krónu til baka". í því segir m.a., að
„núna sé farið að lána sífellt stærri
hluta af ráðstöfunarfé (lífeyris)sjóð-
anna til Byggingarsjóðs (ríkisins) og
barin hefur aldrei borgad krónu til
baka. Hann hefur alltaf fengið lán-
að fyrir afborgunum og vöxtum.
Það hefur meira að segja komið bréf
frá Byggingarsjóði þar sem óskað er
eftir að lífeyrissjóðirnir kaupi
skuldabréf fyrir þá upphœð, sem
þeir eiga að fá í afborganir og vexti
frá Byggingarsjóði. Þessi sjóður hef-
ur aldrei borgað krónu til baka af
því, sem hann hefur fengið lánað og
það er spurning hvort hann muni
nokkuð frekar gera það í framtíð-
inni“. (lbr. mín).
Um áratugaskeið hefur Húsnæð-
isstofnun ríkisins tekið stórlán hjá
ýmsum aðilum til að fjármagna að
hluta til lánveitingar sínar úr Bygg-
ingarsjóði ríkisins og Byggingar-
sjóði verkamanna. Lán þessi hafa
verið fengin hjá ríkissjóði íslands,
Seðlabanka íslands, viðskiptabönk-
unum, tryggingafélögum, opinber-
um fjárfestingalánasjóðum, öðrum
opinberum stofnunum og lífeyris-
sjóðunum i landinu. Ætíð og œvin-
lega hefur stofnunin gert full skil á
umsömdum greiðslum á réttum
gjalddögum. Það hefur gerst án
undantekningar og það geta allir
þeir aðilar vottað, sem að ofan eru
nefndir. Margir þeirra hafa einmitt
frekar viljað eiga slík viðskipti við
Húsnæðisstofnun ríkisins en aðra
aðila vegna þess, að þeir hafa ára-
og áratugalanga reynslu af því, að
þeir hafa œtíð getað til fulls treyst á
umsamdar endurgreiðslur á réttum
gjalddögum. Og þar af leiðandi full
ástæða til að ætla að svo verði
áfram, ekki síst þar sem byggingar-
sjóðir Húsnæðisstofnunar eru i
reynd ríkistryggðir. Ofangreindar
staðhœfingar Péturs Blöndal stang-
ast gjörsamlega á við veruleikann
og eru út í hött.
í tilvitnuðum orðum Péturs Blön-
dal er reynt að gera það tortryggi-
legt, að Húsnæðisstofnunin skuli
hafa óskað eftir því við Iífeyrissjóð-
ina í landinu, að þeir tækju við nýj-
um skuldabréfum í stað endur-
greiðslna af eldri bréfum. Þetta hef-
ur stofnunin gert árum og áratugum
saman og aldrei verið að því fundið,
enda ekki athugavert. Pétri Blöndal
hlýtur að vera um það kunnugt, að
slíkt og þvílíkt er alsiða um allan
heim og hefur ætíð tíðkast. Hitt er
annað mál, að lífeyrissjóðirnir hafa
oftsinnis skorast undan þessum er-
indum og hafa þá endurgreiðslurn-
ar að sjálfsögðu undantekningar-
laust verið reiddar þeim í hendur í
reiðufé og á réttum gjalddögum.
Þar sem hér er um mikilvægt mál
að ræða er nauðsynlegt að biðja um
birtingu á ofangreindri athugasemd
hið allra fyrsta, svo að enginn velk-
ist í vafa um hið rétta.
Með þökk,
Sigurður E. Guðmundsson
framkvœmdastjóri.
LAUSN Á
SPILAÞRAUT
Þannig voru öll spilin:
4> Á-7-3
9 8-2
❖ K-10-8-4-3
+ 9-6-3
* 10-9-8-4 + G-6-2
D-7-5 9 9-6-4-3
❖ 7-2 •9 Á-G-6-5
+ K-D-8-4 + 10-7
♦ K-D-5
9 Á-K-G-10
9 D-9
+ Á-G-5-2
Ef við spilum tígulníu fyrst, þá
þvingast austur til þess að nota
eitt af sínum tígulháspilum og þá
er vandinn lítill að spila tígulinn
fríann.
Alveg s|álfsagt
Öllum finnst okkur sjálf-
sagt að hafa rafmagn. Það er
svo snar þáttur í lífi okkar að
við veitum því varla athygli.
Við þrýstum á hnapp og heim-
ilistækið eða vélin á vinnustað
er reiðubúin til þjónustu við
okkur.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
leggur metnað sinn í að dreifa
rafmagni til notenda sinna
stöðugt og hnökralaust. Dreif-
ingarkostnaður greiðist af
orkugjaldi. Ógreiddir orku-
reikningar valda auknum lán-
tökum og hærri rekstrar-
kostnaði.
Jafnsjálfsagt og það er að
hafa stöðugt rafmagn ætti að
vera sjálfsagt að greiða fyrir
það á réttum tíma.
Láttu orkureikninginn hafa
forgang!
V)
RAFM4GNSVEITA
REYKlÁVlKUR
SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
10 HELGARPÓSTURINN