Helgarpósturinn - 31.07.1986, Síða 15
Reykhúsið, ein af uppfinningum Bóbós. Hey er brennt í ofninum og reyk-
urinn svo kaeldur í þremur tunnum ó leið inn í sjólft reykhúsið.
Og önnur ekki síðri uppfinning. 100 hunda hús með kúlulagi. Byggt úr
sperrum gamallar verksmiðju. Gróðurhúsið í baksýn.
Þetta eru allt minkahundar, eina minkahundabúið ó landinu sem er sjólfstætt. Hitt er allt ó ríkinu og hund-
unum semur vel við köttinn. — Bóbó svarti eða Hólfdón Olafsson uppfinningamaður og lærður garð-
yrkjufræðingur ó Uppsölum í Seyðisfirði við Isafjarðardjúp.
inn Djúp, eitt Half and Half bréf að
Uppsölum. Sjálfur fer Bóbó lítið af
bæ.
„Maður kemur út fyrir einstöku
sinnum þegar mann langar í brenni-
vín. Eg fór með hálfa flösku af
brennivíni hingað fyrir fjórum árum
og það er þetta í henni ennþá.“ —
Markar með hendinni fyrir 5
tommu bili og hlær. „Maður sem
mátti helst ekki sleppa úr helgi á ár-
um áður.“ Og hlær enn. Eg verð sex-
tugur núna eftir nokkra daga. Dóttir
mín er þrítug og sonur minn 25. Þá
hölduni við upp á það inni á Bolung-
arvík.
Og nú ætla ég að fá mér í pípu."
Japaninn reif
I sig selspik
Hálfdán Ólafsson sogar úr gamal-
lúinni pípu sem fengið hefur virðu-
legan svip með því að langri slöngu
er komið fyrir milli hauss og munn-
stykkis.
„Já, maður fór svona út úr þess-
um helvítis tryggingamálum. Og
síðan hef ég verið mest hérna og
hef það helvíti gott. Er að dunda við
þetta í ellinni. En ég er orðinn svo
lélegur eftir þetta slys að ég get ekki
unnið nema svona tvo daga í viku.
Þetta lýsir sér þannig að vinstri
löppin verður alveg máttlaus og ég
get ekkert. Þótt ég sé heilsuhraustur
að öðru leyti þá gengur þetta allt
saman voðalega hægt.“
Gróðurhúsbyggingin er hálfklár-
uð og hana ætlar Bóbó að klára
núna fyrir veturinn. lnni í skúr, þeim
sama og geymir síldina, er útsæði
með 10 sentimetra spírum. Það kom
of seint og því er ætlunin hjá Bóbó
að setja það niður í gróðurhúsin
þegar plastið verður komið á.
Hundakofinn fær að bíða eitthvað
enda hundarnir enn ekki það marg-
ir að þeir rúmist ekki í íbúðarhús-
inu. Og karlinn segir okkur af þessu
húsi.
Það var ekkert nema veggirnir
þegar hann kom fyrst. Hafði verið
lengi í eyði og var allt ónýtt. „Eg
svona púslaði þessu saman að
gamni mínu í ellinni. Einhvers stað-
ar verður maður jú að vera." í vetur
einangraði Bóbó loftið með fiski-
kössum úr einangrunarplasti af
þeirri tegund sem ætluð er fyrir
gámafisk. „Mér vara bara fært þetta
hingað í 4 gámum sem komu. Er
bara svona vel kynntur," segir Bóbó
og glottir stríðnislega á blaðamann-
inn.
Á sumrin er hlaðið á Uppsölum
fjölfarin leið. Fyrir skemmstu átti
þar leið um Japani á reiðhjóli.
„Hann býr rétt hjá Tókíó og er
kranastjóri. Pabbi hans var í Okin-
ava í mestu vörninni þar. . .“ — og
Bóbó er farinn að rifja upp, reip-
rennandi, Seinniheimsstyrjaldar-
sögu sem hlustandi kann engin skil
á.
„En hann þessi Japani át sig
saddan hjá mér af selspiki. Var alveg
æstur í þetta. Át þetta bara hrátt hjá
mér hérna niðri í skúr. Var með soju-
glas með og setti það útá. Ég man
það reyndar að maður var gráðugur
í selspik sem krakki — þegar maður
komst í það. . . Og þessi sami var
með vasahníf sem var eitt það
sniðugasta sem ég hef séð. Hann
hafði bæði gaffal og skeið á hnífn-
um. Hugsaðu þér,“ segir Uppsala-
bóndinn og er feykiundrandi á
þeirri tækninýjung sem hann ekki
þekkti á sínum kaupstaðarárum.
Leiðir svo blaðamann niður í
skemmu og dregur fram selshreifa,
tvo saman í kippu. „Svona gaf ég
Japananum og hann var ægilega
hrifinn af. Hengdi þá um hálsinn.
Viltu ekki eiga svona líka.“
Við spyrjum um tungumál. Þú
hlýtur að hafa talað ensku við Jap-
anann og kunna hana þá? En Bóbó
vill ekkert úr því gera.
„Svona mellufær — segir maður
það ekki." Og HP kveður þennan
kynlega Vestfirðing, skarpgreindan
en undarlegan í háttum og heldur
hirðuminni um eigið útlit en norm
félagsvísinda gera ráð fyrir. Renn-
um úr hlaði, sæmd selshreifum sem
má hvort sem er éta eða hafa um
hálsinn.
STUÐMENN
SEÐLAR, ÓMAR RAGNARSSON,
LADDI, BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR,
JÚLÍUS BRJÁNSSON, SIGURÐUR
SIGURJÓNSSON, JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON, ÖRN ÁRNASON,
PÁLMI GESTSSON, JÓHANNES KRISTJÁNSSON FRÁ BREKKU Á
INGJALDSSANDI, LEIKKONUTRÍÓIÐ SKOTTURNAR, LEIKFÉLAG
VESTMANNAEYJA, FIMLEIKASÝNING, BARNAHLAUP, BRÚÐUBÍLL,
NÍU MANNA HARMONIKKUHUÓMSVEIT, SKÓLALÚÐRASVEIT
VESTMANNAEYJA, BREKKUSÖNGUR, BRENNA, FLUGELDASÝNING
0G FLEIRA ...
L2.&3.ÁGÚST
PAKKAFERÐIR FERÐA-
SKRIFSTOFU VESTMANNAEYJA
MEÐ SKEMMTIFERÐASKIPINU
SMYRLI Á METTÍMA TIL EYJA
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ
VESTMANNAEYJUM
SMYRILSFERÐ ER ÓSKAFERÐ
SMYRILSFERÐ ER STUH FERÐ
FERÐASKRIFSTOFA
VESTMANNAEYJA ?
ÁÆTLUN SMYRILS UM VERSLUNARMANNAHELGINA:
FIMMTUDAGINN 31. JÚLÍ:
Frá Seyðisfirði kl. 22:00.
FÖSTUDAGINN 1. AGUST:
Frá Vestmannaeyjum kl. 11:30, frá Þorlákshöfn kl. 14:30.
Frá Vestmannaeyjum kl. 17:45, frá Þorlákshöfn kl. 21:00.
LAUGARDAGINN 2. ÁGOST OG SUNNUDAGINN 3. AGUST:
'Frá Vestmannaeyjum kl. 10:00, frá Þorlákshöfn kl. 13:00.
MANUDAGINN 4. ÁGUST:
Frá Vestmannaeyjum kl. 09:00, frá Þorlákshöfn kl. 12:00.
Frá Vestmannaeyjum kl. 15:00, frá Þorlákshöfn kl. 18:00.
Frá Vestmannaeyjum til Seyðisfjarðar kl. 21:00.
AUSTFIRÐINGAR: NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI 0G
KOMIÐ Á ÞJÓÐHÁTÍÐ. UMBOÐSMENN Á HVERJUM FIRÐI.
ALLS 60 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT, TRYGGIÐ YKKUR FAR TÍMANLEGA
HELGARPÚSTURINN 15