Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 18
, .Guðmundarmál eru
sem betur fer öll afstaðin,
og mennsk kind tekin að
anda léttar en áður. Þjóð-
in er svo dösuð orðin af
fári því sem kennt er við
Hafskip að þegar linnir
fréttum úr því foraðsdíki
viðskiptaheimsins er eins
og ekkert sé lengur að
gerast. Eins og öll hjól
séu hætt að snúast. Þjóð-
in komin í frí, annaðhvort
til að leggjast í ósæmileg-
an drykkjuskap í Veiði-
vötnum ellegar bara kom-
in í eilífa sundlaugar-
ferð.“
Þessi orð birtust á prenti fyrri-
part þessarar viku, og eru runnin
úr penna kollega okkar eins,
blaðamanns á vinstri væng stjórn-
málanna. Sá þvertekur reyndar
ekki fyrir að þessi ládeyða yfir há-
bjargræðistímann kunni að vera
þjóðarlíkamanum holl, en slær þó
þann varnagla að fyrir fjölmiðlana
sé þetta ástand ábyggilega ekki
hollt. Við á fjölmiðlunum sitjum
nefnilega í miðri agúrkutíðinni,
einsog hún gerist grænust, sumir
segja að þetta sé versta agúrkutíð
í háa herrans tíð, aðrir segja að
gúrkan sé ekki svo slæm — það
séu ýmsar hræringar í þjóðfélag-
inu, hvaiamál, loðnumál og hvað-
eina, að ógleymdum kettinum
Tomma í Vesturbænum.
Þetta er tíminn þegar hitinn í
höfuðborginni skríður yfir tíu
gráður á selsíus, þegar alþýða
manna nennir í rauninni ekki að
lesa blöð, horfa á sjónvarp eða
hlusta á útvarp, þegar almennilegt
fólk leggst í þjóðvegahringsól eða
sólbað, þegar er í rauninni ekki
hægt að ná í nokkurn mann með
viti. En samt skulu auðar síðurnar
æpa framan í blaðamanninn sem
situr í vondu skapi inni á reykfyllt-
um kontór og veit ekki um hvað
hann á að skrifa. Blöðin verða
nefnilega að koma út eftir sem áð-
ur, þótt ekki sé nema af gömlum
vana. En þarna situr blaðamaður-
inn sumsé, hálfráðlaus, drekkur
pilsner eða kaaberkaffi, reykir,
klórar sér bak við eyrun, hringir
eitt og eitt símtal, skoðar forsíðu-
myndina frá því í gær af brjósta-
berum stelpum í sundlaugunum,
veltir því fyrir sér hvort hægt sé
að birta aðra slíka mynd á morg-
un; tekur svo upp símtólið og
reynir að ná í ráðherra sem nátt-
úrlega er í laxveiði eða golfi og
enginn veit hvenær er væntanleg-
ur til baka. Svo fær hann snjall-
ræði, hvers vegna ekki að skrifa
grein um agúrkutíðina? Er það
ekki við hæfi — svona í miðri
agúrkutíðinni? Gúrkugrein um
gúrkutíðina? Lengra verður varla
komist í hinni margumtöluðu
naflaskoðun fjölmiðlanna. . .
Samkvæmt slangurorðabókinni
góðu sem kom út um árið er
,,agúrkutíd (d. agurketid) dauður
tími í blaðamennsku (á sumrin),
þegar lítið gerist fréttnæmt", og
þarf víst engum að koma þessi
skilgreining málfræðinganna á
óvart. Það mun víst nokkuð
áreiðanlegt að orðið er komið til
íslands frá Danmörku, en þar er
það líka notað um þetta ástand
sem gjarnan skapast í blaðaheim-
inum á sumrin. Til Danmerkur er
orðið ,,agurketid“ hins vegar kom-
ið sunnan frá Þýskalandi, en þar
er talað um „sauere Gurkenzeit",
og segir í orðabókum að sá tals-
máti sé upprunninn úr máli kaup-
manna í Berlín. í Þýskalandi hefur
þetta ekki eingöngu verið bundið
við hallæri í blaðamennsku, held-
ur hallæri á ýmsum sviðum; í
verslun, pólitík og menningu —
kaupmönnum í Berlín þóttu sum
sé viðskiptin heldur daufleg á
þeim tíma sem gúrkurnar voru að
þroskast, þ.e. yfir hásumarið.
Þarna verður ekki betur séð en að
hún sé mestanpart röng, ef ekki
alröng skýringin á orðinu sem hef-
ur verið landlæg í blaðamanna-
stéttinni íslensku; nefnilega sú að
agúrkutíminn sé sá tími þegar
18 HELGARPÓSTURINN
^tíTTTtitiThrrrcgur, ögrandi
ydi^urkutiö kv, (d. agurketid) dauÖur
timi i blaöamennsku (á sumrin), þeg-
ar litiö gerist fréttnæmt. (Sjá myndi
alb '
kk
h
ri
þegar þjóðin fer í sundlaugina, róðamenn
í laxveiði og blaðamenn naga blýanta
blaðamenn neyðast til að hringja í
bændur til að spyrja frétta af
sprettu agúrka og annars jarðar-
gróðurs.
Raunar benti fjölmiðlamaður
Helgarpóstsins á — væntanlega
með síðarnefndu rangskýringuna í
huga — að nær væri að kalla
þennan neyðartíma í blaða-
mennskunni „heyskapartíð" elleg-
ar „laxatíð", þetta er tíminn þegar
blaðamenn hringja linnulaust í
bændur til að spyrja frétta af hey-
skap og í laxveiðimenn til að inna
þá eftir því hvort vel eða illa veið-
ist í aðskiljanlegum laxveiðiám.
Það þykir heldur ekki amaleg frétt
í „laxatíðinni" ef einhver fyrir-
maður veiðir óvenju stóran lax
eða gerist óhemju fengsæll...
Maður heyrir það haft á orði að
agúrkutíðin sé óvenju hörð þetta
árið. „Maður man varla eftir ann-
arri eins gúrku," segir Páll Magn-
ússon, sem nú gegnir starfi frétta-
stjóra hjá sjónvarpinu. „Þetta var í
lagi nú fyrripart sumars, en eftir
að fór að hljóðna um Hafskipsmál,
og þó sérstaklega Guðmundarmál,
hefur ástandið verið slæmt. Hér á
sjónvarpinu erum við reyndar í
þeirri aðstöðu að geta flotið áfram
í góðu myndefni, við getum tekið
fallegar myndir úti á landi, farið
víða, en samt getur ástandið verið
býsna slæmt — þrátt fyrir hvalreka
einsog hvalveiðimálið hérna um
daginn."
Það þarf náttúrlega ekki að hafa
mörg orð um það hvers vegna
gúrkutíðin er gúrkutíð. Öll starf-
semi er í mesta lágmarki, þing-
menn og stjórnmálamenn láta af
væringum í bili, ládeyða yfir stór-
fyrirtækjum og stofnunum, valda-
batteríið í Reykjavík tekur sér ein-
faldlega frí. Eftir sitja blaða-
mennirnir með auðu síðurnar og
það stóra vandamál að það er
aldrei hœgt ad ná í nokkurn
mann, Leitis-Gróurnar og hinir
lífsnauðsynlegu viðmælendur eru
staddir í veiðikofum, sumarhúsum,
flugvélum og bílum út um hvipp-
inn og hvappinn. Kannski bætir
það heldur ekki úr skák að á
agúrkutímanum fyllast flestir fjöl-
miðlar af sumarfólki, iðulega
reynslulitlu. Það gefur náttúrlega
auga leið að þetta ungviði á erfið-
ara með að ná í fréttir sem ein-
hver slægur er í, heldur en gamlir
þjarkar sem þurfa ekki annað en
að anda í síma til að ná í alskap-
aða frétt. Þetta er sumsé spurning
um „samverkandi þætti", einsog
það heitir á okkar ágæta stofnana-
máli.
Það var að heyra á viðmælend-
um Helgarpóstsins (sem eru allir
úr þeim ógæfusama hópi blaða-
manna sem si(ur fastur í bænum)
að agúrkutíminn sé hvað óskap-
legastur mánuðinn 10. júlí til 10.
ágúst. Þá er búið að hreinsa upp
flest eftirmál vetrarins, en síðan
fer ástandð að smábatna þegar
líður að skólahaldi, þinghaldi og
nefndir taka að setjast aftur á
rökstóla. Náttúrlega er víst að
agúrkutíðin bitnar misilla á ein-
stökum fjölmiðlum. Einsog Páll
Magnússon sagði getur sjónvarpið
prjónað uppí mörg göt með
fallegu myndefni, en á dagblöð-
unum verður ástandið oft mun
hryggilegra. Flest þeirra vilja að
minnsta kosti eina góða uppslátt-
arfrétt á dag, þeirra vanabundna
form hreinlega heimtar þennan
uppslátt, og í neyð verða ritstýr-
endur oft að grípa til þess ráðs að
bera hálfgert óæti á borð fyrir les-
endur. Dagblöðin geta þó altént
stækkað og minnkað myndir eftir
hentugleikum, en það getur út-
varpið vitaskuld ekki, fjölmiðill
hins talaða orðs. Útvarpið á sér
enga undankomuleið, fréttatímana
þar þarf að fylla með öllum ráð-
um.
Kári Jónasson, fréttastjóri á út-
varpinu, segist muna þá tið þegar
menn einfaldlega brugðu á það
ráð í fréttahallærinu á agúrku-
eftir Egil Helgason mynd Grétar Reynisson (úr slangurorðabókinni)
tímanum að setja plötu á fóninn.
Siíkt væri þó liðin tíð. „Það hefur
margt breyst með bættum sam-
göngum og meiri tækni,“ segir
Kári. „Nú eru öll aðföng miklu
auðveldari, það eru til dæmis
komnir farsímar út um allt land —
í síðustu viku náðum við símavið-
tölum við tvo framámenn í far-
síma. Fréttaritararnir erlendis eru
líka duglegir við að hringja inn,
svo hér hefur ekki myndast neitt
neyðarástand."
Kári er reyndar þeirrar skoðun-
ar að yfirstandandi agúrkutíð sé
með líflegra móti; Hafskipsmál,
Guðmundarmál, loðnumál og
hvalveiðimál séu engar smáfréttir.
„Þetta fer líka eftir því hvernig
maður leggur netin,“ bætir hann
við, ,,ef menn sitja bara við sím-
ann er kannski ekki von til þess
að þeir komist í feitt. A sumrin er
hins vegar rakið að gera frétta-
menn út af örkinni, maður sem
við sendum til Færeyja um daginn
er til dæmis á kafi í fréttum sem
geta skipt okkur íslendinga þó
nokkru."
Sennilega var agúrkutíðin ekki
svo heiftarleg í fyrra. Þá stóð þing
langt fram á sumar og Hafskips-
mál komu fyrst fram í dagsljósið.
Oft verður agúrkutíðin líka bæri-
leg þau sumur þegar kosið er til
þings, sem venjulega er í júnílok.
Þá geta stjórnarmyndunarviðræð-
ur staðið mestallt sumarið, og þær
hafa náttúrlega ótal fylgifiska.
Og ef engin slík lífsakkeri bjóð-
ast í gúrkutíðinni — ja, þá er hægt
að tékka á heyskap, laxveiði,
ferðamálum, sjávarafla eða skatt-
skránni, sem að venju er opin-
beruð á háagúrkutímanum. Eða
að tékka á einhverju sem kemur á
óvart, einhverju nýstárlegu — eins-
og kettinum Tomma sem setti allt
á annan endann í Vesturbænum.
Eða þá að teygja einfaldlega lop-
ann í þeim fáu málum sem til eru,
skítnýta þau, einsog einn viðmæl-
andi Helgarpóstsins orðaði það...
Það var líklega DV sem átti
heiðurinn af því að gera köttirin
Tomma frægan að endemum, þótt
Morgunblaðið fylgdi reyndar
dyggilega í kjölfarið. Þessi köttur
vann sér það helst til óhelgi að
hrella nágranna sína með ýmsum
uppátækjum, þar á meðal köttinn
Bjart með ýktum læðufarssögum.
Spurningin var meðal annars sú
hvort Tommi væri hættulega
hreinræktaður, og þar af leiðandi
veill á geðsmunum.
„Kötturinn Tommi brúaði fyrir
okkur bilið milli Guðmundarmáls-
ins og hvalveiðimálsins," segir
Jónas Haraldsson, fréttastjóri á
DV. „Að mínu mati er þetta hið
skemmtilegasta mál, fólk hefur
áhuga á þessu, og víst ekki van-
þörf á því að hafa eitthvað
skemmtilegt í blöðunum. Annars
ríkir ekkert skelfingarástand hér,
þótt vissulega standi yfir argasta
gúrkutíð. Máski verða fréttirnar
eitthvað öðruvísi en á háannatím-
anum, það er kannski ekki alltaf
jafnljóst hver verður forsíðuupp-
slátturinn næsta dag, en samt er
það ekkert vandamál að fylla
blaðið með skikkanlegu efni."
En kötturinn Tommi? Jú, DV
skýrir frá því fyrir skemmstu að af
honum sé „tíðindalítið", hann fari
nú frjáls ferða sinna í Vesturbæn-
um með ól um hálsinn og kyrfi-
lega merktur eigendum sínum.
„Ég er helst á því að agúrkutíð-
in standi í sambandi við það að
Alþýðubandalagið er komið í
sumarfrí," segir Össur Skarp-
héðinsson, ritstjóri Þjóðviljans.
„Ég hef heyrt hjá sumum kolleg-
um mínum að þetta sé versa
agúrkutíð í manna minnum, hún
er vissulega slæm, en það er frá-
leitt að við séum jafnlangt leiddir
og DV sem hefur haft mjög góða
gúrkuuppskeru síðustu vikurnar.
Þeir voru til dæmis ekkert að
tvínóna við hlutina, heldur sendu
sérstakan menningarritstjóra til að
senda fréttir af brullaupi Andra
prins og Söru. Það er varla að DV
hafi haft jafnmikið við síðan þessi
sami prins teymdi klámmyndaleik-
konuna Koo Stark á flærðir hér
um árið.“
Já, agúrkutíðin — við förum
sennilega ekki varhluta af henni
hérna á Helgarpóstinum heldur.
Eða hvað segiði um þessa grein. . .