Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 23

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 23
en eigum við nokkuð að vera að fara frekar út í þá sálma." Hann hlær. En trúirdu á ástina? „Ja, ég hef alltaf verið í vandræðum með það fyrirbæri. Ég held að ástin sé eitthvað sem ekki er varanlegt, heldur eitthvert algleymi sem er bundið mjög skammvinnum stundum. Eða eins og Goethe sagði. „Ekkert er eins óbærilegt 9g hamingja sem endist í marga daga í senn.“ Ég gerði einu sinni langa dagskrá um hamingjuna fyrir Skúlagötuútvarpið, og reyndi í rúma klukkustund að gera sjálfum mér og hlustend: um ljóst hvað í því fyrirbæri fælist en ég helti að hvorki ég né aðrir hafi verið nokkru nær eftir þá umfjöllun." HAMINGJAN ER SKAMMVINNT ÁSTAND Ertu hamingjusamur? Hann hlær og teygar síðasta sopann úr glas- inu. „Þetta er hræðileg blaðamannaspurning Ég get ekki sagt að ég sé gagntekinn af ham- ingju eða sælu þessa stundina. Það litla sem ég hef skilið um hina svokölluðu hamingju, er að það sé ástand sem menn finna fyrir þegar þeir ná einhverjum hápúnkti, þegar þeir komast á tindinn. En tindurinn er svo vindasamur að þar er aldrei stætt lengi í senn. Hamingja er ástand. sem ég held að sé of bundið við mannleg sam- skipti og svo geta menn lesið á milli línanna en ég viðurkenni að ég er hrifnari af konum en körlum. Vinnan getur líka fært manni stóran skammt af hamingju og vellíðan, eins og þú bendir á. Sérstaklega skapandi vinna, eins og sú að setja saman texta sem maður er sáttur við og þá finnur maður fyrir þessu flugi, þessum ljúf- sára sting sem fylgir hamingjunni." Ertu eins montinn og hrokafullur og sagt er? „Það er rétt, ég hef verið vændur um að vera hrokafullur og ég var það á árum áður en ég held að ég sé alveg orðinn laus við þann kvilia nú. Það var aðallega á því tímabili þegar ég hélt að ég væri meira skáld en ég er, en ég losnaði vð hrokann þegar ég komst að því að ég var „enginn héraðsbrestur", eins og frændi minn Einar Kárason orðaði svo fallega." LEGGST í RÚMIÐ EF ÉG HEYRI EINHVERJU LOGIÐ UM MIG Tekurdu það nœrri þér þegar þú heyrir Ijótar sögur um þig, að þú hafir farið illa með konur og þut um líkt? „Já, ég er ógurlega viðkvæmur og ég leggst í rúmið ef ég heyri einhverju logið um mig. Hins vegar hef ég aldrei verið neinn engill í einkalíf- inu og hafi mér orðið á einhver víxlspor hef ég tekið því með stóískri ró ef eitthvert fólk er að gera sér mat úr þeim.“ Ertu svolítiö karlrembusuín? „Nei, ekki lengur og ég held að ég hafi al- mennt ekki farið illa með konur. Ég er bara hald- inn fóbíu gegn of miklum böndum og hef viljað losa mig úr samböndum þegar þau fara að verða einhver vani. Hvort það er að fara illa með kon- ur, er svo annað mál.“ Hann brosir, mjög einlæg- lega. Varir þínar titrandi vœngir sem leita skjóls fyrir nóttinni andardráttur þinn kvöldblœr sem svalar hörundi mínu augu þín tveir ísbláir speglar tjarnir í hvítu tunglskini og þegar þú sofnar tek ég glitrandi stjörnuteppi og breiöi yfir nekt þína í rökkrinu A.Bj.B. „Ja, ég get ekki beinlínis sagt að ég sé afhuga lífsnautninni, ég hef alltaf verið hallur undir lífs- nautnirnar." Og hverjar eru þœr helstar? „Já, hverjar eru þær.“ Hann hlær svolítið vandræðalega. „Ég hef aldrei verið mótfallinn hinu ljúfa lifi og öllu sem því fylgir. Annars vill það loða við á Islandi að það komist alls konar tröllasögur á kreik um menn sem stunda mikið lífsnautnina frjóu. í ákveðnum hópum hafa gengið sögur um mig sem ég hef átt afar erfitt með að þekkja aftur.“ Hann þegir örlitla stund og heldur síðan áfram. „Ég get ekki neitað því að mér finnst bjórinn góður og guðaveigar yfir- leitt, enda sé ég engar ástæður til að vera með neinn tepruskap í þeim efnum. Mönnum er ekki nema ein ævi gefin. Góðvinir mínir og kunningj- ar hafa stundum haft á orði við mig að ég væri hálfgerður Álfur á Vindhæli, ein aðalpersónan í „Fornum ástum" eftir Sigurð Nordal, einhverri fegurstu bók sem skrifuð hefur verið á íslandi." Hvernig var Álfur, var hann hrifinn af konum? Hann sýpur á glasinu sínu. ,,Þú ert lúmsk! Álf- ur lifði of hratt, svo að tíminn og ellin gætu ekki fangað hann. Það má vera dauðyflislegur maður sem ekki verður hrifinn af því að lesa þessa bók. Bíddu, ég ætla að sýna þér hana." Hann stekkur að bókaskápnum en finnur hana ekki. „And- skoti, það má enginn komast í þessa bók, án þess að rífa hana með sér." Hann sest aftur svolít- ið vonsvikinn. NÝT ÞESS AÐ KREISTA SAFANN ÚR AUGNABLIKINU Hvernig lýsir það sér, að,, lifa ofhratt fyrir tím- ann?" „Ja, þegar Álfur kemur aftur heim, eftir langa útivist og hittir gömlu ástkonuna sína, þá er hann ennþá ungur og glæsilegur, en hún bogin og slitin. Gallinn er sá að hún hafði haft eitthvað til að lifa fyrir, hafði yrkt jörðina og fyllt lífið innihaldi á meðan hann hafði safnað þúsund augnablikum. „Að lifa of hratt fyrir tímann" lýsir sér aðallega í því að vilja drekka hvern bikar í botn í víðri merkingu þeirra orða og njóta þess að kreista safann úr augnablikinu. Og láta ekki þröngva sér í einhvern hefðbundinn ramma eða lifa eftir einhverri bjánalegri forskrift heldur bara eins og mann langar til.“ Þú átt nú samt hjónaband að baki? „Jú, ég hef nú reyndar verið giftur, en það var ekki lengi. Og ég hef ekki i hyggju að koma mér í neitt ektastand í bráð. Ég var giftur þýskri konu, DETT STUNDUM Á NEFIÐ Geturðu lýst þér i fjórum lýsingarorðum? Augu hans skjóta gneistum. „Bíddu við, jú, ég er brokkgengur, vinnuforkur á köflum, bölvað- ur ietingi í bland og óþægilega hrifnæmur. Ég er líka gjarn á að hlaupa á eftir tilfinningum mín- um og dett þá stundum á nefið. Sérstaklega í ást- armálum." Svo mörg voru þau orð. Arthúr Björgvin spyr mig hvort ég sé ekki til í að líta í eina bjórkollu, við munum án efa hitta fjölda íslendinga á krá- arrölti. Og ég segi já, því að mér finnst bjór líka svolítið góður og veit fátt skemmtilegra en að hitta fyrir íslendinga í útlöndum. Á leiðinni út trúir hann mér fyrir því að hann hafi verið efins um hvort liann ætti að veita HP viðtal við sig, og þess vegna farið á stúfana og spurt íslenska vini sína, hvort þeir þekktu þessa blaðakonu og hvernig hún væri. Að því búnu hefði hann tekið ákvörðun um að láta til leiðast. Og þetta fannst mér sniðugt og meðmæli með honum sem fréttamanni — að hann skuli rannsaka feril og líf blaðamannsins sem kemur til hans alveg eins og sá síðarnefndi grennslast fyrir um viðfangsefni sitt. Og þá hló ég hátt og við héldum fagnandi á fund íslendinga útí svalri þýskri nóttunni. ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON TALAR FRÁ VESTUR-ÞÝSKALANDI

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.