Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 28
VIZKA
KR'AFTUR
FECURD
'
f •
j V %0ý-,
FYRIRMÖNNUNUM FÆKKAR
I • • •_ V- x «x
neimsDek 1 /
'bl
3 heilagt U
i— X I • 1 • ,i r
v M 1 U • I M.oii psirra i nthntnn com LKIiVJIIIVJ OCIII þessu leyncíarmá!
an hátt
möurl;
veana m a hefur tekist að varðveita íeynda rma ð
leyndinni felst st) Tkur hreyfingarinnar.
imeiainleaa
ic/
Þannig reit Úlfar Þormóösson
fyrir 5 árum í sinni umdeildu bók
um Frímúrararegluna, „Bræðra-
bönd“. Úlfar var ekki í vafa um gildi
reglunnar: „Innan hennar raða er
að finna æðstu menn framkvæmd-
arvalds, löggjafarvalds og dóms-
valds. Allir valdaþræðir þjóðlífsins
tvinnast saman innan hennar. Með
frímúrurum hafa verið teknar
stjórnmálalegar ákvarðanir sem
djúpt markar enn fyrir í íslensku
þjóðlífi og reyndar mannkynssög-
unni aljri."
En Úlfar benti jafnframt á að
blómaskeið reglunnar hér á landi
hefði verið á fimmta áratug aldar-
innar. Síðan þá hefur dregið úr
áhrifamættinum þegar miðað er við
menn í lykiistöðum þjóðfélagsins en
á hinn bóginn er þarna enn að finna
áhrifamikla menn á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins. Fremur lítið er
núorðið um ráðherra og þingmenn
í reglunni, en því fleiri eru forstjór-
arnir, lögfræðingarnir og banka-
stjórarnir. Reyndar verður ekki bet-
ur séð en að á síðustu árum hafi yfir-
bragð reglunnar orðið æ „ófínna"
og ásókn manna í lykilstöðum þjóð-
lífsins minnkað að sama skapi.
Á þeim fimm árum sem liðin eru
frá því að bók Úlfars sá dagsins Ijós
hafa orðið allnokkrar breytingar á
toppi Frímúrarareglunnar á íslandi,
auk þess sem reglubræðrum hefur
fjölgað jafnt og þétt og nýjar stúkur
hafa verið stofnaðar. Sumarið 1980
töldust reglubræður vera 1.885 og
hafði fjölgað um 333 á fimm árum.
Næstu fimm árin varð fjölgunin
mjög svipuð, þannig að sumarið
1985 höfðu 325 bræður bæst við og
heildartalan komin upp í 2.210.
Mjög greinilegt er að ákveðinn
kvóti er í gildi um meðlimafjölgun;
á hverju ári bætast við 65—66 nýir
reglubræður og hver stúka hefur
sinn kvóta.
Nú orðið eru 10 fullgildar „Sánkti
Jóhannesar" stúkur á landinu. Fjöl-
mennasta stúkan og sú elsta er Edda
í Reykjavík. Síðasta sumar voru í
henni 565 bræður og bætast við
4—5 nýir félagar ár hvert. Þá kemur
Reykjavíkurstúkan Mímir með 384
bræður og árlega fjölgun upp á
9—10 meðlimi. 1 þriðja sæti var í
fyrra Akureyrarstúkan Rún með
325 bræður og árlega fjölgun upp á
6—7. Síðan kemur Reykjavíkurstúk-
28 HELGARPÓSTURINN
an Gimli með 319 bræður og þar er
fjölgunin 11—13 á ári. Næst kemur
enn ein Reykjavíkurstúkan, Glitnir,
með 152 bræður og fjölgun upp á
10—12 bræður á ári. Næst kemur
Hafnarfjarðarstúkan Hamar með
138 bræður og fjölgar þar um 4 á
ári. Akranesstúkan Akur er næst
með 126 bræður og þeim fjölgar ár-
lega um 6—7. ísafjarðarstúkan
Njála hafði í'fyrra 85 bræður og
fjölgaði um 2—3. Þegar Úlfar reit
bók sína var fremur nýlega komin til
skjalanna Keflavíkurstúkan Sindri,
sem hafði í fyrra 64 bræður og hefur
þeim fjölgað um 8 að meðaltali á ári.
Síðan þá hefur svo bæst við Selfoss-
stúkan Rödull, en í henni voru í
fyrra 52 bræður.
Innan Frímúrarareglunnar er
gráðuskipting; alls eru gráðurnar
ellefu talsins. Nýir meðlimir byrja á
botninum og vinna sig upp. Loka-
takmarkið er að ná elleftu gráðu og
að ávinna sér um leið nafnbótina
„Riddari og kommandör rauða
krossins" en auðvitað vilja væntan-
lega hinir metnaðarfyllstu verða
stórmeistarar Frímúrarareglunnar á
íslandi.
Aðeins hinir þrautseigustu kom-
ast á toppinn — verða riddarar og
kommandörar. Þegar Úlfar reit sína
bók „Bræðrabönd" var 21 bróðir
með elleftu gráðu. Nokkrir þeirra
eru látnir en aðrir hafa fyllt í skörðin
og nú eru 25 bræður á toppnum
samkvæmt nýjasta félagatali sem
liggur fyrir, en það á að vera leyni-
legt. Þeir eru allir taldir upp hér á
opnunni, ásamt nokkrum valin-
kunnum bræðrum af tíundu gráðu
— en þeir eru alls rúmlega 170 nú-
orðið — sem bíða við þröskuld ell-
eftu gráðunnar. Níunda gráðan er
hins vegar sú fjölmennasta í regl-
unni, þangað voru í fyrra komnir
430 bræður. Meðal riddara og
kommandöra hin síðari ár sem látist
hafa eða eru ekki lengur á toppnum
má nefna dr. Helga R Briem, fv.
ambassador, séra Jón J. Auduns,
fyrrverandi dómprófast, Oliver
Stein Jóhannesson, bókaútgefanda,
Sigurgeir Gudmundsson, fv. skóla-
meistara og Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmann.
Núverandi stórmeistari Frímúr-
arareglunnar á íslandi er Gunnar J.
Möller hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur, en
hann tók nýlega við tigninni af Víg-
lundi Möller, skrifstofustjóra sjúkra-
samlagsins. Aðrir „riddarar og
kommandörar" af elleftu gráðu eru
tíundaðir í opnunni, en stórmeistar-
ar einstakra stúkna eru yfirleitt af
Innsti hringur regiunnar. ..
□ Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður og ív. framkvæmda-
stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Stórmeistari Frímúrarareglunn-
ar □ Víglundur Möller, skrifstofustjóri sama sjúkrasamlags, for-
veri Gunnars í sæti stórmeistara □ Árni Gestsson, forstjóri Glob-
us og íslensk-tékkneska verslunarfélagsins □ Björn Svein-
björnsson, hæstaréttardómari □ Einar Birnir, forstjóri og eig-
andi G. ólafsson hf. □ Elías Halldórsson, fv. forstjóri Fiskveiða-
sjóðs og Iðnlánasjóðs □ Friðjón Skarphéðinsson, fv. dóms- og
félagsmálaráðherra og yfirborgarfógeti □ Guðmundur Sveins-
son, guðfræðingur og skólameistari Fjölbrautarskólans í Breið-
holti □ Guido Bernhöft, stórkaupmaður í H. Ólafsson og Bern-
höft □ Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Breiðholti □ Indriði
Pálsson, íorstjóri Skeljungs — SHELL □ Jakop Jónsson, guö-
fræðingur og prestur □ Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suö-
urlands □ Jón AntonSkúIason.póst-ogsímamálastjóri □ Karl
Guðmundsson, verkfræðingur í Almennu verkfræðistof-
unni □ Ólafur Kjartansson, stórkaupmaður □ Óttar Möller, fv.
forstjóri Eimskipafélagsins og stjórnarmaður í Flugleið-
uin □ Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands □ Stefán Guðnason,
fv. yfirtryggingalæknir □ Svanbjörn Frímannsson, fv. Lands-
banka-ogSeðlabankastjóri □ Sveinn Frímannsson, lögfræðing-
ur og framkvæmdastjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins □ Vil-
hjálmur Jónsson, forstjóri ESSO, olíufélags Sambands-
ins □ Pórður J. Gunnarsson, umboðsmaður Brunabótafélagsins
á Akureyri □ Porsteinn Jóhannesson, fv. prófastur á ísa-
firði □ Önundur Ásgeirsson, fv. forstjóri OLÍS.
.. . og nokkrir í jaðrinum
□ Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra □ Erlendur Einars-
son, forstjóri SÍS □ Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og
stjórnarformaður SÍS □ Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri hjá
SIS □ Jón Rafn Guðmundsson, fv. framkvæmdastjóri Andvöku
(SIS) □ Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, fv. forstjóri Skeljungs —
SHELL □ Hilmar Fenger, forstjóri □ Hjörtur Hjartarson, for-
stjóri □ Jónas G. Rafnar, stjórnarformaður Seðlabank-
ans □ Jósafat J. Líndal, sparisjóðsstjóri □ Ragnar Steinbergs-
son, lögfræðingur á Akureyri □ Sigurður Ringsted, útibússtjóri
Iðnaðarbankans á Akureyri □ Ágúst Flygenring, for-
stjóri □ Arent Claessen, forstjóri □ Eggert ísaksson, forstjóri
Hvals hf. í Hafnarfirði □ Einar K. Guðfinnsson, útgerðarmað-
ur □ Friðrik Einarsson, yfirlæknir □ Bjarni R. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri G.J. Fossberg □ Jakob Frímannsson, ív. kaupfé-
lagsstjóri KEA □ Baldur Sveinsson, verkfræðingur □ Einar
Jósefsson, kaupmaður □ Porsteinn R. Helgason, skrifstofu-
stjóri □ Jóhann Ágústsson, stórkaupmaður □ Hróbjartur
Lúthersson, heilbrigðisfulltrúi □ Jóhannes Proppé, deildar-
stjóri.