Helgarpósturinn - 31.07.1986, Side 39
FRÉTTAPÓSTUR
Hvalveiðamálið
Hvalveiðum í vísindaskyni hefur verið hsett í bili, að
minnsta kosti til 20. ágúst nk. Sagt er að sumarfrí starfs-
manna Hvals hf. standi yfir. Forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, segir þó að hugsanlegt sé að hvalveiðum
verði frestað fram til næsta árs náist ekki samkomulag á
fyrirhuguðum fundi Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs-
ráðherra, og bandaríska viðskiptaráðherrans, Baldridges
18. júlí sl. tilkynnti Baldtridges að ef íslendingar myndu
ekki hætta veiðum þá þegar eða þegar 60 dýr væru komin á
land mundi hann grípa til lögboðinna gagnráðstafana, þ.e.
staðfesta við Bandaríkjaforseta að íslendingar færu ekki
eftir alþjóðlegum samþykktum um fiskveiðar. Það þýddi að
Bandaríkjamenn myndu ráðleggja Japönum að kaupa ekki
hvalkjöt af íslendingum. Þremur sólarhringum síðar var
hvalveiðum hætt. íslendingar hafa litið á þetta sem hótanir
Bandaríkjamanna um viðskiptaþvinganir á hendur íslend-
ingum. Því hafa Bandaríkjamenn mótmælt. Vegna þess hef-
ur Steingrímur Hermannsson birt gögn frá Bandaríkja-
mönnum sem hann telur sýna svo ekki fari milli mála, að
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna hafi verið búinn að
ákveða að leggja fram kæru varðandi hvalveiðar íslendinga.
Ónafngreindir embættismenn bandarískir segja hluta þess-
ara gagna vera trúnaðarskjöl og hefur birting gagnanna
vakið hneykslan og reiði nokkurra ónafngreindra embætt-
ismanna að sögn fréttastofunnar Reuters. Fundur Halldórs
og Baldridges verður í næstu viku.
Skatturinn kominn
Skattbyrði einstaklinga í ár eykst um 0,5—0,8% miðað
við árið í fyrra. Tekjur ríkissjóðs aukast af þeim sökum um
650 milljónir króna umfram áætlun fjárlaga og um aðrar
150 milljónir króna vegna meiri tekjuskatts af félögum en
gert var ráð fyrir. Þessum 800 milljónum króna hefur þegar
verið ráðstafað. 500 milljónir fara til að mæta launahækk-
unum opinberra starfsmanna og 300 milljónum verður var-
ið til niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum. Fjármálaráðu-
neytið gefur þrjár meginskýringar á þessari hækkun: í
fyrsta lagi er bent á að skattvísitalan var hækkuð um 36%
milli áranna 1985 og 86 en tekjur hækkuðu hinsvegar um
42—43% að meðaltali. í öðru lagi hefur stærra hlutfall af
tekjum skattþega farið í hærra skattþrep. Loks er sú skýr-
ing gefin að hert skattaeftirlit og aðgerðir skattayfirvalda
hafi haft þau áhrif að tekjur manna skili sér betur til skatts
en áður.
Bergstaðastræti 15
Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra felldi á dögun-
um úr gildi byggingaleyfi sem meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur hafði veitt fyrir byggingu fjögurra hæða húss
á lóðinni Bergstaðastræti 15. Þar stóð áður elsti steinbær
landsins. íbúar í Bergstaðastræti 17 höfðu kært ákvörðun
bygginganefndar borgarinnar til ráðherra. Úrskurður ráð-
herra byggist á því að skipulagsstjórn ríkisins hafði mælt
með því að leyfið yrði afturkallað þar sem teikningar sam-
rýmdust ekki aðalskipulagi á svæðinu. Bins er í úrskurði
ráðherra tekið fram að nýtingarhlutfallið sem gert var ráð
fyrir sé of hátt og þar að auki liggi deiliskipulag ekki fyrir.
Það hefur ekki gerst áður að ráðherra hafi tekið ákvörðun
gegn ályktunum borgarinnar.
Fréttapunktar
• Um síðustu helgi átti lögreglan úti um allt land náðuga
daga. Svo virðist sem fólk sé að spara og hvíla sig fyrir Versl-
unarmannahelgina.
• Jafnréttisráð hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að
jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu lögregluþjóna til
sumarstarfa á Akureyri í april sl. Brlingur Pálmason yfir-
lögregluþjónn var dæmdur fyrir að brjóta jafnréttislög.
Hann telur það fara illa saman að vera lögbrjótur og lög-
regluþjónn.
• Tæpar 270.000 krónur söfnuðust á tónleikum sem Bubbi
Morthens og félagar héldu til styrktar Kvennaathvarfinu í
Reykjavík. Troðfullt var útúr dyrum á tónleikunum. 765
miðar seldust og þess voru dæmi að menn kæmu til þess
eins að kaupa miða.
• Eignir þrotabús Þörungavinnslunnar á Reykhólum hafa
verið auglýstar til sölu en verksmiðjan er nú starfrækt af
heimamönnum sem hafa hana á leigu til 1. september næst-
komandi.
• Lögreglan hefur verið iðin við að mæla hraða bifreiða um
allt land að undanförnu og bætist sífellt við fjölda þeirra
sem kærðir eru fyrir of hraðan akstur. Á þriðjudag höfðu
210 verið kærðir og 1413 ökumenn fengið áminningu frá lög-
reglunni.
• 18. ágúst næstkomandi eru 200 ár liðin síðan Vestmanna-
eyjar fengu kaupstaðarréttindi. Ekki er fyrirhugað á neinn
hátt í Vestmannaeyjum að minnast afmælisins. En hinn 18.
ágúst 1776 fengu sex bæir kaupstaðarréttindi: Reykjavík,
ísafjörður, Eskifjörður, Grundafjörður, Vestmannaeyjar og
Akureyri.
• í vikunni komu fyrstu íslensku kartöflur sumarsins á
markað úr Mýrdalnum og úr Þykkvabæ. Útlit er fyrir nokk-
uð góða uppskeru kartaflna í haust.
• Kennslumálaráðherra Danmerkur kom til landsins í vik-
unni í opinberri heimsókn. Hann mun, ásamt menntamála-
ráðherra íslands, undirrita á Þingvöllum hinn 1. ágúst
formlega lausn handritamálsins svokallaða.
• Ríkisstjórn íslands samþykkti á fundi í vikunni að setja
á laggirnar starfshóp sem á að gera tillögur um hvernig efla
skuli innra öryggi ríkisins og uppræta ólöglega starfsemi
sem gæti skaðað ríkið og öryggi þess.
Andlát
Guðrún Þórðardóttir heiðursborgari Húsavíkur andaðist
sunnudaginn 27. júlí tæpra 107 ára. Hún var íslendinga
elst.
W
Á tímabilinu 1. mal til 30. sept. Á tímabilinu 1. júnl til 31. ágúst
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30
Fimmtudaga Föstudaga: Sama tímatafla og mánudaga. Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftirkomu rútu. Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00
Viðkoma i inneyjum. Á timabllinu 1. iúlí tll 31. áaúst
Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu.
Viðkoma er áuallt i Flatey á báðum leiðum.
Bílaflutnlnga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkisholmi:
Hjá afgreiðsiu Baldurs
Stykkishólmi, s.: 93-8120
Frá Brjánslæk:
Hjá Ragnari Guðmundssyni
Brjánslæk, s.: 94-2020.
VELKOMIN
I
VÍÐIGERÐI
í VÍÐIDAL
1Hi
wé
IHH
VIÐIGERÐI
r-~
ö.
miðja vegu milli Brúar og Blönduóss, við þjóðveginn
Veitingar og gisting
Bifreiðaverkstæðið veitir alhliða bifreiða- og hjólbarða-
þjónustu. Nýr og endurbættur veitingaskáli býður upp á
Ijúffengar veitingar.
Opið alla daga kl. 9:00 til 23:30
Seljum veiðileyfi í Hóp, Vestur-Hóp og fleiri staði
VÍÐIGERÐI SF
STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100
Nýtt í Hólagarði
CHICK King kjúklingabitar á frábæru verði.
Nautahakk
198kr.kg.
Wamborgarar
m/bra«ði
rOkhStk.
ivttat
Vtf-
Fyrir Verslunarmannahelgina stórkostlegt
úrval af grillmat
STÓRMARKAÐUR í BREIÐHOLTI
Kryddlegnar lambagrill
kótelettur 269 kr. kg.
Libby’s tómatsósa
stór kr. 50,80
HELGARPÖSTURINN 39