Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 4

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 4
INNLEND YFIRSYN Réttarhöld yfir starfs- mönnum Ríkisútvarpsins hefjast í sömu vikunni og lögleg, einkarekin út- varpsstöð sér dagsins ljós. Á öðrum vígstöðv- um heggur ríkisvaldið skarð í verkfallsrétt BSRB. Kvittað fyrir verk- fallið. I steininn með lögbrjotana... í vikunni hófust réttarhöld yfir 10 forystu- mönnum útvarps- og sjónvarpsstarfsmanna sem ákærðir eru fyrir lögbrot þegar þeir lögðu niður vinnu 1. október 1984, þremur dögum áður en koma átti til boðaðs verk- falls. Réttarhöldin eru að því leytinu fádæmi að um langt skeið hefur það ekki tíðkast að reka mál fyrir dómstólum vegna atburða sem henda í verkföllum. Þá hefur saksóknari ákveðið að ákæra einungis útvarpsstarfs- menn þó eins megi ætla að þau lagaákvæði sem saksóknari vitnar til nái til strætóstjóra og póstmanna. Svo undarlega vill til að í sömu viku hefjast útvarpssendingar fyrstu einkareknu útvarpsstöðvarinnar en frjáls- ræði í þeim efnum má telja skilgetið af- kvæmi þeirra deilna sem útvarpsverkfallið olh. Á sama tíma og ákæruvaldið gerir harða hríð að fámennum starfshópi innan BSRB hefur ríkisvaldið á öðrum vígstöðvum höggvið skarð í fylkingu þessarar stóru fylk- ingar með því að kaupa verkfallsréttinn af lögregluþjónum. Svipaðir samningar eru nú boðnir tollvörðum og ekki talið loku fyrir það skotið að fleiri stéttum verði boðið að selja þessi réttindi sem reyndust ríkisvaldi og póíitikusum stjórnarflokka skeinuhætt. I herbúðum BSRB manna heyrist talað um að ríkisvaldið vilji „kvitta fyrir verkfallið", og það helst svo að ekki komi til viðlíka vinnu- deilna að nýju. Aðgerðir saksóknara verða ekki beint tengdar ríkisstjórninni, — enda ríkir aðskiln- aöur dómsvalds og framkvæmdavalds, a.m.k. í orði. En tengsl eru engu að síður. Það voru forsvarsmenn ólöglegu útvarpsstöðv- anna í verkfallinu sem kærðu starfsmenn Ríkisútvarpsins fyrir að leggja niður vinnu, sem höfðu þá sjálfir verið ákærðir fyrir brot á útvarpslögum. Á meðan á verkfallinu stóð höfðu orðið hatrammar deilur í útvarpsráði um það hvort útvarpsstarfsmönnum skyldi veitt undanþága til þess að útvarpa fréttum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks með Markús Örn í broddi fylkingar voru á móti fréttaútsend- ingum Ríkisútvarpsins en það sama frétta- leysi var svo notað til þess að rökstyðja neyð- arrétt sem gaf forsvarsmönnum ólöglegu stöðvanna rétt til að útvarpa. Sömu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði drógu ólög- mæti frjálsu stöðvanna í efa meö skírskotun til álits Sigurdar Líndals lagaprófessors sem fyrstur kom fram með neyðarréttarkenning- una. Svo sem alkunna er þá var þeirri kenn- ingu hrundið fyrir dómstólum fyrr á árinu og hlutu þeir Hannes, Jónas, Ellert og aðrir sem stóðu að ólöglegu stöðvunum dóm fyrir und- irrétti. Geysileg ólga var í öllum útvarpsmálum á þessum tíma og umræður um frelsi í útvarps- málum aldrei meiri. Menntamálaráðherra sem þá var Ragnhildur Helgadóttir Iét þessa umræðu til sín taka þegar hún lýsti því yfir að ákæra á hendur frjálsu stöðvunum væri tilefni til þess að leggja allt kapp á að lögfesta frelsi í þessum efnum, — sem og varð. Hús Sjálfstæðisflokksins var notað til þessarar út- varpsstarfsemi og margir helstu forystu- menn flokksins komu við sögu. Þegar starfsmenn Ríkisútvarpsins voru ákærðir leitaði saksóknari umsagnar menntamálaráðherra vegna ákærunnar, eins og iög kveða á um. Sömu lög segja að ráðherra beri að láta saksóknara í té „rök- studda umsögn og tillögur, svo fljótt sem verða má“. Svar Ragnhildar var sent um hæl og á þá leið að ráðuneytið hefði ekkert við málið að athuga og teldi rétt að það fengi venjulega afgreiðslu lögum samkvæmt. Rök- stuðningi og umsögn var sleppt en saksókn- ari minntur á að styðja við lagasafnið. 1 máli sem þessu situr ráðherra beggja megin við borðið. í lögunum er honum sem yfirmanni útvarpsstarfsmanna væntanlega ætlað að halda nokkrum hlífiskildi yfir sínu fólki. Á hinn bóginn kemur upp sú staða að hugsanlegt lögbrot er framið í kjaradeilu sem starfsmaður á í við sinn yfirboðara. En um hvað snúast nýbyrjuð réttarhöld. Saksóknari styðst við 176. grein hegningar- laga í lagasafninu, sem er sú sama og for- svarsmenn ólöglegu stöðvanna höfðu stuðst við í kærunum sem þeir sendu embættinu. í framhjáhlaupi þá var það Þóröur sem ákærði en Jónatan Sueinsson sækir málið undir handarjaðri Halluards nýskipaðs ríkis- saksóknara. 1 þessari lagagrein segir að ef maður „veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra sam- göngutækja, opinberum póst-, síma eða út- varpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru." Þessutan bendir saksóknari á 138. grein sömu laga um það að opinberum starfsmönnum megi refsa allt að helmingi meira en öðrum ef þeir nota að- stöðu sína í starfi til þess að fremja lagabrot- ið. Saksóknari hefur svo lýst því yfir að fái hann sakborninga dæmda þó svo að refsing eftir Bjarna Harðarson verði skilorðsbundin þá ætlar hann ekki að áfrýja. Það er semsagt lítill áhugi á að koma þeim Ögmundi, Æuari, Halldóru (sem er rit- ari Markúsar Arnar) eða neinu hinna í fang- elsi og kannski ekki heldur að klípa af laun- um þeirra. En réttarríkið á að geta barið á lögbrjótum sem ekki hlíta eðlilegum aga, svo vitnað sé til bréfs DV-útvarpsins til saksókn- ara. Áhugi saksóknara á samskonar „lögbrot- um“ annarra BSRB félga svo sem þeirra sem vinna hjá SVR eða Pósti og síma er harla lítill enda enn ekki komin fram krafa um frjáls- lega póstdreifingu eða frjálsa strætóa. Máls- vörn Páls Arnórs Pálssonar sem rekur málið fyrir útvarpsmenn er m.a. byggð á því að nefndu lagaákvæði hafi aldrei verið beitt í vinnudeilu og að ekki hafi verið um truflun á útvarpssendingum að ræða eftir að verk- fall hófst, — en neyðarþjónustu var allan tím- ann haldið uppi, eins mikilli og vísustu menn töldu að þyrfti. En meginvörn Páls fyrir hönd útvarps- manna í málinu er þó að þeir telja vinnu- stöðvunina alls ekki hafa verið ólöglega þar sem fjármálaráðuneytið hafi þegar brotið lög á sínu fólki með því að greiða ekki út full mánaðarlaun 1. október eins og lög kveða á um. Um það atriði hafa menn þráttað í nær tvö ár og eina vísbending dómstóla er að Bæjarþing Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu um dráttarvexti fyrir þann tíma sem nefndar launagreiðslur drógust. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í samtali við HP að hann teldi ákæru í þessu máli furðulega og einræðiskennda þar sem útvarpsmenn hefðu gert það sama og þús- undir annarra BSRB manna. Aðspurður um aðgerðir eða viðbrögð ef sakborningar yrðu dæmdir í fangelsi kvaðst Kristján ekki vilja trúa því að til slíks þyrfti að koma. „Eg trúi því ekki að réttarkerfið á íslandi sé orðið þannig. . ., trúi ekki öðru en dómsvaldið sé hlutlaust og réttlátt, — ekki þá fyrr en eitt- hvað annað kemur í ljós,“ sagði Kristján. Reynt að breida yfir misnotkun á bresku leyniþjónustunni Ríkisstjórn Bretlands hefur tekið þann kost að játa fyrir dómstóli í Ástralíu allar sakir sem á gagnnjósnaþjónustu hennar eru born- ar, til að koma í veg fyrir að æðsti embættis- maður hennar þurfi að svara fyrir þeim rétti spurningum sem varða sakargiftir. Er þetta nýjasta bragð ríkisstjórnar Margaret Thatch- er í viðleitni til að koma í veg fyrir útgáfu bókar sem flettir ofan af löglausu athæfi gagnnjósnaþjónustunnar MI5. Breska leyniþjónustan skiptist í tvær meg- indeildir. MI5 fæst við gagnnjósnir heimafyr- ir, en MI6 annast njósnir utanlands. I Bret- landi sjálfu gilda ströng lög um að frá engu má skýra sem ríkisstjórnin kýs að lýsa ríkis- leyndarmál. Samkvæmt þeim lögum hefur ríkisstjórnin fengið sett lögbann á að blöðin Guardian og Obseruer megi birta upplýsing- ar sem fram koma í væntanlegri bók fyrrver- andi starfsmanns MI5 að nafni Peter Wright, jafnvel þótt sömu atriði séu þegar opinber og hafi birst í öðrum ritum, heima fyrir eða er- lendis. Þessi lög gilda ekki í Ástralíu, og því hefur breska ríkisstjórnin kosið að höfða fyrir dómstóli í Nýja Suður-Wales mál á hendur Peter Wright, þar sem hann er samkvæmt breskum venjurétti sakaður um trúnaðar- brot, og á þeim grundveili lagt fram kröfu um að útgáfa bókar hans sé bönnuð. Ástralíu- deild breska útgáfufyrirtækisins Heinemann hafði tekið bókina til útgáfu, eftir að ljóst varð að hún fengist ekki gefin út í Bretlandi. Yfirlýsing bresku stjórnarinnar til dóm- stólsins í Sydney á sér vart líka í breskri rétt- arsögu. Hún hljóðar svo, að „í meðferð þessa málareksturs en að engu leyti öðru“ fallist ríkisstjórn hennar hátignar á allt sem Peter Wright heldur fram í væntanlegri bók sinni. Þetta er gert í því eina skyni, að koma í veg fyrir að sir Robert Armstrong, æðsti maður embættiskerfis breska ríkisins, þurfi að sæta yfirheyrslu sem eiðsvarið vitni fyrir réttinum í Sydney. Malcolm Turnbull, lögmaður út- gáfufyrirtækisins Heinemann í málinu, hef- ur af hálfu verjanda lagt fram 147 skriflegar spurningar, sem sir Robert hefði orðið að svara efnislega sem eiðsvarið vitni, hefði ekki Margaret Thatcher tekið þann kost að játa allar sakargiftir fyrirfram „í meðferð þessa málareksturs", en láta talsmenn sína lýsa jafnframt yfir í London „að undanskild- um afmörkuðum málsmeðferðarþörfum þess dómsmáls, játar ríkistjórnin ekki sann- leiksgildi neinnar staðhæfingar í bók hr. Wright sem varða athæfi né persónur starfs- manna öryggisstofnana." Sér í lagi er tekið fram, að afstaða ríkisstjórnarinnar til ásak- ana um að sir Roger Hollis, fyrrum yfirmað- ur MI5 en nú látinn, hafi verið sovéskur njósnari, sé sú sama og fram kom í svari MargaretThatcheráþingi26. mars 1981. Þar lýsti forsætisráðherrann yfir, að niðurstaða rannsóknar leyniþjónustunnar hefði leitt til þeirrar niðurstöðu, að sir Roger hafi ekki verið á mála hjá sovéskum leyniþjónustum, þótt svo að ekkert yrði sannað í málinu eins og þá var komið, maðurinn kominn í gröfina og einu óyggjandi vitnin meintir stjórnendur hans í sovésku leyniþjónustunni. Sakargiftir á þá leið að breski gagnnjósna- foringinn sir Roger Hollis hafi í raun og veru gengið erinda sovésku leyniþjónustunnar eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar er margt annað sem Peter Wright staðhæfir í væntan- legri bók sinni fréttnæmara. Hann heldur því fram, að í starfi sínu hjá MI5 hafi hann komist að raun um að leyniþjónustan láti sig breskar lagareglur engu gilda, fari fram af fullu lög- leysi og þjóni hagsmunum pólitískra yfirboð- ara. Frá einstökum atriðum geta bresk blöð ekki skýrt, vegna viðurlaga sem hljótast af _ lögbanni ríkisstjórnarinnar, nema að því leyti sem Verkamannaflokksþingmanni tókst að gera málið uppskátt í skjóli þing- helgi rétt áður en sumarhlé hófst á störfum breska þingsins. Dale Campell-Savours þing- maður hafði eftir, það sem fram hafði komið um efni bókar Peter Wrights, hjá tveim út- varpsstöðvum í Ástralíu. Þar var rakinn langur listi um ólöglegar yfirtroðslur MI5. Gagnnjósnaþjónustan er í bókinni sökuð um að hafa reynt að koma fyrir hlerunartækjum í sendiráðum Frakk- lands og Vestur-Þýskalands i London. Hún á að hafa komið fyrir upptökutækjum í sam- bandi við dulmálsvélar í sendiráðum Grikk- lands og Indónesíu í London. Þegar haldin var í Lancaster House í London ráðstefna um að binda endi á yfirráð ólöglegrar stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Rhodesíu, sem leiddi til stofnunar Zimbawe, kom MI5 fyrir með laun hljóðnemum í vistarverum samn- inganefndanna. En MI5 lét sér ekki nægja að hlera samtöl og fjarskipti aðila sem töldu sig vera í höfuð- borg Bretlands í fullum trúnaði bresku stjórnarinnar. Þar á ofan skipulagði hún inn- brot í ræðismannsskrifstofu Sovétríkjanna í löndum utan Bretlands. Meðan Harold Wil- son var forsætisráðherra í stjórn Verka- mannaflokksins á Bretlandi, tók klíka í MI5 sér fyrir hendur að njósna um hann og spilla eftir föngum fyrir stjórn hans. Eftir að íhalds- eftir Magnús Torfa Ólafsson stjórn komst aftur til valda, tók gagnnjósna- þjónustan að njósna með ólöglegum hætti um innlend samtök andvíg stefnu stjórnar- innar í hermálum, svo sem CND, bandalag andstæðinga kjarnorkuvopna. Ekki er enn upptalið, það sem Peter Wright ber MI5 á brýn í væntanlegri bók sinni, sam- kvæmt því sem Verkamannaflokksþingmað- urinn skýrir frá. Gengið var frá áformi og áætlun um að myrða Nasser Egyptalandsfor- seta í Súesdeilunni 1956. Eiturefni voru reynd á búfé í sveitum Bretlands. Hlerunar- tækjum var komið fyrir í íbúð sovéska flokksleiðtogans Nikita Krústjoffs, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Bretlands og bjó á hóteiinu Claridge. Powells dómara við Hæstarétt Nýja Suður- Wales í Sydney bíður nú að kveða upp úr- skurð um, hvort bók Peters Wrights fær að birtast. Dómarinn er sjálfur gamall leyni- þjónustumaður, og ummæli hans í réttar- höldunum hingað til benda í þá átt að hon- um komi ýmislegt í málflutningi talsmanns bresku ríkisstjórnarinnar undarlega fyrir sjónir. Svo mikið er víst, að hann lagði á sækjanda kostnað af að afla svara við spurn- ingum verjanda. Ákafinn að hindra útgáfu á bók fyrrver- andi starfsmanns MI5 hefur vakið athygli á að breska stjórnin lætur afskiptalaust að út komi rit með hiiðstæðum ásökunum á leyni- þjónustustofnanir hennar. Til að mynda er skýrt frá því í bók um hlerunarmiðstöðina GCHQ í Cheltanham, að hún hafi tekið að sér að hlera fjarskipti í Bandaríkjunum á árum Vietnam-stríðsins, til að njósna um stríðs- andstæðinga fyrir bandarísku hlerunarstofn- unina NSA, sem ekki mátti hlera innanlands samkvæmt bandarískum lögum. Farið var í kringum lagaákvæðið með því að taka við hleranaefninu frá Bretlandi. Verr gekk samvinnan við Bandaríkjamenn 1970, að sögn Peter Stiff, höfundar nýútkom- innar bókar í nafni See You in Nouember. Hann segir svo frá, að MI6 hafi verið komin vel á veg með áætlun um að myrða Khaddafi Líbýuleiðtoga, en CIA hafi komið í veg fyrir framkvæmdina, því bandaríska leyniþjón- ustan hafi þá gert sér vonir um að unnt væri að gera hann hlynntan Bandaríkjunum. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.