Helgarpósturinn - 28.08.1986, Qupperneq 7
KIRKJAN FLæKT I
SKULDAHALA SKÁLHOLTS
Þjódkirkjan fœr aukafjárveitingu frá
ríkissjódi til þess ad greiða skuldir
Skálholtsútgáfunnar og bjarga henni frá
gjaldþroti.
Starfsemin lögð niöur.
Skálholt komst í þrot eftir fimm ára
líftíma vegna vanþekkingar stjórnenda
á útgáfumálum, rangra fárfestinga og
óhóflegrar yfirbyggingar.
Tapið allt að 20 milljónum króna.
Kirkjurád, œðsta stjórn þjóðkirkj-
unnar; hefur fengið aukafjárveit
ingu úr ríkissjóði til þess að bjarga
Skálholtsútgáfunni frá gjuldþroti og
kirkjunnar menn neyta nú atlra
ráöa til þess að hreinsa upp þœr
skutdir er útgáfan safnaði á fimm
ára líftímá sínum. Þegar endurskoð-_
andi fór yfir ársreikninga Skálholts
eftirsíðustu áramót korn í Ijós að fé-
lagið skuldaði á bilinu 15—17 millj-
ónir króna og útséð var um að það
gœti haldið áfram rekstri. Þessi
mikla skuldasöfnun á stuttum tíma
á sér margar ástœður; óhóflega yfir-
byggingu, vanþekkingu yfirmanna
á útgáfumálum, rangar fjárfesting-
ar og þráa stjórnendanna við að
taka á vandamálunum þegar allt
var komið í óefni. Fyrir þetta er nú
þjóðkirkjan að borga með aðstoð
frá ríkissjóði og söfnuðum víðsveg-
ar um landið.
Skálholtsútgáfan, sem áður var umfangsmikið útgáfufyrirtaeki, er nú lítið annað en
ógreiddir reikningar f skúffu biskupsritara. (Mynd og uppstilling Helgarpóstsins).
RANGAR
FJÁRFESTINGAR
Skálholtsútgáfan liggur nú í dvala
í skúffu á biskupsstofu og eina verk-
efni hennar er að gefa út Víðförla,
tímarit þjóðkirkjunnar. Þegar útgáf-
an var stofnuð árið 1981 var henni
ætlað að sjá um alhliða útgáfu á
kristilegu efni. Skálholt er sjálfs-
eignarstofnun og níu manna stjórn
ber ábyrgð á starfseminni en tengsl
hennar við biskupsstofuna hafa ver-
ið þó nokkur og meðal annars hefur
biskupsstofa gengið í ábyrgð fyrir
skuldum fyrirtækisins. Tengsl Skál-
holts við Hjálparstofnun kirkjunnar
hafa einnig verið þó nokkur; t.d.
sitja tveir hjálparstofnunarmenn í
þriggja manna framkvæmdastjórn
Skálholts, þeir Guðmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri Hjálpar-
stofnunar, og Ottó A. Michelsen,
stjórnarmaður sömu stofnunar og
eigandi Skrifstofuvéla.
Níu manna stjórn félagsins hafði
alla tíð lítið að segja um rekstur út-
gáfunnar og öll ákvarðanataka var í
leftir Gunnar Smára Egilsson
höndum framkvæmdastjórnar og
framkvæmdastjóra liverju sinni.
Fljótlega eftir stofnun félagsins
var ráðist í kaup á prentvél, setning-
arvéium og tækjum til íilmugerðar
og var þá talað um að nú hefði kirkj-
an eignast sína prentsmiðju aftur.
Þessi prentsmiöja nýttist hins vegar
Skálholti ekki sem skyldi. Prentvél-
in var það lítil að hún réð ekki við
prentun á öðru en sneplum og bækl-
ingum, en megnið af útgáfu Skál-
holts voru bækur. Tækin til filmu-
gerðar voru sömuleiðis óhentug þar
sem þau réðu ekki við filmugerðir
bóka og því þurfti útgáfan að fara í
samkeppni við aðrar prentsmiðjur
um verkefni á frjálsum markaði.
Fljótlega varð þó ljóst að prent-
smiðjuþátturinn gerði lítið annað en
safna skuldum og það var langt frá
því að hann stæði undir þeim fjár-
magnskostnaði er kaup á tækjunum
höfðu í för með sér. Prentsmiðjan
var þó ekki seld íyrr en síðastliðið
haust en skuldahalinn sem hún
leiddi af sér átti sinn þátt í að koma
útgáfunni í strand.
MIKIL YFIRBYGGING
Þó svo að Skálholt hafi gefið út
margar ágætar bækur og plötur
voru gerð mörg afdrifarík mistök í
útgáfumálum. Á þeim fimm árum
sem liðin eru frá stofnun hennar
hefur aldrei setið neinn í stjórninni
með staðgóða þekkingu á þeim
málum. Framkvæmdastjórarnir
sem ráðnir voru til fyrirtækisins
voru heldur ekki sóttir til útgáfu-
fyrirtækja; t.d. var síðasti fram-
kvæmdastjórinn, Kristinn Agúst
Friðfinnsson, prestur, og forveri
hans, Gunnlaugur Snœvarr, kenn-
ari. Því voru margar bækur, sem
ýmist voru illséljanlegar eða gengu
hægt i sölu, gefnar út á sama tíma
og útgáfan stóð það illa að hún hafði
ekki efni á því að sitja uppi með dýr-
an lager. Þá voru gerðir óhagstæðir
samningar við prentsmiðjur, útgáfu-
tíminn var oft ónákvæmur, dreifing-
arkerfið sem komið var upp var
flókið og því öll innheimta erfið.
En eins og um fleiri íslensk fyrir-
tæki þandist starfsemi Skálholts út á
sama tíma og fjárhagsstaða þess
versnaði. Félagið jók við skrifstofu-
húsnæði sitt, tók meðal annars yfir
glæsilegt skrifstofuhúsnæði Asks á
efstu hæð hússins að Klapparstíg 27
er hann flutti þaðan, og flutti sig síð-
an niður um eina hæð þar sem
Hjálparstofnunin hafði áður verið til
húsa og innréttaði þar nýja skrif-
stofu á vormánuðum 1985. Um tíma
störfuðu á skrifstofunni auk fram-
kvæmdastjóra tvær skrifstofustúlk-
ur og fólk í lausamennsku og í prent-
smiðju fimm manns þegar mest var.
Útgáfa félagsins stóð engan veginn
undir þessari yfirbyggingu enda
komast fyrirtæki af svipaðri stærð-
argráðu og Skálholt af með mun
minna húsnæði og færra starfsfólk.
SKULDIRNAR NÁMU
15—17 MILLJÓNUM
Á haustmánuðum í fyrra varð
Kristni Ágústi, framkvæmdastjóra
og framkvæmdastjórninni, — en
auk Guðmundar og Ottó átti sr.
Bragi Friðriksson, prófastur í Garða-
bæ, sæti í stjórninni, — ljóst að grípa
þurfti til aðgerða til að bjarga útgáf-
unni frá gjaldþroti. Gripið var til
þess ráðs að selja prentsmiðjuna og
fengust fyrir hana 3 milljónir króna,
sem mun vera mun lægra verð en
hún var upphaflega keypt á.
Þegar svo ársreikningar voru end-
urskoðaðir í byrjun árs kom í ljós að
skuldir félagsins voru á bilinu
15—17 milljónir króna þrátt fyrir
söluna á prentsmiðjunni. Þá var
ljóst að félagið átti ekki fyrir skuld-
um og rekstur þess var í þannig
ástandi að sýnt þótti að áframhald-
andi rekstur gerði einungis illt
verra. Biskupsstofa greip þá inn í,
enda hafði hún gengist í ábyrgð fyr-
ir stórum hluta Skálholtsskuldanna,
og hóf að leita leiða til þess að
grynnka á skuldasúpunni.
Það mun sjálfsagt aldrei verða
ljóst hversu mikið Skálholt skuldaði
í raun á þessum tíma. Þar sem útgáf-
an var nátengd þjóðkirkjunni báru
viðskiptavinir hennar mikið traust
til Skálholts og ófáir samningar eru
ekki til nemá í munnlegri geymd.
Til dæmis gerði Pálmi Gunnarsson
ekki skriflegan útgáfusamning við
Skálholt vegna plötunnar sem kom
út um síðustu jól, hjá fyrirtækinu.
RÍKIÐ BORGAR
Eftir að Ijóst var í hvaða óefni var
komið lét Kristinn Ágúst af störfum
sem framkvæmdastjóri og nær öll
starfsemi félagsins lá niðri. Eftir á
skrifstofunni sat einn starfsmaður,
Svavar Jónsson, og tók hann á móti
þeim er áttu ógreidda reikninga hjá
Skálholti við tóman peningakass-
ann. Margir fóru illa út úr því að fé-
lagið hætti starfsemi sinni svo
snögglega. Til dæmis þurfti Eðvarð
Ingólfsson rithöfundur að endur-
kaupa víxil sem hann hafði fengið
fyrir höfundarlaunum vegna bókar-
innar um Reyni Pétur eftir að banka-
stofnun hafði gefist upp á því að
rukka Skálholt sem var útgefandinn
að víxlinum.
Biskupsstofa og framkvæmda-
stjórn Skálholts beittu ýmsum ráð-
um til þess að greiða skuldir félags-
ins niður. Kirkjuráð fékk aukafjár-
veitingu frá ríkissjóði í nafni Kristni-
sjóðs til útgáfumála þjóökirkjunnar.
Fjárveitingin hljóðaði upp á 7 millj-
ónir króna og hún fór að mestu í að
greiða fyrir gamlar syndir Skálholts.
Reynt var að ganga til samninga við
þá aðila er útgáfan skuldaði og
vegna velvilja í garð kirkjunnar
fékkst umtalsverð niðurfelling á
skuldum. Enn sér ekki fyrir endann
á skuldunum sem Skálholt skildi eft-
ir sig og hefur meðal annars verið
skorað á söfnuði í landinu að láta
eitthvað af hendi rakna til þess að
hægt verði að greiða þær niður að
fullu. Áætlanir eru einnig uppi um
að koma bókalager Skálholts í verð
með einhvers konar kostaboðum á
markaðnum en ómögulegt er að
segja til um hvernig það kann að
ganga og hvað á endanum fæst fyrir
bækurnar.
ÁLITSHNEKKIR FYRIR
KIRKJUNA
Ástæðan fyrir því að biskupsstofa
gekk jafn röggsamlega og raun bar
vitni fram i því að bjarga sjálfseign-
arfélagi, sem ekki tengist henni
formiega, frá gjaldþroti er fyrst og
fremst sú að hún hafði gengist í
ábyrgð fyrir töluverðu af skuldum
útgáfunnar. En sú viðskiptavelvild
sem Skálholt naut er að mestu til
komin vegna tengsla fyrirtækisins
við þjóðkirkjuna og því hefði gjald-
þrot félagsins orðið kirkjunni mikill
álitshnekkir. En kirkjan hefur ekki
yfir digrum sjóðum að ráða og því
þurfti hún að leita á náðir ríkisins til
þess að geta borgað skuldirnar eftir
fimm ára rekstur Skálholts.
Nýverið auglýsti biskupsembætt-
ið lausa stöðu fjármálafulltrúa. Fjár-
mál þess hafa hingað til heyrt undir
biskupsritara en hann hefur margt
annað á sinni könnu og hafa fjár-
málin verið eins konar aukageta hjá
honum. Núverandi biskupsritari, sr.
Magnús Guðmundsson, hefur geng-
ið fram í því að gera upp skuldir
Skálholts og eru leifar útgáfunnar
nánast í skrifborðsskúffu hans. En
með tilkomu fjármálastjóra mun
biskupsembættið sjálfsagt endur-
skoða fjármál sín og þeirra félaga og
stofnana er því tengjast.
mynd Jim Smartl
HELGARPÓSTURINN 7