Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 9
gerðum. Lögfræðingar þurfa að hafa framið meiriháttar glæpi eða vera hreinlega galnir til þess að Lög- mannafélagið mælist til þess að þeir verði sviptir réttindum sínum tíma- bundið eða um alla framtíð eða veittar ákúrur á annan hátt. Innan þessa trausta kerfis dafnar margur misjafn sauðurinn og nýtir sér það til að skara eld að sinni köku. Þeir lögmenn og innheimtu- fyrirtæki er beita þeirri aðferð, sem lýst er hér á síðunni, notfæra sér fá- kunnáttu fólks og vanmátt þess gagnvart flóknu dómskerfi. Sam- kvæmt heimildum HP hafa upp- boðshaldarar strikað alla þessa pósta út úr kröfum lögmanna um innheimtulaun fyrir uppboðsrétti. En það er einungis lítið brot inn- heimtumála sem nær svo langt og þegar skuldari gerir upp við lög- mann áður en málið nær því stigi og greiðir þessa pósta getur hann í raun lítið annað gert en farið í flók- inn málarekstur til að fá ofreiknuð innheimtulaun endurgreidd. Slík mál eru fátíð, enda svo tímafrek og kostnaðarsöm að fólk veigrar sér við að leggja út í slíkt nema um um- talsverðar fjárfúlgur sé að ræða. ekkert óhreint er í pokahorninu, kr. 30.196,60. Af þeirri upphæð fær skuldareig- andi kr. 10.450.-, Rukkunarþjónust- an kr. 11.165.-, ríkissjóður kr. 1.711,45, uppboðshaldari kr. 2.635,15, vottar og utanaðkomandi lögfræðingur kr. 2.835,- og Vaka kr. 1.400.-. Þessir aðilar ættu síðan að geta krafið Skara vaxta ofan á þess- ar fjárhæðir. Ferillinn sem lýst er í þessu dæmi ætti að geta tekið innan við fimm mánuði, ef Rukkunarþjónustan fylgir málinu eftir af festu. Ef um hefði verið að ræða veð- skuldabréf í stað víxils, væri málið tiltölulega einfaldara en tæki hins vegar lengri tíma í kerfinu. En óprúttnir innheimtuaðilar geta á sama hátt bætt hliðstæðum auka- kostnaði við reikninginn hans Skara og gera það, samkvæmt heimildum HP. Einn liður, sem ekki rúmast í víxlamáli, er oft notaður í málum þar sem veðskuldabréf koma við sögu og það er frestun á uppboöi og eru vanalega teknar kr. 1.210 - fyrir það. En það gjald á sér, eins og aðrir feitletraðir þættir í þessu dæmi, enga stoð í gjaldskrá Lögmannafé- lagsins og því ekki heldur fyrir dóm- stólum. (Tölur í dæminu hér að ofan mið- ast við gjaldskrá Lögmannafélags Is- lands er gildir frá 1. júlí 1986. Gert er ráð fyrir að öll innheimta fari fram innan Stór-Reykjavíkursvæðisins.) Magnús Daníelsson lögregluþjónn hefur bedið í óvissu eftir adgerð á hnjám frá því í fyrrasumar. Sérfrœdingurinn fœr ekki nauðsynlega aðstöðu hjá Borgarspítalanum vegna skorts á hjúkrunarliði. LÆT EKKIGERA MIG AÐ ANDLEGUM AUMINGJA Þad er fátt jafnhvimleitt og ad leggjast í veikindi. Viö þœr aöstœö- ur hugsar madur um þad eitt að komast aftur á fœtur og fara að lifa eðlilegu lífi á ný. Fylgi veikindunum miklar kvalir, verður þessi löngun að sjálfsögðu enn sterkari. Það er því hœgara sagt en gert að sitja aðgerðalaus heima hjá sér og bíða eftir aðgerð til að skipta um báða hnjáliðina. Þetta hefur þó Magnús Daníelsson, lögreglumað- ur, mátt þola allt frá því að hann neyddist til að hœtta vinnu í vor sök- um kvala í hnjáliðunum. Þá var lið- ið um það bil ár frá því að honum var tilkynnt, að hann þyrfti nauð- synlega á skurðaðgerð að halda hið allra fyrsta. En ennþá bíður Magnús eftir sjúkrahúsvistinni, vegna þess að ekki fœst hjúkrunarfólk til vinnu fyrir þau laun sem í boði eru. Þegar blaðamann bar að garði hjá Magnúsi Daníelssyni í vikunni, stóö hann fyrir framan húsið og studdist við staf. Það er vissulega sárt að hugsa til þess, að hann hefði að öll- um líkindum getað komið heill til vinnu um síðustu áramót, hefði hann komist í hnéaðgerðina nokk- urn veginn í framhaldi af sjúkdóms- greiningu sérfræðingsins í fyrra- sumar. Magnús ber sig þó eins og hetja — greinilegt er að skopskyn hans og jákvæð lund hefur þar mik- ið að segja. Eftir skoðunarferð um blómlegan garð, sem Magnús segist stundum reyna að slá þó hann geti þá yfirleitt ekki sofið næstu nótt, komum við okkur fyrir í stofunni. Það liggur beinast við að spyrja hvenær hann hafi fyrst kennt sér meins. „Auðvitað var þetta ekki neitt, sem skall á allt í einu. Þetta hafði töluverðan aðdraganda, en maður reyndi bara að harka af sér. Snemma í fyrrasumar var ég hins vegar orðinn það kvalinn, að ekki var um annað að ræða en leita til sérfræðings. Þegar hann hafði rann- sakað mig, tjáði hann mér að skipta þyrfti um báða hnjáliðina og að helst hefði hann kosið að fá mig til sín fyrr. Það var því ljóst, að allur dráttur á aðgerðinni væri mjög bagalegur. Þessi læknir starfar við Borgar- spítalann. Hann skrifaði mig niður og sagði mér að hafa síðan samband við ritarann sinn í desembermán- uði, ef ég hefði ekkert heyrt frá spít- alanum. Þar með hófst biðin og hún stendur enn. Ég hafði einnig þurft að bíða í tvo mánuði eftir tíma hjá sérfræðingnum, en mér skilst að það sé síður en svo óvanalegt. Meira og minna frá vinnu frá áramótum — Hvernig gekk þér að stunda vinnuþetta ár, sem liðið er frá því að sérfrœðingurinn kvað upp úrskurð sinn? ,,Ég hélt áfram að harka af mér eftir megni, en frá áramótum var ég orðinn það illa haldinn að ég var meira eða minna frá vinnu. Það var svo í maí í vor sem ég gafst endan- lega upp og fór í veikindafrí. Sem betur fer líður mér betur eftir að ég hætti að vinna. Þegar ég er inni við lestur eða annað slíkt, læt ég það ekki eftir mér að taka verkjalyf, en það verð ég hins vegar að gera ef ég fer eitthvað af bæ.“ — Geturðu keyrt bíl ennþá? ,,Já, ég get það — með herkjum. Það myndi reyna hressilega á þolrif- in að komast ekki spönn frá rassi. Maður getur hreinlega orðið að andlegum aumingja af að bíða svona mánuðum saman. Ég reyni að láta þetta ekki á mig fá, en það er ekki víst að allir þyldu þessa óvissu og það álag sem biðinni fylgir. Það ergir mann enn meira, þegar maður veit um menn — jafnvel á áttræðis- aldri — sem farið hafa í samskonar aðgerð og eru eldhressir og himin- lifandi með árangurinn. Ég er ekki nema 62 ára gamall og vildi helst geta unnið í a.m.k. 8 ár í viðbót, þó ég geti reyndar farið á eft- irlaun eftir tæp tvö ár samkvæmt 95 ára reglunni. Maður kærir sig hins- vegar ekkert um aö verða löggiltur öryrki vegna þess að hjúkrunarfólki eru ekki borguð mannsæmandi laun. Það er andskoti hart!" Ótímabært að flytja inn hjartasjúklinga — Er það sem sagt eingöngu sök- um skorts á hjúkrunarfrœðingum, sem þú hefur ekki komist í aðgerö- ina? „Já, mikil ósköp. Það er alls ekki við sérfræðinginn að sakast í þess- um efnum, nema síður sé. Hann get- ur lítið gert t málinu. Þó mörg sjúkrarúm standi auð, er ekki hægt að taka fleiri sjúklinga inn í aðgerð- ir, því það skortir hjúkrunarlið til þess að sinna þeim. Við erum næst- um á sama stigi og þróunarlöndin á þessu sviði. Þetta er til skammar, finnst mér. Það er algjörlega óviðunandi að þurfa að bíða svona í óvissu. Nú sigl- ir allt í að ég fari út af launaskrá, þvi ég á einungis rétt á veikindafríi í eitt ár, og það unir enginn því að vera kauplaus. Þá falla líka um leið niður greiðslur í lífeyrissjóð. Ég vann fyrst í mörg ár sem vél- stjóri til sjós, en um þrítugsaldur gekk ég í lögregluna í Reykjavík og hef verið þar síðan. Mér finnst hart að þurfa að enda starfsævina á þann hátt, sem allt stefnir nú í. Á sama tíma blómstrar með- aumkun Davíðs Ólafssonar ríkis- spítalaforstjóra með frændum okk- ar í Færeyjum og Grænlendingum. Hann ætlar sér víst að flytja þá inn í hjartaaðgerðir. Auðvitað eigum við að hjálpa öðrum, en er ekki nær að reyna að sinna fyrst öllum þeim sjúklingum af íslensku bergi, sem beðið hafa mánuðum og árum sam- an eftir sjúkrahúsvist? Það tekst þó ekki nema hjúkrunarfólki séu borg- uð laun, sem hægt er að lifa af. Það hlýtur að vera forgangsverkefni." — Hefur það hvarflað að þér að fara á skrá hjá lœkni sem vinnur við annað sjúkrahús, ef ske kynni að biðin vœri skemmri þar? „Þessar aðgerðir eru fram- kvæmdar á öllum spítölunum, skilst mér, en það er eflaust alls staðar sama sagan. Ef ég skipti um sér- fræðing, upphæfist einungis önnur álíka bið, býst ég við. Mér eru allar bjargir bannaðar. Hér verð ég að sitja og bíða í algjörri óvissu, án þess að geta lagt drög að neinu á kom- andi mánuðum — hvorki vinnu, sumarfríi né öðru. Ef skipt væri um lið í hægra hnénu, sem er verra, yrði það strax til bóta. Þá myndi ég treysta mér til þess að vinna í allt að ár, á meðan ég biði eftir hinni aðgerðinni. Það er líka sárt að hugsa til þess að ég hefði getað verið kvalalaus og vinnufær eftir þrjá mánuði, ef ég hefði komist í aðgerð strax í fyrrasumar." Kerfið hefur ekki alveg gleymt mér — Finnst þér Kerfið hufa gleymt þér, Magnús? „Ja, það er nú það. Ekki hefur það nú alveg gleymt mér, því fyrir skömmu fékk ég skattseðilinn minn inn um bréfalúguna. Mér er gert að greiða 30 þúsund krónur á mánuði til áramóta og lifa af þeim 14 þús- undum, sem eftir eru. Maður er sannarlega talinn fullgildur þegn á sumum stöðum í kerfinu, þó ekki sé það alls staðar. Þar að auki er ég enn með þrjú af börnunum mínum búandi heima, en þau eru öll í langskólanámi. Auð- vitað verður maður að hjálpa börn- unum sínum að mennta sig og er væntanlega einnig að gera þjóðfé- laginu gagn með því. Samt lítur skattakerfið á mann sem barnlaus- an einstakling. Það er víða pottur brotinn í Kerfinu svokallaða." — Er hœgt að komast hjá því að veröa bitur, þegar maður er í þinni aðstöðu? „Það er erfitt. Sérstaklega þegar maður þekkir dæmi þess að konur komist að með viku fyrirvara til þess að Iáta laga á sér tærnar svo þær geti notað minni skónúmer. Eða þá áfengissjúklingarnir. Vissu- lega er einhver biðtími fyrir slíka meðferð, en það eru tæpast nema nokkrar vikur. Auðvitað svíður manni þetta, en ég held nú samt að þeim takist ekki að gera mig að andlegum aum- ingja!" eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.