Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.08.1986, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir og G. Rátur Matthíasson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarsoii Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson, Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ölöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Fornleifaupp- gröftur á Islandi íslendingar hafa jafnan reikn- að sér til tekna að láta sér annt um eigin sögu; þegar mikið liggur við kalla þeir sig sögu- þjóð. En hversu vel eru þeír að þessu saemdarheiti komnir? Hlúa islendingar að menning- ararfleifð sinni sem skyldi? I Helgarpóstinum í dag er fjallað um fornleifarannsóknir á Islandi, og þótt ef til vill sé of- mælt að tala hér um svarta skýrslu, þá mun hitt sönnu nær að víða er pottur brotinn. Fyrst er til að taka að deyfð og drungi virðist umlykja hugmyndir manna um fornleifafræðiiðkan- ir hérlendis. Að því er lýtur yfir- stjórn þessara mála þá er aug- sýnilegt að hér örlar ekki á neins konar viðleitni til þess að marka markvissa heildarstefnu í vörslu og rannsóknum fom- minja. Starfseminni háir ekki aðeins féleysi, heldur einnig al- mennt áhugaleysi. Það er naumast unnt að greina frá því kinnroðalaust að mun smærri þjóðiren islendingar, Færeying- ar og Grænlendingar, standa okkur töluvert framan á sviði fornleifaupgraftrar. Þessi stað- reynd ætti að verða okkur hvati til að staldra við og líta í eigin barm. Það er löngu orðið máltæki meðal siðaðra þjóða að til þess að skilja samtíðina þurfi að hyggja vel að fortíðinni. Rann- sóknir á fyrri tíðar sögu og forn- leifum eru ekki andstæðar framförum, eins og einhver kynni að álíta, heldur eru þvertá móti þáttur af okkar nútíma- menningu, sem ekki er vist að allir kærðu sig um að rofnaði til fulls. En í þessum efnum er ekki hægt að leyfa sér þann munað að vera vitur eftir á, því að það sem eitt sinn glatast verður ekki fengið aftur. Hér vantar stórátak. Og vitaskuld eiga yfir- völd að stíga fyrsta skrefið og marka stefnuna. Þjóðminja- safnið býr við slíkt fjársvelti að það ris ekki undir nema mjög takmörkuðum fjölda verkefna í einu. Einnig er bágt til að vita að alltof oft vill brenna við að upplýsingar dagi þar uppi, vegna þess að ekki er höfð ræna á að afla fé til að gefa út niðurstöður þeirra fornleifa- rannsókna sem þó hafa verið gerðar. Ýmsar leiðir eru til úr- bóta — en brýnasta verkefnið er eflaust að vekja almennan áhuga. Það verður ekki gert á feimnislausrar umræðu. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Athugasemd vegna athuga- semdar arkitekts Eftirfarandi athugasemd birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag: Morgunbladinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Manfreö Vilhjálmssyni, arkitekl: Hr. ritstjóri. 22- á8úsi 1986 Vegna skrifa í einu vikublaði borg- arinnar um tengsl mín við Þorvald S. Þorvaldsson, einn dómnefndar- manna í samkeppni um nýbyggingu Alþingis, vil ég vinsamlegast fara þess á leit við þig, að blaðið birti eft- irfarandi tilkynningu, sem kom í Lögbirtingarblaði nr. 78: „Það tilkynnist til firmaskrár Reykjavíkur, að þann 1. apríl 1984 hætti Þorvaldur S. Þorvaldsson störfum hjá firmanu Arkitektar Manfreð og Þorvaldur sf. Fyrirtækið hefur ekki starfað frá sama tíma, er hætt starfsemi og óskast því tekið út af firmaskrá. Reykjavík 15. mars 1986.“ Jafnframt kom fram í sama viku- blaði að teiknistofur okkar Þorvald- ar S. Þorvaldssonar væru „hlið við hlið“. Teiknistofa mín er á Berg- staðastræti 52 en stofa Þorvaldar á Borgartúni 3 hér í borg. Með þökk, Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt. Eins og lesendum HP mun vera kunnugt á Manfreð Vilhjálmsson við Helgarpóstinn þegar hann talar um grein í „einu vikublaði borgar- innar". Tilefni þessarar athugasemdar er grein sem birtist í síðasta tölublaði HP og fjallaði um samkeppni um ný- byggingu Alþingis. Meginþættir þeirrar greinar voru að dómnefnd samkeppninnar hafði ákveðið að fórna öllum gömlum húsum á lóð- um Alþingis og síðar verðlaunað hús sem voru mun stærri en gat um í útboðsskilmálum keppninnar (hús- LAUSN Á SPILAÞRAUT Það vandamál getur skapast, að ef austur kemst inn á spaðakóng, þá skipti hann um lit og spili tígli. Þá minnka möguleikarnir sem við reiknuðum með. Ef þú gengur út frá því að kóngarnir, sem vantar, séu skiptir hjá andstæðingunum, þá munu þeir taka með tígulásn- um og vona að spilin liggi 3—3 í spaða, sem jafnvel getur orsakað þvingun. Þá uppgötvum við of seint að spaðinn liggur 4—2 og að austur á báða kóngana sem vant- ar. Til þess að verja tígul-klípuna verðum við að svína spaðanum „öfugt". Rétti spilamátinn er að taka tromp og enda í borðinu. Þá er síðasta hjartað trompað heima. Svo spilum við spaða að ásnum og síðan litlum spaða til drottningar- innar. Komi kóngurinn siglandi frá austri, getum við losnað við tap- slaginn í tígli í spaðadrottninguna. Ef spaðadaman verður tekin með kóng vesturs. En ljósi punkturinn er þó alltaf sá, að við þurfum ekki að taka ákvörðun um tígulinn, áð- ur en við vitum um legu spaðans og hvort við getum losnað við tígulinn með því að henda honum í spaðann. Þannig voru öll spilin: S Á-G-2 H 10-6-3 T D-5 L D-G-9-5-4 S K-5 S 10-9-8-3 H G-9-7-2 H Á-K-D-8-5 T K-10-9-6-4-3 T 8-7-2 L _ 2 L 6 S D-7-6-4 H 4 T Á-G L Á-K-10-8-7-3 ið er hlaut 1. verðlaun er um 60% stærra en ráðgert var að nýbygging Alþingis yrði við upphaf keppninn- ar). Fyrri þátturinn er mikið deilu- mál meðal arkitekta og þeirra, er áhuga hafa á umhverfi miðbæjarins, og því kannski dálítið óeðlilegt að dómnefnd í þessari samkeppni skuli geta tekið þessa ákvörðun án sam- ráðs við aðra. Seinni þátturinn stríð- ir í raun gegn öllum samkeppnis- reglum. Það er óskiljanlegt að dóm- nefnd, sem sent hefur frá sér út- boðsskilmála þar sem tilgreind er ákveðin stærð skuli síðar í störfum sínum auka við þessa stærð skuli síðar i störfum sínum auka við þessa stærð. Þar sem stór hluti af vinnu arkitekta felst í því að koma ákveðn- um þáttum fyrir í fyrirfram ákveð- inni stærð, er auðséð að þeir sem fylgdu upphaflegum útboðsskilmál- um sitja ekki við sama borð og þeir sem teiknuðu mun stærri hús (bæði 1. og 2. verðlaun). Um þetta gildir í raun sama og ef knattspyrnudómari breytti leikreglum í hita leiksins, öðru liðinu til framdráttar. HP er kunnugt um að innan dómnefndar var ekki einhugur um þessa ákvörð- un, þó svo að þeir fjórir alþingis- menn sem sæti áttu í nefndinni hafi verið henni fylgjandi og aukið með •því kostnað við byggingu hússins um tugi prósenta. Það atriði í greininni sem Manfreð Vilhjálmsson gerir athugasemd við snýst um 20. gr. samkeppnisreglna Arkitektafélagsins er hljóðar svo: „Auk dómara og ritara er þátttaka óheimil þeim, sem er félagi (komp- anjon), þ.e.a.s. arkitektar, sem reka að jafnaði sameiginlega teiknistofu, eða er nátengdir dómara". Nú hefur aldrei reynt á túlkun þessarar klausu þar sem arkitektar, er telja sig hugsanlega geta fallið undir hana, hafa lagt fram fyrirspurn til samkeppnisnefndar Arkitektafé- lagsins í upphafi keppni og fengið úr því skorið hvort þeir hafi þátttöku- rétt. Þó svo að þeir arkitektar, sem HP ræddi við, hafi álitið að Manfreð hefði átt að leggja fram slíka fyrir- spurn og sömu arkitektar talið að honum hefði við það verið meinuð þátttaka, þá lagði Manfreð enga slika fyrirspurn fram. Það má benda lesendum HP á að auglýsingin í Lögbirtingablaðinu birtist þann 24. júní 1986 en skila- frestur í samkeppninni rann út tólf dögum áður, eða þann 12. júní 1986. Dagsetningin í auglýsingunni er 15. mars 1986 en samkeppnin hófst tæpum mánuði fyrr, eða þann 17. febrúar 1986. Einnig má benda á að Manfreð og Þorvaldur S. Þorvalds- son teiknuðu saman þjóðarbók- hlöðuna, sem er enn í byggingu, og fleiri hús, og teiknistofa Þorvaldar er enn skráð að Bergstaðastræti 52 í símaskránni, þó svo að Manfreð segi að hann hafi flutt hana fyrir rúmum tveimur árum. Hvort þetta er nægilegt til þess að svipta Manfreð þátttökurétti hefur ekki fengist úr skorið, þar sem hann lagði ekki fram fyrirspurn til sam- keppnisnefndarinnar eins og siður er. Til samanburðar má geta þess að þegar Guðrúnu Jónsdóttir var boðið sæti í dómnefndinni spurðist hún fyrir um hvort Knúti Jeppesen, sem hefur starfað með henni að ýmsum verkefnum, yrði við það meinuð þátttaka. Samkeppnisnefndin kvað upp þann úrskurð að Knútur fengi ekki að taka þátt og Guðrún afþakk- aði því sætið í dómnefndinni. Þótt þáttur Manfreðs sé kannski ekki stór, er hann einn af mörgum sem gerir þessa samkeppni afskap- lega tortryggilega og starfshættir dómnefndar hennar hafa dregið úr gildi hennar og allrar slíkrar sam- keppni í framtíðinni. ritstj. KAMSRÆKT þú finnur örugglega flokk við þitt hæfi hjá okkur! Haustnámskeið hefjast 1. sept. LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRA MHA L DSFL OKKA R Þyngri timar, aðeins fyrir vanar. KERFI wmf\ \ # RÓLEGIR TÍMAR fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakilóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar fyrir ungar og hressar. NÝ OG GLÆSILEG AÐSTAÐA Suðurver 83730 INNRITUN HAFIN Hraunberg 79988 Ath. vetrar- námskeið hefst 29. september Lokaðir og framhaldsflokkar. Staðfestið pantanir fyrir veturinn. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.