Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 17
takmarka hana við tvö, þrjú kvöld í viku, en
staðreyndin varð sú að þá datt bisnessinn niður.
Litlu veitingastaðirnir í miðbænum fóru í lægð
frá því í september í fyrrahaust og fram í
desember. En það var nú líka út af bjórjörðun-
inni, sællar minningar."
,,Já, ef fólk er eitt á báti, eða kannski tvennt
saman, kemur það frekar inn ef það er lifandi
músík,“ segir Gulla. „Þá getur það bara setið og
glápt á þá sem eru að spila og þarf ekkert endi-
lega að tala saman. Ef ekki, þá hefur það ekkert
við að vera og fer bara. En auðvitað er aldrei
hægt að gera tvö hundruð manns til hæfis á
sama tíma. Annars hefur það sýnt sig að gömul,
róleg og skemmtileg músík á borð við Cat
Stevens og Leonard Cohen er mjög vinsæl.
GÓÐUR PABBI í GALLAJAKKA
Nú spyr ég Gullu hvort við eigum ekki að
sauma svolítið að Guffa og spyrja hvað honum
finnist skipta mestu máli í umgengni við sína
nánustu. Guffi lítur á okkur til skiptis hálf ráð-
villtur.
„Það má alveg koma fram að ég hef breyst
ansi mikið frá því í fyrra," segir hann svo. „Eg
stunda samband okkar Gullu á allt annan hátt
en mín fyrri sambönd. Áður var ég t.d. oft til i að
fara í partí með starfsfólkinu eftir lokun, en núna
fer ég allavega alltaf beint heim vegna þess að
ég veit að Gulla vill hafa mig heima og mér líður
æðislega vel að vera að gera eitthvað gott fyrir
hana,“ segir hann glaðhlakkalegur. vSvo eigum
við saman lítinn yndislegan dreng. Eg átti tvær
dætur fyrir og tók auðvitað þátt í uppeldi þeirra
en ég held að þessi drengur fái meiri athygli frá
mér heldur en þær fengu þegar þær voru litlar.
Ég hef t.d. eignað mér baðtímann. Þar sem ég er
oft að vinna á kvöldin sér fólk mig gjarnan á
daginn ganga upp og niður Laugaveginn með
barnavagninn í gallajakkanum mínum. Margir
verslunareigendur eru farnir að heilsa mér. Eg
fíla það alveg í botn.“
„Já, hann er æðislega góður pabbi," segir
Gulla. Svo stekkur hún skyndilega á fætur, krýp-
ur fyrir framan Guffa og ætlar að tosa af honum
hvíta bómullarsokkana. „Þú verður að fara úr
þessu, maður, þú ert búinn að vera að labba á
þeim úti á svölum."
Sambýlismaðurinn mótmælir, segist hafa farið
í sokkana um morguninn og fær að halda þeim.
„En það er nú þannig að þó við eigum
Gaukinn saman þá tek ég oft ákvarðanir upp á
eigin spýtur," segir hann svo. „Kem svo til Gullu
og segist bara vera búinn að gera þessa hluti.
Yfirleitt tekur hún því vel vegna þess að hún tel-
ur að ég hafi vit á því sem ég er að gera. En ég
reyni hvað ég get til að draga hana meira inn í
reksturinn, það er bara dálítið erfitt í svipinn þar
sem hún er að hugsa um lítið barn. En kannski
er ég of kræfur í að gera hluti, eins og að ráða
starfsfólk, án þess að bera það fyrst undir hana.“
„Já, það fellur nú ekki alltaf í góðan jarðveg,"
segir Gulla.
— En hvada áhugamál hefuröu suo fyrir utan
reksturinn?
„Það er ég!“ segir Gulla með sinni herskáu
kímni.
Sambýlismaður hennar sussar á hana og segir
svo: „Ég hef eina áráttu og það eru ferðalög er-
lendis, og þá frekar að keyra um á bíl heldur en
að fara í sólarlandaferðir."
„Ég á eftir að koma honum upp á skíðin,
bíddu bara,“ skýtur Gulla inn í.
HEF LÍKA ÁHUGA Á AÐ GRÆÐA
„Svo hafa allra handa íþróttir verið mér mikið
áhugamál. Ég hef spilað fótbolta, badminton,
handbolta o.fl. En ég hef ekkert getað stundað
þetta frá því að ég fótbraut mig fyrir jólin. Við
strákarnir á Gauknum tökum yfirleitt þátt í
firmakeppninni í fótbolta og stundum höfum við
lent í öðru eða þriðja sæti.
Guffi, eigandi
Gauks á Stöng, í
HP-viðtali
Jú, og eitt áhugamál í viðbót á ég í dag." Nú
snarþagnar Guffi og ókyrrist í sófanum. „Nei,
þetta ætti ég nú ekki að segja. .. Jú, hvers vegna
ekki? Ég hef náttúrlega áhuga á að græða pen-
inga. Þegar menn eru í bisness þýðir ekkert að
segja að þeir séu það bara af hugsjón, þeir hljóta
líka að ætla sér að græða. Lengi vel spáði ég
bara í að hafa það gott. Og ég ætla mér ekki að
verða svona útþenslugæi, eiga fyrirtæki út um
allt sem ég kemst svo ekki til að stjórna."
— Semsé: þótt þú eigir hvítan sportbíl með
topplúgu eins og þar stendur þá er ekki þarmeð
sagt að þú farir í líkamsrœkt og Ijós þrisvar í
viku?
„Nei, nei, ég hef bara einu sinni á ævinni farið
í líkamsrækt," segir Guffi brosandi.
„Já, við höfum æðislega gaman af að keyra
um á hvítum sportbíl," segir Gulla. „Og það hafa
sextugir karlar líka. Það er bara eins og að
ganga í fallegum fötum sem manni líður vel í
eða búa í failegu húsi og hafa gaman af að bjóða
fólki heim.“
„Við berum líka æðislega mikla virðingu fyrir
bílnum okkar,“ bætir Guffi við. „Þú ættir bara að
sjá hvernig Gulla þrífur hann.“
— Og t hverju felst þá hamingjan þegar á
heildina er litið?
Gulla er fyrri til svars: „Að geta verið ánægður
með það sem maður á. Hamingjan felst svo
sannarlega ekki í peningum."
„Já, ætli hamingjan felist ekki bara í því að
vera æðislega ánægður og sætta sig við það sem
maður á,“ tekur Guffi undir. „Ég sé þó ekkert því
til fyrirstöðu að maður leiti að meiri hamingju
þótt maður sé ánægður fyrir. Ég held að ham-
ingja mín í dag felist í því að ég er æðislega
öruggur. Við eigum fyrirtæki sem gengur vel,
okkar eigin íbúð. Allt gengur mjög vel, en við
þurfum svo sannarlega að berjast fyrir því. Fyr-
irtæki ganga ekki af sjálfu sér.“
BLÁNAÐI MEÐÁRUNUM
— Pœlirðu eitthvaö í pólitík?
„Lítið,“ svarar hann en Gullu er af einhverjum
ástæðum mál að hlæja. „Ég tek ekki þátt í póli-
tík. En ég er kominn af reykvískri verkamanna-
fjölskyldu og Vcir alinn þannig upp að ég var rauð-
ur vel framan af en hef síðan blánað vel með ár-
unum."
— Hvaö hyggstu svo fyrir í framtiðinni?
„Þó að ég ætli ekki að þenja mig út þá er ekki
þar með sagt að ég ætli að eiga Gauk á Stöng
alla mína ævi. Mér finnst að þar eigi að sitja við
stjórnvölinn ungur maður sem gefur sér tíma til
að vinna sjálfur að uppbyggingu staðarins í stað
þess að stjórna honum frá einhverri skrifstofu.
Ég er þrjátíu og þriggja og ljóst að ég stend ekki
endalaust í þessu. Þá kemur sjálfsagt að þvi að
maður tekur sér eitthvað annað fyrir hendur. Ég
er svo sem með fullt af hugmy ndum,“ segir hann
skellihlæjandi.
— Eins og hverjar?
„Þær tengjast allar veitingamálum. En það er
ekki óhætt að segja frá þeim á síðum Helgar-
póstsins. Sorrý!“ segir Guffi, en laumar að mér
utan dagskrár nokkrum hugmyndum til eigin af-
nota ef ég sé alvarlega að hugleiða að skipta um
starfsvettvang. Hver veit nema maður kýli á
áleggsbar eða japanskan veitingastað með hrá-
um hvalkjötsréttum?
Mitt í þessum starfrænu vangaveltum skrepp-
ur út úr Gullu: „Ætlarðu ekki að spyrja Guffa
hvort hann sé karlrembusvín?" Ég bjarga í horn
með því að spyrja hana á móti hvort Guffi sjái
ekki um matseldina á heimilinu. Sem er raunin
sem og baunin...