Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.08.1986, Qupperneq 34

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Qupperneq 34
HELGARDAGSKRAVEIFAN © Föstudagur 29. ágúst 19.15 Á döfinni. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. 20.00 Fróttir. 20.40 Unglingarnir í frumskóginum. 21.15 Bergerac. 22.05 Seinni fréttir. 22.10 Síðsumarást. (Summer and Smoke). Bandarísk bíómynd frá árinu 1961, byggð á leikriti eftir Tennessee Williams. Leikstjóri Peter Glenville. Aðalhlutverk: Geraldine Pageog Laur- ence Harvey. 00.10 Dagskrárlok. Laugardagur 30. ágúst 17.30 íþróttir. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. 21.00 Glæstar vonir. (Great Expectations). Bresk-bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1973, byggð á „»JjJtósögu eftir Charles Dickens. LeiVjpri Joseph Hardy. Aðalhlutverk Michael York, Sarah Miles, James Mason, Robert Morley, Margaret Leighton og Anthony Quayle. Munaðarlaus piltur kemst til manns með hjálp óþekkts velgjörðarmanns. Hann þykist vita hver sá muni vera en er hið sanna í málinu upplýsist kemur það hinum unga manni talsvert á óvart. 23.00 Með hnúum og hnefum. (F.I.S.T.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1978. Leikstjóri Norman Jewison. Aðalhlut- verk Sylvester Stallone og Rod Steig- er. Myndin hefst á tímum kreppu fjórða áratugarins í Bandaríkjunum. Ungur eldhugi sem er vörubílstjóri að atvinnu berst fyrir stofnun stéttarfé- lags. Honum verður vel ágengt með hjálp vina sinna og brátt kemst hann til metorða sem áhrifamikill verkalýðs- leiðtogi. í myndinni eru atriði sem gætu vakið ótta hjá ungum börnum. 01.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 31. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Andrés, Mikki og félagar. 18.35 Aðalstræti. — Endursýning. Leit- ast er við að lýsa svipmóti Aðalstrætis og sýna þær breytingar sem þar urðu meðan Reykjavík óx úr litlu þorpi í höf- uðborg. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Rafmagnsveitan heimildamynd. 20.55 Frá Listahátfð í Reykjavík 1986. — Flamenkó « Broadway. 21.40 Masada. 22.30 Picasso og leyndardómur list- sköpunar. Fylgst er með málaranum að störfum og reynt að komast að leyndardómi listsköpunar. 23.50 Dagskrárlok. Fimmtudagur 28. ágúst 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. 20.00 Leikrit: ,,Hús Bernörðu Alba" eft- ir Federico Garcia Lorca. Þýðandi: Einar Bragi Sigurðsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.20 Sænskar vísnaperlur. Adolf H.E. Petersen kynnir sænsk vísnaskáld. 23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians Bach. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 29. ágúst 07.00 Fréttir. 07.15 Morgunvaktin. 07.30 Fréttir. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttir á ensku. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnana: ,,Hús 60 feðra". 09.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ljáðu mér eyra. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fréttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Mahatma Gandhi og lærisveinar hans" eftir Ved Mehta. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.00 Fréttir. 15.20 Á hringveginum — Vesturland. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. 17.45 í loftinu. 19.00 Fréttir. 19.50 Náttúruskoðun. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Sumarvaka. a. Strokumaðurinn. b. Undir hauststjörnum. c. Guð- mundur í Kollugerði. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00 Fréttir. 22.20 Hljómskálamúsík. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 30. ágúst 07.00 Fréttir. 07.30 Morgunglettur. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttir á ensku. 08.35 Lesið úr forustugreinum blaðanna. 08.45 Nú er sumar. 09.00 Fréttir. 09.20 Óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. MEÐMÆLI Utvarp Rás 1: Fimmtudagsleikritið „Hús Bernörðu Alba“ verður flutt á fimmtudagskvöldið kl. 20. Það er eftir Federico Garcia Lorca og mun María Krist- jánsdóttir þá leikstýra her * snjallra kvenleikara og fólk úr Háskólakórnum syngja. Rás 2: Sigurður Sverrisson mun ásamt íþróttamönnunum Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni stýra þætti um íþróttir, tónlist og ýmis- legt annað á laugardag kl. 14. Eru þættir þessir annálað- ir fyrir frískleika, auk þess að vera náma upplýsinga fyrir alla sportgúrúa. Sjónvarp: Á föstudagskvöld kl. 22.10 verður sýnd bandaríska bíómyndin Síðsumarást eftir stórleikritaskáldið Tennessee Williams. Hún gerist í smábæ í Suðurríkjunum þar sem prestsdóttir nokkur verður yfir sig ofurölvi af ást til manns sem er ansi illa þokkaður. Sem sagt vandræði með hinni stórkostlegu Geraldine Page í aðal- hlutverki. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Frá útlöndum. 12.20 Fréttir. 13.50 Sinna. 15.00 Alþjóðlega Bach-píanókeppnin 1985 í Toronto. 16.00 Fréttir. 16.20 Söguslóðir í Suður-Þýskalandi. 17.00 íþróttafréttir. 17.03Barnaútvarpið. 17.40 Samleikur í útvarpssal: Lög eftir Jónas Tómasson. 19.00 Fréttir. 19.35 Hljóð úr horni. 20.00 Sagan: ,,Sonur elds og ísa" eftir Johannes Heggland. 20.30 Harmoníkuþáttur. 21.00 Frá islandsferð John Coles sum- arið 1881. 21.40 islensk einsöngslög. 22.00 Fréttir. 22.20 Laugardagsvaka. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 31. ágúst 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.30 Fréttir á ensku. 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Borgarneskirkju. Hádeg- istónleikar. 12.20 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Borgarneskirkju. Hádeg- istonleikar. 12.20 Fréttir. 14.00 Úrslitaleikur Bikarkeppni Knatt- spyrnusambands íslands. 16.00 Fréttir. 16.20 Framhaldsleikrit: ,,Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 17.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor. 18.00 Síðslægjur. 19.00 Fréttir. 19.35 Hljóð úr horni. 20.00 Ekkert mál. 21.00 Nemendur Franz Liszt túlka verk hans. 21.30 Útvarpssagan: ,,Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. 22.00 Fréttir. 22.20 ,,Ég sigli mínu skipi". 22.30 ,,Camera obscura". 23.10 Frá tónlistarhátíðinni í Lúðvíks- borgarhöll í fyrrahaust. 24.00 Fréttir. 00.05 Gítarbókin. 00.55 Dagskrárlok. H7 Fimmtudagur 28. ágúst 09.00 Morgunþáttur. 14.00 Andrá. 15.00 Sólarmegin. 16.00 Hitt og þetta. 17.00 Gullöldin. 20.00 Vinsældaiisti hlustenda rásar tvö. 21.00 Um náttmál. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Föstudagur 29. ágúst 09.00 Morgunþáttur. 14.00 Bót í máli. 16.00 Frítíminn. 17.00 Endasprettur. 20.00 Þræðir. 21.00 Rokkrásin. 22.00 Kvöldsýn. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 30. ágúst 10.00 Morgunþáttur. 14.00 Við rásmarkið. 16.00 Listapopp. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Pslýræktin. 20.00 Bylgjur. 21.00 Djassspjall. 22.00 Framhaldsleikrit: ,,Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 22.45 Svifflugur. 24.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 31. ágúst 13.30 Krydd í tilveruna. 15.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 18.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja- vík og nágrenni — FM 90,1 MHz. 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akur- eyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. BYLGJAN Hin nýja útvarpsstöö tekur til við útsend- ingar í dag, fimmtudag. Dagskráin er sú sama virka daga milli kl. 06—19: 06.00 Tónlist í morgunsárið. 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Á markaði með Sigrúnu Þorvarðar- dóttur. Upplýsingum miðlaö til neyt- enda, verðkannanir, vörukynningar, tónlist, flóamarkaður, hlustendaþjón- usta. 14.00 Pétur Steinn Guðmundsson. Tónlist í þrjár klukkustundir. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson — Reykja- vík síðdegis. Um helgar eru ýmsir dagskrárliðir í gangi til að mynda Vinsældalisti Bylgjunnar, grín- þáttur með Eddu Björgvnsdóttur, spurn- ingakeppni í umsjá Þorgríms Þráinssonar svo eitthvað sé nefnt. Bylgjan sendir út á FM 98,9. ÚTVARP eftir Gunnar Smóra Egilssoni ~| Sjaldan\ein bylgjan stök eftir Jónínu Leósdóttur Þriggja tónleika helgi I morgun klukkan sex hóf íslenska út- varpsfélagið útsendingar í nafni Bylgjunn- ar. Þar með er hoggið skarð í einokun ríkis- ins á útvarpssendingum á íslandi. Þetta skarð er ekki ýkja stórt; nær frá Akranesi til Keflavíkur, eða rétt rúmlega það svæði sem Kanaútvarpið nær til með sendingum sínum. A þessu svæði býr reyndar rúmlega 'helmingur íslensku þjóðarinnar og getur hann frá og með deginum í dag valið um fjórar útvarpsstöðvar að hlusta á. Af þessum fjórum útvarpsstöðvum hefur sjálfsagt hver sína sérstöðu, en gamla Skúlagötustöðin þó sýnu mesta. Dagskrá hennar er byggð þannig upp að hún geti spannað áhugasvið nær allrar þjóðarinnar þannig að þar finni hver og einn eitthvað við sitt hæfi, hversu sérviskulegt sem þá kann að vera. Skúlagötustöðin reynir að þjóna misstórum og misskýrt afmörkuðum hópum eins og harmonikuunnendum, íþróttaáhugafólki, börnum, áhugamönn- um um svokölluð íslensk fræði, unnendum klassískrar tónlistar, unglingum, listelsk- endum o.s.frv. o.s.frv. Dagskránni er raðað saman eftir gamalli hefð í stutta þætti sem allir eru sinni úr hverri áttinni. Það getur því oft verið líkt því að fara með rússíbana um þjóðarsálina að hlusta á dagskrá Skúla- götuútvarpsins. Dagskrár hinna útvarpsstöðvanna eru keimlíkari. Dagskrá Kanaútvarpsins sker sig þó að nokkru leyti úr þar sem þar er bæði talað mál og sungið allt á ensku. í stað þess að spanna sem víðast svið hafa þessar stöðvar gripið til þess ráðs að setja einhverskonar gólf á þann fjölda sem hugsanlega hefur unun af að hlusta á tiltek- ið efni. Því hafna þessar stöðvar algerlega efni sem megin þorri landsmanna er ekki boðinn og búinn til að hlusta á. Þar sem dagskrárstjórar þessara stöðva geta ekki vitað um vilja meginþorra fólks frá degi til dags, smíða þeir sér ímyndaðan meðaltalsvilja sem þeir síðan nota á alla dagskrárliði. Eins og hlustendum þessara stöðva er Ijóst vill þessi ímyndaði meðal- talsvilji hlusta á létta poppmúsík, létta við- tals- og spurningaþætti, léttar fréttir, létt spjall um íþróttir , umferð o.þ.h. Það er því ekki að ófyrirsynju að menn hafa kalíað þessar stöðvar léttvægar. Þessar stöðvar hafa orðið það vinsælar að Skúlagötuútvarpið hefur orðið vart samkeppni og mætt henni með því að líkja að einhverju leyti eftir dagskrám þeirra. Þaðan hafa ýmsir hefðbundnir þættir þurft að víkja eða fengið minna svigrúm í dag- skránni og léttir þættir tekið við. Því hefur margkrafið frelsi í útvarpsmál- um að sumu leyti leitt af sér minni fjöl- breytni fyrir hlustandann. Frelsið felur kannski ekki í sér fjölbreytni fyrr en hér verða komnir tugir útvarpsstöðva. Það væri t.d. afskapiega notalegt að vita af stöð sem eingöngu útvarpaði klassískri tónlist. Mér er ómögulegt að trúa því að fólk, sem á annað borð hefur unun af klassískri tónlist eða góðri rokktónlist, hafi virkilega gaman af því að hlusta á tónleika í sjón- varpi. Dagskrárstjórnendur íslenska sjón- varpsins um síðustu helgi eru mér greini- lega ósammála að þessu leyti, því þeir röð- uðu tvennum tónleikum á laugardagsdag- skijána og einum til á sunnudagskvöldið. Það er eflaust ekkert út á Vínarstrengja- kvartettinn að setja sem slíkan, en að láta hann fá besta útsendingartímann á laugar- dagskvöldi finnst mér afar hæpið. Unnend- um þessarar tónlistar hlýtur að finnast það á við að borða með guðsgöfflunum á Hótel Holti að hlustaá strengjakvartett í mónóút- sendingu sjónvarpsins. Á móti þessari full- yrðingu má eflaust finna rök eins og þau, að það eigi nú ekki allir fullkomnar stereó- græjur heima í stofu, svona á þessum allra- Klassísk tónlist nýtur sín aldrei til fulls I mónó-- útsendingu f sjónvarpi. síðustu og verstu. Það breytir þó ekki þeirri sannfæringu minni, að þeir hafi ekki skipt hundruðum, sem sátu í huggulegheitum og nutu leiks Vínarstrengjakvartettsins á laugardaginn var. Gott og vel að svona efni sé kannski sent út síðla kvölds um miðja viku, en af og frá að það eigi erindi á dag- skrána klukkan níu á laugardagskvöldi. Rokktónleikarnir, sem voru á dagskránni síðar þetta sama kvöld, voru sannarlega stjörnumhlaðnir sem samt sem áður finnst mér það efni einnig bera vott um niðurröð- unarklúður. Þessi dagskrárliður hófstá þeim tíma þegar fæstir unglingar sem ég þekki sitja fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér, en til þeirra hljóta svona tónleikar að höfða öðrum fremur. Fyrir aðra aldurs- hópa en þá sem eru um eða yfir táningsald- ur, var sjónvarpsdagskráin sem sagt á enda fyrir klukkan hálf tólf síðastliðið laugar- dagskvöld. Og hafði ekki risið hátt. . . Að endingu get ég ekki orða bundist yfir steingervingi þeim í dagskránni, sem nefn- ist Sjónvarp næstu viku. Þann lið hefði átt að taka til endurskoðunar fyrir margt löngu, því þetta er eitt þunglamalegasta efni sem hægt er að hugsa sér. Miklu nær væri að sinna þessari upplýsingaþjónustu með innskotum í dagskrána við og við, t.d. fyrir eða eftir auglýsingar. Þannig gæti ver- ið um að ræða stutt atriði með útsending- ardegi og tíma í horninu, eins og nú er, en öllum formlegheitum sleppt og þulur myndi aðeins heyrast en ekki sjást. Ég er viss um að fáir nota þáttinn í núverandi mynd sem sína einu heimild um dagskrá komandi daga, svo það er áreiðanlega ekki veriðað svipta marga ómissandi dagskrár- lið með því að búta hann niður og krydda hann að hætti nútímafólks. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.