Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 2
UNDIR SÓLINNI Úr œvi og starfi íslenskra línuvarda Á einum stað í heiminum eru menn greindari en þeir eru. Það er í áhorfenda- stúkum knattspyrnuvalla. Svo undarlegt sem það kann að virðast á tímum stanslausra Nató-styrkja til margra óskiljanlegustu verk- efna vísindanna hefur ekki enn verið unnin marktæk og fullnægjandi rannsókn á þessari svokölluðu stúkugreind. Ferli hennar verður engu að síður að teljast með athyglisverðari mynstrum mannshegðunarinnar. Á því hafa semsé engin svör fenginst hvers vegna mönn- um eykst snöggvast vit við það eitt að setjast á áhorfendapalla og snúa höfði til móts við völl, þar sem bolti er eltur uppi af tvisvar sinnum ellefu strákum undir eftirliti dómara. Þetta er knattspyrna, íþrótt sem þykkar bækur hafa verið skrifaðar um, sumar af meiri íþrótt en sjálfri knattspyrnunni nemur. Á meðan hefur jafn tengdur þáttur og greind- arstökk áhorfenda verið látinn afskiptalaus, nærri sem það væri feimnismál. Eg skrifa þetta í þennan dálk af því af því ég skrapp á völlinn í vikunni og skoðaði liðið mitt vinna Fram eitt núll. Og sem ég kom mér fyrir í stæðunum á móts við völlinn — sem var brúnflekkóttur snarrótarbunki eins og vera ber í Laugardalnum — fann ég þetta einmitt gerast á þennan eina undursamlega hátt sem aðeins kemur fyrir á knattspyrnuleikjum: Þarna frammi fyrir kappleiknum steig ég jafn þungt í vitið og fæturna — og eftir því sem á leið sýnu þyngra í vitið, þannig að búk- urinn lyftist jafnvel á greindarlegustu augna- blikunum. Svo ný upplifun sem það var mér fann ég fljótt hvernig greindarvísitalan ruddist upp, reyndar mjög ákveðna leið að vinstra koll- vikinu, en þar undir munu einmitt vera þær stöðvar mannsheilans sem hugsa um fót- bolta. Eins og hendi væri veifað — og þær voru að vísu margar á lofti þarna í stúkunni — vissi ég allt í einu allt um fótbolta, frá líkamsþolþjálfun til knatttækni. Nú er að vísu svo komið í mínu lífi að ég hef ekki snert á knetti í giska áratug og reyndar ekki að ráði frá því á gróskumestu stráksárunum þegar prestarnir stálu af mér heilli viku af knatt- spyrnuþroska, en ég æfði þá, og fengu mig í fermingu í staðinn. Davíðssálmarnir eru mér ennþá ráðgáta, en þarna á vellinum kom hinsvegar í Ijós að knattspyrnuvitið er mér meðfætt, í versta falli eðlislægt (ef nokkur munur er þar þá á). Það er erfitt að lýsa jafn spennandi og þó mestanpart notalegri tilfinningu að verða snöggvast var sinnar sérgáfu. I fljótu bragði virðist þetta vera eins og maður hafi allan leikinn í hendi sér, viti af einhverri óljósri náð hvernig þetta allt muni fara, en þegar að er gáð er þessi stundarsérgáfa miklu frekar fólgin í hinu gagnstæða, að vita betur eftir á, sjá upp á hár hvernig leikurinn hefði getað þróast ef leikmaður hefði til dæmis skotið bogasendingu þvert yfir vörnina í stað stungusendingar inn fyrir hana, sem vita- skuld gekk ekki upp eins og maður gat sagt sér. Þó er þetta atriði sjálfsagt eitthvað per- sónubundið og það sést einna best á því að viðbrögð stúkumanna eru ekki öll á einn veg þegar dregur til tíðinda úti á flekkóttri snar- rótinni. Miðaldra karlar, svolítið þykkholda og yfir- leitt þeir menn sem með öngvu móti verða settir í samband við virka knattspyrnuiðkun, sakir líkamsburðar, eru gjarnan manna greindastir í þessu efni. Þeir sitja eins og slytti á pöllunum og hafa margir mætt í gömlu slitnu takkaskónum sínum frá því fyr- ir tvítugt svona í samúðarskyni við strákana úti á velli, sem þeir vita að ætla að gefa allt í þennan leik. Ekki verður séð á þessari teg- und áhorfenda að stakasta skynfæri sé í lagi á meðan leikið er, utan eitt — og það er stjarft; augun, haukfrán augun. Þau eru stegld á vellinum, fylgja hverjum leikmanni eftir þannig að hinn sami brotnaði saman vissi hann af augnaráðinu — og svo alltaf, þegar illa fer að mati þessa hæstráðanda ut- an vallar; leikmenn kiksa, völlurinn eða bolt- inn bregst og einkum þó og sérílagi þegar svarti flautumaðurinn gerir vitleysurnar sín- ar, þá er augnlokunum eins og skellt aftur, augnsteinunum þrykkt aftur í augnbotna sem síðan breiðist í herpingi og roða út yfir augnbarmana og andlitið allt: „Djöfull erum við lélegir...!“ Vottur af söltu tári í innlifuðustu tilvikunum fylgir svo snöggu og þjálfuðu blóti — og öðruhvoru, svona eins og til til- breytingar við augngoturnar, er sveittum lúkunum skellt á læri sér svo svíður undan næsta dag: „Já, djöfulsins djöfull erum við lé- legir.J" Við. Oft gengur mjög erfiðlega að finna aðra persónu í áhorfendastúkum knattspyrnu- valla en fleirtöluómyndina af fyrstu persónu, „við“. Hvað svo sem auglýst er í kallkerfinu eftir feðrum týndu sonanna hjá vallarverði. Þriðja persóna lætur líka talsvert til sín taka á ögurstundunum, yfirleitt í svona sneiða- sendingum ofan úr stúku eins og „Hann ætti nú bara að fara í sturtu þessi..!“ eða „Hvað er eiginlega að honum..?“ og í tilviki flautu- mannsins í svarta seikógallanum: „Út af með hann..!“ og þegar ískyggilega dregur nærri ósigri: „Viltu ekki bara ganga alveg yfir í hitt liðið, dómaradjöfull..!" Dómarar knattspyrnuvallanna geta þó un- að sæmilega við sinn hlut miðað við hlut- skipti línuvarða. Hvað sem á gengur er alltaf einhver snefill eftir af virðingu fyrir flautu- manninum, enda fer þar vitaskuld hæstráð- andi innan vallar, maðurinn með spjöldin. Og hvað svo sem grínast má með hlaupastíl þessara manna eru þeir þarfir svo gangur leiksins megi vera nokkurn veginn með eðli- legum hætti. Hitt er annað mál með línu- verði, mennina með litlu flöggin. Auðvitað er það með engu móti sanngjarnt að stilla manni upp mitt á milli æstra áhorfenda og ið- andi leikmanna og gera honum að hlaupa eftir einni línu allan leikinn á enda, með bak- ið í áhorfendur, trylltan lýðinn, sem — og það er aðalatriði þessa máls — veit hundrað sinnum meira um fótbolta en hann mun nokkurn tíma gera. Dómari býr líka að því að starfa inni í miðri iðu kappleiksins og heyrir þar af leiðandi minnst af þeim ærumeiðingum sem standa á honum, en línuvörðurinn, sakir jafnrar nær- veru við áhorfendur, heyrir þetta allt. Hann fær það ekki einasta óþvegið um sjálfan sig, sinn innra mann og útlitið, fyrir nú utan fár- anlegar fánauppréttingarnar, heldur einnig ömmu sína, konu, börn Og jafnvel bílnum hans getur verið blandað í málið þegar æsing- urinn nær mestum klæmax. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvers vegna til eru menn sem kjósa sér jafn ömurlega starfsaðstöðu og umhverfi og línuverðir gera, en fyrir utan al- mennar ærumeiðingar og algengustu mann- orðsmorð er þetta hlaup þeirra eftir tíu senti- metra breiðri línu líka líkamlega mjög hættu- legt, svo sem fréttir af flöskulendingum á höfði og skrokk þessara manna bera best vitni um. Og línuvarða er heldur aldrei getið að leikslokum. Þeir verða einir útundan í heila dæminu. Leikmanna er getið, markaskorar- anna, frammistöðu dómarans, fjölda áhorf- enda, en aldrei línuvarða. Svona rétt eins og greindarvísitalan dettur niður á kunnuglegt stig um leið og áhorfendur ganga úr stúku fellur starf línuvarðarins í gleymsku strax og úrslit fást. Það sést yfir þá — úr stúkunni. AUGALEIÐ ÞEIR TAKA MARK A OKKUR ÞÓ SÍÐAR VERÐI. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.