Helgarpósturinn - 17.06.1987, Page 3
FYRST OG FREMST
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
EINKAMÁLADÁLKUR Dv
er alltaf skemmtilegur aflestrar.
Ekki alls fyrir löngu birtist þar
auglýsing sem hljóðar svona. „Ég
er hvorki húsleg, fögur né bráð-
ung og gallarnir eru ekki færri en
björtu hliðarnar. Mig langar til að
sofa hjá en er leið á einnar nætur
kynnum. Langar í bíó og leikhús
en ekki alltaf ein. Vil nána vináttu
en alls ekki sambúð og kröfu um
bindingu..." Hispurslaus auglýsing
þetta og hreinskilinn auglýs-
andi. . .
VIKINGUR, sjómannablaðið
sem Farmanna- og fiskimanna-
sambandid gefur út, er að þessu
sinni allveglegt og sneisafullt af
efni, enda ástæða til því verið er
að halda upp á hálfrar aldar
afmæli sambandsins. Meðal ann-
ars er rætt við Guömund Péturs-
son, fyrrum forseta þess, sem segir
að öryggismálum sjómanna hafi
verið hörmulega illa sinnt og það
stafi mikið til af sinnuleysi og
kæruleysi sjómannanna sjálfra.
,,Og flest óhöpp sem hafa orðið,
bæði á sjó og eins á vinnustöðum
sjómanna í landi, má rekja til
gæsluleysis. Kæruleysi er þjóðar-
einkenni okkar. Við erum svo
kappsamir og ætlum okkur
gjarnan um of. Ég hef kynnst fjöl-
mörgum mönnum sem líta á það
beinlínis sem vanmat á sínum
hæfileikum ef öryggisatriði eru
brýnd fyrir þeim. Mönnum finnst
jafnvel eftirsóknarvert að komast í
hann krappan og geta sagt krass-
andi sögur í samræmi við það.“
Ljótt er að heyra, en Guðmundur
bætir því við að einhver hugar-
farsbreyting hafi orðið hin síðari
ár, blessunarlega.
BIFREIÐAFLOTI ríkisins
1986 reyndist telja alls 913 bíla í
lok síðasta árs. Hér er átt við fólks-
bifreiðir jafnt sem sérhæfðar
bifreiðir. í skýrslu bíla- og véla-
nefndar kemur meðal annars í ljós
að elsta bifreið flotans er fyrirbæri
að nafni GAZ 63 frá árinu 1959,
nálega þrítug eign Rafmagns-
veitna ríkisins. Landgrœdslan á
Unimog 404 frá 1962, væntanlega
vörubifreið, og hjá Ríkisútvarpinu
er að finna tvær Mercedes Benz
LP-bifreiðir frá 1962. Næst í
röðinni er einnig Mercedes Benz-
bifreið hjá flugmálastjórn, frá
árinu 1964. Árgerð 1987 var farin
að streyma inn í lok ársins hjá
ríkinu, t.d. má nefna Toyota
Landcruiser hjá Jóni Helgasyni
dóms- og kirkjumálaráðherra,
Oldsmobile hjá Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra og
Toyota Corolla hjá fíknó. Það
vekur athygli okkar að Stein-
grímur hefur í forsætisráðherratíð
sinni fengið bíla eiginlega alls
staðar annars stðar frá en hjá SIS
frænda, fram að Oldsmóbílnum,
ráðuneytið á meðal annars þrjá
Benza. Það er annað en hjá
honum Davíö Oddssyni borgar-
SMARTSKOT
stjóra, sem lætur sig dreyma um
Benz, en neyðist samvisku sinnar
vegna til að versla við SÍS, helsta
skelfi einkaframtaksins.
í VIKUNNI var greint frá niður-
stöðum í könnun Félagsvísinda-
stofnunar fyrir Lögfrœdiþjón-
ustuna hf. um afstöðu fólks til
hinna ýmsu stétta. Kom meðal
annars fram að 13% aðspurðra
töldu lögfræðinga óheiðarlegri en
aðrar stéttir. Aðeins fullorðnir
voru spurðir (18-75 ára) og þýðir
þetta hlutfall þá að liðlega 20
þúsund manns á íslandi telji lög-
fræðinga óheiðarlegri en aðrar
stéttir. Svipaður fjöldi hafði hið
sama um endurskoðendur að
segja. Aftur á móti fengu prestar
góða einkunn og ætti það varla að
koma á óvart, því hverjir eru
heiðarlegir ef þeir eru það ekki?
Samt sem áður er það mat 1,7%
fullorðinna íslendinga að prestar
séu óheiðarlegri en aðrar stéttir.
Þó hlutfall þetta virki lítið og
pervisið í samanburðinum við
lögfræðingana og endurskoð-
endurna þýðir þetta samt að í
þjóðfélaginu ganga um tæplega
2800 manns með þetta viðhorf til
presta!
AF Félagsvísindastofnun er það
annars að frétta að nýlega fram-
kvæmdi hún á eigin vegum viða-
mikla 2000 manna rannsókn á
viðhorfum landsmanna til hinna
ýmsu þjóðmála. Rannsókn þessi
var gerð eftir kosningarnar
og var meðal annars beðið í henni
um einkunnagjöf á stjórnmála-
mönnum. Slíkt var gert í fyrra og
því ljóst að mjög fróðlegur saman-
burður liggur í loftinu, t.d. hvaða
áhrif Alberts-málin höfðu.
17. júní
Þjóðlegur fróðleikur, það er mitt fag,
og þekkingu miðla ég glaður.
Jón Sigurðsson forseti fæddist í dag,
vor fyrsti landnámsmaður.
Niðri.
„Það hefur ekkert farið frá Borgara-
flokknum til neinna annarra. Borgara-
flokkurinn hefur ekki skrifað neitt bréf eða
fengið bréf."
ALBERT GUÐMUNDSSON, FV. RÁÐHERRA, í DV
15. JÚNÍ UM MEINTA AÐILD FLOKKSINS AÐ
STJÓRNARMYNDUNARVIÐRÆÐUM
Varst þú sleginn
þegar þeir byrjuðu
að bjóða?
Einar Sveinsson
„Nei, alls ekki, og ég sló engan og ekkert var slegið."
Hvernig má það vera?
„Við erum með tölvustýrt uppboðskerfi sem sér að veru-
legu leyti um uppboðið. Það virkar þannig að inn í tölvuna
eru stimplaðar allar upplýsingar um fiskinn, tegund,
þyngd, stærð og magn. Einnig hefur tölvan upplýsingar
um lágmarksverð, kaupendurna og hvað þeir ætla að
kaupafyrirmikið. Kaupendurnirfá íhendurnarspjöldþegar
þeir skrá sig og halda þeim uppi þangað til verðið er orðið
of hátt fyrir þá. Síðan endar þetta þannig að einn stendur
eftir sem kaupandi. Hann merkir sér síðan kassa og segir
hve marga hann vill. Þessar upplýsingar eru skráðar í tölv-
una sem sér síðan um útreikninga."
Hvernig gekk þennan fyrsta dag?
„Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum. Við hefðum
ekki getað byrjað á verri degi, því daginn áður var sjó-
mannadagurinn og allir í fríi. Svo erfrí sautjánda júní þann-
ig að ekki var nema um einn vinnudag að ræða hjá fisk-
vinnslustöðvunum. Auk þess hefur einnig verið mikið
framboð af fiski undanfarið þannig að við bjuggumst ekki
við miklu."
Hefðuð þið ekki getað byrjað einhvern annan dag?
„Einhvern tíma varð að byrja og þetta var fyrsti mögu-
leikinn. Það varekkert sem hét „elsku amma" með það, við
ákváðum að byrja og það tókst frábærlega."
Núna í næstu viku tekur til starfa fiskmarkaður í
Reykjavík. Óttist þið ekki samkeppnina?
„Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég held að það sé nóg pláss
fyrir tvo markaði á þessu sama svæði og ég held að það
sem gerðist hérna í gær hafi fært okkur heim sanninn um
það".
Eru fisksöluhættir íslendinga að breytast?
„Ég held að ekki leiki nokkur vafi á því. Islendingareru að
átta sig á því hvað það er þægilegt að fara með vörur sínar
á markað þar sem framboð og eftirspurn ráða verði og ég
hef þá trú að þetta sé bara byrjunin."
Hvað hefur þú starfað við þetta lengi?
„Þetta var nú mitt fyrsta uppboð í gær. Ég ákvað að taka
þessu starfi fyrr í vetur og í þeim tilgangi að sjá hvernig
þetta færi fram annars staðarfór ég í tíu vikna ferðalag um
Norður-Evrópu.
Er sama fyrirkomulag haft á fiskmörkuðum þar og hér?
„Aðferðirnar eru mjög mismunandi og fara svolítið eftir
löndum. í Hollandi sáum við mjög ft'llkominn markað þar
sem kaupendurnir notuðu stýripinna sem þeir gátu notað
til þess að stöðva boð sín. Annars staðar var gamla aðferð-
in með hamrinum notuð og verð ég að viðurkenna að mér
tókst aldrei að greina orðaskil og þar með skilja hvað þeir
væru að segja. Samt tel ég mig vera nokkuð sleipan í
dönsku, þýsku og ensku. Einnig er mismunandi hvernig
kaupendurnir gefa merki um að þeir séu að bjóða. í Þýska-
landi er það nokkuð augljóst því þar rétta menn bara upp
höndina. Hins vegar í bæði Danmörku og í Englandi er allur
gangur á þessu. Fólk strýkur eyrað á sér, deplar augunum
og allt hvað eina. Ég gat oft á tíðum ekki séð hvernig menn
gáfu merkin. Til dæmis var ég eitt sinn staddur á fiskmark-
aði í Skotlandi og það varfrekar kalt í veðri. Ég var með sult-
ardropana í nefinu og á uppboðinu varð mér það á að
strjúka þá burt af nefinu með erminni. Þá sagði einn skosku
kaupendanna við mig: „Heyrðu, gerirðu þér grein fyrir að
þú varst að kaupa þennan stafla sem þú ert að horfa á!"
Hvað þarf góður uppboðshaldari að hafa til að bera?
„Eins og þetta gengur fyrir sig hjá okkur hérna í Hafnar-
firðinum held ég að einu eiginleikarnir sem hann þarf að
hafa til að bera séu góð athyglisgáfa. Maður þarf að hafa
vakandi auga með spjöldunum og taka eftir hvenær þau
eru látin síga. Einnig held ég að uppboðshaldarinn eigi að
geta örvað viðskiptin með smálagni."
Einar Sveinsson forstjóri stjórnar einnig uppboöum hjá fyrirtæki
sínu, Fiskmarkaöinum hf. í Hafnarfirði, en hann er sá fyrsti sinnar
tegundar hér á íslandi og tók til starfa síðastliðinn mánudag.
HELGARPÓSTURINN 3