Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri: Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúar:
Helgi Már Arthursson
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir,
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson,
Garðar Sverrisson,
Gunnar Smári Egilsson,
Jónína Leósdóttir,
Kristján Kristjánsson
Sigríður H. Gunnarsdóttir,
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Öskar Hafsteinsson
Prófarkir:
Sigríður H. Gunnarsdóttir.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Auglýsingar:
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir,
Sigurrós Kristinsdóttir.
Dreifing: Garðar Jensson
(heimasími: 74471),
Guðrún Geirsdóttir.
Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir.
Sendingar: Ástríður Helga.
Ritstjórn og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavík sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f
Setning og umbrot: Leturval sfí.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
20 ÞÚSUND KRÓNA VELFERÐ
Afleiðingar flugslysa, eins og annarra
slysa, eru oft hörmulegar. Oftar en ekki er
um dauðaslys að ræða. Og venjulega sitja
fjölskyldur, ættingjar eða ástvinir eftir og
ekkert fær bætt þann missi sem menn
verða fyrir. Tryggingar eða tryggingabæt-
ur bæta ekki þá sem hrifnir eru á brott fyr-
irvarlaust. Stundum í blóma lífsins.
Fyrir rúmu ári varð alvarlegt flugslys í
Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Farþegar og
flugmaður biðu bana í þessu alvarlega
slysi og fátt eitt fær bætt manntjónið sem
þá varð. Tveir menn lifðu af. Tveir ungir
menn.
Annar ungu mannanna býr í Bolungar-
vík með fjölskyldu sinni í dag og er saga
hans rakin hér í blaðinu. Ótrúlegt hugrekki
og bjartsýni einkenna sögu unga manns-
ins. Ódrepandi viljastyrkur hans vekur í
senn undrun og aðdáun.
Fólk í Bolungarvík hefur rétt honum og
fjölskyldu hans hjálparhönd — og finnst
það vafalaust sjálfsagt. En fyrir mann, sem
lent hefur í raunum á borð við það sem
hann hefur gengið í gegnum, er það ekki
nóg. Velferðarkerfið — öryggisnetið sem
við viljum að sé til — er ekki síst til að koma
til móts við þarfir þeirra er lenda í hörmu-
legum slysum. Og í fljótheitum trúa menn
því, að sá sem lendir í jafn alvarlegu slysi
og ungi maðurinn í Bolungarvík hljóti að
eiga rétt á myndarlegum bótum. í fyrsta
lagi til að ná heilsu á ný og í öðru lagi til að
tryggja að fjölskylda viðkomandi verði
ekki fyrir röskun umfram þá þungu byrði
sem óhjákvæmilega leggst á fjölskyldur
þeirra sem verða fyrir alvarlegum slysum.
Ungi maðurinn í Bolungarvík fær að eig-
in sögn undir tuttugu þúsund krónum á
mánuði til að lifa af. Þetta er sú upphæð,
sem velferðarkerfið býður upp á. Undir
tuttugu þúsund krónum á mánuði.
Og bæturnar sem hann kann að fá
vegna slyssins í samræmi við gildandi
tryggingarákvæði í loftferðalögum, verða
rúmar átta hundruð þúsund krónur.
Loftferðalög voru sett árið 1964. Og
bæturnarsem þá voru greiddar vegna svo
alvarlegra slysa sem hér er um rætt ættu
að samsvara í dag rúmum tólf milljónum
króna séu þærframreiknaðareftiralgengri
vísitölu. En, þær hafa rýrnað, og eru sem
fyrr segir um átta hundruð þúsund.
Hér er við löggjafann að sakast. Alþingi
og ráðherrar samgöngumála eru þær
stofnanir, sem tryggja ættu að lög héldu
merkingu sinni og að bætur á borð við þær
sem hér eru til umræðu rýrnuðu ekki.
En löggjafinn, eða framkvæmdavaldið,
hefur ekki staðið sig. Það er hreint hneyksli
að bætur skv. loftferðalögum skuli hafa
fengið að rýrna. Og það er ráðamönnum
engin afsökun að vísa til verðbólgu undan-
farinna ára í því sambandi. Flugfélög víða
um heim og ríkisstjórnir hafa með einum
eða öðrum hætti komið því svo fyrir að
fólk í flugi njóti trygginga í samræmi við
það sem gerist og gengur í annars konar
ferðum. Og það stoðar lítt fyrir embættis-
menn sem vilja afsaka hneykslið, eða helst
að tala ekki um það, að bera við alþjóða-
samþykktum og seinagangi löggjafans
þegar svo alvarleg mál eru annars vegar.
Ef Islendingar eru aðilar að vondum al-
þjóðasamþykktum, þá eigum við að búa
okkurtil okkareigin samþykktir, sem girða
fyrir að slysabætur rýrni ofan í hlægilegt
lágmark.
Ungi maðurinn í Bolungarvík lét afleið-
ingar flugslyssins ekki buga sig. Hann lét
það ekki buga sig, þegar hann komst að
því að „velferðarkerfið" tryggir honum
undirtuttugu þúsund krónum á mánuði til
framfærslu fjölskyldu, og þegar hann frétti
af því að hann væri tryggður fyrir smánar-
lega lága upphæð hélt hann stillingu sinni
— og óbilandi bjartsýni.
Það er jafn ótrúlegt og viðhorf hins opin-
bera til þessa alvarlega máls.
ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS,
„19. JÚNÍ", ER KOMIÐ ÚT
Fœst í bókaverslunum, á blaösölustööum og hjá kvenfélögum um land
allt.
KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS
■ síðustu viku sögðum við frá vel
heppnaðri skótausauglýsingu, sem
gerð var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
og Vilhjálmur Rafnsson átti þátt í að
gera. Onákvæmni gætti í smáfrétt-
inni. Puffins-skórnir sem við ætluð-
um að segja frá breyttust í Act-skó og
niður féll nafn Bjarna Dags Jóns-
sonar, sem viðriðinn var gerð
myndarinnar...
mennirnir telja sig geta sannað að
þeir hafi ýmislegt til síns máls. Þeir
hafa undir höndum vigtarseðla er
sýna að mun meira af fiski fór í
gáma en þeir fengu greitt af mark-
aðsverði erlendis. Þeir leituðu til
viðskiptaráðuneytisins til að fá
úr þvi skorið hvort þessi fiskur hefði
verið fluttur úr landi, en þar varð
fátt um svör. Því leituðu þeir aðstoð-
ar sjómannasambandsins. Hér er
um mikið hagsmunamál að ræða
fyrir sjómenn. Verðmismunur á
fiski hér heima og erlendis getur
verið allt að 100%. Mál skipshafnar-
innar á Jóni Vídalín er síður en svo
einsdæmi og það er þekkt að út-
gerðir hafi greitt sjómönnum aftur-
virkt eftir að upp um þær komst...
LAUSN Á
SPILAÞRAUT
...Tígulás að heiman t öðrum
slag. Svo fremi sem tígullinn er ekki
5—0 eru 9 slagir gulltryggðir:
♦ 73
<? K8
❖ D82
+ KG6542
<l> 982
<? D10654
❖ K1074
+ 3
♦ G1054
G932
o 3
+ A1097
u
tflutningur á ferskfiski í
gámum hefur verið mikið til um-
fjöllunar að undanförnu. Hins vegar
fer minna fyrir því að sjómenn telja
sig oft hafa verið svikna af útgerð-
amönnum um hlut í þessum við-
skiptum. Eftir margítrekaða beiðni
sjómanna á Jóni Vídalín hefur Sjó-
mannasambandið nú óskað eftir
því að kanna bókhald fyrirtækisins
Meitilsins hf. í Þorlákshöfn til að fá
úr því skorið hvort útflutningur á
gámafiski hafi verið meiri en fram
kom í uppgjörum áhafnarinnar. Sjó-
♦ AKD6
A7
<> AG965
♦ D8
Ef tígullinn HEFÐI skipst 5—0 hefði
verið nauðsynlegt að treysta á að
laufið gæfi 5 slagi. í þessari stöðu er
tígli vitanlega spilað aftur og vestur
setur smátt, annars fáum við 4 slagi
á litinn. Ef austur á K10 er sama upp
á teningnum. Drottning á slaginn og
ef við höfum notað puttana rétt er
ljóst að níu slagir fást nú með því að
snúa sér að lauflitnum.
í tvímenningi, hinsvegar, spila all-
ir dauðlegir menn laufdrottningu í
2. slag.
INNRÖMMUN
ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR,
TILB. ÁLRAMMAR
LAUGARDAGA TIL KL. 16.00
NÆG
BfLASTÆÐI
10 HELGARPÓSTURINN