Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Qupperneq 14
ÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍTÍ STJÖRNUDÝRKUN Fyrir nokkrum árum geisaði hér á landi Duran Duran- og Wham-æöi. Unglingarnir skiptust í tvo hópa eftir því hvora hljómsveitina þeir, þær eða þau „fíluðu“ betur og litu Duran Duran-aðdáendur niður á Wham-aðdáendur og öfugt. Oft sló í brýnu á milli þessara tveggja hópa og voru illvígar ritdeilur háðar á síðum dagblaðanna um það hvor hljómsveitin væri betri, hvaða hljómsveitar- meðlimur væri sætastur og hvort Simon le Bon notaði skó númer 38 eða 52. Deiluaðilar komust sjaldnast að niðurstöðu sem báðir aðilar gátu með góðu móti sætt sig við og smám saman dóu þessar deilur út, Wham hætti og Duran Duran glataði fyrri vinsældum sínum. Hvað gerð- ist? Líklegasta skýringin er sú að aðdáendurnir eltust og þroskuðust og í hugum þeirra fór tónlistin að skipta meira mái en ytri umbúðirnar. Við tók ný kynslóð sem ekki hafði mikinn áhuga á Duran Duran og Wham heldur eru átrúnaðargoð hennar Madonna og A-Ha. Sigurþóra Bergsdóttir, 15óra: „Ég á ekkert sérstakt átrúnaðar- goð lengur, ég er eiginlega vaxin upp úr því. Áður skipti máli hvernig hljómsveitarmeðlimirnir litu út og þá hlustaði ég á Duran Duran og las Bravo. Núna skiptir tónlistin meira máli og hlusta ég mikið á A-Ha og Spandau Ballet. Eg held að stelpur vaxi upp úr því að eiga átrúnaðar- goð svona um 14 til 15 ára en ég veit ekki um stráka, því þeir hugsa öðru- vísi en stelpur." Þórunn Helgadóttir, 15 ára: ,,Eg á enga uppáhaldshljómsveit heldur hlusta ég mikið á það sem er á vinsældalistunum í útvarpinu. Ég hef aldrei safnað plakötum með leikurum eða poppstjörnum en ég held að það sé algengt áhugamál hjá unglingum." Tala hún og vinkonur hennar ein- hvern tímann saman um stjörnurn- ar. „Nei, aldrei." Trausti Guðmundsson, 14 óra „Ég hlusta svo lítið á þessi nýju lög. Eg kýs heldur að hlusta á gömul og róleg lög. Hvað flytjendurnir heita? Það man ég aldrei. Ég les aldrei poppblöðin og hef ekki hug- mynd hvort aðrir gera það, ég fylgist ekkert með því." eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur myndir Jim Smart Það eru aðallega unglingar á aldrinum tíu til fimmtán ára sem eiga sér átrúnaðargoð sem þeir líta upp til. En hvers vegna einmitt þeir. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur svaraði því til „að á þessum aldri eru unglingarnir að byggja upp sjálfs- myndina og leita þess vegna að fyr- irmynd. Áður fyrr voru foreldrarnir einu fyrirmyndirnar sem þeir höfðu og því urðu þeir ósjálfrátt fyrir val- inu. Núna umgangast unglingarnir mun fleiri en áður, þar af leiðir að fyrirmyndirnar eru fleiri. Fyrir- myndirnar sem verða fyrir valinu eru oft á tíðum fólk sem mikið er hampað í fjölmiðlum og auglýsing- um, þ.e. stjörnur. Einnig blandast inn í þetta óskir um þægilegt líf sem ekkert þarf að hafa fyrir og það er einmitt hugmyndin sem fjölmiðlar gefa af fræga fólkinu. Það er ríkt, lif- ir spennandi lífi og áhyggjulausu og lífið snýst í kringum það. Jafnvel þó að slúðurdálkarnir birti fréttir af of- notkun stjarnanna á áfengi og eitur- lyfjum eða af hjónaskilnuðum og öðrum vandamálum þeirra nær það ekki til unglinganna," sagði Sig- tryggur. HVERJAR ERU STJÖRNURNAR? Hverjar eru svo helstu stjörnur unglinganna? Nú á tímum eru það helst poppstjörnur sem eru aðal- átrúnaðargoðin en einnig fá frægir leikarar sinn skammt, og þá aðal- lega hinar svokölluðu unglinga- eða barnastjörnur. Þriðji hópurinn er svo íþróttamenn. Fram undir fimmta áratuginn voru það helst leikarar sem fólk leit upp til og þeir voru ófáir sem fóru á bíö einungis til þess að berja stjörnur eins og Clark Gable eða Ritu Hayworth augum. Með tilkomu rokksins fóru ungling- arnir að dýrka poppgoðin þegar stjörnur eins og Eluis Presley komu fram á sjónarsviðið. Síðar komu Bítl- arnir og Rolling Stones á sjöunda ára- tugnum og á þeim áttunda voru það ABBA og John Travolta, sem náðu hvað mestum vinsældum. Á síðustu árum hafa það verið hljómsveitir eins og Wham, Duran Duran, Europe og A-Ha og söngvarar eins og Madonna og Prince sem hafa átt upp á pallborðið hjá unglingunum. Eins og þessi upptalning sýnir hafa sumar þessara hljómsveita og ein- staklinga staðist tímans tönn og þykja boðleg enn í dag. Aðrir eiga bara vinsældum að fagna í tvö eða þrjú ár og síðan falla þau í gleymsku. Unglingarnir hafa ýmis ráð með að fylgjast með stjörnunum sínum. Áður fyrr söfnuðu krakkar hinum svokölluðu leikaramyndum eða myndum af fótboltaköppum. Leik- aramyndirnar fengust úti í búð og síðan skipti fólk á myndum í þeim tilgangi að bæta safnið. Myndir af fótboltaköppum fengust úr fót- boltatyggjóinu og eru til dæmi um stráka sem áttu alla fyrstu deildina ensku eins og hún lagði sig. Þessar myndir sjást varla lengur og í stað- inn kaupa krakkarnir tímarit sem birta myndir og plaköt af goðunum. Hingað til lands er flutt talsvert af erlendum popptímaritum og er það vinsælasta af þeim vafalaust þýska vikublaðið Bravo. Kaupendur þess eru aðallega unglingar á aldrinum tíu til fimmtán ára og er það ljóst að þau eru nær einungis keypt vegna myndanna því hinn íslenski meðal- unglingur les ekki þýsku. Ekkert ís- lenskt blað er til sem svipar til Bravo, heldur reyna unglingatíma- ritin að birta viðtöl og myndir ásamt öðru efni. „Krakkarnir senda inn óskir um viðtöl og myndir og virðast óskirnar vera bundnar við það sem efst er á baugi á hverjum tíma," sagði Por- steinn Gunnarsson, umsjónarmað- ur poppsíðunnar í barnablaðinu ABC. Sala erlendu blaðanna er tals- vert misjöfn eftir því hvort eitthvert „æði“ er að ganga yfir. Þannig var til dæmis mikil sala á tímum Duran Duran- og Wham-æðisins en strax á eftir minnkaði hún." VILJA ALMENNAR UPPLÝSINGAR En hvað er það sem unglingarnir vilja fá að vita um átrúnaðargoðin? Yfirleitt eru það bara almennar upp- lýsingar um fæðingarstað, hvar goð- in búa, hvort þau séu gift, hvað þau geri í tómstundum og þess háttar. „Stundum leiðist þessi forvitni út í vitleysu þegar aðdáendurnir vilja fá að vita skónúmer, hvaða tannkrem viðkomandi kýs að nota, hvort stjarnan sefur frekar á bakinu eða maganum eða kannski bara á hlið- inni og þar fram eftir götum," sagði Þorsteinn ennfremur. Það eru bara allra hörðustu aðdáendurnir sem leggja sig eftir þessum hlutum, hinn venjulegi meðal-Jón kærir sig yfir- leitt kollóttan. „Óskirnar hafa lítið breyst í gegnum árin og vilja krakk- arnir fá sömu upplýsingar um sín átrúnaðargoð og foreldrar þeirra voru á höttunum eftir þegar þeir voru ungir," sagði Þorsteinn að lokum. Svo eldast krakkarnir og vaxa upp úr þessu. Þeir fara e.t.v. að hlusta meira á tónlistina og fara minna eftir ytri umbúnaði og því hvað vinirnir segja. Síðan kemur önnur kynslóð með ný átrúnaðargoð. Stjörnur koma og fara og sumar verða um kyrrt, sumar lifa jafnvel dauða sinn og er skemmst að minnast stjarna á borð við Elvis Presley, Marilyn Monroe og James Dean og sjást enn þann dag í dag plaköt með þeim hangandi uppi á vegg í herbergjum unglinganna. Hér á síðunni getur svo að líta nokkur viðtöl við unglinga í Laugar- dalnum um átrúnaðargoð þeirra. í^ítítítítítí^ítí^ítítítítítítítítítítíti 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.